Morgunblaðið - 10.05.1968, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 196C
Reykjavíkurmótið:
Jafntefli hjá Val
og Víking 0-0
16 ára gamall markvörður Víkings beztur
VALUR og Víkingur settu góð-
an svip á Reykjavíkurmótið
með leik sínum í gær. Hvorugu
liðinu tókst þó að skora mark,
sem að vísu má teljast neikvætt
í knattspyrnu, en þrátt fyrir það
er hægt að segja, að bæði liðin
hafi lagt sig fram við að leika
eins góða knattspyrnu og þeim
frekast var unnt og er vart hægt
að krefjast meira. Áberandi bezti
maður leiksins var hinn 16 ára
markmaður Víkings, Diðrik
Ólafsson, sem lék í stað Sigfús-
ar Guðmundssonar, sem er
meiddur í fæti.
Víkingar lögðu mikið upp úr
varnarleik og mátti sjá allt að
því 9 menn innan vítateigsins á
stundum er Valsmenn sóttu að
marki þeirra. — Sóknarleikur
Vals hjálpaði oft Víkingum í að
loka markinu, því sóknirnar
beindust mestmegnis upp miðj-
una, en þar átti Hermann Gunn
arsson sýnilega að vera ofjarl
andSstæðinga sánna, því oftast
var hann einn látinn um að eig-
á við þrjá og fjóra Víkinga,
án þess að fá hjólp frá samiherj-
■um. Valsmenn áttu þó nokkur
géð marktækifæri, sem Her-
mann og Reynir Jónsson voru
driffjaðrirnar í, en samt tókst
þeim ekki að skora, bæði vegna
þess hve Vikingar voru ávallt
fjölmennari á svæðinu krigum
knöttinn, þegar sótt var að marki
þeirra og einnig var Diðrik á-
vallt á réttum stað, kom rétt út
og stó og spyrnti frá markinu.
Eins og fyrr segir einkenndist
leikurinn mest af því, að leik-
menn lögðu sig fram i að gera
eitt bezta. Leikurinn var því al-
drei hraður, enda lærist fáum ís-
lenzkum knattspyrnumönnum
að sýna i framkvæmd, að þeir
hafi fullan skilning á því, að
hraði í leik á að byggjast á hrað
anum í sendingum knattarins á
milli leikmannanna, en ekki á
þvi hve leikmenn geta hlaupið
hratt, með eða án knattarins.
Einnig var það áberandi hjá
Valsmönnum, hve samleikur
þeirra verður þvingaður, vegna
þess að sendingar eru yfirleitt
sendar beint á leikmennina eða í
fætur þeirra í stað þess að
mynda auð svæði, sem knöttur-
inn er sendur inn á, og leikmenn
koma á fullri ferð að knettinum.
Víkingar gerðu og margt gott
í þessum leik, en stórkostlegur
galli á leikskipulagi þeirra var,
hve teygt vair á liðinu, þegar
það var í sókn. Tveir til þrír
framherjar, vanalega útherjarn-
Sumarbuðir
í KR-skólonum
SUMARBÚÐIR fyrir telpux og
drengi verða í KR-skálanum í
sumar. Drengjabúðir verða frá
19. júní tffl 5. júli eða 16 daga.
Telpnabúðir frá 8. júlí til 24. júlí
einnig 16 daga. t
Dvcilizt veiður við íþróttir,
gönguferðir, leiki og létta vinnu.
Innrjtun fer ekki fram í síma,
en nánari upplýsingar gefnar í
fiima 2-45-23.
ir og miðherjinn brunandi inn
á miðjuna, þar sem fjórir til
fimm varnarmenn Vals voru fyr
ir, en síðan næsti Vikingur í 20
metra fjarlægð. Miðsvæðismenn
irnir lágu allt of aftarlega og
komu sárasjaldan fram til að að
stoða sóknina. Þessi galli á sókn
arleik liðsins varð til þess að
hinar löngu sendingar fram völl
inn nýttust ekki sem skyldi. Að
undanskildum markmanninum
er vart hægt að taka fram, að
einn hafi verið betri en annar,
en þó var ánægjulegt að sjá Ein
ar Magnússon (handknattleiks-
mann) og góð tilþrif hans er
hann lék með knöttinn. Á.Á.
Landsliðsþjálfarinn Walter Pfeiffer var á æfingu hjá KR í gærkveldi, þegar ljósmyndari
Mbl. tók þessa mynd af honum, en hjá KR hefur hann stavf að síðan í janúar, og er ráðinn
til haustsins. Auk þess að þjálfa meistaraflokk KR mun Pfeiffer skipuleggja þjálfarastarfið í
KR og halda námskeið með þjálfurum yngri fiokkanna.
WALTER PFEIFFER RAÐINN LANDS
LIÐSÞJÁLFARI K.S.Í.
Valur á afmæli
í dag
Á MORGUN er afmœlisdagur
Knattspyrnufélagsins Vals, en
félagið er stofnað 11. maí 1911.
í ti'lefni afmælisins er „opið
hús“ frá kl. 3—5 e.h. að Hlíðar-
enda, féiagsheimili Vals við
Laufásweg og þess vænzt að fé-
lagar Vals, vekmnarar og vinir
11 ti inn.
að i Danmörku hafa náð meðan
hann starfaði hjá þeim. Keppnis
tímabilið 1959 til 1960 var Pfeiff
er þjálfari danska 1. deildar-
Tvejr A-landsleikir á Laugardalsvellinum í júlí og B-landsleikur
í Fœreyjum — Landsliðsnefnd skipar trúnaðarmenn á 6 stöðum
í G Æ R tilkynnti Ingvar N.
Pálsson, varaformaður Knatt
spyrnusambands íslands, að
stjórn KSÍ hafi á fundi sín-
um í fyrradag samþykkt að
ráða austurríska knatt-
spyrnuþjálfarann Walter
Pfeiffer, til að sjá um þjálf-
un og undirbúning íslenzka
landsliðsins í sumar. En sem
kunnugt er verða tveir A-
landsleikir háðir hér á Laug-
ardalsvellinum í sumar og
B-Iandsliðið mun leika í
Færeyjum.
A ob B landsleikir.
Eins og áður hefir komið fram
í fréttum hefir stjórn KSÍ sam-
ið um að íslenzka landsliðið
leiki tvo A-landsleiki í sumar.
Báðir leikirnir fara fram á Laug-
ardalsvellinum. Hinn fyrri 1.
júlí, en þá verður leikið við
Vestur-Þýzkaland og hinn síðari
18. júlí við Noreg. Þá hefir
stjómin einnig samið við knatt-
spyrnusamband Færeyja. um B-
landsleik, sem leika á í Færeyj-
um hinn 21 júlí.
Landsliðsþjálfarinn.
Austurríski knattspyrnuþjálf-
arinn Walter Pfeiffer, er mjög
kunnur fyrir knattspyrnuþjáll-
un bæði í heimalandi sínu Aust-
urríki og viðar um Evrópu.
kunnastur er hann á Norður-
löndum fyrir árangur þann er
félagslið, sem hann hefir þjálf-
liðsins AGF og er talið, að bæði
þjálfun og skipulagshæfileikar
Pfeiffer hafi átt drjúgan þátt í
því, að AGF varð danskur meist-
ari í knattspyrnu 1960. í Dan-
mörku starfaði Pleiffer einnig
hjá B-1909 og færði það til sig-
urs í bikarkeppninni dönsku.
Einróma samþykkt landsliðs-
nefndar.
í sambandi við ráðningu lands
liðsþjálfarans Walter Pfeiff-
er hafði íþróttasíðan samband
við Hafstein Guðmundsson, for-
mann landsliðsnefndar KSÍ og
spurði hann jafnframt fregna af
störfum landsliðsnefndar, en í
nefndinni eru, auk Hafsteins
Helgi Eysteinsson og Haraldur
Gíslasðn.
Formaður landsliðsnefndar
tjáði Íþróttasíðunni, að lands-
’liðsnefndarmenn hafi einróma
lagt til við stjórn KSÍ, að ráða
hinn austurríska þjálfara, til
að þjálfa og undirbúa landsliðið
fyrir landsleikina í júlí, en áð-
Oskar Guðmundss. KR
badmintonmeist. íslands
ÍSLANDSMEISTARAMÓTI í
badminton lauk í Reykjavík á
sunnudaginn var, og tóku um
80 manns þátt í því, frá Reykja-
vík, ísafirði, Akranesi, Keflavik,
Stykkishólmi og Grumdarfirði.
Kristján Benajmínsson, formað
ur Badmintonsamibands íslands
sleit mótinu og afhenti verðilaun
að Hótel Sögu á sunnuidagskvöld.
Keppt var í tveimur flokkutm,
þ.e. meistaraflokki og fyrsta
flokki, og fóru leikar sem hér
segir:
Sigurvegarar í meistaraflokki:
E niiðaleikur karla:
Óskar Guðmundsson, K.R.
Tvíiiðaleikur karla:
Jór^ Árnason og Viðar Guð-
jórisson, T.B.R.
Tvíliðaleikur kvenna:
Hulda Guðmundsdóttir og
Rannveig Magnúsdóttir, T.B.R.
Tvenndarleikur:
Jónína Niljóhníusdóttir og
Lárus Guðmu'ndsson, T.B.R.
Sigurvegarar í 1. flokki:
Einliðaleikur karla:
Páll Ammendrup, T.B.R.
Tvliðaleikur karla:
HaraMur Kornelíusson og
Kolibeinn I. Kristinsison, T.B.R.
Tvíliðaleikur kvenna:
Hannelore Þorsteinsson
og Selma Hannesdóttir, T.B.R.
Tvenndarleikur:
Hildur Sigurðardóttir
og Jóihannes Guðjónsson, Í.B.A.
Alir sigurvegaram.ir úr 1.
flokki flytjast upp í meistara-
flokk.
ur hafði nefndin tryggt sér sam-
þykki knattspyrnudeildar KR
fyrir- ráðningu Pleiffer til lands-
liðsins.
Æft einu sinni i viku.
Um landsliðsæfingarnar hafði
Hafsteinn það að segja, að lands
liðsmenn yrðu kallaðir saman
næstu daga og er gert ráð fyrir
að þeir, sem valdir verða til æf-
inganna þjálfi og keppi æfinga-
leiki einu sinni í viku fram í
júnílok. Ekki vildi Hafsteinn út-
tala sig um fjölda þann, sem
valinn yrði til æfinganna, en
sagði hinsvegar hafi nefndinni
þótt stutt væri liðið á keppnis-
tímabilið, gefizt tækifæri á að
sjá flest 1. deildarliðin í kapp-
leik og einnig fylgst með leikj-
um Litlu bikarkeppninnar. Haf-
steinn lagði áherzlu á, að treysta
yrði á, að knattspyrnumennirn-
ir æfðu vel hjá félagsliðum sín-
um, því þar sem svo stuttur tími
er til landsleikjanna, sem raun
ber vitni, þá væri alls ekki hægt
að byggja landsliðsæfingarnar
upp, á þroskaæfingum nema að
svo sáralitllu leyti. Landsliðsæf-
ingarnar yrðu fyrst og fremst
til að sameina og skipuleggja
leik landsliðsins.
Um val leikmanna utan
Reykjavíkur hafði Hafsteinn
það að segja, að Landsliðsnefnd-
in mundi að líkindum fá tæki-
færi á að sjá Akureyringa og
Vestmanneyinga leika í Vest-
mánnaeyjum um næstu helgi, en
að öðru leyti hefur nefndin tek-
ið upp það nýmæli, að skipa
trúnaðarmenn út um land, sem
öfluðu nefndinni upplýsinga.
Trúnaðarmenn landsliðsnefndar.
Ladsliðsnefnd KSÍ hefir skip
að trúnaðarmenn á 6 stöðum út
um land, en menn þessir eiga að
hafa það hlutverk að fylgjast
með æfingum og leikjum, sem
fara fram á svæðum þeirra. Trún
aðarmenn þessir eru á eftir-
farandi stöðum: Akureyri,
Hreinn Óskarsson, Vestmannaeyj
um, Guðmundur Guðmundsson,
fsafirði, Hörður Óskarsson og
Akranesi, Helgi Daníelsson.
Landsliðsnefndarmenn munu að
vísu ferðast um landið og sjá
kappleiki, eftir því sem tími og
tækifæri gefast til, en utan þess
fylgjast trúnaðarmennirnir með
knattspyrnumöhnunum æfingum
og leikjum og gefa landsliðs-
nefnd síðan upplýsingar.