Morgunblaðið - 14.05.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.05.1968, Blaðsíða 28
28 MOKGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 196«. M. Fagias: FIMMTA kOXt JV mitt, að ég elski þig svona heitt, vegna þess, að ég hef verið kunn ug öðrum karlmönnum áður, ein mitt vegna þess, að ég hef flækzt frá einum þeirra til annars. Og að ég skyldi svo finna þig, var kraftaverk kraftaverkanna. Eg óska einskis nema vera hjá þér, og það jafnvel þótt ég vissi, að þú værir sama sinnis. — Já, en það er ég, mótmælti hann. — Það er ekki rétt. Það veit ég vel. Og samt sem áður þarfn- ast ég einhvers merkis um það öðru hverju, að þú kærir þig um mig. Að þú takir mig eins og ég er — með alla mína galla og ófullkomleika. Því að ef þú ekki gerir það, verður það enn sárara að lifa með þér en án þín. Hann gekk út að glugganum og sneri í hana baki. — Ég er blábjáni, sagði hann. — Þú hefur verið svo dásamleg við mig og það er einmitt þín vegna, sem ég vil komast burt héðan. Ég mundi aldrei fara af stað án þín. Það mundi ég ekki. Aldrei. Hinsvegar vildi ég held- ur ekki vera hér kyrr með þér. Hér eru alltof margar.. . sæl- gætisdósir, bæði á' þinni komm- óðu og minni — alltof margar mynlir af dauðu fólki. Þess— vegna eigum við að fara burt og skilja ailt draslið eftir hér. Rétt eins og það hefði aldrei verið til. Hann tók um axlirnar á henni. Skilurðu mig þá ekki? Einnig ég á ofmarga Borbasa. Þeir heita kannski einhverju öðru nafni, en eru í rauninni alveg það sama- Veiztu um hvað ég er að hugsa? Hvað ég hef verið að hugsa um? Að bylt- ingin hafi ekki komið vegna þess að fólkið hati Rússana eða komm únismann —* ekki af þeirrieinni ástæðu — heldur af þvi það hatar sjálft sig enn meir. Alltof lengi hefur það orðið að lifa, firrt öllum virðuleik og sjálfs- virðingu. Fyrst undir nasistum og síðan Rússum. Nú þoldi það ekki lengur við. Og einasta að- ferðin til að losna við sína eigin skömm, var sú að fala út og drepa eða láta drepa sig. Með Auglýsing um brottfarartíma sérleyfisbifreiða á leiðinni Reykjavík — Keflavík — Garður — Sandgerði. Frá og með þriðjudeginum 14. maí 1968 verða brottfarartímar bifreiða okkar þannig: Frá Sandgerði kl. 8.00, 9.45, 12.45, 15.00, 17.00, 19.00, 20.20, 22.00 og 23.35. Frá Keflavík kl. *5.30, 8.30, 10.30, 13.30, 15.30, 17.30, 19.30, 22.30. Frá Reykjavík kl. *6.50, 10.30, 13.30, 15.30, 17,30, 19.00, 22.00, 24.00. * Ekki laugardaga og helgidaga. Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur. því að basta múrsteinum í skrið- dreka og deyja frelsað. Hann sleppti henni og dró nýtt vindlingabréf upp úr vasanum. Þetta var nýr Camelpakki. Hann reif sellófanumbúðirnar af hon- um en fleygði svo allt í einu öllum pakkanum í pappírskörf- una, eins og í bræði. — Gefðu mér eina af þínum, sagði hann. Hún kveikti í einum ungversk um vindlingi og stakk honum í munn hans. Síðan laut hún nið- ur og hirti hinn pakkann úr körfunni. — Þetta er vitleysa í þé,r að vera að fleygja góðum vindling- um. Þú gætir glatt marga með þeim. Hann saug að sér reykinn. — Mig langar ekkert til að gleðja aðra. Enga nema þig. Hann þagði andartak. — Undir eins og við erum komin yfir landamærin giftum við okkur. Orðin komu svo kæruleysis- lega og óvænt, að henni skildist ekki fyrr en smátt og smátt, að hann væri að biðja hennar. — Þú vilt þá raunverulega gift- ast mér? sagði hún, og náði tæp- ast andanum. Hann ætlaði að fara að svara, en þá var barið að dyrum og Janos burðarkarl stakk höfðinu í gættina. — Hann er hérna, gamli þef- arinn, sagði hann. 'Þér vitið, sá með rauða örið yfir þvert smett- ið. Hann vill tala við yður. Ég sagði honum, að þér hefðuð lagt yður, en hann segir, að þetta sé mjög áríðandi. Hún stundi: — Hvað getur hann nú viljað? Halmy dokaði við, andartak. — Segðu honum, að ég skuli koma sagði hann. — Hversvegna rekurðu ekki karlfauskinn á dyr? spurði Al- exa, þegar burðarkarlinn var farinn út. — Hann er hreinasta húsplága. Halmy hristi höfuðið. — Fyrst og fremst vegna þess, að ég get ekki komizt hjá því að tala við hann. Ég er hvort sem er grun- aður um morð. Svo að þú skalt ð' SAUMAVELAR _ — Verð kr: 6480.oo Jfekla S'imi 11687 21240 Laugavegi 170-172 . : ■ — Ég er ekki enn búin að ákveða hvort það verði pottaleppar eða bara peysa handa þér. ekki vera neitt að æsa þig upp í hvert sinn, sem lögreglan ber að dyrum. Þegar Nemetz kom inn, lét hún sem hún væri alltof niður- sokkin í vinnu sína til að taka neitt eftir honum. — Jæja hvað er gott að frétta herra fulltrúi? spurði Halmy hlæjandi. — Það er að minnsta kosti eitthvað að frétta. Við höfum fundið hann. — Fundið hvern? — Þann, sem drap konuna yð- ar. Halmy tók þessum fréttum án sýnilegra merkja um áhuga eða undrun. Hendurnar á Alexu stönzuðu við verk hennar, og hún hlustaði spennt en hreif- ingarlaus. — Við skulum þá vona, að þér hafið náð í þann rétta, sagði Halmy. — Maður verður víst að trúa því, sagði Nemetz. — Hann ját- aði það að minnsta kosti á sig, svo að það getur þó alltaf verið von um, að það sé sá rétti. Langa stund var ekkert orð sagt. Halmy gekk að borðinu og tók Camelpakkann, sem Alexa hafði bjargað. Hægt og hægt, og rétt eins og hann væri með ein- hvern dýrgrip milli handanna, opnaði hann pakkann. — Er þetta nokkur, sem ég þekki? spurði hann, líkast kurt- eisum gestgjafa, sem vill koma af stað samtali við gest, sem kemur honum óþægilega í heim- sókn. / Nemetz leit framan í lækninn. — Já, það er hann. Það er vinur yðar — hann Lori Kun. Halmy var nú hættur að vera kæruleysislegur á svipinn. — Nei, sagði hann og missti niður pakkann. — Það getur ekki ver- ið rétt. Yður hlýtur að hafa skjátlazt. Nemetz gat ekki að því gert, að honum var skemmt. Þetta var sá hluti atvinnu hans, sem hann kurmi bezt við — þetta að þefa eins og köttur eftir mús, eins- konar skák, þar sem kunnáttu gamals meistara er beitt gegn fákunnáttu grænjaxlsins. — Hann játaði það, sagði hann aðeins. Síðan beið hann átekta. Halmy dokaði augnablik. — Hvar er hann? spurði hann svo. í varðhaldi. Var fluttur ífang elsið í Markogötu. Hann tók upp úrið sitt og leit á það. Hann hlýtur að vera komiran þangiað núna. Kannski er hann þegar kominn fyrir dómarann. — Hvað verður svo gert við hann? — Hann fær að dúsa þarna 14. MAI Hrúturinn 21. marz — 20. apríl Bf þú vilt ekki, að áform þín fari út um þúfur, stealt þú ekki láta neinn verða þess vísari, hve hjartfólgm þaiu eru þér. Reyndu heldur að sveigja aðra undir vilja þinn. Nautið 20. apríi — 20. maí í dag er von þess, að þér hlekteist á, fariir þú ektei að öllu með gát. Vertu hagsýnn í viðskiptalífinu. TvíbUrarnir 21. maí — 20. júní Vera má að eitflhvað komi þér á óvart í dag. Fáðu þá, sem þér standa næst, til að leggja betur á ráðin viðvilkjaindi næsita sumri. Vertu vel birgur heiima fyrir. Krabbinn 21. júní — 22. júlí í dag muntu áorka mun meiru, en áformað var, og það mun verða þér hagkvæmt að sumu leyti. I.jónið 23. júlí — 22. ágúst Þú rnunt úagoast á einhrverju í dag. Leggðu höfuðið í bleyti, það borgar sig. Haltu viðskiptasamböndum þinum gangandi í kvöld. Vertu ekki of örlátur. Meyjan 23. ágúst — 22. september Eiitthvað óvænt liggur í loftinu í dag. Notfærðu þér það, segðu það sem þér býr í brjósti. Þú munt skilja þá betuir, sem eru í kringuim þig. Vogin 23. sept. — 22. okt. í dag muo sá, eir þér er nákomnastur, útsteýra umihyggju sína fyrir þér, ef þú geifur kost á því. Hlustaðu á tónlist í dag. Sporðdrekinn 23. okt. — 21. nóv. Tryggð vinanna og pynigjunnar ná hvor tveggja skammt dag. Reyncwnð vera hagsýnn, og haltu þeirri stafnu. Bogamaðurinn 22. nóv. — 21. des. Gott er að skipuleggja athafnir fjölskyldunnar í diag, og mun það bera góðan arð. Fjairlægðirnar heilla. 1 Steingeitin 22. des. — 19. janúar Eitthvað úr fortíðinoi mun hafa álhrif á þig í dag. Farðu vel með það. Þú mætir ekki miteium Skilningi. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar Faira verður atfar varlega í að lána eða tatea Uám i dag. Leitaðu gagnkvæms skiloing félagslega, skipulegðu vel, það sem fram undan er. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz Haifirðu farið að settum reglum undanfarið, mun þér farnast vel í dag. Gakktu á ákuldunauta þína. Eyddu kvöldinu við lestur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.