Morgunblaðið - 10.05.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.05.1968, Blaðsíða 2
2 MÖRGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAI 19«8 70 tonn af kísilgúr af beztu tegund Björk Mývatnssveit 9. mai. — EINS og áður er getið í frétt- um, var s.l. vetur unnið í Kísil- gúrverksmiðjunni við Mývatn að tilraunaframleiðslu. Var þó með köflum gert hlé á þeirri vinnslu, vegna ýmiskonar breytinga og lagfæringa. Um miðjan apríl hófst fram- leiðsla á kísilgúr til útflutnings. Má raunar segja að sú fram- leiðsla hafi gengið vonum frciin- ar, þó enn sé að vísu við ýmsa tæknilega erfiðleika að stríða. Isinn vestan við landið FARIÐ var í ískönnunarflug í gær. Fervgust þá eftirfarandi upplýsingar hjá Gunnari H. Ól- afssyni,- skipstjóra: Siglin'gairleið um Þistiifjörð og fyrir Sléttu mé teljast ófær. Greiðfær leið frá Rauðunúp- um og vestur um, einkuim ef farið er innan við Mánáreyjar. Þó er ísrek á allri leiðinni. ísinn er nú 12 sjóm.N af Skaga og gengur í boga út á við og atftur upp, í áttina að Horni, og er ísinn, 4—6/10 um um 8 sjóm. NA- af Horni, eine og er. Sigling frá HornA að Eiríks- igrunni er erfið, en virðist þó tfær, einkum er farið er þétt með Óðinsboða og Eiríksgrunni. Siglingaleið vestan við Horn er greiðfær. ísinn liggur nú um 23 sjóm. N af Straumnesi og þaðan í u.þ.b. 255° r/v og út í stað um 145 sjóm. í 270° frá Látrabjargi. f heild virðist ísinn við mið- norðurland hafa minnkað lítið eitt. Reynir Jónasson Nýr skrifstofu- stjóri * lltvegsbankans A FUNDI bankaráðs Útvegs- banka íslands í gær var Reynir J ónasson, bankaritari ráðinn skrifstofustjóri bankans. Reynir Jónasson er sonur Jónasar Sveinssonar læknis. Lauk námi í Verzlunarskóla ís- lands 1954 og hefur starfað við Útvegsbanka fslands frá árs- byrjun 1956. TONLEIKAH GREININ Tónleikar — umsögn um söng kirkjukórs Akranes- kirkju og Kennaraskóiakórsins svo og hljómleika Sinfóníuhljóm sveitarinnar, var eftir Jón Þór- arinsson, en nafn hans féll nið- ur og biður Morgunblaðið hann afsökunar. ÞJ0ÐARM0RÐ I BIAFRA —Fleiri sagðir fallnir þar á 10 mánuðum, en á þremur árum r Vietnam París og Dar es Salaam, 9. maí. (NTB-AP) FELIX Houphouet-Boigny for- seti Fílabeinsstranclarinnar skor- aði í dag á öll ríki Afríku að viðurkenna Biafra, sem áður var austurhérað Nigeríu, sem sjálf- stætt ríki. Sagði forsetinn að í tíu mánaða borgarastyrjöld í Nigeriu hefðu fallið fleiri menh en í þriggja ára bardögum í Víetnam. I Dar es Salaam sagði dr. Michael Okpara, fyrrum forseti landsvæðisins er nú heitir Biafra, að það væri siðferðileg skylda allra Afríkuþjóða að viðurkenna Biafra. Kvaðst hann færa stjórn- um Tanzaníu og Gabon ,,tak- markalausar þakkir“ þjóðar sinnar fyrir það að þessi tvö ríki hafa opinberlega viðurkennt sjálfstæði Biafra. Houphout-Boigny forseti hefur að undanförmu verið í heimsókn í Frakklandi, en hélt heimleið- is frá París í dag. Við brottför- ina ræddi hann við fréttamenn, og rómaði þá sérstaklega hug- rekki Julius Nyereres forseta Tanzaníu, þegarr hann fyrstur allra þjó'ðböfðingja viðurkenndi sjálfstæði Biafra. Kvaðst hann vonast til þess að fleiri ríki fylgdu á næstunni fordæmi Tanzaníu og Gabon. Sjáifur kvaðst hann vilja viðurkenna Biafra, en fyrst yrði að leggja málið fjnir stjórnmálasamtök Fílabeinsstrandarinnar. „Ef þjóð in samþykkir, eftir að hafa ver- ið spurð álits, mun ég ekki hika við að viðurkenna Biafra," sagði hann. Forsetinn lýsti hneykslun sinni á óskiljanlegu kæruleysi, sak- næmu kæruleysi, sem heimur- inn sýnir varðandi þau fjölda- morð, sem framin hafa verið þá tíu mánuði, sem borgarastyrjöld- in hefur staðið í Biafra. „Vita þjóðirnar að fleiri hafa verið felldir á þeim tíu mánuðum, sem styrjöldin hefur staðið milli Biafra og Nigeríu, en á þremur árum í Víetnam?“ spurði forset- inn. Hann sagði að líta bæri styrjöldina aðeins frá einni hlið, þ.e. mannlegu hli’ðinni, og síðan að finna mannlega lausn á deilu málunum. „Við verðum að fórna öllu fyrir friðinn,“ sagði forset- inn. „Geti bræður okkar ekki búið saman í sambandsríki, verða báðir aðilar að semja frið.“ Frá Lagos, höfuðborg Nigeríu, hafa borizt fréttir um að mikill fólksfjöldi hafi verið saman kom inn á götum úti í borgum Biafra í gær og dansáð um göturnar af gleði eftir að fréttist um að Gabon hefði viðurkennt sjálf- stæði Biafra. Haft er einnig eft- ir fréttum frá útvarpsstöðvum í Biafra að 19 óbreyttir borgarar hefðu fallið þegar flulgvélar úr flugher Nigeríu réðust í gær á Eleme, eina af újborguim Port Harcourt. Fjöldi manns særðist í árásunum. Dr. Okpara, fyrrum forseti austurhéraða Nigeríu er nú stjórnmálará'ðgjafi ríkisstjórnar Biafra, og kom hann til Tanz- aniu fyrir fjórum dögum til að gefa Nyerere forseta skýrslu um ástandið, og um tilraunir til að koma á friði. Saigði hann að stjórnarherinn í Nígeríu væri að fremja þjóðarmorð með því að reyna að útrýma þjóðflokki Iboa, sem býr í austurhéruðum Nigeríu og Bifra. Allir Iboar, sem búsettir voru í Nigeríu hafa nú verið hraktir til Biafra, segir dr. Okpara, þar sem stjórn arher Nígeríu drepur alla er til næst og eyðileggur allt sem verð ur í vegi hans. Nýtur stjórn Nigeríu stuðnings brezku stjórn- arinnar, að sögn dr. Okpara. Búið er nú að flytja um 70 tonn af mjög verðmætum kísil- gúr til Húsavíkur. Að því hef- ur einmitt alltaf verið stefnt að geta unnið í þessari verksmiðju sem beztan og verðmætastan kís- ilgúr. Virðist sá árangur þegar hafa náðst. Af því, sem búið er að flytja til Húsavíkur, eiga 40 tonn að fara til Þýzkalands og 25 tonn til Englands. Gert var ráð fyrir að Goðafooss tæki þetta magn, er hann kom til Húsavíkur í fyrrakvöld, en sökum skemmda á skipinu vegna íss, varð það að fara til Akureyrar til við- gerðar. Að þeirri viðgerð lok- inni er búist við að Goðafoss komi aftur til Húsavíkur og taki Kísilgúrinn. Nú er verið að vinna að gerð geysistórrar geymsluþróar við verksmiðjuna. Verður síðan hrá efninu dælt í hana neðan úr Mý- vatni. Ekki er þó gert ráð fyrir að dæling geti hafizt fyrr en í júlíbyrjun. — Kristján. Montpellier, Frakklandi, 9. maí — AP—NTB — LÆKNAR við læknastotfuna í Montpellier græddu í gær hjarta í mann, og er aðgerðin talin hafa tekizt vel. Ekki hefur nafn sjúklingsinis verið látið uppi, en hann er 65 ára að aldri. Er þetta í annað skipti, sem skipt hefur verið um hjarta í manni í Frakk landi. í fynra skiptið var það hin<n 28. apríl að skipt var um hjarta í Clovis Roblin, en Robl- in lézt 51 % klufkkustundu etftir aðgerðina. Roblin var 66 ára. í frétt frá London segir að Frederick West hatfi hvílzt vel í nótt, og að ekki sé annað sjá- anlegt en hann sé á góðum bata- vegi. Skipt var um hjairta í West s.l. fösbudag. Hann er 45 ára, og fékk hjarta úr 26 ára íra. Norskur iðnaður hagnast á aðild að EFTA i— segir R. R. Nielsen, framkvœmda- stjóri Iðnrekendafélags Noregs Þúsundum gefn- ar upp sakir Vínarborg, 9. maí — NTB — LUDVIK Svoboda forseti Tékó- slóvakíu skýrði í dag frá víð- tækum sakaruppgjöfum þair í landi, sem erlendÍT fréttamenn telja að nói til um 100 þúsund dæmdra afbrotamanna. Yfirlýsing forsetans er birt í dagblöðum Tékkóslóvakíu í dag, og gefin út í tilefni þess að 23 ár er.u liðin frá því að landið var leyst úr haldi Þjóðverja í lok síðari heknstyrjaldarinnar. Talið er í Vín að um 500 þeirra 732 pólrtísku fanga, sem nú eru í haldi í Tékkóslóvakíu, verði ltánir lausir nú þegar. Einnig er álitið að um 4.700 fanga/r, sem dæmdir hafa verið fyriT glæpi stjórnmálalegs eðlis, verði lótn- ir lausir. í sakaruppgjöfunum felst, með vissum skilyrðum, að allir þeir, sem dæmdir voru til 15 áira fang elsisvistar eða lengur fyrir árið 1962, og þeir sem gerzt hafa brot legir gagnvart ríkinu en ekki hlot'ð þyngri dóm en þriggja ára fangelsí, verða sýknaðir. EINN af framkvæmdastjór- um Iðnrekendafélags Noregs, Rolf Roem Nielsen, hefur dvalizt hér á landi um nokk- urt skeið á vegum íslenzkra iðnrekenda til skrafs og ráða gerða vegna þeirra vanda- mála, sem ísland stendur nú frammi fyrir gagnvart EFTA.- Blaðamaður Mbl. hitti R. R. Nieisen snöggvast að máli í húsakynnum Félags íslenzkra iðnrekenda í fyrradag ásamt Þorvarði Alfonssyni, fram- kvæmdastjóra Félags ísl. iðn- rekenda. — Hver voru helztu vanda mál norsks iðnaðar vegna inngöngunnar í EFTA? — Það var á margt að líta áður en við tókum ákvörðun um inngöngu í EFTA. Við héldum ráðstefnur með full- trúum hinna ýmsu iðngreina og það lá fyrir, að fulltrúar þeirra iðngreina, sem ekki framleiddu útflutningsivörur, voru hikandi við þátttöku. Aðrir höfðu jákvæðari af- stöðu til þátttökunnar, þ.e. einkum þeir, sem byggðu framleiðslu sína á útflutn- ingi. Við gerðum okkur líka Ijóst þegar í upphafi, að enda þótt það hefði ýmsa ann- marká í för með sér fyrir norskan iðnað að ganga í EFTA, þá leiddi það einnig til mikils óhagræðis að standa utanvið samtökin, ef Svíþjóð, Danmörk, Finnland og England gerðust aðilar. — Hvert er álit yðar nú, að liðnum þessum árum? — Nokkur minni iðnfyrir- tæki hafa orðið að leggja nið- ur starfsemi sína vegna þátt- töku okkar i EFTA, en hjá öðrum hefur þátttakan orðið til að auka og efla starfsem- ina. Þegar á heildina er litið má segja, að við höfum haft hagnað af ínngöngu okkar í EFTA, sem m.a. hefur leitt til þess, að við höfum um- skapað iðnað okkar. Nú er norskur iðnaður betur undir það búinn en fyrr, að mæta samkeppni og horfast í augu við önnur aðsteðjandi vanda- mál. Útflutningur okkar hef- ur aukizt í mörgum greinum, en innflutningur frá hinum EFTA-löndunum hefur auð- vitað einnig aukizt. Við lít- um með nokkurri eftirvænt- ingu til framtíðarinnar, en margt bendir til þess, að norskur iðnaður sé kominn yfir þá erfiðleika, sem leitt hefur af þátttöku okkar 1 EFTA. Hvað útflutning snert ir hefur athyglisverð .þróun átt sér stað, því að áður en Rolf Roem Nielsen við gengum í EFTA var 80% af útflutningi okkar í formi óunninnar eða lítt unninnar vöru ,en nú er þessi hluti út- flutnmgsins aðeins 67%. Að- ild okkar að EiTA hefur þannig í ríkum mæli leitt til aukinnar hagræðingar innan iðnaðarins, sem kemur fram í sérhæfingu og stöðlun í vax andi mæli. Þá hefur aðild okkar að EFTA ennfremur orðið til þess, að opna augu stjórnvalda betur en var fyr- ir þeim vandamálum, sem iðnaðurinn á við að glíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.