Morgunblaðið - 10.05.1968, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.05.1968, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1968 7 ,ÞETTA ER EINSKONAR ÓÐUR MINN TIL ESJUNNAR' — segir Karl Ó. Runólfsson tón- skáld um nýju sinfóníuna sína „Ég lýsi í þessari sinfóníu, sem hefur undirtitilinn ESJA, áhrifum þeim, sem ég hef orð ið fyrir af fjallinu og fólkinu, sem undir Esju býr, sorgum þess og gleði. Þetta er eins- konar óður til Esjunnar," sagði Karl O. Runólfsson Tónskáld þegar við hittum hann á förn- um vegi í fyrradag, og inntum hann eftir sinfóníu hans um Esjuna, sem verður frumfiutt fimmtudaginn 1. maí af Sin- fóníuhljómsveit íslands í Há- skólabíói. „Er þetta fyrsta sinfónia þín Karl?“ „Já, og meira en það. Ég held að hún sé fyrsta sinfónia sem samin hefur verið á íslandi í klassiskum stil. Annars byrj- aði ég þetta sem einskonar óð ætlaði fyrst ekki að hafa þetta til Esjunnar, og sá óður er raun ar síðasti kafli sinfóníunnar. Ég ætlaði nú aldrei að hafa þetta lengra, og lá þetta í salti hjá mér í ein 3 ár, en þá fór ég að prjóna framan við óðinn, og úr þessu varð svo sinfónia í 4 þáttum, sem nú í næstu viku verður frumflutt. 1. kafli hennar er í vanalegu sónötuformi, svokölluðu, 2. kafl inn er hinn hefðbundni hægi kafli, adagio, en 3. kaflanum bætti ég við síðast, Scherzo, Karl . Runólfsson tónskáld rímna- og vikivakascherzo, og öll stefin í scherzóníu eru frum ort. Síðasti kaflinn er hraður rondó —■ kafli, eilítið í marz- stíl, eins og til að undirstrika, að fólkið undir Esjunni haldi áfram að lifa. Það tekur hálf- tíma að flytja sinfóníuna, og ég vona að fólkið hafi nokkuð gaman að henni". „Hvað myndir þú segja að orki mest á þig þegar þú ert að semja tónverk, Karl?“ „Tvímælalaust fyrst og fremst kynni mín af íslenzkri þjóð. Og þau kynni eru orðin marg- vísleg, af prentverki, danssöl- um og kaffihúsum, Siglufirði Akureyri og ísafirði Tónlistar- skólanum, lúðrasveitum, bæði fullorðina og barna. Og ekki sízt sveitastörfum, túnavökum og hjásetum, umgengni við skepnurnar, við alla náttúru íslands. Þá má ekki gleyma bók- menntum, eldri og yngri, sög- um ljóðum, þjóðsögum sann- leik og lygi. Um allt þetta hef ég samið tónlist. Og raunar er það svo margt í íslenzkp tón- listarlífi, sem hefur haft áhrif á mig, að allt of langt yrði upp að telja að þessu sinni. Og ég held að ég megi til með að segja þér frá einu skemmtilegu atviki frá því ég var lítill. Hann hefur sagt mér, hann Gunnar í Leiftri, að eitt sinn hafi ég komið heim til hans, þá hafi þeir verið að les_a sögur, sennilega íslendingasög ur. Þá átti ég munnhörpu, gekk með hana upp á vasann eins og gengur, og segir Gunnar mér frá því, að ég hafi þá leikið lög undir sagnalesturinn á munnhörpuna, svo að snemma hefur þetta byrjað." „Segðu okkur að lokum Karl hvaða „opus“ er þetta verk þitt og hvað er i bígerð hjá þér um þessar mundir?" „Mig minnir, að sinfónian sé Opus 57, en varðandi hina spurninguna, er það að segja, að ég er búinn að semja 3 balletta, og sá 4. er á stokkun- um hjá mér.‘ Með það kvöddum við tón- skáldið, en minnum á það að sinfónían verður frumflutt fimmtudaginn -6. maí af Sin- fóníuhljómsveitinni undir stjórn Bodans Wodisco í Há- skólabíói. — Fr.S. Fjallið Esjan augnayndi Reykvíkinga, yrkisefni tónskáldsins í nýju sinfóníunni. Hér sér líka Laugar- J nesstofu, eins og hún er á málverki dr. Jóns Helgasonar biskups. FRÉTTIR Kvennadeild Borgfirðingafélagsins þakkar innilega öllum þeim, sem á einn eða annan hátt sýndu vin- semd sína og hlýhug í garð hennar í sambandi við fjáröflunardaginn 5. maí Kvæðamannafélagið Iðunn heldur síðasta fund sinn og kaffi kvöld laugardaginn 11. maí kl. 8 að Freyjugötu 27 Slysavarnard. Hraunprýði Hafnar- firði hefur kaffi- og merkjasöludag föstudaginn 10. maí í Sjálfstæðis- húsinu og Alþýðuhúsinu. Félag Suðurnesjamanna heldur lokadagsfagnað í Tjarnar búð á lokadaginn 11. maí kl. 8.30. Séra Jón Thorarensen flytur minni lokadagsins. Söngkvartett frá Kefla vík skemmtir. Hafnfirðingar. Mæðradagurinn er sunnudaginn 12. maí Kaupið mæðrablómið. Sölubörn komið í A1 þýðuhúsið kl. 10 árdegis. Nefndin Mæðrafélagið hefur kaffisölu að Hallvegarstöð- um sunnudaginn 12. maí Félags- konur, sem vilja gefa kökur hafi samband við Fjólu, s. 38411 eða Ágústu s. 24846 Borgfirðingar eystri Munið sumarfagnaðinn 1 Félags- heimili Kópavogs laugardaginn 11. maí kl. 8.30 Vornámskeið fyrir börn, sem eru fædd á árinu 1961, hefjast í barnaskólum borgarinnar mánu- daginn 13. maí n.k. Þeir foreldrar, sem ekki hafa vitneskju um hvenær börn þeirra eiga að koma í skóla, þurfa að leita upplýsinga um það, hver 1 sínum skóla árdegis á morgun, laugardaginn 11. maí. Frá Ráðleggingarstöð Þjóð- kirkjunnar. Læknir verður fjarv. í 3 vik- ur frá 9.5. Kristileg samkoma að Fálkagötu 10 í kvöld kl. 8.30 Ræðumenn Jón Gunnlaugsson og Geirlaugur Jóns son Allir velkomnir. Frjálsa starfið Bænastaðurinn Fálkagötu 10 Kristilegar samkomur sunnudag. 12. Sunnudagaskóli kl. 11 Almenn samkoma kl. Bænastund alla virka daga kl. 4 e.m. Allir velkomnir. Bibliíuhátíð Gídeonsfélagsons Verður haldin í húsi K.F.U.M. og K. við Amtmannsstíg kl. 8.30 sunnu daginn 12. maí. Á hátíðinni verður aðalræðumaður erindreki Gídeon félagsins í Bandaríkjunum Mr Scott Myers. Tekið verður á móti gjöf- um til styrktar starfi Gídeonfélags ins í tilefni af úthlutum Nýja- testamenta næsta haust. AUir hjart anlega velkomnir. Dagheimilið Tjarnarlundi tekur til starfa 15. maí. Innritun mánudag- inn 13.5 frá 8-10 síðdegis. Kvennadeild Slysavarnarfélagsins heldur fund mánudaginn 13. maí kl. 8.30 í Slysavarnarhúsinu Granda garði. Til skemmtimar: Spiluð fé- lagsvist, sumartízka deildarinnar sýnd, rætt um félagsmál og sumar- ferðalög. Kristniboðsfélagið í Keflavík. heldur fund í Tjarnarlundi föstu daginn 10. maí kl. 8.30 Þórir S. Guðbergsson skólastjóri talar. All ir velkomnir. Kvenfélagið Hrund, Hafnarfirði heldur fund mánudaginn 13. maí kl. 8.30 Sýnd verður garðyrkju- mynd Kvenfélag Grensássóknar heldur fund í Breiðagerðisskóla mánudaginn 13. maí kl. 8.30 Kaffi drykkja með sóknarpresti og nefnd um safnaðarins. Merkjasala verður n.k. sunnudag. Kvenfélag Njarðvíkur helddr hlutaveltu laugardaginn 11. maí kl. 4 í Stapa til ágóða fyrir dagheimilissjóð. Góðir vinnipgar. Engin núll Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboðin Hafnarfirði heldur basar í Sjálfstæðishúsinu, föstudaginn 17. maí kl. 8.30 Kvenfélag Bústaðasóknar Síðasti fundur starfsársins verð- ur haldinn í Réttarholtsskóla mánu daginn 13. maí kl. 8.30 Spiluð verð ur félagsvist. Strandamenn Sumarfagnaður verður haldinn laugardaginn 11. maí kl. 9 í Dóm- us Medica. Átthagafélag Stranda manna. Barnaheimilið Vorhoðinn Rauðhól um. Tekið verður á móti umsóknum um sumardvalir fyrir böm 4.5. og 6 ára á skrifstofu verkaikví. Fram- sóknar .laugard. 11. og sunnud. 12. maí kl. 2-6 Atvinnurekendur ath. 17 ána pilt vamitar ait- viraniu. Hefuir gaignfr.piróf verzl'uinard., bílpróf og er viamiur trésmíði. Allt kem- uir til gr. Ujypl. í s. 50011. Belló — Belló Belló sófasettin vinsælu komiin aftiur með 3 eða 4 saata sófa. Hagkv. greiðshi skilm. Nýja Bólsturgerðin, Laiuigav. 134, sími 16541. Keflavík — Suðurnes Vorum að taka upp fallegt ódýrt norskrt handprjóna- gam og mikið úrval af pr j ónamunstirum. Elsa, Keflavík. Til leigu nú þegar er nýleg 3ja herb. íbúð með húsgögnum. — Hagstætrt verð. Uppl. í sírna 38820 og 11467. Vön matreiðslukona ósikasrt á lítið barnaheimilli. Upplýsinigar í síma 66147. Kjöt — kjöt 5 verðflokkar, opið frá 1-5 alla laiuigardaga, aðra daiga eftiir umtaili. Sími 50199 og 50791. Sláituríhús Hafmarfj, Guðmundur Magnússon. Saumavél óskast sem hægt værí að sauma í þykk efni, s. s. leðiur- líki, plast, segldúlk og fl. Tilb. merikrt: „Ódýr 8581“ sendist Mbl. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu Sendisveinn Óskum að ráða sendisvein nú þegar, helzt með skellinöðru. — Upplýsingar í síma 82300. T r ésmí ða verkstæði Til sölu trésmíðaverkstæði í fullum gangi í Hafnar- firði. Nýtt 340 ferm. verksmiðjuhús ásamt vélum. Möguleiki er jafnframt á að leigja húsnæðið ásamt vélum. HRAFNKELL ÁSGEIRSSON, HRL., Strandgötu 45, Hafnarfirði, sími 50318. r Oska að taka herb. á leigu sem næst Miðborginni. Tilboð sendist Mbl. merkt: „8583“. Hálft steinhús við Iiáteigsveg 2. hæð 160 ferm. 5 herb., eldhús og bað og 3. hæð þrjú herb., eldhús og bað til sölu. Bílskúr fylgir. Á 2. hæð eru tvennar svalir og hæðin með harð- viðarinnréttingum. Á 3. hæð eru rúmgóðar svalir. Sameiginlegur útidyragangur er fyrir hæðirnar en sérhitaveita fyrir hvora íbúð. Nánar upplýsingar gefur NÝJA FASTEIGNASALAN, Laugavegi 12, sími 24300.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.