Morgunblaðið - 10.05.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.05.1968, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1968 Erlendur Jónsson skriíar um BÓKMENNTIR LANGHUNDAR f SÖGU Guðmundar Friðjóns- sonar, Tólfkóngavit, heitir ein söguhetjan Ásgrímur. Um eðlis- far hans segir svo, að því „var þannig háttað, að hann mælti jafnan nokkuð.“ Lýsingin á eðlisfari Ásmund- ar á við margan skriffinninn nú á dögum. Ar og síð og alla tíð flæðir ritað mál yfir alla bakka. Það er af, sem áður var, segir gamla fólkið, sem ólst upp við fáar bækur eða engar. Þegar Þórdís húsfreyja í Manni og konu bað Þorstein vinnumann að lesa eitthvað upp- hátt á vökunni, svaraði Þor- steinn, „að lítiT mundi þess von, því nú hefði hann nálega lesið upp allar þær sögur, er til væru þar ,á bæ.“ Þannig mun því hafa verið háttað — með fáum undantekn- ingum — fram á þessa öld. Fæst- ir, sem hneigðir voru til bók- lestrar, fengu nægju sína af þeim gæðum. Það var ekki fyrr en með seinni heimsstyrjöld, að yfir dundi bókaflóðið margum- talaða, en það orð — bókaflóð — hefur jafnan síðan verið við- haft í niðrandi merking. Þjóð, sem áður var bókþyrst, tók nú að klígja við öllu lesmálinu. Og hneykslgjarnir öldungar fundu hneykslun sinni nýja útrás. Af orðum þeirra mátti ætla, að aldrei hefðu fyrr verið gefnar út lélegar bækur á fslandi. Annars var svo sem tekinn að vænkast hagur strympu, áð- ur en stríðsbókaflóðið skall yf- ir. Reyfaraöldin var undanfari bókaflóðsins. Sú var tíðin, að maður taldist ekki vel skólaður í bókmenntum,yhema hann hefði lesið Kapítólu, Baskervilhund- inn, Manninn með stálhnefana og ótal aðrar bækur af því tagi. Alvarlega hugsandi mönnum var þá ekki meir uppsigað við annað en útlenda, þýdda reyf- ara. Glæpareifarar voru ómenn- ingin á hæsta stigi. Fólki væri nær að lesa fslendingasögurnar og Pilt og stúlku. En menningarlegum fortölum var ekki sinnt fremur en endra- nær. Grettir og Skarphéðinn stóðust ekki snúning Manninum með stálhnefana. Þegar öllu var á botninn hvolft, var reyfara- lesturinn svo hressandi ómenn- ing, að hann varð ekki kveðinn niður með neinum fortölum. Svo rann reyfaraöldin skeið sitt á enda, um leið og kvik- myndir urðu almenn skemmtun. Fyrirhafnarminría var að sitja kyrr í sæti sínu, en sjá þó allt ljóslifandi fyrir sér án þess svo mikið sem að renna til augunum. f stríðinu blómstruðu heimilis ritin, flest gefin út mánaðarlega, og seldust mikið, bæði á áskrift og lausasölu. Þar kvað við ann- an tón. Nú var ástin sett í há- sæti. Heimilisritin sérhæfðust í væmnum ástarsögum. Og svo þýddu þau og staðfærðu bréf frá lesendum og svör við þeim: Anna svarar, Eva svarar — allt saman persónuleg heilræði í ást- um, sem þá voru enn á andlega sviðinu, svona mestan part. Þetta efni var allt ætlað stelþum og konum. En svo nokkuð væri einnig handa strákum, var í mörgum ritum birt eins og ein gleðisaga. Þar með fór ritið eft- ir reglunni: eitthvað fyrir alla — sem sjálfsögð þótti í þá daga. Nokkru eftir stríð breyttu skemmtiritin bæði um svip og efni. Gömlu, væmnu ástarsög- urnar voru allt í einu orðnar of ótrúlegar. Nú dugði ekki minna en „sannar" sögur, lífs- reynslusögur, sem svo voru kall- aðar. Þær munu mestmegnis hafa verið af amerískum uppruná og — enda þó þær höfðuðu sterk- lega til mannlegra frumhvata — uppfylltu þær öll skilyrði, sem sett voru um kristilegt hugarfar í því púrítanska landi. Einhverjir tóku upp á að kalla þessi tímarit sorprit, og gengu þau brátt undir engu nafni öðru, ekki heldur meðal þeirra mörgu, sem lásu þau. Og enn kvað rit af sama tagi vera gefin út. Efni sorpritanna var grútvæm ið, í einu orði sagí, og þýð- ingarnar með því fátæklegasta, sem sézt hefur á prenti. Síðan snemma á reyfaraöld- inni hefur öðru tilteknu lesmáli vaxið fiskur um hrygg, jafnt og þétt, næstum svo, að maður hef- ur naumast tekið eftir því: sem sé dagblöðunum. Þau hafa nú um langa hríð verið gefin út fimm hér í höfuðborginni. Fjög- ur þeirra munu þó skrimta með svo mikilli ódöngun, að þau kvað nú öll, með tölu, vera kom- in á landssjóð. Fleiri gerast nú ómagar en vér hugðum. Fyrir löngu var því spáð um dagblöðin í veröldinni, að út- varpið mundi ganga af þeim dauðum. Sú spá rættist ekki. En þá kom sjónvarpið. Minni spá- dómar voru þá uppi hafðir um blöðin. Þó fór svo, að sjónvarp- ið reyndist þeim í flestum lönd- um skeinuhættara en útvarpið hafði reynzt, eins og komið er á daginn. Áður fyrr var svo tilvalið að hlusta á útvarp með öðru eyranu, meðan lesið var í dagblaði. En hver les blað og fylgist um leið með sjónvarpi? Dagblaðadauði er hættur að vera stórfrétt á vesturlöndum hin síðari ár. Minni háttar blöð hrökkva upp af, hvert á fætur öðru. Aðeins stærstu og út- breiddustu blöðin fá staðizt, ef til vill samkvæmt Darwinskenn ingunni um eftirlifun hins hæf- asta. eða hvað? Fyrir tuttugu árum sögðu þeir, sem vildu teljast hleypi- dómalausir og víðsýnir: — mað- ur verður að lesa fleiri en eitt blað til að kynna sér málin frá fleiri en einni hlið. Þegar talað var um „málirí", var að sjálfsögðu átt við stjórn- málin. Blaðamennska taldist þá trúnaðarstarf í þágu stjórnmála flokks. Nú eru viðhorfin breytt. Maður heyrir æ færri segja, að nauðsynlegt sé að kynna sér málin frá báðum hliðum. Og á- stæðan er augljós: æ færri hafa áhuga ú stjórnmálum, yfirleitt. Það er búið að skammta þau svo lengi úr sama askinum, að almenningur er loksins ofmett- ur og leiður á þeim graut. Þar að auki þykir einlægt fleirum sér misboðið með þeim áróðri, sem höfundar stjórnmálaskrifa púðra út og miða sýknt og heil- agt við þann heimskasta. Annars hafa stjórnmálaskrif hjaðnað heldur í blöðunum, og fréttir af innlendum og erlend- um stjórnmálum, sem fyrrum voru mjög litaðar, eru nú orðnar tiltölulega hlutlausar. Fréttir, vel á minnzt, eru hið klassíska efni allra dagblaða að ógleymdum auglýsingum. En þeirra vegna — það er að s egja vegna frétta af daglegum við- burðum þarf ekki að kynn- ast hinum málspartinum og halda tvö eða fleiri blöð, því frétt- irnar eru nú orðið svo gott sem samhljóða í þeim öllum. Blöðin halda hér enn í horf- Nauðmiganippboð sem auglýst vair í 20., 22. og 24. tbl. Lögbirtingablaðs- ins 1968 á hluta í húseigniinni nr. 15 við Bræðraborgar- stig, hér í borg, þingl. eign Guðrúnar Ág. Júlíu'sdóttur, fer fram eftix kröfu Hilmars Garðars hdl., Brands BrynjóMssonar hdl, og Gjaildheimtunnar í Reykjavík, á eigninni sjálfri, þriðjudaginn 14. maí 1968, kl. 2 síð- degis. Kr. Kristjánsson, setuuppboðshaldari. ÚTBOÐ Tilboð óskast í akstur á um það bil 7000 tunnum af frostheldum jarðvegi til fyllingar að húsinu Langholtsvegur 109—111. Skrifleg tilboð er tilgreini einingarverð, lýsingu á efni og afhendingartímabil séu send skrifstofu Árbæjar h.f., Fellsmúla 12, fyrir þriðjudag 14. maí næstkomandi. ATVINNA Óskum að ráða nú þegar karl eða konu til gjaldkera og bókhaldsstarfa. Algjör reglusemi áskilin. Til greina koma aðeins þeir sem hafa reynslu og staðgóða þekk- ingu á þessum störfum. Upplýsingar ekki gefnar í síma. ÞÓRÐUR SVEINSSON & CO. H/F. HAGA. inu um útkomu. En eins og stendur eru það hvorki skrif um stjórnmál né heldur fréttir eða auglýsingar, sem marka svip mót þeirra öðru fremur, heldur afmælisgreinar og minningarorð. Nú verður ekki sá bleiugreifi fimmtugur, sextugur eða sjötug- ur, að ekki sé skrifuð um hann einhver langloka í blöðunum. Slíkir langhundar eru oft, eða oftast, skrifaðir af mönnum, sem eru alls óvanir blaðaskrifum og vefst því tunga um tönn, jafn- skjótt sem þeir eiga að skorða hugsun sína í rituðu máli. Þá leita þeir til fyrirmynda, sem aldrei þarf að sækja lengra en til blaðsins, sem kom út þann morguninn. Og þannig verða smám saman til formálar, sem einn tekur eftir öðrum, eins og t.d. þetta nauðaalgenga upphaf: — Enginn tryði, að Jón Jóns- son væri fimmtugur í dag, ef kirkjubækurnar tækju ekki af allan vafa. Afmælisgreinarnar eru þó, enn sem komið er, þolanlegar að fyrirferð í samanburði við eftir mælin, sem tröllríða svo sannar- lega dagblöðunum, að jaðrar við plágu. Látum vera, þó lítillega sé minnzt þeirra manna, sem unn- ið hafa þjóðinni vel og lengi. Alltaf er þó nokkurs að minnast, þegar lokið er góðri og ef til vill einnig langri starfs ævi. En mundu ekki blöðin vera fcer um að minnast slíkra manna í — einni grein hvert? Dauðinn er alltaf alvörumál. Og stundum er hann líka sorg-' legiir. En eftirmælafarganið er grátbroslegt. Það er aldeilis frá leitt, að tveim, þrem, jafnvel allt að fimm eða sex kunningjum sama mannsins skuli geta hug- kvæmzt að setjast við skriftir samtímis, hver í sínu horni, rétt fyrir útför hans og skrifa, allir saman, nákvtemlega sömu tugg- una, það er að segja æviatriði hins látna með — að vísu — smáútúrdúrum, og þröngva svo kannski allir sömu romsunni inn á — sama dagblað- ið. Sama efnið í fimm, sex grein um. Og það sama daginn. Hverj um er eiginlega ætlað að pæla í gegnum þvílíkt og annað eins? Þó er það versta ótalið. Lífs- hlaup einstaklings er þó les- efni, sem einn og einn maður karín að lesa af rælni, að vísu ekki fimm til sex sinnum, en einu sinni. Hitt er öllu verra, að sum minningarorð sýnast hreint ekki vera samin handa al- mennum lesanda, heldur einung- is sem nókkurs konar huggun handa ættingjum hins látna. Mestan part er það einhvers- lags harmagrátur, sem er auð- vitað átakanlegur út af fyrir sig, en á alls ekkert erindi til venju- legs blaðalesanda. Blöðin kvað ekki sjá sér fært að amast við þessu risavaxna af- mælisgreina og eftirmælaflóði. Og samtakaleysi lesenda veldur því, að dagblaðalesendur taka þessu þegjandi. Einn góðan veðurdag mun þó botninn vonandi detta úr þess- ari tízku. Fólk mun sjá, að hægt er að gleðjast með glöðum og hryggjast með hryggum, þó ekki sé farið með það í blöðin. Það er á sérstöku tímabili. að ofvöxtur hleypur í hvers konar tízku. Ég hef minnt hér á reyf- arana fyrir stríð, heimilisritin, sorpritin og stjórnmálaskrifin í blöðunum. Ef sá tími, sem nú er að líða, væri nefndur eftir þeirri skrif- finnsku, sem er mest móðins nú í svipinn, mætti t.d. kalla hann afmælisgreina og eftirmælaskeið- ið. Erlendur Jónsson. Gegn náttúrulögmálum ÞAÐ ER stolt píasóið, enda hefur það verið forystuhljóðtfæri í hálfa öld. Þess vegna er píanóið vinsælast allra einleiksfhljóðfæra, og í samleik flestum hljóðfærum vandmeðfarnara. Erfiiðast er pi anóið í samleik, fjóríhent, með öðru eða öðrum píanóum. Hin smœsta ónákvæmni í innkomu, sem atuðveldlega dylst í t.d. strengjasveit, verður að áberandi „forslagi" í píanósamleik. Þess vegna eru bókmenntirnar fyrir píanósamleik ekki miklar að vöxtum, og hagsýni vegna, er mestur hluti þeirra fyrir leik á eitt píanó fjóríhent Hérlendis er ekki eingöngu af hagsýni, að lítið sem ekkert er um samleik á tvö eða fleiri píanó Hér er það „vald örlag- anna“, að gagnstætt því, sem þekkist meðal menningaríþjóða hafa hinir sarafáu atvinnupían- istar landsins s'ízt efni á að eiga tvo eða fleiri flygla til slíks samleiks. Átak þeirra Gísla Magnússon- ar og Stefáms Edelstein, er þeir héldu tónleika á vegum Tónlist- arfélagsins þann 29. og 30. apríl og léku á tvö píanó, miá því kalla iítinn sigur á hérlendum náttúru lögmiálum. Sú du'larfulla spurn- ing gerði strax viðvart: Hvar hafa þeir eiginlega getað æft saman? — því að þeir voru prýðisvel samæfðir. Þess var getið hér að ofan, að bókmenntirnar fyrir píanósam- leik séu ekki miklar að vöxtum, en þær eru góðar. Á efnisskrá þeirra Gísla og Stefáns var samt ekki nema eitt verk, sem bein- Mnis var samið fyrir tvo niútíma- flygla, en það var Scaramouche svítan eftir Milhaud. Þar nutu þeir Sín bezt voru tfrjálsastir. Undirritaður heyrði siðari tón- leikana (30. apríl), og þá var hnökralaus sannfæring í þessu verki Milhaiuds D-dúr sónata Mozarts var upp- haflega samin fyrir hljómMtil, diskantlaus hljóðfæri. Hún var vandvirknislega leikin, og sama má segja um Bachkosertinn í C- dúr fyrir tvo sembala. Óll mót- un hendinga var hnitmiðuð og nákvæm, kannske um of. Gaman hefði verið á stundum að heyra hugarfluginu sleppt lausu á ein staka skáldlegan sprett. Haydn-tilbrigði Brahms eru nfðerfið, enda hljómsveitarmúsík yfirfærð á tvö píanó. Hljóm- sveitarbúningurinn er svo vel þekktur, að venjulegum áheyr- anda er erfitt að þoka honum úr huga, á meðan eyrun leita uppi píanólitaðan hornhljóm eða fiðlutón, og sakna síðan voldugs hljómsveitar „crescendos“, þegar píanóin komast þar hvergi nærri, er líður að lokum tilbrigðanna. Það er píanóleik þeirra Gísla og Stefáns til hróss, hve vel þeim tókst að bægja hljómsveitarminn ingunum frá hljóðfærum sínum. Það var ferskleiki yfir þess- um tónleikum og þeir urðu a'ð leika viðbætur, áður en áhorf- endur slepptu þeim út í hvers- dagsleikann. Vonandi líður ekki langt, þar til þeir láta til sín heyra aftur. meðan velta forvitn ir fyrir sér dularfullu spum- ingunni: Hvemig geta íslenzkir tónlistarmenn yfirstigið náttúru- lögmálin — sem áður er getið — og haldið áfram að gera það — eða þurfa að gera það? Þorkell Sigurbjörnsson. Leiðrétting f GREIN etftir önnu Þórhalls- dóttur, söngkonu, dags. þ. 9. maí sl. hötfðu fal'lið niður nötfn fjög- urra sönglaga, sem Jakiob Jóh. Smiári hetfir þýtt texta við. Þau eru þessi: Vorsöngur. Eplablóm. Eins og lilja. og Hvisl árinnar. Misritast hafði þessi setninig: Tillag þeirra sönglagia, átti að vara: Ti'till þeirra sönglaga, o. s.tfrv. Anna Þórhallsdóttir segir, að þau 20 sönglög, sem hiún hatfi séð um þýðingu á, hatfi verið innilokuð eins og fuglar í búri. Hún væntir þess að geta gert a’Ha þessa fugla aftur fleyga. Þeirra hefir veri'ð gætt í „Hand- .ritastotfnun ríkisins" síðustu ár- in, og eru þar í góðra manna hiöndum. Fj'ölmiðlunartækin ættu að getfa þessari startfsemi gaum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.