Morgunblaðið - 10.05.1968, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.05.1968, Blaðsíða 32
flSKUR SuÖurlandsbraut 14 — Sími 38550 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1968 AUGLYSINGAR SÍMI ss>4«ao Jörö gaddfreöin og snjór í Mývatnssveit Mývatnssveit. SAUÐBURÐUR er nú að hefjast hér. Ekki getur talizt sérlega hlýindalegt um að litast og gróð- urlaust með öllu, jörð gaddfreð- in og sums staðar snjór. Varla muna menn annan eins ískulda og hér hefur verið að undan- förnu miðað við árstíma. Oft hef- ur frostið farið upp í 10 stig um nætur og þó mikið sólfar hafi verið á daginn, er varla að hit- inn hafi komizt ofan í frostmark um hádegið. Slíkur er loftkuld- inn. Ef svona kuldatíð heldur áfram, er ekki sjáanlegt að lamb ám verði sleppt úr húsi fyrr en í júní. í þessum hörkum eru all- ir vegir frosnir, en líka víða ósléttir. Um páskaleytið voru hlýindi í nokkra daga. Urðu þá margir Per Borten vegir slæmir yfirferðar sökum aurbleytu. T.d. vegurinn í Reykjahverfi. Þess var nýlega getið í Mbl. að nýi Kísilvegur- inn væri ófær vegna aurbleytu. Þetta er ekki rétt. Hið sanna er að sá vegur blotnaði aldrei neitt og er löngu skraufþurr. Hins vegar má geta þessa í sam- bandi við þennan veg, eins og reynsla fékkst af honum í vet- ur. Þó virðist nauðsynlegt að lagfæra smá kafla vegna snjóa- hættu. — Kristján. Ungir piltar stela áfengi og bjór 1 FYRRAKVÖLD tók lögreglan 13 ára strák, sem var með bjór og áfengi o. fL Við rannsókn kom í ljós, að sex 13—16 ára gamlir piltar höfðu farið um borð í togarann Uranus O'g stol- fð þessu úr lúkarnum, þar sem þeir brutust inn. Að undanförnu hefur þessi sami strákahópur gerzt æði ódæll og einmitt stundað það að fara út í skipin, leitandi og stel- andi, ekki sízt í útlendum skip- um. Virðist þeim hafa orðið nokkuð ágengt. STAPAFELL var fast í ís út af R'jfstanga í gær. Er flugvél land hel’gisgæzlunnar Sif flaug þar yfir vaT ísinn þéttur kringum skipið eða 7—9/10. Leiðbeindi fflugvélin skipinu í liklegustu leiðina og ætlaði það að reyna að halda áfram vestua- um. Litlafell var norðan við Óðins boða í ís. Var því einnig leið- beint um líklegustu leið og hélt það áfram austur um. Per Borten við vígslu Norræna hússins Sléttanes IS eftir áreksturinn. Vélarrúmið fullt af sjó og sú hliðin sem sést stórskemmd. Ljós- mynd Adolf Hansen. BREZKUR TOGARI SIGLDI Á VÉLSKIPIÐ SLÉTTANES Vélarúmið fylltist á einni mínútu BREzKI togarinn Ross Rodney sigldi um hádegið í gær á Þing- eyrarbátinn Sléttanes ÍS 710 um 11 mílur út af Svörtuloftum. Lenti togarinn bakborðsmegin og kom stefnið inn í stýrishúsið framanvert á bátnum. En enginn af skipverjum varð fyrir því og eru allir ómeidd- ir um borð. Geysimikil rifa kom á Sléttanesið og leki að bátn- um, en skilrúm fram í héldu. Fylltist vélarrúmið á einni mín. Tók báturinn Guðrún Guðleifs- dóttir Sléttanesið í tog og í gær- kvöldi lágu skipin undir Svörtu- loftum. Var Goðinn kominn til hjálpar og verið að kanna skemmdir og dæla úr batnum. Var lagt af stað um miðnætti með bátinn til Reykjavíkur. Sléttanesið er nýr stálbátur, 268 lestir að stærð, og kom til landsins í janúar í fyrra. Hann hefur verið að veiðum út af Vestfjörðum og af Breiðafirði. Voru bæði skipin laus við veið- arfæri er áreksturinn varð. I gærkvöldi náði Mbl. í stýri- manninn á Goðanum, Jón Eyj- ólfsson. Lágu skipin þr jú þá inn undir Dritvík, þ.e. Sléttanesið, Guðrún Guðleifsdóttir og Goð- inn, sem hafði komið á vettvang kl. um 7.30. En varðskipið var farið aftur, svo og brezki togar- inn. Jón sagði að Sléttanesið væri stórskemmt. Hann var búinn að kafa niður og kanna skemmdir. Var rifan á bátnum 4 metrar á lengd og 1 meter á breidd og náði niður að slinkubrettinu bak borðsmegin. Sagði hann að bátur inn væri æði mikið siginn að Framh. á bls. 31 Kynningarferð Nauðgunarmál: 14 ára piltur og 6 ára telpa IVAR Eskeland, framkvæmda- stjóri Norræna hússins, hefur upplýst við Mbl. að Per Borten forisætisráðherra Norðmanna muni koma til íslands til að vera viðstadduT vígsliu hins ný- byggða Norræna húss í sumar. Mörgum gestum verður boðið, og verða við þetta tækifæri mák II hátíðahöld með hátíðarsýningu í Þjóðleikhúsinu og norrænni listiðnaðarsýningu, eins og áður hefur verið frá skýrt. UNGUR piltur, 14 ára gamall, ireyndi að nauðga 6 átra gömlu stúl'ku/barni og tókst að mestu að koma fram vilja sínum. Taldi læknir hana þó óskaddaða, þó á henni sæi. Pilturinn og telpan þekktust Hólanes keypti frystihús Kaupfélags Skagstrendinga ekkert. Hitti hann hana um há- degigbilið í fyrrada'g og fór með hana niður í kjallara heima hjá sér. Telpan sagði^rá þessu, og lögreglan fann piltinn, sem ját aði afbrot sitt. Hafði aldrei bor- ið á neinu afbrigðilegu hjá hon um og virtist hann á engan hátt vanfheiil. Það verður ekki ofbrýnt fyrdr foreldrum að kenna ungum telp- um að fara aidrei neitt með ó- kunnugum mönnum og láta þær ekki vera einar á fáförnum göt- urn. til Bretlands ÞEIR Páll Agnar Pálsson, yfir- dýralæknir, Ólafur Stefánsson, 'i'áðunautur hjá Búnaðarfélagi ís lands og Hjalti Gestsson, ráðu- nautur fara til Bretlands, þann 8. mad í boði brezka utanríkis- ráðuneytisins í hálfs mánaðar kynningarferð. Þeim til aðstoðar verður Brian Holt, ræðismaður í brezka sendináðinu í Reykja- vík, (Frá brezka sendiráðinu). Bóturinn sigldi fyrir okkur — Frystihúsarekstur þar á einni hendi s sngði brezki skipstjórinn Frystihúsið Hólanes á Skaga- strönd hefur keypt frystihús Kaupfélags Skagstrendinga, að undanskyldum frysti siáturhúss- ins, og verður frystihúsarekstur á Skagaströnd þannig sameinað ur á eina hönd. Var samningur undirritaður í gær og er kaup- verðið 5 millj. króna. Að þessu hefur verið unnið undanfarnar vikur að frumkvæði svonefndrar frystihúsanefndar, sem vinnur að hagræðingu í frystihúsarekstri á landinu. Guðmundur Björnsson, fram- kvæmdastjóri Hólapess tjáði Mbl. að Hólanes mundi nú verða eitt um frystingu á fiski á Skaga strönd. Afköstin mundu auk- ist nokkuð, en aðallega væri hugmyndin að kaúpa nýrra í stað gamals. Yrði hætt verkun í gamla húsinu. En ætlunin er nú að reyna að auka útgerðina og þarmeð hráefnisöflun fyrir frysti húsið. Starfrækslan verður flutt í sumar í nýkeypta húsið. Kaupfélagið gert að útibúi K.H. Mbl. hafði samband við Sig- mar Hróbjartsson, kaupfélags- stjóra á Skagaströnd, þar sem heyrzt hafði að Kaupfélag Skag strendinga væri að hætta störf- um. Sagði hann það ekki alveg rétt, en það stæði til að kaup- félög Húnvetninga og Skag- strendinga sameinuðust. Hefðu Skagstrendingar samþykkt að ganga inn í Kaupfélag Hún- vetninga, en málið ekki komið lengra enn. Ef svo yrði mundi Kaupfélag Húnvetninga reka útibú á Skagaströnd. Nú er ekki lengux um fiskverkun að ræða á vegUm Kaupfélagsins, en það seldi ekki sláturhús og frysti- geymslur, sem verða þá reknar af útibúi Kaupfélags Húnvetn- inga. MBL. náði í gærkvöldi loft- skeytasambandi við skipstjór- ann á brezka togaranum Ross Rodney, sem var á leið til Grimsby eftir áreksturinn sem varð milli togarans og Vest- fjarðabátsins Sléttanesið. Brezka skipstjóranum sagðist svo frá, að skipin hefðu verið á siglingu í sömu stefnu í sæmi- legu veðri á suðaustan. Hefðu skipin verið samhliða, er Slétta- nesið hefði allt í einu breytt um stefnu og komið fyrir framan togarann. Hefði það siglt í veg fyrir togarann. Hann segir, að þrír menn hafi verið í brúnni og séð þetta vel. En fjarlægðin var of lítil, 3—4 fet að skipstjórinn telur, og tókst honum ekki að forða árekstri. Stefni togarans gekk inn í bát- inn miðjan. Togarinn var á 13 hnúta ferð, að skipstjórinn tel- ur. Ekki tókst í gærkvöldi að ná tali af skipstjóranum á Slétta- nesi, enda höfðu skipverjarnir ærinn starfa við að bjarga bátn- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.