Morgunblaðið - 10.05.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.05.1968, Blaðsíða 19
HORGT7NBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1968 19 fiska á krókana. Efnt var til samkeppni milli blaðamanna, og skyldi sá, sem stsersta fiskinn drægi, hljóta verðlaun. Úrslitin urðu þau, að Vadimar Jóhann- esson frá Vísi, sigraði. Var sigur þorskurinn 12 og hálft pund. Veður var einstaklega gott í ferð þessari, og allur viðurgern ingur við blaðamenn hinn rausn arlegasti, og það mátti heyra frá mörgum þeirra að þessi „blaðamannafundur“ hafi verið einn sá skemmtilegasti, sem þeir höfðu tekið þátt í. Nánar mun verða sagt frá veiðiferð þessari síðar í Mbl. og birtar myndir af veiðiskapnum. Formaður Sjó- stangaveiðifélags Reykjavikur er Bolli Gunnarsson, en aðrir í stjórn þeir Hákon Jóhannsson, Ragnar Ingólfsson, Jón B. Þórð- arson og Jónas Halldórsson. En í aðalframkvæmdanefnd mótsins eru Bolli Gunnarsson, Halldór Snorrason, Magn ús Valdimarsson, allir úr Reykja víkurfélaginu og Friðrik Jó- hannsson formaður Keflavíkur- félagsins og Karl Jörundsson, formaður Akureyrarfélagsins. Formenn undirnefnda eru þeir Ragnar Ingólfsson og Njáll Sí- monarson. Mjög mikið starf er í kring- um undirbúning slíks móts, og kostar undirbúningurinn stórfé. Þess vegna hefur stjórnin leitað til einstaklinga og fyrirtækja um fjárstyrk, og vonast eftir góðum Ungur sjóstangaveiðimaður um borð í Eldingunni s.l. laugar- undirtektum. Félagið hefur gefið dag í Eldeyjarröst, innbyrðir stærðar golþorsk. (Mynd Mats út smekklega mótskrá, og hefur Vibe-Lund). hún verið send sjóstangaveiði- mönnum víða um heim. PEIMINGAHÓLF í VEGGI Verndið verðmæti yðar gegn eldi og eyðileggingu. Laugavegi 15 sími 1-33-33. ELDTRAUST hólf til innmúrings. Plastlagnir A ÞÖK og GÓLF. Leggjum trefjaplast á steinsteypt þök og timburþök. Nýlagnir og viðgerðir. Þéttum lek svalagólf. Leggjum Epoxy-efni á gólf, t. d. iðnaðar- húsnæði, þvottahús, matvælageymslur og verzlunarhúsnæði. Nánari uppl. í síma 13460 kl. 5—7 s.d. ' BYGGINGAPLAST, Tryggvagötu 6. Evrópumeistaramót s jóstanga vei ðimanna — hérlendis um hvstasunnuna Líklegt að Bing Crosby verði einn af hinum 150 þátttakendum Svo sem áður hefur komið fram í fréttum, fer fram árlegt Meistaramót Evrópusambands sjóstangaveiðimanna hér á landi um Hvítasunnuna, dagana 31. maí — 6. júní og e« það í fyrsta sinn, sem slíkt mót er haldið hér á iandi. Hins vegar hafa íslendingar oft tekið þátt í slíkum mótum erlendis. Síðast tóku 4 félagar úr Reykjavíkurfélaginu þótt í móti, sem haldið var í Gibralt- ar, og reyndist sú sveit mjög sigursæl. Varð Vala Bára Guð- mundsdóttir Evrópumeistari, en sveitin vann í heild svokallaða „borgara“ keppni en í henni tóku þátt sveitir frá fjölmörgum borgum víða um heim. Um helmingur þátttakendanna á mótinu hér verður erlendur, og auk þess taka 75 íslendingar þátt í keppninni. Róið verður frá Keflavík, en aðalsetur móts gesta verður á Loftleiðahótel- inu. Fara þar fram á kvöldin skemmtanir að loknum veiðiferð um. Þess má geta, að .8 þátttak- endur komu alla leið frá Suð- ur-Afríku, en öllum þjóðum er heimil þátttaka, þótt mótið sé kallað þessu nafni. Undirbúningsnefnd mótsins hefur staðið í bréfaskriftum við hinn fræga leikara,' Bing Cros- by, og eru sterk líkindi til þess, að hann verði meðal þátttak- enda, þótt ekki sé að fullu frá því gengið. Eggert G. Þorsteins- son sjávarútvegsmálaráðherra verður verndari mótsins. Síðastliðinn laugardag bauð undirbúningsnefnd Evrópumeist aramótsins, blaðamönnum að koma í veiðiferð með ýmsum kunnum íslenzkum sjóstanga- veiðimönnum. Var farið frá Sandgerði með eftirlitsskipinu „Eldingu", og aðallega veitt í Eldeyjarröst og í Miðnessjó. Þátttakendur í þessari skemmti- legu ferð voru 30 talsins. Veiði var treg fyrst framan af, en glæddist, þegar leið á kvöldið. Aðalfiskategundirnar, sem veidd ust voru þorskur og ufsi, en auðvitað komu fleiri tegundir BYGGINGAMEISTARAR - HDSBYGGJENDUR VANDIÐ VAL Á GLUGGUM VELJIÐ TE-TU FRAMLEIÐSLU. TE-TU GLUGGAR ERU ÞÉTTIR, GEGN VINDI, VATNI OG RYKI. SENDIÐ OKKUR GLUGGATEIKNINGU . VIÐ GERUM YÐUR TILBOÐ. YTRI- NJAOOVIK ■.1601 - Keflavik Pöeth.14- Keflavik dralori PEYSURHAR FRÁ HIKLU í ÚRVALILITA OG MYNZTRA Á BORN OG FULLORÐNA. HEKLA AKUREYRI T3T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.