Morgunblaðið - 10.05.1968, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAI 1988
Útgeftmdi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Ritstj órnarfulltrúi:
Fréttastjóri:
Auglýsingastjóri:
Ritstjórn og afgreiðsla:
Auglýsingar:
ílausasölu:
Áskriftargjald kr. 120.00
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
Kr. 7.00 eintakið.
á mánuði innanlands.
LOKA UNDIRBÚN-
INGUR AÐ HÆGRI
UMFERÐ
¥ dag hefst lokasókn í
fræðslu- og kynningar
herferð fyrir umferðarbreyt-
inguna 26. maí n.k., þegar tek
in verður upp hægri umferð
hér á landi. Tveir aðilar
stjórna þessari herferð. Fram
kvæmdanefnd hægri umferð
ar hefur í samvinnu við Slysa
varnafélagið komið á fót 100
öryggisnefndum um land allt,
þar sem áhugamenn á sviði
umferðar- og slysavarnamála
vinna mikið starf. Á næst-
unni mun framkvæmdanefnd
in halda 90 fræðslufundi um
land allt og gefa út fræðslu-
bækling, sem dreift verður á
hvert heimili í landinu. Á höf
uðborgarsvæðinu hefur verið
unnið að kynningarstarfsemi
á végum Reykjavíkurborgar.
Umferðarnefnd borgarinnar
hefur þegar m.a. efnt til yfir
90 fræðslufunda í ýmsum
félögum og félagasamtökum
og fleiri verða haldnir á næst
unni.
Ákvörðunin um að taka
upp hægri umferð olli deil-
um á sínum tíma og sýndist
sitt hverjum eins og eðlilegt
er um ákvörðun sem þessa.
Ánægjulegt er að nú, þegar
nær líður þessari umfangs-
miklu breytingu, hafa þeir,
sem breytingunni voru and-
vígir lagt sig fram um það
jafnt og aðrir, að hún fari
sem bezt fram. Sameining
landsmanna er nauðsynleg,
þar sem athöfn hvers og eins
setur svip sinn á umferðina.
Umferðarmenningu fslénd-
inga má bæta á margan hátt,
en aldrei fyrr hefur verið
framkvæmd hér á landi önn-
ur eins herferð í því skyni og
nú. Verður því að vænta þess,
að í kjölfar breytingarinnar
hefjist tími bættrar umferðar
menningar.
Undanfarið hefur verið unn
ið brautryðjendastarf á sviði
umferðarfræðslu. Nýjar
fræðsluaðferðir hafa verið
teknar upp og fjölmiðlunar-
tækin notuð til hins ítrasta.
Af þessari braut má ekki
snúa, þar sem aukið öryggi
í umferðinni stuðlar að auknu
öryggi allra landsmanna.
Enn er lokasóknin eftir til
þess að tryggja örugga um-
ferðarbreytingu. Morgunblað
ið hvetur alla landsmenn til
þess að fylgjast vel með og
kynna sér rækilega allar upp-
lýsingar, sem fram koma um
umferðarbreytinguna. Fyrir-
mælum lögreglu og annarra
sérfróðra manna verður að
hlýða, því að allir verðum
við byrjendur, þegar hægri
umferð kemst í framkvæmd.
FUNDIR
SKÓLAMANNA
j dag hefur menntamálaráðu
neytið boðað takmarkað
an hóp skólamanna til fundar
um landsprófið og lækkun
stúdentsaldurs, og hinn 18.
maí n.k. munu samtökin
„Kennslutækni“, sem eru sam
tök nokkurra kennara, er
gengizt hafa fyrir margvís-
legri fræðslustarfsemi á sviði
skólamála undanfarin ár, efna
til mikils fundar áhrifa- og
áhugamanna um skólamál,
þar sem fjallað verður um
það, hverju breyta þurfi í ís-
lenzkum skólamálum.
Á liðnum vetri hafa orðið
meiri umræður um skólamál
hér á landi en flest önnur
mál. Jafnvel efnahagsmálin
hafa horfið í skugga þeirra á
stundum. Hinn mikli og vax-
andi áhugi almennings á
skólamálunum er fagnaðar-
efni, því að framtíð þjóðar-
innar hvílir á æskunni og
hvernig að henni er búið.
Fólki hefur smátt og smátt
orðið ljóst, að skólakerfið er
úrélt og kennsluhættir gamal
dags. Það er einnig orðin út-
breidd skoðun, að skólakerfið
setji æskufólki óhæfilegar
hömlur og dragi fremur úr
því, að nemendur leggi út í
langskólanám. Þessi víðtæka
og almenna hreyfing, sem
skapazt hefur um skólamálin,
er þegar komin á það stig, að
Ijóst er, að hún hlýtur að
bera árangur. Yfirstjóm
skólamálanna getur með engu
móti virt að vettugi þann
áhuga og þær kröfur um
breytingu, sem settar hafa
verið fram.
Morgunblaðið hefur barizt
fyrir endurnýjun skólakerfis-
ins með þeim hætti, að það
stuðli að víðtækri og almenn
ri menntun íslenzks æsku-
lýðs. Samband ungra Sjálf-
stæðismanna hefur sett fram
ákveðnar tillögur til úrbóta
í skólum landsins. Þær hafa
verið kynntar á fundum sam
bandsins víða um land undan
farið. Fjölmörg félagssamtök
bæði kennara og annarra hafa
látið til sín heyra.
Jfcl y&ij UTA N ÚR HI 0 :imi
-,a. ♦ ’ * \
-
t
Staðurinn, þar sem blaðamennirnir voru myrtir. Lík þeirra liggja við jeppann, sem þeir
óku í.
Vietcongforinginn hld
hæðnislega
— ocj skauf á biaðamennina
JOHN Palmos, blaðamaður
frá Ástralíu lá á götu í kín-
verska hverfinu í Saigon og
lézt vera dauður. Það bjarg-
aði honum úr bráðri lífshættu.
Þegar Vietconghermennirn-
ir létu vopn sín síga, stökk
hann á fætur og hljóp allt
hvað af tók eftir næstu götu.
Á eftir hönum dundu skot
Vietcongmannanna, sem
nokkrum mínútum áður
höfðu myrt fjóra starfsfélaga
hans úti á miðri götu. „Það
var hræðilegt", skýrði Palm-
os frá eftir á, er honum hafði
tekizt að flýja burt, en var
þá enn skelfingu lostinn yfir
þessum hræðilega atburði.
Samkvæmt frásögn Palm-
os hafði hann ásamt fjórum
öðrum blaðamönnum farið í
jeppa kl. hálf tíu á sunnudags
morgun til Cholon, kín-
verska hverfisins. Þeir voru
allir frá Ástralíu nema Bret-
inn Ronald B. Laramy. Við
stýrið var John Cantwell.
„Þá sáum við fyrir ofan okk-
ur þrjár þyrlur, sem skutu
flugskeytum í norðurátt",
skýrði Palmos frá síðar. Cant
well sneri þá jeppanum við
og hélt inn í litla hliðargötu.
„Stoppaðu John, farðu ekki
inn í hliðargöturnar", mót-
mælti Palmos. „Við skulum
fara eftir stærri götunum.
Þangað hætta Vietcongmenn-
irnir sér ekki“. En einhver úr
hópnum sagði: „Vertu róleg-
ur“, og meiri hluti þeirra, sem
í jeppanum voru, voru því
fylgjandi að fara lengra inn
í hliðargötuna. Palmos mót-
mælti ennþá en árangurs-
laust, en í þriðja sinn, sem
hann maldaði í móinn, urðu
félagar hans honum sammála.
Óhætt er að fullyrða, að nú
hafi verið plægður akur fyrir
raunhæfar umbætur í skólun
Þá var það hins vegar of seint.
Líkt og þeir hefðu sprottið
upp úr jörðinni, stóðu skyndi-
lega tveir Vietcongmenn fyrir
framan jeppann. Á broti úr
sekúndu stökk Palmos út úr
jeppanum, en í sömu andrá
hófu báðir Vietconghermenn-
irnir skothríð úr vélbyssum
sínum. „Þeir ■ létu skotin
dynja á okkur“, skýrði Palm-
os frá síðar, „og hljóta að
hafa tæmt úr byssum sínum“.
Hann heyrði engin óp úr bíln
um. Hann stóð upp og riðaði
nokkur skref frá jeppanum,
eins og hann hefði orðið fyr-
ir skotum, setti upp kvala-
svip og kastaði sér til jarðar.
„Ég leit til hliðar og sá
Larmy. Hann lá með útrétta
handleggi, munnur hans var
opinn og höfuð hans hékk aft-
ur. Hann. virtist dauður“.
Cartwell hafði einnig stokk
ið út úr jeppanum og lá
mjög mikið særður á götunni
varla tvo metra frá Palmos.
Vietcongforingi gekk að jepp
anum. Hann hélt á banda-
rískri skammbyssu í hendinni.
„Hann gekk fram og Mike
Birch — hann talaði lítið eitt
í vietnamisku — sat enn í
hægra framsæti jeppans og
hrópaði í örvæntingu: Bao
Ghi, bao chi — sem þýðir
blaðamenn".
Vietcongforinginn, sem var
í einkennisbúningi, miðaði
skammbyssu sinni á Birch,
hló og sagði mjög hæðnislega:
„Bao chi“ og skaut tvisvar.
Síðan gekk hann að Cantwell,
en um líkama hans lék enn
krampadráttur og titringur.
Hann skaut þremur skotum á
Cantwell. „Fyrsta skotið fór
um. Þess ber að vænta, að
umræður á þeim fundum
skólamanna, sem nú. hefur
í ennið — annað eða þriðja —
ég get naumlega munað það,
en það var hræðilegt að horfa
á það — hitti bol hans, sem
hætti að hreyfast".
Palmos beið, unz Vietcong
foringinn hafði látið frá sér
skammbyssuna og hinir
hlóðu byssur sínar aftur. Þá
stökk hann á fætur og hljóp
burt. „Fyrst heyrði ég skot-
in \úr vélbyssunum en síðan
einnig skammbyssuskot“,
sagði Palmos síðar, er hann
lýsti því, hvernig hann hljóp
til þess að forða lífi sínu.
„Rétt á eftir gullu einnig við
skot úr byssu Vietcong-for-
ingjans. Skelfingin greip mig,
en allt í einu var ég kominn
að hópi flóttamanna. Ég reif
skyrtuna utan af rnér, klíndi
á mig aur og gerði lítið úr
Framhald á bls. 23
Riidt von Coltenberg,
sendiráðsritari Vestur-Þýzka-
lands í S-Víetnam. Hann var
einnig myrtur af Vietcong á
sunnudag og fannst lík hans
með hendur bundnar fyrir
aftan bak og með bundið fyr-
ir augun ekki langt frá þeim
stað, þar sem blaðatnennirnir
voru myrtir.
verið boðað til, verði upphaf
nýrra aðgerða á þessu sviði. \