Morgunblaðið - 10.05.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.05.1968, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1968 Andrea Andrésdóttir Minningarorð Fædd 10. nóvember 1887 Dáin 3. maí 1968. ÞEGAR ég lít til baka og minn- ist frú Andreu Andrésdóttur, er það eins og að horfa á mynd er líður eftir tjaldi, en nú er tjaldið autt — myndin er öll. Sumar myndir liðnu daganna skilja lítið eftir, en aðrar gleym- ast ekki. Þegar við sem kynnt- umst Andreu á langri ævi, lát- um hugann reika til lífsstarfs hennar, þá verður sú mynd er við minnumst ógleymanleg. Andrea Andrésdóttir var fædd að Vaðli á Barðaströnd, 20. nóv. 1887 en andaðist 3. maí s.l. Andrea var barn að aldri, að- eins fjögurra ára, er hún flutt- ist að Dufansdal á Arnarfirði og dvaldist þar til fullorðins ára. Vissulega voru ávallt í huga hennar ljósar þær minningar, er hún átti frá þeim stað. Það var bæði skemmtilegt og fróðlegt að heyra hana segja frá þessum löngu liðnum dögum, og bera saman fortíð og nútíð. "Hugur hennar var til síðustu stunda skír og minni hennar slíkt að jafnvel smáatriði, er höfðu mót- ast í hennar barnssál, urðu lif- andi og ljós í hug hennar og t Maðurinn minn, fósturfaðir og afi, Guðvarður Sigurðsson, múrari, Langholtsveg 150 lézt á Borgarsjúkrahúsinu 8. þessa mánaðar. MálfriSur Sigurðardóttir, Sigurður Benediktsson, Norma Nordal, Berglind Sigurðardóttir, Hallgrimur Sigurðsson, Magnús Sigurðsson. t Hjartans þakkir til allra er sýndu okkur samú'ð og vinar- hug við andlát og jarðarför elsku sonar okkar og bróður, Vignis Georgssonar. Guð blessi ykkur öll. Foreldrar, systkin og aðrir vandamenn. t Okkar innilegustu þakkir til allra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, Sigríðar Sigurðardóttur, Biönduhlíð 22. Sérstaklegar þakkir viljum við færa Alfre'ð Gíslasyni lækni fyrir hjálpsemi hans í veikindum hennar. Guð blessi ykkur. Vandamenn. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarfiir mannsins míns, föður okkar og tengdaföður, Lúðvíks Guðmundssonar, Lönguhlíð 25, Sigríður Þórðardóttir, Stefán Guðmundsson, Irene Guðmundsson, Andreas Guðmundssson, Björndís Bjamadóttir, Þórir Guðmundsson, Arnfríður Snorradóttir, Guðrún Lúðvíksdóttir, Sigurbjörn Einarsson, Gerða Lúðvíksdóttir, Gunnar Guðmundsson, Þórunn Lúðvíksdóttir. I hjarta. Árið 1916 giftist hún Davíð Jónssyni frá Geirseyri, atorku I og dugnaðarmanni. Bjuggu þau fyrst á Kongsengjum í Örlygs- höfn en fluttust þaðan að Hænu- vík, en árið 1926 fóru þau til Patriksfjarðar, og mun þar hafa miklu ráðið, að auðveldara var þar um skólagöngu fyrir börnin. Árið 1930 svífur dökkur skugi inn á þetta friðsæla heimili og tekur með sér húsbóndann á bezta aldri, fyrirvinnuna, en sjö voru börnin orðin, það elsta 12 ára en yngsta 5. Miklu sálar- þr^ki h efir þessi kona verið gædd, er hún varð að bera þessa sorg, og jafnframt að vinna hörð um höndum til þess að sjá börn- um sínum farborða. En fjölskyld an var samhent og börnin lögðu sína krafta fram til hjálpar. Andrea fluttist svo 1942 til Reykjavíkur og bjó þar til dauða dags með syni sínum Vikari, skrif stofumanni, nú starfandi hjá Búr fellsvirkjun. Börnin stofmiðu svo sín heimili en þó var fjölskyld- an ávallt samhent og ástríki og einlægni ríkjandi, bæði á meðal barna og barnabarna hennar. Davíð Davíðsson nú oddviti í Tálknafirði reyndist stjúpmóður sinni sem sannur sonur, enda leit hún á hann eins og sitt eigið barn, og börn hans voru svo sannarlega í hjarta hennar talin í hópi barnabarnanna. Ár- ið 1947 varð Andrea fyriir þeirri þun'gu sorg að missa yngsta son sinn, Leif á bezta aldri, 22 éra, en þá sorg bar hún með hugprýði og styrkur sá er börn hennar veittu henni í þessum erfiðleik- um var henni ómetanlegur. Síðustu æviárin vann Andrea í Belgjagerðinni og minntist oft á það hve Jón Guðmundsson for- stjóri og synir hans höfðu reynst henni vel. Þetta eru I stórum dráttum æviágrip Andreu Andrésdóttur en ég veit að aðrir munu gera því betri skil. Þótt örlögin yrðu þess valdandi að búseta Andreu yrði á Patreksfirði og nú síð- ustu áratugina í Reykjavík, var hugur hennar eins og ég hefi áður getið um, ávallt bundinn æskustöðvunum. Og nú er dalir Arnarfjarðar klæðast sínum sum arskrúða, mun andi hennar svífa yfir þessari byggð. Vegna hinnar fölskvalausu átt hagatryggðar hennar og einnig að Andrea var mjög félagslynd kona, naut Barðstrendingafélag- ið í Reykjavík starfskrafta henn ar í ríkum mæli. Var hún um tíma formaður kvennadeildar fé- t Faðir okkar og stjúpfaðir, Gunnar Erlendsson, Lokastig 20, lézt í Borgarsjúkrahúsinu fimmtudaginn 9. maí. Hildigunnur Gunnarsdóttir, Jónas Gunnarsson, Sylvía Sigfúsdóttir. lagsins, og átti við margar á- nægjustundir saman f Barðstrend ingafélaginu, bæði í leik og starfi Minnist ég þess að á síðastliðnu sumri, þá orðin mjög vanheil, tók hún sér ferð á hendur land- leiðina vestur í Vatnsfjörð til þess að sjá hina nýju byggingu Barðstrendingafélagsins þar, Hót el Flókalund. Sýnir það hvað henni var annt um framgang og velferð félagsins til hinstu stundar. Við minnumst starfs hennar í þakklátum huga. Kæra vinkona, ég þakka þér fyrir allar ánægjustundirnar, er þú veittir okkur hjónunum. Ein af hugljúfustu minningum konu minnar frá beztu árum ævi henn ar, var um ferðalag, er hún fór með þér um hinar fögru og til- komumiklu byggðir Arnarfjarð- ar. Ég trúi því að þið nú í ljóss- ins landi sameinist. Nú er ekki lengur sjúkdómsböl. Hinn jarð- neski líkami hefir lokið hlut- verki sínu, en framundan blasir við eilífðin, og við trúum því að eins og maðurinn sái muni hann og uppskera. Ég votta börnum þínum og ást vinum öllum innilegustu samúð. Guð blessi minningu þína. Guffbj. Egilsson. Hinn 3. maí síðast liðinn lézt í Borgarsjúkrahúsinu frú Andr- ea Andrésdóttir, Grettisgötu 77 hér í Reykjavík, óttræð að aldri. Með nokkrum fátæklegum orðum verður hér minnst þessarar mik- ilhæfu konu. Endurminningarn- ar sækja fast á, enda margs að minnast úr lífi þessarar stór- brotnu heiðurskonu. Um hana mátti með sanni segja, „Bognar aldrei brestur í, bylnum stóra seinast". Andrea var fædd að Efra- Vaðli á Barðaströnd, 20. nóv. 1887. Hún var dóttir hjónanna Jónu Einarsdóttur og Andrésar Björnssonar bónda þar. Þau hjón in eignuðust 8 börn, en aðeins fimm þeirra náðu fullorðins aldri þrjár systur og tveir bræður. Hin dóu í bernsku. Þegar Andr- ea var fjögurra ára að aldri missti hún föður sinn og stóð þá ekkjan uppi með börnin fimm öll innan 12 ára aldurs. Á þeim tíma áttu fátækar ekkjur með mikla ómegð ekki margra kosta völ. Þrjú börnin voru tekin af góðu fólki. Fór Andrea haustið sem faðir hennar dó að Dufans- dal 1 Suðurfjarðarhreppi í Arn- arfirði, en vorið eftir réðst Jóna móðir hennar sem vinnukona þangað með yngsta barnið, dreng Björn að nafni, til hjónanna Bjarna Pétunssonar og Ólinu konu hans. Þau hjónin tóku Andreu þá þegar sem uppeldis- dóttur sína, en móðir hennar vann fyrir drengnum. Þannig var Andrea samvistum við móður sína þar til hún var 9 ára göm- ul, en xá lézt hún. Bftk að Andr ea náði fullorðins aldri vann hún fyrir sér af eigin rammleik við þau störf er til féllu bæði til sveita og í kauptúnum. Með- al annars fór hún ung til Reykja víkur og lærði þar saumaskap. Aftur lá leið hennar vestur og gerðist hún kaupakona hjá syst- ur sinni og mági, Ólínu og Ólafi Thoroddsen í Vatnsdal í Rauða- sandshreppi. í Vatnsdal kynntist Andree þeim manni er hún síðar giftist, Davíð Jónssjmi, smið, syni hjón- anna Jóns Hjálmarssonar og Sigríðar Bjarnadóttur, sem þá bjuggu að Kóngsengi í örlygs- höfn, en höfðu lengst af búið á Gili í örlygshöfn. Davíð var mikill efnismaður greindur og duglegur og var talinn einn af efnilegustu ungu mönnum sveit- arinnar. Þau giftust árið 1916. Davíð og Andrea hófu búskap sinn að Kóngsengi. Þar fæddust þrjú börn þeirra hjóna, en alls eignuðust þau 7 börn, þar af tvenna tvíbura. Öll börn þeirra náðu fullorðinsaldri, en einn son ur þeirra Leifur, lézt rúmlega tvítugur, mikill efnispiltur. Ár- ,ið 1921 fluttust þau hjónin til Hænuvikur í sömu sveit og þar fæddust f jögur barna þeirra. Ár ið 1926 flytjast þau Andrea og Davíð fró Hænuvík til Geirs- eyrar, þar sem Davíð vann fyrir fjölskyldu sinni með smíðum og öðru er til féll, en hann var mjög hagur maður. Á Geirseyri byggði Davíð hús fjölskyldu sinni. Ekki höfðu þau hjónin lengi búið í kauptúninu er á loft dró bliku sorgar og erfiðleika. Hús- bóndinn kenndi sjúkdóms er dró hann til dauða á skömmum tíma. Árið 1930 jnissti Andrea mann sinn og er nú ekkja með 7 börn, öll innan fermingaraldurs. Stend ur hún þá í svipuðum sporum og móðir hennar fyrrum. Ekki lét Andrea samt hug- í dag fer fram frá Fossvogs- kapellu útför frú Guðrúnar Odd- geirsdóttur, ekkju Magnúsar Jónssonar síðast bæjarfógeta í Hafnarfirði, en hún andaðist í sjúkrahúsinu á Akranesi 3. þ.m. háöldruð, aðeins einum mánuði miður en níræ'ð. Guðrún var fædd að Felli í Mýrdal 11. júní 1878. Voru for- eldrar hennar séra Oddgeir Guð mundsen og kona hans Anna Guðmundsdóttir Johnsen. Odd- geir var sonur Þórðar Guðmunds sonar kammerráðs, er lengst af var sýslumaður í Árnessýslu og konu hans Jóhönnu Andreu Knudsen, en foreldrar önnu voru Guðmundur Einarsson Johnsen prófastur að Amarbæli í ölfusi og kona hans Guðrún Pétursdótt- ir Hjaltested. Voru þau systkini séra Guðmundur og Ingibjörg kona Jóns Sigurðssonar forseta. Guðrún fluttist með foreldr- um sínum til Vestmannaeyja ár- fð 1889, er séra Oddgeir gerðist pfestur þar og þar dvaldist hún bernsku- og æskuár sín á glað- væru og góðu myndarheimili for eldra sinna og í hópi tápmikilla systkina, en þau voru alls níu, er komust til fullorðins ára. Af þeim eru nú aðeins tvö á lífi, þeir Páll fyrrum kaupmaður og út- gerðarmaður í Vestmannaeyjum, nú vistmaður í Hrafnistu, og Björg, búsett í Kanada. Árið 1908 giftist Guðrún Magnúsi heitnum Jónssyni, er þá var sýslumaður í Vestmannaeyj- um. Hafði hann áður verið kvænt ur Jóhönnu systur Guðrúnar og var hún miðkona hans, en hún andaðist árið 1906. Sama árið og þau Guðrún og Magnús sýslu- maður giftust, fluttust þau til Hafnarfjarðar, er hann var skip- áður sýslipnaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógeti í Hafnarfirðii og þar dvöldust þau þar til hann fékk lausn frá em- bætti haustið 1934. Fluttust þau þá til Reykjavikur og þar and- aðist Magnús 23. nóvember 1959. Þau hjónin eignuðust fimm börn. Dóu tvö þeirra í bemsku, en þau sem náðu fullorðinsaldri voru: Oddgeir, héraðsdómslög- maður í Reykjavik (d. 2. júní 1962), Baldur Jóhann, lögfræð- ingur (d. 21. maí 1938) og Anna, tónlistarkennari við Tónlistar- skóla Akraness, gift Njáli Guð- mundssyni, skólastjóra barna- skóla Ákraness. Eftir lát manns síns bjó Guðrún með Oddgeiri syni sínum, en að honum látnum var hún að mestu á vegum önnu dóttur sinnar og tengdasonar síns á Akranesi, sem önnuðust hana af mikilli nærgætni og um- hygigju. Gu'ðrún Oddgeirsdóttir var fallast við þessa raun. Hún vann hörðum höndum fyrir börnum sínum og hlúði að þeim eins vel og nokkur móðir getur gert. Börnunum kom hún að sumrinu í sveit og tíma og tíma til góð- vina sinna, aldrei þó öllum I einu. Hún vann alla þá vinnu er til féll og þurfti aldrei að leita á náðir hrepps eða opinberra aðila til þess að framfleyta him- ilinu. Lagði hún oftast nótt við dag og innti hvortveggja jafn Framh. á bls. 23 mikilhæf kona og frábær hús- móðir, — ein þeirra ágætu kvenna, sem telja heimilin horn- stein hvers þjóðfélags og hlut- verk eiginkonunnar og móðurinn ar því svo mikilvægt að það beri að rækja af óskiptri alúð og skilningi og þeim kærleika sem í senn veitir styrk og mildi þegar á móti blæs. Og vissulega var Guðrún manni sínum mikil stoð í margskonar erfiðleikum hans, því að þannig var að honum bú- ið, af hinu opinbera, í umsvifa- miklu og erfiðu embætti hans, að engum þætti boðlegt nú, enda fengust engir til áð taka við em- bætti hans á sínum tíma nema með gjörbreyttum kjörum til hins betra. En þrátt fyrir örðug- an fjárhag tókst Guðrúnu, með hagsýni og stjómsemi ásamt næmu fegurðarskyni, að búa eig- inmanni sínum og börnum hlýtt og fagurt heimili, sem annálað var fyrir rausn og gestrisni. Og systurbömum sínum þeim Jóni, eftirlitsmanni, sem kvæntur er Guðrúnu Mariasdóttur og Guð- rúnu, sem er ekkja eftir Carl D. Tulinius, tryggingarforstjóra, gekk hún í móður stað og veitti sömu móðurhlýjuna og sínum eigin bömum. Lét hún sér mjög annt um að börn sín og stjúp- börn fengi notið góðrar menntun ar, ekki síst tónlistarmenntunar, enda hafði hún mikfð yndi af tónlist og lék sjálf á hljóðfæri. Áður en hún giftist dvaldist hún rúmt ár í Kaupmannahöfn við hannyrðanám, enda bar heimili hennar fagurt vitni kunnáttu hennar á því sviði. — Eins og að framan greinir, var Guðrún fyrir margskonar andstreymi og sorg á sinni löngu ævi, en tók því jafnan með stillingu og æðm- leysi, enda var hún bjartsýn áS eðlisfari og þrekmikil og lifði í öruggri vissu um handleiðslu æðri máttarvalda og framhald lífsins á öðru tilverustigi. Vfð frændsystkini Guðrúnar, munum jafnan geyma í huga ljúf ar minningar um hana, þó að oft yrði langt á milli funda, og við vottum dóttur hennar og tengda syni, bræðrum hennar og öðrum ástvinum, innilega samúð okkar. Sigurffur Grímsson. Innilegar þakkir færi ég öll- um, vinum og vandamönnum sem heiðmðu mig með heim- sóknum, höfðinglegum gjöf- um og heillaóskum á 70 ára afmæli mínu þann 1. maí. Guð blessi ykkur. Finnbogi Björnsson. Kirkjubæ, Skutulsfirffi. Innilegar þakkir sendi ég öll- um þeim, sem sýndu mér vinarhug á áttræðisafmæli minu hinn 9. apríl s. L Guðmundur Jónsson á Þorgautsstöffum. Guðrún Oddgeirsdótt- ir — Minningarorð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.