Morgunblaðið - 10.05.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1968
3
- ÉG HEF
Framli. af bls. 1
inu og komist þannig inn í í-
búðina. Skammbyssuna kvaðst
Gunnar hafa fengið hjá manni í
Reykjavík fyrir réttu ári. Var
Gunnar fluttur í Hegningarhús-
ið við Skólavörðustíg.
Tildrögin að stöðumissi Gunnars,
hjá F.f.
Sveinn Sæmundsson, blaða-
fulltrúi Flugfélagsins, tjáði
Morgunblaðinu í gær, að Gunn-
ar Frederiksen hefði byrjað sem
flugmaður hjá F.í. 1. apríl 1946.
Á síðasta ári var Gunnar send-
ur vestur til Seattle í Banda-
ríkjunum, til þjálfunar sem flug-
ma'ður á hina nýju Boeingþotu
félagsins.
Sagði Sveinn, að daginn, sem
þotan fór til íslands í fyrsta
skipti, hafi Gunnar átt eftir
tveggja daga þjálfun. Rétt áður
en þotan fór í loftið frá flug-
velli Boeing — verksmiðjanna
kom Gunnar drukkinn um borð
og neitaði að fara út aftur, þrátt
fyrir fyrirskipanir Jóhannesar
Snorrasonar, yfirflugstjóra F.Í.,
og Jóhanns heitins Gíslasonar.
Til að forða hneyksli á erlend-
um vettvangi var ákveðið að
leita ekki til lögreglunnar og
kom Gunnar því heim með þot-
unni. Vegna þessa agabrots var
Gunnari gefinn kostur á að segja
lausu starfi sínu hjá F.í. og hætti
hann hjá félaginu 1. júlí 1967.
Gunnar Frederiksen er kvænt
ur og á 4 börn.
Vinsæll og virtur í starfi.
Jóhann Gíslason hóf starf hjá
F.í. 1. maí 1945 og starfaði fyrstu
árin sem loftskeytamaður. Fyrir
nokkrum árum var hann skip-
aður deildarstjóri flugrekstrar-
deildar og yfirmaður tæknideild-
ar fyrir nokkrum mánuðum.
Má geta þess, að Jóhann hafði
yfirumsjón af hálfu F.í. með
smíði þotunnar og þjálfun áhafn
anna. Var Jóhann vinsæll meðal
starfsmanna sinna og naut mik-
illar virðingar sakir hæfileika
sinna.
Jóhann Gíslason var kvæntur
Vilborgu G. Kristjánsdóttur og
áttu þau fjögur börn, það yngsta
aðeins tveggja vikna, en hin 12,
Gunnar Frederiksen.
JJl.
íbúð Jóhanns að Tómsarahaga 25. Árásarmaðurinn kom upp stigann, en Jóhann innan úr
svefnherbergi þeirra hjóna. í forstofunni hóf Gunnar skothríðina og bárust átökin þaðan inn
í eldhúsið til hægri. Þegar lög reglan kom á staðinn lá Jóhann á Skálagólfinu.
15 og 17 ára.
★
Morgunblaðið ræddi í gær
við Helga Kristinsson, nætur-
vörð F.í. og sagðist hon-
um svo frá um atburðina í
f lugaf greiðslunni:
„Það mun hafa verið um fimm
tán mínútum fyrir fimm, sem
Gunnar kom inn í flugafgreiðsl-
una. Hann var blóðugur í and-
liti og á höndum, föt hans þvæld
mjög og mátti greina, að hann
væri undir áhrifum áfengis.
Ég spurði hann, hvort hann
hefði lent í slagsmálum eða ein-
hverju slíku, en hann svaraði
mér engu fyrst í stað. Skömmu
siðar sagði hann eitthvað á þessa
leið: „Ég hef víst myrt mann í
nótt.‘!
Mér brá heldur ónotalega við,
eins og nærri má geta.
- Þegar hann hafði sagt mér
þetta gekk hann fram í anddyr-
ið og hélt ég þá, að hann væri
ó heimleið og sagði við hann: Þú
ekur líklega ekki heim svona á
þig kominn. Sneri hann þá við,
dró upp lítinn vasahníf og bjó
sig undir að reka hann í sig.
Gekk ég þá til hans og sagði,
að þetta skuli hann láta ógert
hérna. Fór hann þá aftur fram,
en ég brá mér á bak við og
hringdi í lögregluna.
Þegar ég kom fram í af-
greiðsluna aftur spurði Gunnar
mig, hvort allt væri ekki í lagi,
hvort ég hefði ekki hringt í
lögregluna. Svaraði - ég því ját-
andi, fór út og veifaði til flug-
virkjanna, sem voru að vinna
niður í flugskýli, og komu þeir
skömmu síðar.
Þegar ég kom inn aftur sagði
Gunnar: Heldurðu að ég láti
taka mig hér sem fanga? Nei,
þá held ég að bezt sé að ljúka
þessu alveg. Dró hann aftUr
upp hnifinn, en í því kom lög-
reglan og flúði hann þá inn í.
geymsluherbergið, þar sem
lögreglan handtók hann.
Mæðradagurinn á
sunnudaginn kemur
MÆÐRADAGURINN er á sunnu
daginn kemur og verður mæðra
blómið þá til sölu. Einnig er
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur
40 ára um þessar mundir. Verð-
ur þetta 36. blómasöludagur
nefndarinnar, en fyrir 36 árum
gerði nefndin þennan dag að há
tíðis- og minningardegi, helguð-
um móðurinni, sagði frú Jónína
Guðmundsdóttir, formaður
Mæðrastyrksnefndar, á fundi
með fréttamönnum í gær.
Sagði hún Reykvíkinga hafa
brugðizt vel við að vanda, enda
líka von, því að hver maður
vildi sýna móður sinni virðingu
með að bera litla blómið í
barmi sér. Einnig sagði hún, að
menn gerðu talsvert að því að
kaupa blóm í blómabúðum, en
tíu af hundraði af þeirri sölu
rynnu til Mæðrastyrksnefndar.
Blómabúðirnar verða opnar
fram eftir degi.
Sagði frú Jónína, að konur frá
Mæðrastyrksnefnd yrðu í öllum
barnaskólum borgarinnar, ísaks
skóla og skrifstofu Mæðrastyrks
nefndar frá kl. 9.30 að morgni
og skoraði frúin á alla foreldra
að leyfa börnum sínum að selja
merkin og styrkja þennan góða
málstað.
Ágóðanum af blómasölunni
verður varið til styrktar Sumar-
heimilinu að Hlaðgerðarkoti.
Þar hefur nefndin haft sumar-
heimili fyrir yngri og eldri
mæður með börn, til hressing-
ar og hvíldar, endurgjaldslaust.
Kvað frú Jónína það von nefnd-
arinnar, að sem flestar konur
gætu notið þessarar hvíldar í
sumar, en hvíldarvika fyrir full
orðnar, barnlausar konur byrja
eftir miðjan júní, og kvaðst hún
veita móttöku öllum beiðnum í
skrifstofu nefndarinnar, eða í
síma 14349 (fyrir alla flokka).
Sagði frú Jónína ennfremur,
að byggingarframkvæmdiir
hefðu staðið yfir allt síðasta ár,
og ef vel ætti að vera, þyrfti
mikinn pening til að lagfæra
enn, bæði utaníhúss og innan.
Kvað frúin nefndina hafa haft
mikinn álhuga á því að koma
upp sundlaug, enn það væri
rnjög hei'lisusamlegt fyrir bæði
börn og mæður.
Ferd/n, sem fólk treystir
Ferð/n, sem fólk nýtur
Ferbin, sem tryggir yður
mest fyrir peningana er
Spánarferðir
Verð frá kr. 10.900.- með söluskafti
LLoret de Mar - skemmtilegasti
baðstaður Spánar * 4 dagar London
Italska blómaströndin - London
Róm - Sorrento - London
Crikkland - London
Skandinavía - Skotland
\
Mið-Evrópuferðin vinsœla
ÚTSÝNARFERÐ
NÝ GLÆSILEG SUMARÁÆTLUN KOMIN ÚT
FCRDASKRIFSTOFAN
ÚTSÝN
Austurstræti 17
Sími 20100/23510.
8TAKSTEINAR
Aðild að EFTA
Aðilð íslands að Fríverzlunar-
bandalagi Evrópu er nú að kom-
ast á dagskrá að ráði og má bú-
ast við, að það mál yfirgnæfi^
flest önnur í almennum umræð-
um á næstu mánuðum. Það hef-
ur verið yfirlýst stefna beggja
stjómarflokkanna um eins árs
skeið að leita aðildar að EFTA,
en vegna margvislegra efnahags-
erfiðleika hafa önnur viðfangs-
efni orðið að sitja í fyrirrúmi til
þessa. Nú hefur viðskiptamála-
ráðherra lýst því yfir, að fyrir
áramót verði að ljúka undirbún-
ingi að samningum íslands við
EFTA og er þess því að vænta,
að skriður komist á málið.
Afstaða
sjávarútvegsins ^
í ræðu sem Þórhallur Ásgeirs-
son, ráðuneytisstjóri í viðskipta-
málaráðuneytinu og einn helztl
sérfræðingur okkar í málefnum
viðskiptabandalaganna, hélt á
iðnþróunarráðstefnu Fulltrúa-
ráðs Sjálfstæðisfélaganna fyrir
skömmu ræddi hann m.a. af-
stöðu sjávarútvegsins og sagði:
„Sjávarútvegurinn — og þar með
þjóðfélagið í heild — hefur orð-
ið fyrir miklum áföllum, sem
eykur skilning á þvi að styðja
þurfi útflutning okkar, m.a. með
því að fá tolla fellda niður f
EFTA-löndunum á freðfiskflök-
um, síldarlýsi, fiskimjöli, hval-
afurðum og fiskniðursuðu. Á
meðan allt lék í lyndi var áhugi
fiskframleiðenda og útflytjenda
fyrir EFTA-aðild lítill og mun
kannski misskilningur sumra
þeirra um atvinnurekstrarrétt-
indi útlendinga og áhrif á Austur
Evrópu viðskiptin hafa ráðið
einhverju um það. Með sam-
þykki stjórnar Landssambands
íslenzkra útvegsmanna sl. haust
var því þó slegið föstu, að út-
vegsmenn telja EFTA-aðiId mik-
ið hagsmunamál fyrir islenzkan
sjávarútveg“.
Iðnaðurinn og EFTA
Um íslenzkan iðnað og EFTA
sagði Þórhallur Ásgeirsson m.a.:
„En ég tel, að framtíð iðnþróun-
ar hér sé nátengd því, hvort við
göngum inn í EFTA eða ekki. Ég
er vantrúaður á, að hér geti þró-
azt öflugur og arðbær iðnaður,
bæði með endurskipulagningu
eldri iðngreina og stofnun nýrri,
á meðan framleiðslan miðast við
200.000 manna markað. Það erú*
takmarkaðir vaxtarmöguleikar á .
svo litlum markaði, enda óneit-
anlega nokkur stöðnunareinkenni
á sumum iðngreinum, sem uxu
hér fyrst upp á kreppuárunum
í skjóli innflutningshafta. Með
endurskipulagningu, stækkun og
samvinnu fyrirtækja gæti færzt
nýtt líf í þennan iðnað. Við þurf-
um að koma á fót iðnaði, sem
framleiðir jöfnum höndum fyrir
innlendan og erlendan markað,
en það getum við ekki nú á tím-
um nema við fáum tollfrelsi i
markaðslöndunum. EFTA-
aðild opnar fyrir okkur nýj-
an 100 milljón manna mark-
að. Það er ekki auðvelt að kom-
ast inn á nýjan markað með’*'
óþekkta vöru, en við verðum
bæði í samningum um EFTA-
aðild og eftir á, að gera EFTA-
löndunum ljóst, að iðnþróun
landsins er skilyrði fyrir farsælli
þátttöku í fríverzlun og því
þurfi EFTA-löndin og fyrirtæki
þeirra að leggja sig fram um að
aðstoða við uppbyggingu ís-
lenzks iðnaðar, svo sem með
framleiðslusamstarfi, tækniað-
stoð, markaðsfyrirgreiðslu og
f jármagni".