Morgunblaðið - 10.05.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.05.1968, Blaðsíða 17
MORG-UNBLAÐIf), PÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1968 r* Bragi Ásgeirsson: Þrjár málverkasýningar Ein mynda Ki'istjáns. Jóhannes Geir. f UNUHÚSI við Veghúsastíg er um þessar mundir til húsa sýn- ing á málverkum Jóhannesar Geirs Jónssoar, sem er einn hlé- drægasti íslenzkra málara á sýn- ingar sem hugsast getur. Á tutt- ugu ára ferli hefur hann haldið eina sýningu í Ásmundarsal, tvær gluggasýningar og loks þessa, sem mun veigamest og er þá allt upptalið nema að við tök- um tillit til örfárra samsýninga. Tel ég hér um fullmikla hlé- drægni að ræða því það fylgir því viss Hfsreynsla að halda mál- verkasýningar og virða fyrir sér árangurinn af margra ára starfi, maður gerir sér þá betri grein fyrir því hvar maður stendur — málarinn verður einnig að vera harðleikinn við sjálfan sig í því. tilliti, ekki síður en á öðrum vett vangi. En nú mun von á annarri og veigameiri sýningu frá hálfu Jóhannesar í nýbyggingii Mennta skólans í haust og það ber vott um að viðhorf málarans séu að breytast óg tel ég óefað að marg- ir muni fagna því. Þrátt fyrir nefnda hlédrægni er Jóhannes Geir velþekkt nafn meðal íslenzkra myndlistar- manna og listunnenda, ekki sízt fyrir þá sök að hann er einn af þeim fáu ungu málurum, sem eitthvað kveður að, er halda sig við þekkjanlega hluti í málverki, þótt enganveginn sé hægt að kalda það naturalisma, vegna þess hve hann er hér stílfærður. En svo breytast mennirnir sem mál- verkin, því það, sem afar okkar og jafnvel feður hefðu talið óal- andi í myndlist, er í dag hreinn natúralismi miðað við svo margt sem nú er framleitt og metið. En eins og Jóhannes var sjálfur svo hreinskilinn að viðurkenna á fundi með blaðamönnum, þá skiptir ekki mestu máli hvernig menn mála, heldur hvaða árangri málarinn nær. Þessi einfalda staðreynd hefur vafizt fyrir mörg um manninum til þessa, enda hafa málararnir sjálfir verið ósparir á að slá ryki í augu al- mennings í þessu efni væri það framleiðslu þeirra í hag, og taki þeir það til sín sem vilja. Jóhannes Geir er málari stemninga, á því leikur enginn vafi, og þau málverk hans, sem hrífa mest eru þrungin stemn- ingu, þar sem allt leggst í eitt, litur, form, landslag, fígúrur og dýramyndir, allt eftir því hvað hann hagnýtir hverju sinni. Greinilegt dæmi um stemninga- mynd er mynd hans „Nótt“ (3), sem máluð er á þessu ári, þar sjáum við móta fyrir útlínum himins, hafs og jarðar og rauð- ur. flötur í forgrunni er látinn magna stemninguna, sem tekst á mjög svo sannverðugan hátt. Þessi mynd er einnig mjög vel hugsuð og unnin. Tökum svo mynd af skáldi (2), einnig frá þessu ári — sjálft skáldið virð- ist aukaatriði, en stemningin sem skáldið hefur framkallað hjá málaranum er honum allt. Væri næsta fróðlegt að sjá hver ■útkoman yrði ef listamaðurinn einbeitti sér að gerð slíkra fíg- úrumynda, en þá hlið Jóihannes- ar þekki ég lítið. Jóhannes hef- ur einnig leitast við að ná sterkri stemningu og byggingu í mynd sína, „Jarðarför á Krókn um“, en sú mynd þykir mér of þung og hvergi nógu mögnuð og kann ég betur að meta fyrri út- gáfu þeirrar myndar. Myndin nr. 5 ,,Slátrun“ og nr. 12 „Klettar“ þykir mér ólíkar Jóhannesi að því leyti sem ég þekki hann, (en hver þekkir málara til hlýtar, sem svo sjaldan sýnir?). Lita- meðferðin hér minnir mig mjög á finnskan málara og virðist sú litasjón furðu lífseig meðal norr- ænna málara. Mynd nr. 5 er þó miklu sterkara verk. Myndin „Vilpa“ nr. 14 (1968) er mjög einföld og heilsteypt, róandi og hrein í formi og lit. Þar sjáum við einna skýrast sterkustu hlið Jóhannesar, sem er að draga sam an svipsterkan árangur úr ein- földu formi/Að lokum nefni ég myndina „Gamlárskvöld", það er athyglisverð mynd, eldurinn er vel tengdur myndfletinum, líf- æðum hans — þetta er mikið bál og þó er eldinum haldið kyrfi- lega í skefjum innan myndflatar ins. Þetta er hlutur sem aðeins þjálfaður málari getur gert. Eins og marka má af því sem hér er sagt þá leizt mér bezt á nýjustu myndir Jóhannesar, þar þótti mér kenna fjölbreytni og þar losar hann sig við þá ein- hæfni og þokukenndu útfærslu, sem svo mjög hafa loðað við hann til þessa. Myndirnar á sýn- ingunni eru mjög misjafnar og spillir það heildinni, einkum vegna þess að um svo lítinn ^al er að ræða. Jóhannes Geir er í dag vafalaust jákvæðastur þeirra ungu manna, er halda sig á líku sviði, en hann getur bætt miklu við sig og orðið sérstæður og sterkur stofn á meiði islenzkrar myndlistar. Og svo er að bíða haustsýningar þessa málara. Kristján Davíðsson Enn einu sinni er Bogasalur- inn vettvangur sýningar frá hendi Kristjáns Davíðssonar, en hann hefur haft vanda til að sýna í þeim sal á tveggja til þriggja ára fresti sl. áratug. Þetta er skemmtileg venja hjá Kristjáni og tryggð hans við salinn er vafa lítið sprottin af þeirri stað- reynd að myndir hans njóta sín þar einkar vel, en það verður ekki sagt um myndir allra mál- ara, er þar hafa sýnt, því Boga- salurinn hefur sínar takmarkan- ir. En þá leyndardóma salarins þekkir Kristján svo vel, að vönduð upphenging verka hans er orðin honum leikur einn. Jafnan er viðburður að sýningu frá hendi Kristjáns, hann er iðu- lega ferskur og frjór en þótt verk hans séu umbrotasöm eru þau ekki jafn nýstárleg í dag og áður fyrr, því þróun hans er nú hæg- farari. Þó verður vart vissrar endurnýjunar á hverri sýningu hans, bæði í lit og formhugsun, einkum er það merkilegt hvern- ig hann vinnur í litunum, finnur stöðugt nýjar leiðir í niðurröð- un lita og margslungnu sam- spili. Það er fróðlegt að fylgjast með málara, er sýnir slík tilþrif, því hér er engin stöðnun, heldur markviss barátta við liti og form, þar sem árangurinn í sjálfu sér er hafður að markmiði, en ekki nýbreytnin. Einmitt með þeim vinnubrögðum þrengir Kristján sjálfi sínu dýpra inn í sjálft málverkið og nálgast innstu lífæðir þess. Stundum verða þessi abstrakt-expressjón- ilsku form nærri því natúraistMs'k eins og í mynd nr. 2, þar sem líkast er því að þrjár hvítklædd- ar verur komi gangandi eftir skógarstíg á vormorgni. Mynd nr. 13 er síbreytileg eftir því hvern- ig birta fellur á hana — mjög vel unnin og mögnuð mynd — litun um er algjörlega haldið í skefj- um — fáguð stemningamynd. í mynd nr. 4 viðhefur Kristján efniskenndari vinnubrögð en ég hefi séð frá hans hendi áður, og er þar á ferðinni dynamiskur kraftur í formspili og útfærslu allri. Eg vil vekja gthygli á mynd nr. 12. sem er mjög öflug litræn mynd, ákaflega ferskt og og hreint máluð. Myndir nr. 3, 6 og 20, eru skyldar í útfærslu, allar mjög hreinar, litsterkar og sannverðugar — í þeim skynjar maður einna greinilegast að fáir standa Kristjáni í sporði hérlend is í því að spenna litinn til hins ýtrasta án þess að hann verði væminn eða höfði til grunn- færðra kennda í litaauðlegð sinni. Þrátt fyrir ólíka útkomu og vinnubrögð á þessari sýningu, er maðurinn á bak við myndirn- ar auðþejíktur í öllum myndun- um ;— hann notar sköfu og pens- il á persónulegan hátt, hvar sem hugmyndir hans bera nið- ur, og hann vinnur hiklaust og sjálfrátt með fádæma öryggi. Þetta öryggi leiðir hann að vísu út í tilraunir, þar sem hann hef- ur unnið blautt í blaut og nálg- ast hættulega mikið að ganga svo langt að liturinn verði klíst- urkenndur og óhreinn, (dæmi: myndir nr. 16 og 18) en sú 'hætta fylgir jafnan slíkum vinnubrögð um. Þær myndir hans ollu mér nokkrum vonbrigðum. Eg saknaði á þessari sýningu sýningarskrár, sem eru ómiss- andi, jafnvel þó að myndir séu nafnlausar og beri eingöngu númer. Kristján hefur með þessari sýningu, enn einu sinni, undir- strikað að hann er einn traust- asti málari sinnar málarakyn- slóðar hérlendis og einna öflug- astur abstrakt-expressjónistanna okkar — og l\ann er hættur að koma á óvart með stökkbreyt- ingum enda heldur hann tryggð við þennan stíl sinn og leitar heldur nýjunga innan ramma hans en að freistast í tvísýnar tilraunir. Þetta kallar eftir yfir- litssýningu á verkum þessa lista manns svo að greinilega megi fylgja þróun hans frá fyrstu tíð. Hvað þekkir unga kynslóðin til verka Kristjáns Davíðssonar frá tímabilinu 1945 til 1960 t.d.? Æskan á kröfu á að kynnast verkum okkar jákvæðustu mynd listarmanna að marki. Fram að þeim tíma er hinn nýi skáli við Miklatún rís af grunni þætti mér rétt að listasafnið kynnti ungu kynslóðinni og öðrum verk eins til tveggja málara á ári hverju. Myndi þá hlutur safnsins vaxa í íslenzkri myndlist — og íslenzk ir myndlistarmenn vaxa af safn- inu. Valtýr Pétursson. Ég hafði naumast búizt við að sjá málverkasýningu í Lista- mannaskálanum í dag, en allt virðist geta gerzt þegar þetta gamla aðalvígi myndlistar- manna höfuðborgarinnar á í hlut — og nú mun það talið gefið mál að skálinn verði notaður til þess dags, er byrjað verður á niðurrifi hans. Þó gæti þetta allt eins orðið síðasta sýningin, sem skálinn hýsir. Allflestir islenzk- ir málarar færu illa út úr því fyrirtæki að sýna í skálanum vegna þess hve hrjúfur hann er orðinn og hrörlegur, þannig að fá verk fá notið sín á veggjum hans. Valtýr Pétursson, sem nú hefur ráðizt í að sýna þar, kemst ekki hjá því að verða greinilega var við þennan sannleika því að myndir hans eru margar smáar og viðkvæmar og kalla á hlý- legra umhverfi. — Einungis stór ar, hrjúfar og monumentalar myndir trúi ég að haldi reisn sinni á þessum stað, líkt og t.d. myndir Schevings, sem væri máski eini íslenzki málarinn sem hefði erindi sem erfiði við að sýna þar. En við skulum horfa á mynd- irnar sjálfar fyrst og fremst, en ekki einblína á skálann, eins og listamaðurinn hefur sjálfur látið orð falla. Það eru 63 myndir á þessari sýningu Valtýs, allt mál- verk frá síðustu árum, og kenn- ir þar margra grasa enda við- fangsefnin fjölbreytt. Fljótlega verður maður var við að þessi sýning er ekki jafn heilsteypt og sýning sú er hann og Jóhann- es Jóhannesson höfðu sameigin- lega á þessum sama stað fyrir fáum árum og tél ég orsökina að finna í þeirri staðreynd, að lista- maðurinn er að brjóta á ýmsum nýjungum, sem dreifa kröftum hans, en á fyrri sýningu hafði hann unnið allar myndir sínar í líkum stíl. Við skulum nú lítillega athuga þetta nýja form, sem Valtýr kynnir okkur, enn er hér um að ræða byggingu á myndfleti, sem minnir á sólarlag eða sólar- upprás, þar sem hálfhringur sker sig úr abstrakt formi þannig að myndin virkar hálf-natúralísk, sem við nánari athugun gæti reynzt rangt viðhorf. , En þessi torstreita er uppistaða myndar- innar og gengur öll bygging myndarinnar út frá því lögmáli og þeirri glímu við viðfangsefnið sem hún leggur í hendur lista- mannsins. Eins og eðlilegt er þegar menn fitja upp á nýjung- um, þá reynist árangurinn mis- jafn hjá Valtý, stundum er öll bygging myndarinnar sannfær- andi og sterk að hálfkringlunni undanskilinni, sem er ekki jafn hnitmiðuð í teikningu og raunar ekki í útfærslu allri — liturinn- verður ekki eins mettur og aðrir hlutar myndarinnar og því verð- ur hálfkringlan eitthvað svo framandi . öðrum þáttum mál- verksins. Það er þetta framar öllu, sem lætur líta svo út sem að um tvo ólík stíla sé að ræða í einu málverki og er það vegna þess að Valtýr hefur einfaldlega enn ekki tekizt að tengja hálf- kringluna öðrum þáttum mynd- byggingarinnar þannig að hún 1 rími við innri lífæðar málverks- ins og skapi órofa heild. Þetta kemur mjög svo greinilega fram Framhald á bls. 23 Valtýr við eitt verka sinna. Ein mynda Jóhannesar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.