Morgunblaðið - 10.05.1968, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAI 1968
r
20
Lítil íbúð óskast
til leigu strax, fyrir einhleypan karlmann.
Upplýsingar í síma 24250 á skrifstofutima.
Sendisveinadeild Merkúrs
Sameiginleg kaffidrykkja verður fyrir fyrrverandi
félagsmenn n.k. laugar 11. maí kl. 3 e.h. í föndur-
salnum á Grund, gengið inn frá Brávallagötu.
NEFNDIN.
r
Ltgerðarmcnn - skipstjórar
Höfum til afgreiðslu nú þegar eitt stykki færirúllu
fyrir síldarnót með festingum og uppistöðum,
dráttarafl allt að 1.5 tonn.
Einnig getum vér afgreitt fyrir næstu síldarvertíð
eitt stykki Hov — EFACO nótavindu ef pantað
er strax.
Einar Faresveit & Co. h.f.,
Bergstaðastræti 10 A, sími 21565.
Hufnarfjörðnr
2ja—3ja herb. íbúð óskast í hálft ár
frá 15. júní.
Upplýsingar í síma 52485.
fbúðir til sölu
Einbýlishús við Borgarholtsbraut ásamt stórum
bílskúr. Húsið er 2 stofur, 5 svefnherbergi (þar af
2 í kjallara), bað, skáli, ytri forstofa o. fl.
6 herbergja hæð í 2ja íbúða húsi við Kópavogsbraut.
Stærð um 160 ferm. Selst tilbúin undir tréverk.
Sérþvottahús á hæðinni. Sérhiti. Sérinngangur.
Áhvílandi lán að upphæð kr. 300 þúsund til 15 ára
með 7% vöxtum. Ennfremur beðið eftir fyrri hluta
Húsnæðismálastjómarláns.
5 herbergja íbúðir í húsi við Borgarholtsbraut.
Seljast fokheldar. Stærð um 140 ferm. Allt sér.
Beðið eftir fyrri hluta Húsnæðismálastjómarláns.
Húsið er kjallari og 2 hæðir.
ÁRNI STEFÁNSSON, HRL.
Málflutningur. Fasteignasala.
Suðurgötu 4. Sími: 14314.
Kvöldsími: 34231.
Á börnin í sveitina
FLAUELSBUXUR
GAI.LABUXUR
ÚLPUR
SKYRTUR
LAUGAVEGI 31.
Minning:
Alexander Guðbjartsson
bóndi á Stakkhamri, Miklaholtshreppi
EFTIR langan og veðurharðan
vetur, er veðráttan hefur stillzt
nokkuð, sólskin og logn verið
um tíma, móðurjörð er aðeins að
vakna til nýs lífs eftir vetrar-
drungann.
Vonin um gróðursælt og gjöf-
ullt sumar sem í hönd fer, gefur
okkur örlitla von, er jörðin hef-
ur verið böðuð sól og hlýjiun
andvara undanfarandi daga. En
mitt í þessum blíðunnar sólar-
dögum, dregur skyndilega ský
fyrir sólu. Óboðinn gestur knýí
dyra á einu góðheimili þessa hér-
aðs. Húsbóndinn, eiginmaðurinn,
faðirinn og afinn, er skyndilega
kallaður burtu, mitt í önn hinn-
ar líðandi stundar. En þess skal
þó getið að sá sem kallinu hlýddi
gekk ekki undanfarið heill til
skógar. Sveitin er hnípin, skarð-
ið sem höggið var, stendur ó-
fyllt, og mun vandfyllt verða.
Sorgin hefur knúð hjá ástvinum,
en þökk vina knýr á hugann,
svo sterk ítök átti hinn látni
heiðursmaður í hugum sinna
sveitunga, að þökk og virðing er
efst í huga þeirra sem eftir
standa.
Alexander á Stakkhamri var
skyndilega kallaður burtu, hann
lézt á sjúkrahúsinu í Stykkis-
hólmi að morgni dags hinn 23.
f.m. rúmlega 62 ára að aldri.
Langar mig til að minnast þessa
góða vinar með fáeinum orðum.
Alexander Guðbjartsson var
fæddur í Ólafsvík 5. marz 1906.
Foreldrar hans voru hjónin Guð-
bjartur Kristjánsson hreppsstjóri
á Hjarðarfelli og kona hans Guð
hranda í>. Guðbrandsdóttir. Er
óþarfi að kynna ættir hans frek-
ar, því foreldrar hans eru þekkt
hér í héraði öðrum fremur, sök-
um mannkosta og dyggða.
Ungur að árum fluttist Alex-
ander með foreldrum sínum frá
Ólafsvík að Hjarðarfelli hér í
sveit.
Á Hjarðarfelli stóð æskuheim-
ili Alexariders. Þar stóð bærinn
um þjóðbraut þvera, rammis-
lenzk sveitarmenning og mikil
rausn, hefur ætíð fylgt þvi heim
ili. Þangað lágu leiðir margra,
hlutu því menningarstraumar að
berast þangað. Þjóðin var að
vakna til nýs lífs, nýir og breytt
ir tímar hófu innreið sína, sam-
fara breyttum þjóðarháttum.
Aflvaki islenzkrar sveitarmen
ingar, trú á auðæfi og kyngimátt
hinnar gróandi jarðar, samfara
félagsmála þroska, hlutu þvi að
hafa veruleg áhrif til manndóms
og þroska, á hugnæman æsku-
manninn. Við þennan arin ólst
Alexander Guðbjartsson upp, og
hlaut því hinn ungi maður að
tileinka sér þá breyttu tlma sem
í hönd fóru, samfara hugsjóna
eflingu til bættra lífskjara, mann
dóms og þroska. Litið var þá um
alþýðumenntun í sveitum þessa
lands, varð því hver og einn að
láta sér nægja það sem heimilin
gátu veitt í því efni hverju sinni.
Árið 1928 útskrifaðist hann frá
Búnaðarskólanum ' á Hvanneyri,
vitnaði hann oft til dvalar sinn-
ar þar, sem hann taldi sig hafa
mikið gott af.
Fljótlega hlóðust á Alexander
margvisleg störf fyrir sveit sína,
því hann var sérstakur félags-
málamaður, * sem vildi leggja
hverju máli lið sitt til farsæld-
ar. Því Alexander var óvenju-
lega félagsmála sinnaður, vildi
rétta öllum góðum málumhjálp
Hann var ákaflega samvinnu-
þýður og sanngjam, sóttu menn
því eftir að fá lið hans og ráð
til félagsstarfa. — Þrátt fvrir
sanngimi og samvinnuliþurð haf
hann sínar ákveðnu skoðanir
mála, en var svo laginn að koma
þar á móti að ekki gat orðið
ágreiningur.
Þó hygg ég að eitt af hans
stóru hugsjónum, hafi verið fyrst
og fremst samvinnuhugsjónin. Fyr
ir þá hugsjón fómaði hann mik-
illi vinnu, og vildi hann ótrauð-
ur vinna því máli mikið gagn,
sem hann og gjörði. Um mörg
ár var hann í stjóm Kaupfélags
Stykkishólms og sáðari átrin.
stjómarformaður. Og nú síðustu
árin deildarstjóri í K.B. deild
hér í hreppL
Um langt árabil var hann
barnakennari hér í hreppi, oft
við erfiðar aðstæður. En náði
þó ótrúlegum árangri í starfi.
Milli hans og nemenda hans var
óvenju mikið traust, því nemend
um sínum innrætti hann orð-
heldni, prúðmennsku og hófsemi
sem vom lyndiseinkunnir hans
í ríkum mæli. — Og á þeim
vettvangi í menntun og mótun
hugarþels æskunnar, voru störf
hans æskunni til handa, mikið
og gott innlegg, æskulið þess-
ara sveitar til frama. Og ein-
mitt þegar hann lét af kennslu-
störfum með tilkomu Laugargerð
isskóla, sýndu nemendur hans
honum það á 60 ára afmæli hans,
að þeir kunnu að meta hans
störf. — f kirkju og trúmálum
var Alexander einlægur og á-
kveðinn. Um langt árabil var
hann safnaðarfulltrúi, meðhjálp
ari og formaður sóknamefndar.
Öll þessi störf innti hann af
hendi með alúð og einlægum á-
huga. Var honum ákaflega annt
um allt er að kirkjunnar málum
laut. Fáar hafa verið þær guðs-
þjónustur sem hér hafa verið
sungnar undanfarin mörg ár, að
hann láti sig þar vanta. Svo sann
ur og trúr kirkjunnar maður var
hann, en sérlega traustur og
áhugasamur við að efla sönglíf
kirkjunnar.
Nú er síðast var sungin messa
á páskum, var sætiS hans autt
í kirkjunni, og mátti einnig heyra
að rödd hans vantaði í sönginn.
Svo traustum og föstum bönd-
um var kirkjulíf hér bundiið
hans öruggu kröftum — til
hinnztu stundar. — f síðasta
skipti er ég heimsótti Alexander
á Stakkhamri fyrir stuttu síðan,
barst samtal okkar að þeim fram
kvæmdum sem nú standa yfir
við sóknarkirkju okkar. Það síð
asta- sem hann lagði til þeirra
mála var. „Þótt sjóðir kirkjunn-
ar þoli ekki þessar framkvæmd
ir, þá má ekki draga úr þeim,
hreppsfélagið verður að greiða
það sem á vantar.1* Slíkur var
áhugi hans til kirkju sinnar, þar
sem hann átti oft sorgar og gleði
stundir.
Oddvitastörf hér í sveit voru
honum falin árið 1960. Þau störf
innti hann af sannri lipurð og
trúmennsku að betra varð ekki
á kosið. Allt bókhald og annað
sem að því starfi laut, var til
sannrar fyrirmyndar. — Mörg
önnur störf mætti enn upp telja
sem Alexander voru falin, en
þau sem hér hafa talin verið
bera þó hæst í því fórnfúsa og
árvakra starfi er hann innti af
hendi fyrir sveit sína.
Árið 1930 hinn 27. septembex
kvæntist Alexander eftirlifandi
konu sinni Kristjönu Bjarnadótt
ur fyrv. bónda á Laxárbakka
og síðar í Miklaholts-seli ívars-
sonar.
Hófu þau fyrst búskap að
Hjarðarfelli móti föður hans.
— Árið 1937 reystu þau hjón
nýbýli í landi Hjarðarfells^ og
kölluðu bæ sinn Hvamm. Árið
1944 keypti hann jörðina Stakk-
hamar og hafa búið þar síðavi.
— Þá jörð hefur Alexander bætt
stórlega af húsum og ræktun.
Hefur kona hans örugglega skil-
ið og virt hans félagsmálastarfs-
semi, því sambúð þeirra og all-
ur heimilis bragur hefur verið
á þann veg, að til sannrar fyrir-
myndar er.
Alexander var maður árrisull,
áhugasamur, kappsfullur og vildi
ekki geyma það til næsta dags,
er gjöra átti í dag.
Þeim hjónum varð 9 barna auð
ið sem öll eru traust og dugandi
fólk þau eru: Guðbjartur bóndi
í Miklaholti II, Bjarni bóndi á
Stakkhamri II., Hrafnkell húsa-
smiður í Stykkishólmi, Guðrún
húsfrú í Ólafsvík, Auður húsfrú
á Hellissandi, Þorbjörg húsfrúí
Rifi, Magndís húsfrú á Stakk-
hamri, Friðrik iðriemi og Helga
við nám í unglingaskóla.
Ég hef stiklað hér á fáeinum
punktum í lífsstarfi Alexanders
á Stakkhamri, en upptalning
þessi er þó ekki fullnæg. —Við
sem eftir stöndum þökkum og
geymum góðar og hugljúfar end
urminningar um góðan dreng,
sem var sannur sonur sinnarr
sveitar, fyrir sveitina sína starf-
aði hann af alhug og fórnfús-
um drengskap. Guð blessi minn-
ingu hans. Eftirlifandi eigin-
konu, börnum og öðrum vanda-
mönnum votta ég djúpa samúð.
Borg, 26. apríl 1968.
Páll Pálsson
Sölumaður
Ein af stærstu og elztu heildverzlunum bæjarins
vill ráða sölumann. Skriflegar umsóknir merktar:
„Nýlenduvörur — 8141“ sendist afgr. Mbl.
Umsóknir greini frá menntun, núverandi og fyrri
störfum, fyrri atvinnuveitendum, aldri og öðrum
upplýsingum sem umsækjandi telur máli skipta.*