Morgunblaðið - 10.05.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.05.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1968 Fögur fyrirmynd Að liönum vetri - Bréf úr Austur-Húnovatnssýslu Blönduósi — TVÖ af listaverkum Einars Jóns- sonar prýða nú umhverfi Elli- og hjúkrunarheimilisins Grund- ar í Reykjavík. Þar fer vel um þau, því að garður þessa stóra heimilis er hinn fegursti og mik- ið augnayndi. Elli- og hjúkrunarheimilð hef ur gerst fögur fyrrmynd í því að koma þessum listaverkum í varanlegt efni og búa þeim veg- legan stað fyrir sjónum allra, sem framhjá fara á einni fjöl- förrjustu braut borgarinnar. For- stjóri heimilisins, Gísli Sigur- björnsson, hefur ekki haft um þessa framkvæmd mörg orð, en látið verkin tala. Vonandi verður fordæmi hans til þess að glæða áhuga manria á því að skreyta borgina lista- verkum Einars Jónssonar. Þjóð- in á í þeim ófölnandi fjársjóð. Um slíka framkvæmd þyrftu að myndast sterk samtök. Vel á listaverkið Bænin heima við húsvegg elztu kynslóðarinn- ar, sem á áreiðanlega til í lífs- reynslu sinni máttugan vitnis- burð um bænina sem lausnarmátt 'sem heilsu- og hamingjugjafa og blessunarlynd í allri lífsbaráttu. Frá dvalarstað hinna háöldruðu stíga vafaaust upp margar bæn- ir og þakkarávörp, og fyrir þeim biðja sjálfsagt margir venzla- menn. Listaverkið, Demanturinn eða Höndin, táknar vel heilindin, styrkleikann, kraftinn, afrekin. Höndin lyftir hinum þungu tök- um, vinnur verkin, — afrekin og ryður kynslóðunum og fram- förunum braut. Máttugt verður þetta táknmál Handarinnar, þeg- ar tvö stórskáld: „höggmynda- skáldið“ Einar Jónsson og ljóð- skáldið Einar Benediktsson, leggja saman í eitt túlkun sína á þessu. Einar Benediktsson seg- ir um móður sína: „Þú vógst upp björg á þinn veika arm.“ Veikur konuarmur gat lyft björgum. Því orkaði hin máttuga trú, sem vissi „ei hik né efa“, en sem „allt kunni að fyrirgefa". Hver viðurkennir ekki hina vold ugu og frelsandi hönd móður- elskunnar, sem veldur hverju Grettistaki? Margir vistmenn Elli- og hjúkr unarheimilisins Grundar hafa á æfidögum sínum lyft þungum tö um, axlað marga þunga byrði, rutt víða braut, unnið ýms afrek og létt byrðar margra. Og þeir, sem komu upp þessu stóra heim- ili og hafa annast um allan þess myndarlega búskap, hafa vissu- lega lyft Grettistaki. Á allt þetta minnir höndin sterka og fagra við húsvegg stóra Heimilisins. Pétur Sigurðsson. Veturinn, sem kvaddi fyrir fá um dögum, var erfiður og löng- um ískyggilegur. Tvö undanfar- in sumur nýttist áburður illa vegna kals og kuldatíðar og s.l. vor voru fyrningar næstum hvergi til. Bændum var mikil nauðsyn að, halda bústofni sín- um óskertum. Margir gátu það þó ekki nema með því að kaupa kjarnfóður í mjög stórum stíl og nokkrir tryggðu sér aðkeypt hey þegar á haustnóttum. Kjarn fóðurgjöf hefur verið álíka mik- il og í fyrra, en þá var hún helmingi meiri en veturinn 1965- 1966. Fóðurvörukaup hafa því verið ákaflega mikil og kreppa mjög að fjárhag bænda. Á mæðiveikisárunum fjölguðu flestir bændum hrossum. Það NÝLOKIÐ er hinni árlegu skák keppni milli gagnfræðaskólanna, í umsjá Taflfélagis Reykj avíkur og Æskulýðsráðs Reykjavíkur gerðu þeir af illri nauðsyn, þeg- ar féð hrundi niður. Þá var rúmt í högum og beitiland þoldi stóraukinn fjölda hrossa. Nú eru fjárbúin stærri en nokkru sinni fyrr og víða orðið of þröngt í högum, því að enda þótt hrossum hafi fækkað nokk uð frá því er þau voru flest, eru þau fleiri en góðu hófi gegn ir. Margir vjldu fækka þeim í haust, en markaður var þröngur og verðið lágt. Hrossin eru dugleg að bjarga sér og síðan 1920 hafa þau oft- ast komizt af án heygjafar og aldrei verið þung á fóðrum. Á nokkrum svæðum í sýslunni tek ur næstum aldrei fyrir jörð og bændur þar taka oft fjölda hrossa í hagagöngu, þegar jarð- laust verður hjá nágrönnunum. er staðið hefur fyrir skákkennslu í gagnfræðaskólium Reykjavíkur í vetur. Átta skólar tóku þátt í keppn- inni og urðu úrslit þessi: 1. Gagnfræðaskóli KópavogS með 33% vinn. atf 42 mögu- legum. 2. Hagaskóli með 28V2 vinn. 3. Gagnfræðask. Austu'rib. með 26 Mt vinn. Keppt var um farandlbikar Morgunblaðsins og er þetta í þriðja sinn er Gagntfræðask. KópavogLs vinnur bikarinn. Að venju teflidi Friðrik Ólafs- son stórmeistari fjöltefli við þátt takenduir, viku fyrir rnótið, en aðeins einuim, Magnúsi Guð- mundssyni Réttarholtesk., tókst að ná jafntefli við stórmeiistar- ann. — Auk þeasa hafa farið fram æfingar oig fjöltefli í skák- heimili tafltfélagsins. RITSTJÓRIM • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA'SKRIFSTOFA SÍMI 10*100 Gagnfræðaskóli Kópavogs sigur- vegari ó skókmóti gagnfr.skóla Nauðungaruppboð Auglýsing Eftir kröfu Sigurðar Helgasonar, hdl., Innheimtu um brottfarartíma sérleyfisbifreiða á leiðinni ríkissjóðs, Boga Ingimarssonar, hrl. og Jóns A. Reykjavík — Keflavlk — Garður — Sandgerði. Jakobssonar, hdl., verður landspilda (1 ha.) þing- Frá og með þriðjudeginum 14. maí 1968 verða lesin eign Engilbertu Sigurðardóttur, ásamt sumar- brottfarartímar bifreiða okkar þannig: bústað og öðrum mannvirkjum, sem á spildunni Frá Sandgerði kl. 8.00, 9.45, 12.45, 15.00, 17.00, standa í túni jarðarinnar Hvassahrauns í Vatns- ' 19.00, 20.20, 22.00 og 23.35. leysustrandahreppi, selt á nauðungaruppboði, sem Frá Keflavík kl. *5.30, 8.30, 10.30, 13.30, 15.30, háð verður á eigninni sjálfri mánudaginn 23. maí 17.30, 19.30, 22.30. 1968, kl. 2.00 e.h. Frá Reykjavík kl. *6.50, 10.30, 13.30, 15.30, 17.30 Uppboð þetta var auglýst í 13., 15. og 17. tölu- 19.00, 22.00, 24.00. blaði Lögbirtingablaðsins 1968. * Ekki laugardaga og helgidaga. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur. ÁRA ÁBYRGÐ TVÖFALT EINANGRUNAR GLER 20ára reýnsla hérlendis SIM111400 EGGERT KRISTJANSSON *CO HF 10 ÁRA ÁBYRGÐ Húsnæði á Melunum Til sölu eru 2 glæsilegar íbúðarhæðir í húsi, sem verið er að reisa á Melunum. Stærð hvorrar hæðar er 150 ferm., i5 herbergi, eldhús, bað, skáli o. fL Allt sér. Tvennar svalir. íbúðimar seljast tilbúnar undir tréverk, húsið frágengið að utan og bíl- skúrar fullgerðir að utan og innan. Tei'kningar til sýnis á skrifstofunni. Annarri eða báðum íbúðunum getur fylgt rúm- gott húsnæði í góðum kjallara í sama sátandi. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. Málfiutningur. Fasteignasala. Suðurgötu 4. Sími: 14314. Flestir ætla þeim lítið eða ekk- ert hey, en verði að taka þau á fulla gjöf, eru þau svo þung á fóðrum að enginn, sem á f jölda hrossa, getur staðist það til lengdar án þess að bíða mikinn fjárhagshnekki vegna stórauk- inna kaupa á kjarnfóðri. Veturinn var snjóléttur um allt héraðið, en í desember og jan. gerði óvenjumikla áfrera. Þá varð sums staðar algerlega haglaust og hvergi var gott á jörð. Fé var hvarvetna á inni- stöðugjöf og margir urðu að gefa hrossum, sumir fulla gjöf. Hrossin áttu illt með að færa sig til vegna svellalaga og af þeim sökum nýttust hagar fyrir þau ekki að fullu. Seint í febrúar gerði asahláku og þá kom víðast upp góð jörð. Nokkru seinna hlýnaði aftur og síðan hafa alls staðar verið ágætir hagar. Þó syrti aftur að, þegar ísihn lagðsins að Norðuir- land. Menn gátu búizt við nýj- um harðinum og lokun siglinga- leiða. Hættan er ekki liðin ’hjá, því að ísinn er skammt undan landi. Fyrstu daga aprílmánað- ar sáust hafísspengur bera við hafsbrún frá Blönduósi og lítils háttar íshrafl var innar. Þá var svo kalt, að Húnaflói var stund- um næstum lagður þunnum ísi norður á móts við Vatnsnestá !og Holtavörðuheiði var ófær bílum nema þegar ýt- ur ruddu veginn, og engar horf- ur á að úr því rættist fyrr en snjó leysti af heiðinni. Kjarnfóð urbirgðir voru nægar til, ef sæmilega voraði, en olía var af skornum skammti, hefði þó nægt fram undir apríllok. Viku fyrir páska gerði ágæta tíð og á sumarmálum var gróðr arnál farin að skjóta upp koll- inum á stöku stað. Menn von- uðu að vorþeyrinn væri í nánd, en síðustu daga hefur jörð verið grá, og á sunnudaginn fyrsta í sumri, þegar þessar línur eru ritaðar, er mjög kuldalegt um að litast. Samgöngur í héraðinu . hafa verið góðar í vetur. 'Einstöku sinnum hafa þó orðið nokkrar. samgönbutruflanir. f Og truflun varð á þeim af verkfallinu. Allir mjólkurflutn- ingabílstjórar voru í verkfalli í tæpa viku. Mjólkurstöðinni var þó ekki lokað að fullu og bænd ur fluttu mjólk sína sjálfir á dráttarvélum og jeppum meðan á verkfallinu stóð. Verkalýðs- félagið ákvað að stöðva þá, og átti stöðvunin að koma til fram- kvæmda á mánudagsmorgni. En snemma að morgni þess dags bárust fréttir, sem hermdu að verkfallið var að leysast, það væri aðeins eftir að greiða at- kvæði um .samningana í verka- lýðsfélögunum. Þá var mjólkur flutningabanninu aflétt í skyndi Enginn bóndi þurfti að hella dropa niður, og næg neyslu- mjólk var til sölu í mjólkurbúð- um. Um mánaðamótin marz-apríl boðuðu Jón Isberg, áýslumaður, og Pétur Pétursson, formaður búnaðarsambands sýslunnar, hreppsnefndaroddvita til fund- ar um fóðurbirgðamál. Auk þeirra sátu fundinn Guðbjartur Guðmundsson, héraðsrálunaut- ur, og fulltrúi frá Búnaðarfé- lagi íslands, Kristinn Jónsson tilraunastjóri á Sámsstöðum. Næstu daga ferðuðust þeir Guð bjartur og Kristinn um héraðið og héldu fundi með hrepps- nefndum og forðagæslumönnum. Ekki er talin nein vá fyrir dyr- um hér í sýslu vegna fóður- skorts í vor, en bændum finnst reynsla síðustu ára sýna að breyt inga sé þörf í fóðurbirgðamál- um og sterkara eftirlit með á- setningi. Þeir þoli ekki gífur- leg fóðurvörukaup, ár eftir ár, vegna skorts á heyjum, og þó að skammdegisgaddinn leysti í vetur löngu fyrir vor, búast margir við harðnandi árferði. Erfiðleikar vetursins vilja oft gleymast furðufljótt, eins og timburmenn og sjóveiki, og af þeim sökum vildu húnvetnskir bændur halda fundi um fóður- birgðamálin áður en vorsólin kæmi hátt á loft. Björn Berginiym

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.