Morgunblaðið - 10.05.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.05.1968, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1968 hrökkva allir upp og taka til fótanna. Það verða meiri þjóð- flutningar en áður hafa sézt, og þá gæti hugsazt, að ég gæti orð- ið yður að liði svo um munar. Nemetz hristi höfuðið. — Við skulum láta Rússana alveg eiga sig. En þér hafið ekki svarað spurningunni minni. Hvar voruð þér og með hverjum að kvöldi þess 27. milli þrjú kortér í tíu og þrjú kortér í ellefu? Lori gaf frá sér uppgjafar- andvarp. — Ég var með hjón- um, sem heita Simay. Á leið að austurrísku landamærunum. Á vélhjóli. Ég sótti þau strax eft- ir að ég kom frá Halmy. Við komumst yfir landamærin þessa sömu nótt. — Það er ágætt, sagði Nem- etz — Þá þurfið þér ekki ann- að en að koma með þessi Sim- ay-hjón og láta þau staðfesta framburð yðar. ^ — Hvernig i djöflinum ætti ég að geta það? öskraði Lori. Hver veit svo sem, hvar þau eru nú niðurkomin? Sennilega í ein- hverjum andskotans flóttamanna búðum í Austurríki — Frakk- landi — Ameríku. Ég losaði mig við þau Austurríkismegin og flýtti mér til baka. Það er það síðasta, sem ég hef séð til þeirra. 53 Svitinn spratt út á enni hans. — Guð minn góður, þér getið þó ekki farið að taka mig fast- an uppá þessa bölvuðu ákæru. Það situr amerískur milljóneri í Vínarborg og bíður mín. Hann vill láta mig skussa sautján manns héðan og til Austurrík- is. Það þýðir sama sem sautján þúsund dollara. f dag eru landa mærin galopin. Fjandinn sjálfur má vita, hvort þau verða það á morgun. Nemetz studdi á hnapp í skrif- borðinu sínu. — Þetta er nóg í dag, Lori. Við tölumst betur við á morgun. Hann þrýsti aftur á hnapp- inn og þegar Kaldy kom inn, skipaði hann honum að setja Lori í fangaklefa. Ungi máður- inn var enn að mótmæla þessu, þegar farið var með hann út, og Nemetz horfði á eftir honum og velti því fyrir sér, hvernig Halmy mundi bregðast við, er hann heyrði, að fylgdarmaður- inn hans hafði verið tekinn fast- ur. Föstudagur 2. nóvember. Nemetl vaknaði, stirður í svír anum og með sáran verk í hnakkanum. Kvefið var hlaupið í vöðva hans og útlimi. Hann velti því fyrir sér, hvort hann ætti að liggja svo sem einn dag og lækna sig með te og brénni- víni og hlýjum sængum — eða kannski bara með brennivíni og sleppa teinu og sængunum. En er hann sá fram á allt uppi- standið, sem mágkona hans mundi koma af stað, ef hann færi svona að ákvað hann að fara heldur í vinnu. Svo virtist sem fleiri strætis- vagnar væru nú í gangi en dag- inn áður. Nemetz gekk yfir Frelsistorgið í von um að ná í einn þeirra, en sá þá, að þarna var óendanleg biðröð á biðstöð- inni, svo að hann hélt áfram gangandi. Margt manna var á götunni og ýmsar verzlanir vöru opnar. Irene sat við skrifborðið sitt, er hann kom inn í fremri skrif- stofuna. — Hvað finnst yður, herra full trúi, sagði hún. — Lori hefur gefið til kynna, að hann vilji tala við yður. Honum liggur eitt- hvað mikilvægt á hjarta. Polo- vitzer yfirlögregluþjónn var á svipinn eins og hann vissi, hvað það væri, en vildi ekki segja neitt. Nemetz hugsaði sig um andar- tak. Honum hafði dottið í hug að leita Halmy uppi og spyrja hann um þessa flóttafyrirætlun hans. En nú ákvað hann að bíða heldur og sjá, hvað þetta væri, sem Lori ætti vantalað við hann, enda þótt hann byggist nú ekki við neinum merkilegum upplýs- ingum. Lori var leiddur inn og var nú nákvæmlega jafn fínn til fara og nauðrakaður og daginn áður, fötin hans voru vel pressuð, og það kom undarlega fyrir sjónir, þar eð klefavistin var ekki vön að fara vel með föt. En hann var hvorki með vindil, skóreim- ar, hálsbindi né belti. — Ég hef verið að hugsa mál- ið, herra fulltrúi og ákveðið að hreinsa borðið hóf hann mál sitt, jafnskjótt sem þeir voru orðnir einir. — Ég laug að yður í gær. Ég fór raunverulega aftur í íbúð Vélapakkningar De Soto BMC — Austin Gipsy Chrysler Bulck Chevrolet, flestar tegundir Dodge Bedford, disel Ford, enskur Ford Taunus GMC Bedford, disel Thames Trader Mercedes Benz, flestar teg. Gaz ’59 Pobeda Volkswagen Skoda 1100—1200 Renault Dauphine Þ. Jónsson & Co. Sími 15362 og 19215. Brautarholti 6. H & R Johnson Ltd. NEFNIÐ HAEMONY OG ÞÉR FÁIÐ ÞAÐ FALLEGASTA Harmony, einlitu og æðóftu postulínsflísarnar frá H&R Johnson, þykja sérstaklega smekklegar. Sánnfærizt sjálf með því að skoða í byggingar- vöruverzlunum litprentaða bæklinga, þar sem sýnd- ir eru ailir helztu möguleikar f litasamsetningum. Biðjið verzlunarmanninn að sýna yður HARMONY flísarnar og HARMONY bæklinginn — og hann er með á nótunum. HARMONY flísarnar fáið þér hjá eftirtöldum bygg- ingavöruverzlunum: ■n Byggingavöruverzlun Kópavogs ™ Kársnesbraut 2, Kópavogl, slmi 41010. h Byggingavöruverzlunin Nýborg ■i Hverfisgötu 76, sími 12817. _ Járnvörubúð KRON ■ Hverfisgötu 52, sími 15345. ■■ isleifur Jónsson hf., byggingavöruverzlun, ™ Bolholti 4, sími 36920. ■■ KEA byggingavörudeild, ^ Akureyri, sími 21400. ■■ Byggingavöruverzlun Akureyrar Glerárgötu 20, sími 11538. ■I Kaupfélag Þingeyinga, ■ Húsavlk. mb Byggingavöruverzlun Sveins Eiðssonar, Sunnuhvoli, Fáskrúðsfirði. Einkaumboð: John Lindsay hf. AÐALSTRÆTI 8, SÍMAR 15789 OG 10960 Halmys læknis þetta laugardags kvöld. Konan hans var þar ein, alveg eins og þér sögðuð. Ég sagðist vilja fá skartgripina, en hún vildi ekki afhenda þá — hún lamdi mig. Lúlamdi mig. Og hún gerð mig svo vondan, að ég skaut hana. Nemetz hlustaði, steinhissa, Svona játning var það, sem hann hafði sízt búizt við. Og sannast að segja, hafði honum aldrei dottið í hug í alvöru, að Lori hefði skotið konuna, eða á nokkurn hátt verið samsekur um morðið. En svo seinna átti það að koma í ljós, að honum hafði algjörlega skjátlazt. — Jæja, svo að þér skutuð hana? heyrði hann sjálfan sig spyrja. — Já, raunverulega, sagði Lori og raddhreimurinn var eins og dálítið sigrihrósandi. En einmitt þessi raddhreimur kom Nemetz á óvart. Lori var rétt eins og leikari, sem héfur lært hlutverkið sitt, án þess að gera sér það ómak að lesa allt leikritið, og tafsar nú hlutverk- ið með skökkum áherzum. — Þér segizt hafa skotið frú Halmy. Hvar skutuð þér hana, nókvæmlega til tekið? — í íbúðinni. Hvar hefði það annarsstalar átt að vera? — Já, en dyravarðarkonan fann hana í húsagarðinum, Lori. Lori yppti öxlum. — Hvað um það? Þá hef ég kannski bara sært hana, og hún hefur staul- azt niður stigann áður en hún dó. Hvað gengur að yður? Þér vilduð fá játningu, og hana haf- ið þér fengið. Og nú lítur helzt út fyrir, að þér viljið láta mig éta hana ofan í mig aftur. '— Sneri hún að yður andlit- inu þegar þér skutuð hana? spurði Neuetz, rétt eins og hann hefði ekki heyrt til hans. Lori hikaði ofurlítið. — Það veit ég ekkert. Þarna var myrk- ur. Og yfirleitt man ég minnst af þessu. Aðeins það, að hún gaf mér kinnhest, og að ég varð reiður og skaut hana. Síðan er allt eins og myrkvað. — Hvað eigið þér við með því^? Lori leit sem snöggvast út eins og hann vissi ekki sitt rjúkandi ráð. En svo stillti hann sig aftur. — Eins og allt yrði dimmt, vegna taugaáfallsins.sem 10. MAÍ. Hrúturinn 21. marz — 19. apríl. Þú lendir í orðaSkaiki á vinnustað: þú ert ekki sammála um vinnutilhögun í ákveðnum málum. Muradu að sá vægir sem vitið hefur meira. Nautið 20. apríl — 20. maí. Fylgstu gaumgæfilega með heiisufari þínu og farðu eiftrir ráð- leggingum sérfræðinga. Áraragur af elju þinnii undanfarið fer bráðiega að bera ávöxt. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní. Frestaðu öilum ferðalögum um siran og einbeittu þér að því að koma sem mestu frá af því sem liggur fyrir. Vertu heima í kvöld. Krabbinn 21. júní — 22. júií. Óþolinmæðin verður þér fremur til trafala en hitt. Reyndu að hafa betri stjórn á slkapsmunum þíinum. Skrifaðu bréf í kvöld. Ljónið 23. júli — 22. ágúst. Stutt ferð ákjósamleg tilbreytinig i dag og Skalfu bjóða með þér vinum, sem þú hefur ekki lengi hitt. Jómfrúin 23. ágúst — 22. september. Reyndu að auka tefkjur þíniair eiris og þú getiur Porðastu að gera úlfalda úr mýflugu. Kímnigáfa þln kemior 1 góðar þarfir í dag. Vogin 23. september — 22. október. Þú ættir að gera vorhreingemingu í dag eða veita aðstoð við haina. Hentu öllu sem þú ert hættur að nota. Farðu snemima í rúm ið. Drekinn 23. október — 21. nóvember. Styrktu eitthvað góðgerðarfélag, sem þér e<r annt um. Vertu ekki vonsvikinin þó að árangur erfiðis þfns láti bíða etftir sér enn um stund. Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember. Reyradu að halda jafnvægi í diag, þó að ýmisliegt kiurani að bera við, sem veldur þér nokkurri furðu og jafnvel smávægilegum óþægindum. Steingeitin 22. desember — 19. janúar. Bf þú þarft að velja á milli, hvort þú eigir að vera heima við eða fara í verzlunarleiðanguir, skaltu hiklaust velja það siðar- raetfnda. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar. * Ferðalög óhagistæð í dag, sérstaklega er óæskilegt að fara á staði, þar sem þú ert lítt eða ekki kunnugur fyrir. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz. Þú skalt nota daginn til að fara nákvæmlega yfiir alla ógreidda reikninga og skipuleggja hvernig greiðslu á þeim verði bezt hagað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.