Morgunblaðið - 10.05.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, I'ÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1968
11
Minnfag:
Þrír Siglfirðingar
Rósa Þoratoinsdóttir (f. 2. júní
1879 — d. 27. febr. 1968) An-
ton Jóhannesson (f. 10. marz
1889 — d. 19. marz 1968)
Kristján Saeby (f. 16. sept. 1888
— d. 19. marz 1968).
Þann 19. f. mán. fór fram ó-
venjufeg kveðjuathöfn í Siglu-
fjarðarkirkju. Þá voru til mold-
ar bornir tveir háaldraðir Sigl-
firðingar úr sjómanna- og verka
mannastétt. Létilst þeir báðir á
sama degi og gegndu skyldu-
störfum sínum, að kalla má, al-
veg fram í andlátið. Þessir öldnu
dugnaðarmenn voru þeir Anton
Jóhanniesson og Kristján Sæby.
Eins og að ofan getur voru þeir
báðir um áttrætt þegar þeir
féllu niður og komust ekki til
meðvitundar aftur. Rúmum mán-
uði áður lézt kóna Antons, Rósa
Þorsteinsdóttir, eftir langvar-
andi sjúkdómslegu á sjúkrahús-
inu.
Rósa Þorsteinsdóttir
Hún var Þingeyingur að ætt
og fædd á Húsavík 2. júní 1879
Skömmu eftir að hún fluttist til
Siglufjarðar gekk hún að eiga
Anton Jóhannsson. Þeim hjón-
um varð ekki barna auðið en
tóku í fóstur og ólu upp sem
sitt eigið barn Erlend Stefáns-
son Erlendssonar frá Grundar-
koti í HéðinsfirðL
Rósa heitin var fríð kona,
prúðmannleg og aðlaðandi í allri
sinni látlausu framkomu. í mörg
ár starfaði hún af miklum dugn-
aði í stjóm kvennfélagsins
„Hjlíf“ — enda löngu kjörin
heiðursfélagi þessa ágæta fé-
lags- Hefir félag þetta, svo sem
kunnugt er, beitt sér í áratugi
fyrir líknarstarfsemi og átt
drjúgan þátt í þeim árangri,
sem náðst hefir með byggingu
hins nýja sjúkrahúss hér í bæ.
Rósa Þorsteinsdóttir lézt eft-
ir allþunga sjúkdómslegu rúmum
mánuði á undan manni sínum og
var hér jarðsungin að við-
stöddu mlklu fjölmennL
Anton Jóhannsson.
Hann var fæddur að Efri
—Skútu og ólst hér upp í firð-
inum. Hann hafði náð 11 ára
aldri þegar hann misti föður
sinn. Druknaði hann í fiskiróðri
og eftir það varð Anton að ger-
ast fyrirvinna móður sinnar, svo
sem sorglega oft hefir verið títt
hér á Islandi. Framanaf aldri
stundaði hann mest sjómennsku
en gerðist síðar fastur starfs-
maður Síldarverksmiðja ríkisins
og gekk þar til vinnu sinnar
fram í andlát.
Á blóméiskeiði sinu var Anton
hið mesta hraustmenni og kom
það kannski gleggst fram þegar
hann féll fyrir borð af síld-
veiðiskipinu „Njáli“. Anton var
ósyndur en tókst með snarræði
sínu að ná taki í kaðalspotta —
og varð það til að bjarga lífi
hans. Enginn skipsfélaga hans
hafði tekið eftir slysinu og leið
alllöng stund þar til honum var
bjargað.
Þá vil ég minnast á annað atr
iði úr lífi hans þar sem það
gerðist hlutverk hans að bjarga
mannslífi.
Lítil srtúlka, 6 ára að aldri
var að leika sér alein á svoköll
uðu „Tynesarplani“. Féll hún þá
í sjóinn niður um gat á bryggj-
unni — og var þetta því hættu-
legra, sem þetta skeði í matmáls
tima og enginn viðstaddur. Ung
stúlka Rannveig Sveinsdóttir
Jónssonar frá Steinaflötum (lát-
in 1940) var á heimleið um Suð-
urgötu heyrði hún óglöggt hljóð
in í telpunni en þegar hún komst
á slysstað varð það henni þegar
ljóst, að hún var ekki einfær
um að koma við björgun. í þess
stað hvatti hún telpuna til þess
að halda sér fastri, en þetta
var ekki auðvelt. Eftir drykk-
langa stund bar þarna Anton að
og var hann einnig á heimleið
úr vinnu sinni. Er það skemmst
frá að segja, að þeim Rann-
veigu og Anton tókst að bjarga
telpunni og bera hana meðvit-
undarlausa heim til sín — þar
sem hún raknaði við.
. Það er mikil guðs gjöf, að
verða fyrir því lánL að bjarga
mannslífum úr slysahættu og
við aðstandendur þeirra, sem
lífgjafarinnar njóta, stöndum í
æfarandi þakkarskuld við guð
og menn.
Kristján Sæby.
Það mun hafa verið kringum
1880 að hingað til Siglufjarðar
kom Andreas Christian Sæby,
beykir, frá Danmörku. Var þetta
harðduglegur og að mörgu leyti
sérkennilegur maður.
Hann festi hér ráð sitt og
gekk að eiga Kristínu Stefáns-
dóttir frá Efri—Skútu en
ættaðri frá Fljótum í Skagafirði.
Þau hjón eignuðust 8 börn og
frá þeim er kominn mikill ætt-
bálkur og stór, — er það allt
hið mesta dugnaðar — og mynd-
arfólk. Af þessum 8 sistkynum
munu nú vera 4 á lífi, þau And-
rea, Pálína, Jóhanndína og Rud
olf en 4 eru látin — Ágúst,
Kristján, Björg og Vilhelm.
í æsku og fram eftir aldri
stundaði Kristján sjómennsku og
algeng verkamannsstörf, — en
fyrst og fremst lagði hann fyrir
sig (svo sem og bræður hans)
iðn föður síns og var eftirsótt-
ur dixilmaður vegna dugnaðar
og_ vandvirkni.
í mörg ár stundaði hann há-
karlaveiðar og fiskiróðra á báti
föður síns „Brödrene" og eru
nú fáir eftir hér á Siglufirði af
þeim „gömlu víkingum" sem
stunduðu hákarlaveiðar í „gamla
daga“. Ef einhversstaðar er til
gamall manndrápsbolli, sem fyrir
tugum ára stunduðu hákarla-
veiðar þá er það örugt, að í
dag fæst enginn til að stunda
sjósókn á þeim fleitum.
Hér hefir í stuttu máli verið
minnst þeirra heiðurshjóna,
Rósu Þorsteinsdóttir, Antons
Jóhannssonar svo og Kristjáns
Sæby.
Öll voru þau í blóma lífsins
þegar als konar þrengingar, fá-
tækt og fáfræði steðjuðu að ís-
lenzku þjóðinni. Þetta var í
kringum aldamótin síðustu þeg-
ar hópur manns sá enga aðra
leið útúr ógöngunum en að
flýja land.
Svo margt hefir breyttzt á
langri æfi þeirra, en með fullu
sanni má slá því föstu, að þau
hafa séð tímanna tvenna. Þau
minntust oft þessara þrenginga-
ára en kunnu einnig að meta
þær framfarir, sem orðið hafa
á síðustu áratugum og okkur
hinum er það ljóst, að það er
fyrst og fremst slíku fólki að
þakka, fómfúsu starfi þeirra, að
mikið hefir áunnist á þessu tíma
bili.
Á unglingsárum höfðu þau
tamið sér iðjusemi og ráðdeild
sem aldrei brast. f samfélagi við
okkur Siglfirðinga sýndu þau
okkur þroskaða þjónustulund,
sem var til fyrirmyndar og sem
við njótum góðs áf.
Þesevegna kveðjum við Sigl-
firðingar þau öll — með sökn-
uði í huga.
Séra Ingþór Indriðason frá
Óiafsfirði jarðsöng þau hjón,
Rósu Þorsteinsdóttir og Anton
Jóhannsson svo og Kristján Sæ-
by. Við Siglfirðingar þökkum
honum og sjómönnunum sem
fluttu hann hingað í hjáverk-
um við skyldustörf á sjónum.
A.Sch.
Drengjaskyrtur
Köflóttar flónelsskyrtur
Verð aðeins kr. 137.00.
Takmarkaðar birgðir.
LAUGAVEGI 31.
UPPBOÐ
Húseignin Norðurbyggð 15, Akureyri, þinglesin eign
Sveins Jónssonar, sem auglýst var í 18., 20. og 22.
tölublaði Lögbirtingablaðs 1968, verður seld að
kröfu Búnaðarbanka íslands, Akureyri, og bæjar-
sjóðs Akureyrar, á nauðungaruppboði, sem háð
verður á eigninni sjálfri þriðjudaginn 14. maí 1968
og hefst kl. 10:00.
Skrifstofu Akureyrar og Eyjafajrðarsýslu,
6. maí 1968.
Bæjarfógetinn á Akureyri
Sýsluniaðurinn í Eyjafjarðarsýslu.
Nauðungítnippboð
Að kröfu innheimtumanns ríkissjóðs og fleiri kröfu-
hafa, verða eftirtaldar bifreiðar seldar á opinberu
uppboði við Bílaverkstæði Hafnarfjarðar, laugar-
daginn 18. maí 1968 ,kl. 2 síðdegis: G-735, G-1163,
G-1756, G-1848, G-1951, G-2618, G-2818, G-3150,
G-3223, G-3324, G-3366, G-3547, G-3795, G-4508,
G-4792, E-595, E-668, M-718, F-221, X-629 og
X-2072.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, 9. 5. 1968.
Steingrímur Gautur Kristjánsson, ftr.
Pólverji sagður hafa
fundið Ameríku 1476
Þingmaður vill leggja niður
Kólumbusar-daginn — Verða allir
þeir sem fundu Ameríku heiðraðir?
Washington, 8. maí. AP
ENNÞÁ éinu sinni hefur
verið dregið í efa, að Kól-
umbus hafi fyrstur manna
fundið Ameríku, og kemur
málið fljótlega til kasta
bandaríska þjóðþingsins.
Að þessu sinni er sagt, að
pólskur skipstjóri, Jan Z.
Kolna, hafi fundið Amer-
íku 16 árum á undan Kól-
umbusi. Því er haldið
fram, að hann hafi villzt
af leið er hann sigldi til
Grrænlands í erindum
Danakonungs og hafnað á
norðurströnd Ameríku.
Þingmáður úr flokki repú-
blikana, Edward J. Der-
winski, hefur tekið upp hanzk
ann fyrir hinn pólska sæfara
og segir, að það sé mál til
komið að hann hljóti þá við-
urkenningu, sem hann eigi
skilið fyrir afrekið. Hins veg-
ar vill hann ekki, að lýst
verði yfir sérstökum „Kolna-
degi“ og afreks pólska sæfar-
ans verði þannig minnzt með
sama hætti og afreka Kólum-
busar og Leifs Eixíkssonar,
sem báðum hafa verið tileink
aðir vissir dagóir til þess að
hefðra minningu þeirra.
Derwinski minnir á, að ír-
ar og fleiri þjóðir haldi því
fram, að þeir hafi fyrstir
fimdið Ameríku, og til þess að
firra vandræðum leggur haxm
til, að ákveðinn dagur verði
tileinkaður öHum þeim, sem
fundu Ameríku á miðöldum,
og Kólumbusardagurinn verði
lagður niður.
Hann vitnar í pólskar heim
ildir og aðrar evrópskar
heimildir til stuðnings kenn-
ingu sinni um, a'ð Kolna hafi
fundið Ameríku á undan
Kólumbusi.
1 einni þessara heimilda er
för Kollna lýst þannig:
„Jan Z. Kolna hlýddi kaUi
Kristjáns II, konungs Dan-
merkur, og sigldi á skipi sínu
til þess að bjarga því sem eft-
ir var af byggðum Dana á
GrænlandL þar sem fyrsta
blómaskeið landnáms nor-
rænna manna leið undir lok
með hörmulegum hætti í lok
14. aldar. Hann komst ekki til
Grænlands, en fann land
kallar í rannsóknum sínum
handan hafsins, sem Lelewel
Labrador, Baffinsland og Hud
sonsund. Þessi ferð var farin
árið 1476....“
(Lelewvel, sem heimildin
getur um, er bersýnilega lítt
kunnur sagnfræðingur. Hans
er ekki getið í alfræðibók-
um).
Skátar fögnudu á
sumardaginn fyrsta
EINS og undanfarin ár héldu
skátar í Reykjavík sumardaginn
fyrsta hátíðlegan með því m.a. að
efna til skrúðgöngu um borgina
og halda til guðþjónustu að
göngu lokinni. Skátamir söfn-
uðust saman á Skólavörðutorgi,
gengu síðan fylktu liði undir fán-
um sínum u*i ýmsar götur borg-
arinnar.
Vegna fjölmennis hefir skáta-
messa sumardagsins fyrsta verið
haldin í Háskólabíói hin síðari
ár, me'ð góðfúslegu leyfi fortráða
manna þess, og var svo einnig
að þessu sinni. Húsið var þétt
skipað eldri sem yngri skátum,
ýmsum stuðningsmönnum þeirra,
æðstu foringjum og velgjörðar-
mönnum. — Forseti Islands, hr.
Ásgeir Ásgeirsson, sem er vernd
ari skátahreyfingarinnar á ís-
landi, félagsmálaráðherra, Eggert
arstjórinn í Reykjavík, Geir
G. Þorsteinsson og frú, og borg-
Htdlgrímsson, voru meðal þeirra,
sem sýndu skátunum þann heið-
ur að vera við guðþjónustu
þeinra. — Prestur var séra Sig-
urður Haukur Guðjónsson, en
skátamir aðstoðu'ðu sjálfir með
kórsöng og upplestri. Einnig
höfðu þeir sett kirkjulegan svip
á svið hússin með látlausri
skreytingu, en ungir skátar og
skátastúlkur mynduðu fánaborg
á baksviði með íslenzkum fán-
um. — Að lokinni messu gengu
flestir skátanna fylktu liði til
sinna heimastöðva.
Um kvöldið fögnuðu skátar
sumri með tveim skemmtisam-
komum, var önnur fyrir yngri*
skáta, hin fyrir þá eldri.
Skátar í Reykjavík færa öllum
e'ða sýnt þeim á einn eða arman
þeim, sem stutt hafa þá til starfa
hátt hlýhug og hjálp, einlægar
þakkir og beztu óskir um gott
og gleðilegt sumar.
Frá Skátasambandi
Reykjavíkur.
Tveir chiglegir sjómenn
óska eftir að taka á ieigu 14—15 tonna bát. Skil-
yrði með góðri vél og í góðu lagi frá 15. júní.
Tilboð sendist til afgr. Mbl. fyrir 10. þ.m. merkt:
„Skilvó — 8596“.
Óskum eftir að kaupa
nýja eða notaða Milk-Shake hrærivél.
Vinsamlegast hafið samband við oss.
Kaupfélag Arnfirðinga
Bíldudal.