Morgunblaðið - 10.05.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.05.1968, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAf 19«8 Sóknarprestur Björn Daníelsson ræðir við séra Jónas Gíslason r í»að var að morgni þriðjudags, 26. marz s.l. Við hjónin vorum búin að dvelja einn dag íKaup- mannahöfn. Ég hafði komið þar einu sinni áður — fyrir fimmtán árum — hún aldrei Við vorum eins og „álfar út úr hól“ til að byrja með og glápt um stórum augum á hús og um- ferð. Veðrið var indælt og við röltum um Ráðhústorgið og næsta umhverfL Frekar af hendingu en ætlun námum við staðar framan við afgreiðslu Flugfélags íslands á Vesturbrúargötu. Varð mér litið inn um gluggann og sé, hvar skeggjaður maður horfir á móti. Ég lít af honum og á hann atftur og sé að hann gerir allt eins. En ég var jafnnær, unz hann snarast út um dyrnar: vörpuleg- ur maður á bezta aldri með jarpt, fallegt og vel hirt skegg. Það hafði villt mér sýn. Var þarna kominn sóknarprest ur íslendinga í Höfn, sr. Jónas Gíslason. Við höfðum Htillega kynnzt áður, og hann var fljót- ari að átta sig, enda hafði ég ekkert skegg, sem gat villt um. —Er nú ekki að orðlengja það, nema hvað sr. Jónas býður okk ur kaffi og tekur okkur með eér í skoðunarferð um Strikið, og nærliggjandi slóðir — þar sem spor Íslendinga hafa löng- um markað rás gegnum tímans djúp. Við sjáum Garð — og linditréð —, sem að vísu erhorf- ið! — háskólann og Litla apó- tekið, krána, þar sem margur landinn nam staðar á leið í skól- ann, eða úr. Þar glímdu sumir við Baccus daglega eða náttlangt *— og féllu alltaf, unz næsti dag ur hófst og hné með sömu er- indislokum. — Við sáum húsið og stigann þar sem „beinið braut bragsnillingur góður“, eins og einhver komst að orði í vísna- keppni í útvarpinu fyrir mörg- íim áirum. (Var það ekki Helgi Sæm?). Á húsinu er minningartafla um Jónas. Þökk sé þeirri dönsku konu, sem lét vinna það verk- Við litum innfyrir og sáum gaml an og mjög sli'tinn tréstiga, sem gæti vel verið það gamall, að hann væri sá sami og olli aldur- tila listaskáldsins góða í í anda sjáum við gluggatjöld- in fuðra upp í stofu Baldvins Einarssonar, og það er sem við heyrum hressil. norlenzk blóts- yrði kveða við úr smiðjunni, þar sem Hallgrímur Pétursson var í læri og sló til skeifur undir kóngsins gunnfáka. Og við sj'á- um meistara Brynjólf ganga á hljóðið — virðulegan og örugg- an í fasi. Ekkert er nú lengur, sem minnir á Brimarhólm, nema þá nafn á stuttri götu. Þessi forni kvalarstaður afbrotamanna og auðnuleysingja var nú hljóður og hógvær, en hve mörg andvörp, bænir og bölyrði hafa ekki meng að loftið kringum þennan stað? — oftast án árangurs, þótt dóm- ar hinna ströffuðu væru oft í litlu samræmi við afbrotin — í augum nútímamanna. Margt fleira sáum við og heyrð um þessa dagsstund með sr. Jón- asi — bæði raunverulega og með nokkurri innsýn í horfna sögu. Því saga fslendinga er tengdari Hafnargötum en nokkrum öðr- um stað utan fslands, og sögu- staðirnir éru legíó. En eins og Tómas segir: „landslag yrði lítils virði, ef það héti ekki neitt“. Svo er með það að þramma götur í erlendri borg og horfa á sérkennileg og fögur hús og hallir. Maður hefur gleymt þessu öllu að morgni, nema það eigi sér sögu, maður viti hana, hafi áhuga á henni og nemi hana, Kaupmangaragata, Kanúkastræti og fjalir Nellunnar hafa lengi horft í iljar íslenzks aðals, náms manna og rótleysingja. Glötuð áform og fögur fyrirheit horf- ast í augu í þröngum húsasund- um, þar sem blómi íslenzkra ung menna beið varanlegt skipsbrot, eða hóf sig til virðingar og dáða. En svo leið á daginn ogskoð- unarferðinni með sr. Jónasi lauk en þó ekki samskiptum okkar að öllu leyti. Hann er einn þeirra manna, sem sífellt virðist mega vera að því að sinna náungan- um, gera honum greiða, eða leið- beina á einhvern hátt. Eitt sinn fórum við með honum og konu hans til Hornbæk, þar sem hann var að heimsækja íslenzkan sjúkl ing, og á lqiðinni leit hann við hjá öðrum. Og samkvæmt mörg- um viðtölum við íslendinga hér í Höfn, hef ég komizt að raun um það að hann hefuí unnið ómetanlegt starf. Fyrst og fremst í sambandi við íslenzka sjúkl- inga, sem hafa legið hér á sjúkra húsum, en einnig fjöhnarga aðra stúlkur, sem hafa verið hér í atvinnu, námsmenn og fleiri. Með þessa vitneskju í huga, jafnframt frétt um niðurfellingu prestsembættisins hér, ákvað ég að leggja nokkrar spurningar fyrir sr. Jónas, ef hann vildi vera svo vinsamlegur að svara þeim. í þessu augnamiði heimsótti ég hann og konu hans, Arnfríði Arnmundsdóttur, á hið fallega og ánægjulega heimili þeirra í Holte, þar sem þau búa ásamt sonum sínum tveim, Arnmundi, 12 ára, og Gísla, 16 ára. Eftir að hafa þegið rausnar- legar veitingar tek ég upp blað og blýant og fer að leita upp- lýsinga: — Hvenær byrjaðir þú starf þitt hérna? — Ég var ráðinn til að gegna hér pæestsþjónustu frá 1. júlí 1964 — og skyldi ég starfa hér í 4 ár. Samkvæmt því hef ég lokið þjónustutíma mínum um mánaðamótin júní-júlí í sumar. — Hafa íslenzkir prestarstarf að hér áður? — Ekki á sama hátt og ég. Þeir hafa ekki verið kostaðir af íslenzku kirkjunni. En hér hafa starfað íslenzkir prestar í danskt þjónustu eins og t.d. sr. Hauk- ur Gíslason, sem nú er dáinn. Hann hafði hér guðSþjónustur fyrir íslendinga — og það hafa fleiri gert, t.d. sr. Finn Tulinius, sem mörgum fslendingum er að góðu kunnur. — Hve stór er söfnuðurinn? — Það er ekki hægt að tala um söfnuð í eiginlegri merkingu En láta mun nærri, að fjöldi fslendinga í Danmörku sé að jafnaði hátt í 3000. Þar af munu yfir 2000 í Stór-Kaupmannahöfn. ■— Var strax í upphafi ákveð- ið, hvar þú skyldir halda þínar guðsþjónustur? — Nei. Þegar ég kom hingað hafði ég með mér bréf frá bisk- upi fslands til Kaupmannahafnar biskups, sem var mér hjálplegur. Feliri danskir fslandsvinir hafa .reynzt mér ráðhollir. Vil ég Iþar nefna m.a. Bent A. Koch, (ritstjóra. Sjálfur samdi ég um kirkjuleigu. Var mér þegar bent á Vartov-kirkju, og þar hef ég verið alla tíð. Þetta er gömul kirkja. Þar starfaði Grundtvig alla sína prestskapartíð til dauða dags 1872. — Ég hef verið hjá þér við messu. Undarlegt fannst mér að sjá prédikunarstólinn yfir alt- arinu. — Já, þetta er fremur óvana- legt. Þó mun það vera til í að minnsta kosti tveim kirkjum heima: í Vestmannaeyjum og í Bolungarvík. — Þrátt fyrir aldur kirkjunn- ar og anda Grundtvigs fannst mér kirkjan vera köld. Er ekki svo, að kirkjur verki mismun- andi á mann sem guðshús?_ — Alveg tvimælalaust. Ég hef séð margar veglegar kirkjur víða um lönd og hrifizt af þeim, en ég gleymi aldrei, er ég fyrst kom í torfkirkjuna á Víðimýri. Hún verkaði sterklegar á mig en nokkur önnur kirkja sem ég hef komið í. Mér fannst ég kom- ast í nána snertingu við guðs- þjónustugjörð liðinna kynslóða á alveg sérstakan hátt. — Hvað með samskipti þín við danska presta og Dani yfirleitt? — Daglegt samband mitt við danska presta er ekki mikið. Þó hef ég tekið þátt í ýmsum fundum og ráðstefnum, þar sem mér hefur gefizt tækifæri til að kynnast dönsku kirkjulífi. En starf rnitt hér hefur fyrst og fremst verið fyrir ísleninga — og með þeim. Það hefur gert það að verkum, að ég hef aldrei fundið til fjarlægðar frá fsiandi. Þetta hefur verið íslenzkt starf. Um Dani almennt hef ég ekkert nema gott aðsegja. Allir læknar og hjúkrunarkonur, sem ég hef þurft að hafa samskipti við vegna starfs míns, hafa reynzt íslend- ingum framúrskarandi vel. — Nú er mér kunnugt um það að starf þitt er ekki nema að litlu leyti fólgið í almennum messugjörðum, heldur aðstoð við sjúklinga, sem hingað koma og annarri hj álparstarfsemi. — Já, ég er þakklátur fyrir það traust, sem mér var sýnt, er ég tókst starf þetta á hendur. Starfsskrá mín var rúm og ég gat mótað verksvið mitt að mestu að eigin vild. Fyrir utan messu- gjörðir og venjuleg prestsverk, hef ég reynt að sinna hverju því, sem eigin samvizka benti mér á — ég hef frá upphafi haft fullkomlega frjálsar hend- ur. Mér varð strax ljós þörfin á því að veita þeim aðstoð, sem komu hingað í lækniserindum. Tala íslenzkra sjúklinga hér er eðlilega mismunandi. Flest hafa legið hér um 20 íslenzkir sjúkl- ingar samtímis, en oft eru þeir miklu færri. Nú munu 9 íslend- ingar liggja hér á sjúkrahúsi, sem ég veit um. Lauslega reikn- að hef ég haft samband við um 100 íslenzká sjúklinga árlega. Flestir dveljast þeir á Rigshospi talet, en þó geta þeir legið á fleiri sjúkrahúsum. — Hver eru helztu vandkvæð- in, sem þarf að leysa í sambandi við sjúklinga að heiman? — Að þeir eru sjúklingar, sem vissulega ber að aðstoða —marg ir algjörlega ókunnugir og kunna ekkert í málinu. Auk þess fylgja oft einhverjir aðstandendur sjúkl ingunum að heiman. Þá þarf að aðstoða við að útvega sér sama- stað og hafa milligöngu milli þeirra- og starfsfólks sjúkrahús- anna. Og persónulega tel ég það sjálfsagða þjónustu við lækn- ana og hjúkrunarkonurnar, sem annast íslenzku sjúklingana, að aðstoð við skýrslugerð og rann- sóknir, sem oft er ekki hægt að framkvæma, nema með aðstoð túlks. íslendingar, sem hingað koma, eiga að mæta velvild, skiln ingi og góðri þjónustu — og margir hafa borgið lífi sínu með hingaðkomu sinni. Og það má gjarnan koma fram, Dönum til heiðurs, að íslendingar sitjahér við sama borð og þeir sjálfir á flestum sjúkrahúsum, bæði hvað snertir greiðslu sjúkrakostnaðar og alla aðra aðstöðu. — Og telur þú, að prestinum beri að vera þessi tengiliður — sem þú nefnir — milli sjúkling- anna og starfsfólks sjúkrahús- anna? — Hverjum ætti að standa það nær? Ég hef stundum verið spurður að því, hvort mest af mínum tíma fari ekki í annað starf en prestsstarfið. Þetta er auðvitað mikill misskilningur. Presti og kirkju á ekki að vera neitt mannlegt óviðkomandi.Starf prestsins er alls ekki fólgið í því einu að syngja messur og vinna hin venjulegu aukaverk. Hann á ekki síður að reyna að veita kristilega þjónustu hvar- vetna þar sem vanda ber að höndum — ekki til þess að setja það í starfsskýrslu eða tíunda það á opinberum vettvangi, held- ur til þess að hlýða köllun sinni og flytja í verki þann boðskap, sem kirkjunni er falið að flytja hér á jörð. — Og nú ert þú að hætta sr. Jónas, og embættið verður lagt niður. — Svo er að sjá. Ég vil, að það komi skýrt fram, að það er á engan hátt verið að bola mér burt. Ég var ráðinn til starfa í 4 ár. Hitt eru mér mikil von brigði, ef þetta starf leggst nið- ur, því að fáum ætti betur að vera ljóst nauðsyn þess eftir þá reynslu, sem fengin er. En þetta er því miður enn ekki orðið embætti að lögum, lögfest- ingin hefur beðið eftir heildar- endurskoðun á skipun presta- kalla í íslenzku kirkjunni. Von- andi kemst sú endurskoðun á sem fyrst. Kirkjunni er full nauð syn á að færa ytri starfstilhög- un til samræmis við nýjar kröf- ur breyttra þjóðfélagsaðstæðna. í sambandi við bláðaskrifin, sem orðið hafa heima um nauð- syn þess að hafa hér prest, þá vil ég undirstrika, að þar hef ég engan hlut átt að máli. Ég tel starfi prestsins þann veghátt að, að bezt fari á, að það sé unnið í kyrrþey. Mikið af því er einkamál prestsins og þess aðila, sem unnið er fyrir hverju sinni. Hitt hefur glatt mig að finna, að þeir, sem kynnzt hafa starfinu hér, telja mikilsvert, að því verði haldið áfram. Og eng- inn ætti að vera færari til að vinna einmitt þetta starf en þjónn kirkjunnar, sem getur miðl að af kærleiksboðskap hennar því fólki, sem á í erfiðleikum og kann því betur að meta þann boðskap, sem kristindómurinn flytur. — En fari nú svo, að ákveð- ið verði á ný, að halda uppi prestsembætti hér í Höfn, mund- ir þú þá halda áfram? — Fyrir tveimur vikum hefði ég svarað þessu ákveðið neit- andi. Við höfum ákveðið að hætta hér 1. júlí og flytja heim í haust, að loknu 2—3 mánaða fríi. En nú hef ég tilkynnt biskupi, að ég sé reiðubúinn að starfa á- fram frá 1. október fram á' mitt næsta sumar, ef þess verður ósk að og fjárhagsgrundvöllur er tryggður fyrir áframhaldi starfs ins. Það er gert í þeirri von, að á þeim tíma verði skorið úr um framtíð þessa starfs, en eng- in von væri til þess að fá mann að heiman til að taka að sér þetta starf í nokkra mánuði, ef framtíð þess væri í fullkominni óvissu. Ég óska þess ekki, að það starf sem ég hef reynt að byggja hér upp, falli niður. Hins vegar höfum við alltaf ætlað að flytja aftur heim. Mig langar til þess að starfa heima á fs- landi, þótt ég sé þakklátur fyr- ir þann tíma, sem við höfum dvalist hér. Þess vegna flytjum við heim í seinasta lagi sumarið 1969. Og ég vil rfcta þetta tæki- færi til að flytja þakkir til allra þeirra, sem hafa sýnt starfi minu skilning og vinarhug, og sent sjálfum mér og fjölskyldu minni hlýjar óskir og kveðjur. -----Og þar með lýkur samtali ofekar sr. Jónasar. Meðan ég fer með lestinni heim til mín streym ir hlýtt vorloftið gegnum opinn gluggann. Sumarið er að konia, og ég vænti þess, að á því sum- arstarfi, sem sr. Jónas Gíslason hefur unnið hér á slóðum Hafn- ar-fslendinga, megi verða það framhald, sem okkur er sómi að. e Dodge Weapon er til sölu. Gírkassi, fram og afturdrif, millikami fylgja kaupunum. Upplýsingar í síma 81095. Allar nánari upplýsingar veittar í símum 3-3222 og 8-1838.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.