Morgunblaðið - 10.05.1968, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.05.1968, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1968 31 Áreksturinn milli Ross Rodney og Sléttanes varð 11 sjómílur út af Svörtuloftum. - ÁSIGLING Hotel La Torre Daurada í Benidorm. „Margir staðir eru betri en Mallorca" — vilji menn kynnast Spáni í raun — sagði Ingólfur Guðbrandsson Framh. af bls. 32 aftan, svo stefnið stæði upp í loftið, en unnið væri við að dæla úr honum og reyna að létta hann. En sjór var kominn í vistar- verur skipsverja. — Þetta hefur verið geysiharð ur árekstur, sagði Jón. Hástefn- ið á togaranum ihefur fairið hálfa leið inn í stýrishús, gluggarnir eru lagðir inn. En það lítur sem betur fer ekki út fyrir að neinn hafi verið þeim megin í stýris- húsinu, enginn er meiddur. Skip Seyðisfirði. HÚSEIGNÍR Kaupfélags Aust- firðinga, sem lýst var gjaldþrota í vetur, voru boðnar upp á mið- vikudag og keypti Samband ís- lenzkra samvinnufélaga öll hús- in á 3 millj. kr. og 80 þúsund. Mun heildarkaupverð húsanna 6 vera um 40% af veðsikuldum, sem á þeim hvíldu. Áður var búið að selja lausafjármuni og lager fyrir um 20% af útsölu- verði. Nýbyggt verzlunarhús Kaup- tféhfgsins var slegið á 1,9 millj- ónir, bókabúð með íbúð á efri hæð á 250 þúsurad, verzlunar- og skrifstofuhús á 250 þúsund, lítil matvöruibúð á 50 þúsund. HAFRÚN ÍS kom tiil Reykjavík- ur á þriðjudag með 26 lestir af sílid, sem fara átti til vinnslu í Norðurstjörnunni. ReyradiBt síM- in svo miögur að hún er óhæf til niðursuðu í Norðuirstjörnunni. Þar sem Hafrún hetfur verið að veiðum fyrir Norðurstjörnuna með sérstöku leyfi, var þar tek ið við síldinni og hún flökuð en í KVÖLD hefst að Hótel Sögu „spænsk vika“, en hingað til lands eru komnir fjórir spænsk- ir dansarar og fimm spænskar tízkusýningardömur, er sýna munu spænak tízkuföt, aðallega úr leðri. Fólkið kom til landsins í gærkvöld. í kvöld og á sunnu- dagskvöldið skemmtir það að Hótel Sögu, en á laugardag verð- ur það í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri. Konráð Guðmundsson, veit- ingamaður, Hótel Sögu og Guðni Þórðarson, forstjóri Ferðaskrif- stofunnar Sunnu buðu blaða- mönnum í gær til fundar við sig. Guðni sagði, að skemmtikraftar þessir kæmu hingað á vegum Sunnu, en ferðaskrifstofan hefði samstarf við Ferðamálaráð Mall- orca. Hótel Saga og Sunnahefðu síðan tekið upp samstarf og kæmu Skemmtikraftarnir fram í kvöld og á sunnudagskvöldið og aftur í næstu viku. Ætlunin er að fara með þá ýíðar um landið og á laugardag verða þeir á Ak- verjar af Sléttanesinu komu yf- ir til okkar í kaffi áðan, og það er allt í lagi með þá. Ekki kvað Jón ákveðið hvað gert yrði, fyrst yrði reynt að létta bátinn. Líklega yrði reynt að koma honum í slipp. Ekki taldi hann bátinn í hættu með- an skilrúmin halda, eins og þau virtust ætla að gera. Á þessum slóðum var NA strekkingur, 3-4 vindstig og SV-undiralda. Skipstjóri á Sléttanesi er Kristmundur Finnbogason frá Þingeyri. Á bátnum eru 14 menn, flestir þaðan að vestan. Eigandi er Fáfnir h.f. á Þingeyri. íbúðarhús kaupfélagsstjóra tfór á 250 þúsunid og sláturfaús á 380 þúsurid. Slláturhúsið fór á hæsta verð fyrir utan verzkmarhúsið. Var mótbjóðandi Stofnlánadeild landbúnaðarins, sem bauð 350 þúsund, en SÍS hæk'kaði í 380 þúsund. Útvegsbankinn átti veðrétt í flestum eignanna og voru full- trúar hans mættir og buðu í til að tryggja veð bankans. A sama uppboði voru seldar tvær íbúðir úr þrotabúi Fiskiðj- unnar. Það voru íbúðir eigenda, gamalt einbýlishús er fór á 750 þúsund og hæð í nýju húsi er fór á 250 þúsund. — Fréttaritari. óvíst hvað gert verður við hana, að því ex Mbl. fékk upplýst þar. Fer Hafrún nú á aðrar slóðir en áður. Ef ekki verður heldur hægt að fá þar notihætfa síld, verður að bíða en etftir háltfan mánuð ætti síldin að vera orð- in nægilega feit Oig góð til nið- unsuðu. ureyri. Tízkuvörurnar, sem sýndar verða, sögðu þeir félagar, að væru frá þekktum spænskum fyr irtækjum, en einnig verða sýnd- ar hér Mallorca-perlur og aðrir skartgripir, siem frægir eru sem spænsk útflutningsvara. Vaming ur þessi verður ekki til sölu. Hér á landi dvelzt spænska fólk- ið til 19. maí. Dansararnir, tvó pör, munu sýna spænska þjóðdansa frá Mallorca. Dansar þessir eru all- miklu léttari en spánskir dans- ar almennt, en þeir eru upprunn- ir fiá Valdemoisa, en þaðan er sýningarfólkið. Öll kvöldin á Hótel Sögu verða seldir happdrættismiðar. Dregið verður hvert kvöld um vinning, 17 daga ferð til Mall- orca og dvöl á lúxushóteli. Hótel Saga mun opin frá kl. 20.30 og fyrir matargesti frá kl- 19. Skemmtunin á Akureyri verður fyrst kl. 15. en verður endur- tekin aftur kl. 20.30. - VIET CONG Framh. af bls. 1 stendur við, og steinsnar frá hjarta borgarinnar. Á torginu fyrir framan Majes- tic-hótelið komu suður-viet- namskir hermenn fyrir fallbyss- um og miðuðu á hafnarhverfið, Khanh Hoi, sem tengt er mið- borginni með aðeins einni brú. Khan Hoi,hverfið er eitt fjöl- mennasta hverfi Saigon, og skaut lögreglan viðvörunárskot- um til þess að fá fólk til að yf- irgefa það. Flóttamönnum var skipað að halda sig í námunda við stórbyggingar í miðborginni. Talið er, að að minnsta kosti 2.000 óbreyttir borgarar hafi fallið eða særzt í bardögunum, og nú hafast að minnsta kosti 50.000 heimilislausir við í mið- borginni. Allt að 200 skærulið- ar hafast nú við í Khan Hoi- hverfi. í órásunum hafa skæruliðar komizt lengst í aðeins þriggja kílómetra fjarlægð frá forseta- höllinni. Síðan síðasta árás skæruliða hófst, hafa þeir aldrei sótt eins langt inn í borgina. í Tet-sókninni, sem hófst 31. janú- ar, höfðu skæruliðar laumað mönnum inn í Saigon áður en sjálf sóknin hófst, og þá var ráð izt á ýmsa staði í miðborginni eins og sendiráð Bandaríkjanna og forsetahöllina. Að þessu sinni sækja skæruliðar inn í borgina. Samtímis því sem Viet Cong reynir að sækja inn í Saigon úr suðri og austri, hafa hermenn Saigon-stjórnarinnar reynt að hrinda árásum annarra skæru- liðasveita, sem reyna að sækja inn í borgina úr suðvestri. í suð- urhluta borgarinnar réðust um 2.400 bandarískir fótgönguliðar á all fjölmennt lið skæruliða, sennilega um 450—900 menn, sem reyndu að sækja inn í borg ina. Þessir bardagar geisuðu fyrir sunnan og austan brú, sem er í laginu eins og bókstaf- urinn Y, og er á einni mikil- vægustu aðflutningsleiðinni frá Mekong-ósasvæðinu til suður- hluta Saigon. Fyrir tveimur dögum hrundu Bandaríkjamenn árás Viet Cong á þessa brú, sem liggur yfir eina af þverám Sai- gon-fljóts. Hliðarbrú liggur út í eyju í ánni. Fyrr í morgun hreinsuðu suð- ur-vietnamskir landgönguliðar til í kínverska hverfinu Cholon og reyndu að flæma burtu skæruliða, sem þar hafa hreiðr- að um sig. Bardagar héldu áfram í kínverska hverfinu í dag, svo og í suðvesturhverfum Saigon, en voru ekki eins harð- ir og bardagarnir, sem geisuðu þar fyrr í vikunni. Hins vegar er búizt við nýjum árásum þegar Vietnam-viðræðurnar hefjast í París á morgun. Bandaríska herstjórnin í Sai- gon tilkynnti í morgun, ag 2.170 Norður-Vietnamar og Viet Cong menn hefðu verið felldir í Sai- gon og nógrenni síðan síðasta árásin á borgina hófst. 53 Banda ríkjamenn og 202 stjórnarher- menn hafa fallið í bardögunum. Mikilvægasti staðurinn sem barizt er umí Saigon er Khanh Hoia-brúin, og hermir Reuter að takizt Viet Cong að ná henni á sitt vaM, geti þeir gert árásir á iniðborgina með sprengju- vörpum. Reuter hermir, að nokkrum skæruliðum hafi tek- izt að komast yfir brúna. Leiðrétting í FRÉTT Morgunblaðsins i gær um brottfararpróf vélstjóranema við Vélskóla íslands, var mis- hermt ,að skólanum hefði verið slitið. Verður það ekki gert fyrr en í lok þessa mánaðar. Þá var einnig mishermt, að Birkir Fanndal Haraldsson hefði fengið hæstu einkunn við skólann frá upphafi. Það var Jón Ármann Jónsson frá Húsa- vík, sem lauk prófi 1951 frá skól anum og fékk 1. ágætiseinkunn 7.81. Eru hlutaðeigandi beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. FERÐASKRIFSTOFAN Útsýn hefur nýverið gefið út sumar- áætlun sína í vönduðum litprent uðum bæklingi. Er þar greint frá fyrirhuguðum hópferðum til ýmissa Evrópulanda í sumar. Útsýn hefur lengst allra ferða- skrifstofa íslenzkra skipulagt hópferðir til útlanda eða um 14 ára skeið, og síðastliðið ár tóku um þrjú þúsund manns þátt í ferðum hennar. í bæklingnum eru greindar áætlanir hverrar ferðar og gefnar lýsingar á dvalarstöðum. Hefur tekizt að halda verði niðri þrátt fyrir gengisbreytinguna og kosta ferðirnar svipað og sl. ár. Ingólfur Guðbrandsson skýrði frá því á fundi með fréttamönn- um í gær, að hann hefði í þess- um tilgangi samið um leiguflug fyrir ferðahópana við Flugfélag fslands og væru því fargjöldin á mun hagstæðara verði en ella. Sem dæmi um það, benti hann á, að för til Ítalíu er tæki 11 daga auk fjögurfa daga dvalar í Lundúnum, kostaði í Útsýnar- för frá 15.500 krónum upp í 16.800, en flugfarseðill fram og til baka til Rómar kostaði 18.342 krónur í áætlunarflugi. Sömu sögu væri að segja um Spánar- ferðir. Farseðill fram og til baka til Barcelona kostar 17.200 krónur, en Útsýnarför, er tæki hálfan mánuð, Jtostaði frá 10.990 krónum upp í 15.600 krónur. Ingólfur sagði, að megin- áherzla væri á það lögð í ferðun um, að veita hverjum þátttak- anda góða og persónulega þjón- ustu, og væru ferðamannahóp- afnir aldrei fleiri en 30 til 40 manns. Fararstjórnar væru allir reyndir í starfi, og sagðist Ing- ólfur vera stoltur af þjónustu þeirra. Þá sagði hann, að við gerð sumaráætlunainnar hefði verið leitazt við að velja þá staði, sem veitt gætu fólki sem fjölþættasta ánægju, t.d. með því að bjóða ferðir til baðstaða á Spáni ,er væru í nágrenni sögufrægra staða, og þar sem hægt væri að kynnast betur í raun þjóðlífi Spánverja en t.d. með því að liggja í sólbaði á Mallorca. Enda segir í bæklingn um, að Útsýn hafi á boðstólum mun eftirsóknarverðari staði en Mallorca, þótt hún gangist fyr- ir ferðum þangað fyrir þá, sem þangað vilja sækja. Eru Spánarferðir |lestar, enda mest eftirsókn þangað og Spánn mesta ferðamannaland Evrópu. Ingólfur sagði, að Útsýn skipu- legði ferðir til fjögurra staða á Spáni og taldi hann Costa Brava ákjósanlegasta yfir sumarmán- uðina sakir loftslags og hæfi- legs hita. Væri þar náttúrufeg- urð mikil og hægt um vik að njóta hverrar þeirrar skemmt- unar, sem menn teldu æskilega. Er boðin 12 daga dvöl á strönd- inni og búið í úrvals hóteli í Lloret de Mar. Fyrsta ferðin þangað . er 18. júní, en í júlí ágúst og september eru ferðir hálfsmánaðarlega og sumar nærri fullskipaðar. Seinni hluta sumars mun veðrátta vera trygg ari á Suður-Spáni og býður Út- sýn þá 15 daga dvöl í Benidorm á Hvítu-ströndinni, auk jafn- langrar dvalar í Torremolinos á Sólarströtidinni. Auk þessa. er ætíð dvalizt 3—4 daga í Lundún um, en Ingólfur taldi slíka dvöl vera álitna ómissandi, Lundúnir væri að verða vinsælust borga hjá íslendingum. Auk Spánarferða verður far- ið til Ítalíu, annars vegar á ítölsku Ríveruna mitt á xnilli Genúa og Monaco og hins vegar þriggja daga dvöl í Róm og átta dagar í Sorrentó, skammt sunn- an við Napólí, en þaðan gefst mönnum kostur á að fara til Pompei og Caprí, svo eitthvað sé nefnt. Fyrrnefnd dvöl í Lundúnum er einnig innifalin í þessum ferðum, sem og öllum ferðum til Suðurlanda. Þá verður og heimsótt Grikk- land, dvalið skammt utan við Aþenu í 12 daga, farið í þriggja daga siglingu með skemmtiferða skipti um Adríahaf. Taldi Ingólf ur litla ástæðu til aðt óttast stjórnmálaástandið, nú væri allt með kyrrum kjörum í því landi. Auk þessara ferða til Suður- landa býður Útsýn ferðir um Mið-Evrópu, kynnisferðir um Norðurlönd, Skotland og til Lundúna, auk heldur ýmsar aðr ar ferðir er ferðaskrifstofan skipuleggur fyrir einstaklinga og hópa. — Sex hús Koupfélogs Seyðisfjurðor seldust n 3,080 millj. kr. Síldin til IMorður- stjörnunnar of mögur Spænsk vika hefst á Hótel Sögu í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.