Morgunblaðið - 14.05.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1968.
5
'r
Dansæfing að Eiðum. (Ljósm. HA.)
114 nemendur voru að
Eiðum s.l. vetur
Spjallað við skólastjérann
ÞAÐ er reisulegt að horfa heim
að Eiðum, þar sem byggingarn-
ar, sem tilheyra menningar- og
menntasetri Héraðsbúa, standa
vörð um framtíð nýrra kyn-
slóða.
Gamla skólahúsið á Eiðum
brann árið 1960 og varð naum-
lega bjargað sundhöllinni og
íþróttasalnum. Var þá þegar haf
izt handa um byggingu nýs húss
er rúmað gæti 150 nemendur svo
og kennslustofur og skólastjóra-
íbúð og er þeim byggingum
ekki að fullu lokið.
Það fyrsta sem maður sér
heima við skólann, er hópur af
ungu og glöðu fólki, frjálslegu
og óþvinguðu sem ber ótvíræð-
an vott um glæsileik og vellíðan
æskunnar í dag.
Okkur langar til að fræðast
um þennan skóla. Við leituðum
því uppi skólastjórann, Þorkel
Steinar Ellertsson, og biðjum
hann að svara nokkrum spurn-
ingum, og er það auðsótt mál.
„Hvað eru margir nemendur
hér í vetur?“ .
„114 talsins og starfandi kenn
arar eru 8 að mér meðtöldum".
„Hvernig hefur skólastarfið
gengið?“
„Skólastarfið hefur gengið
vel, heilsufar hefur verið í góðu
meðallagi. Félagslíf er hér mik-
ið og gott. Það hefur verið reynt
að gera skólalífið sem fjölbreytt
ast svo nemendurnir kunni sem
bezt við sig. Ég álít fyrir mitt
leyti persónulega ,að fjölbreytt
félagslíf innan skólana gefi sízt
minni námsárangur og þó nem-
endurnir hafi sínar skólareglur
sem þeim ber auðvitað skilyrðis
laust að hlýða, þá verður að
gæta þess, að þeim finnist þeir
ekki vera þvingaðir“.
„Hvað er það helzta sem gert
er sér til dægrastyttingar?“
„Nemendur geta valið um
ýmsa þætti t. d. íþróttir inni í
leikfimissal, sund, fótbolta, svo
eru hér saumastofa, ljósmynda-
stofa, blaðaherbergi, þar sem
þeir sem vilja geta lesið blöðin,
svo er smíðahúsið opið, haldið
námskeið í leðurvinnu, dans-
kennsla, skíðakennsla, einnig er
farið í gönguferðir og stunduð
náttúruskoðun, og síðast en ekki
sízt má taka fram, að hér eru
guðsþjónustur að jafnaði einu
sinni í mánuði og er lögð
áherzla á að nemendur mæti
þar“.
„Það eru svo haldnjr hér
skemmtifundir?"
„Já, og hér innan skólans eru
þrjár hljómsveitir með söngvur-
um sem sjá um að halda uppi
fjörinu er skemmtidagskrá lýk-
ur“.
„Heidur þú að svona fjöl-
breytt félagslíf hafi nokkur
áhrif á einkunnir, þannig, að
þær lækki yfir heildina?"
„Það held ég ekki. Ég hef
sjálfur mikið álit á félagslífi í
skólum, og þó svo færi, að mun-
aði einhverjum kommum á end-
anlegum einkunum nemandans,
þá er á það að líta, að bóknám
sem áður var álitið aðalkjarn-
ínn í skólaverunni og er ekki ein-
hlítt. Ég tel, að það eigi aðeins
að vera hluti af því uppeldi sem
veitt er í heimavistarskólum.
Þessir vetur sem unglingurinn
er í alþýðuskóla er sá tími sem
hann er að þroskast og mótast
fyrir framtíðina, þessi tími get-
ur því haft áhrif á alla hans ævi,
og of einhliða uppeldi á mesta
þroskatímabilinu en engum
hollt".
„Hvaðan eru nemendurnir hér
yfirleitt?"
„Þeir eru nær allir af Austur-
landi. Árið 1956—57 Voru um
75% nemenda hér úr Austfirð-
ingafjórðungi og núna er hlut-
fallið mun hagstæðara. Eiða-
skóli hefur haft það að mark-
miði að halda sig við austur-
landssvæðið eða það svæði, sem
tilheyrir honum, og reyna að
sinna þeim umsóknum sem
koma úr Austfirðingafjórðungi.
Það er bæði óþægilegt og kostn-
aðarsamt fyrir fólk að þurfa að
senda börn sín á fjarlæga staði
til skólavistar, en eftirspurnin
er mikil og því miður ekki hægt
að sinna öllum umsóknum“.
„Hvernig er náminu hagað og
með hvaða prófum útskrifast
nemendurnir?"
„Eiðaskóli er fjögurra ára
gagnfræðaskóli, og er hann eini
héraðsskólinn sem kominh er
með fullkomið gagnfræðapróf.
Auk þess hefur skólinn nýverið
fengið heimild iðnfræðslui'áðs
til þess að hér megi kenna iðn-
teikningu og losna nemendur
fjórða bekkjar verknáms þannig
við fyrsta bekk iðnskóla, auk
þess höfum við að sjálfsögðu
iandsprófsdeild fyrir þá sem
hyggja á menntaskólanám“.
„Hvernig hafa nemendurnir
verið; vill ekki koma fyrir í
svona stórum hóp að einn og
einn skeri sig úr?“
„Nei, hér er mjög gott fólk í
vetur, og ég tel mig hafa verið
sérstaklega heppinn með það“.
„Hvað leggur þú aðaláherzlu
á með uppbyggingu á framtíðar-
stefnu nemenda þinna?“
„Ég legg mikla áherzlu á að
vekja hjá þeim þjóðernisáhuga
og kristilega lífsskoðun. Þeim
sem eru hér úr fjórðungnum,
reyni ég að benda á, að líta sér
nær, jafnvel þó fjarlægðin geri
fjöllin blá og mennina mikla.
Þetta fólk á eftir að byggja land
ið og þjóðernistilfinning og ætt-
jarðarást sem lærist og þroskast,
strax á æskuárunum endist oft
vel. Hvað ungur nemur, gamall
temur“. Ha.
Hnotan an^lýsir
Svefnsófar, svefnbekkir, sófasett frá kr. 13.000.
Vegghúsgögn og m. fl.
HNOTAN húsgagnaverzlun
Þórsgötu 1 — Sími 20820.
Vön afgreiðslustúlka
óskast strax í tízkuverzlun fyrir ungt fólk.
Umsókn með upplýsingum um menntun, fyrri störf,
meðmælum ásamt mynd óskast sent Mbl. sem fyrst
merkt: „Áhugasöm — 5495“.
KITCHEIÁID & WESTIHGH01I8E
viðgerðarþjónusta.
Viðgerðir og enclurbætur á raflögnum.
Hringið okkur í síma 13881.
RAFIMAUST SF. Barónsstíg 3.
Steinliús við Ásvallagötu
Af sérstökum ástæðum er til sölu .steinliús um
100 ferm. kjallari, hæð og portbyggð rishæð á eign-
arlóð, (fallegur garður) við Ásvallagötu. Á hæðinni j
eru þrjú herb., eldhús og bað, litað sett) og er sér-
inngangur í hæðina. í rishæðinni eru fjögur herb.,
eldhús og bað. Sérinngangur er í rishæðina. Tvennar
svalir eru á rishæðinni. í kjallara eru fjórar góðar
geymslur, þvottahús og salerni. Væg útborgun.
NÝJA FASTEIGNASALAN,
Laugavegi 12, sími 24300.
EIIMAIVIGRUIMARGLER
er heimsþekkt fyrir gæði.
BOUSSOIS
INSULATING GLASS
Verð mjög hagstætt.
Stuttur afgreiðslutími.
10 ÁRA ÁBYRGÐ.
Leitið tilboða.
Fyrirliggjandi
RÚÐUGLER
2-4-5-6 mm.
Einkaumboð:
HANNES
ÞORSTEINSSON,
heildverzlun,
Sími 2-44-55.
VELJUM ISLENZKT
ÍSLENZKAN IÐNAÐ
Bylgjuhurðir
í sérflokki
Fylgist með tímanum og notfærið yður
kosti HB bylgjuhurða, hvort sem er í
venjulegar dyr, (fyrir lúgur fataskápa eða
sem skilrúm. Galon áklæði eða ýmsar
viöartegundir. Styðjið
íslenzka framleiðslu.
HURÐIR hf.
Sími 81655.
Skeifunni 13.