Morgunblaðið - 14.05.1968, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.05.1968, Blaðsíða 23
MOHGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 196«. 23 — Sovétnjósnarar Framh. af bls. 21 undan fyrr en Bousciot til- kynnti Bandaríkjamönnum, að annað hvort færi hver ein asti CIA-maður frá Frakk- landi og jþað tafarlaust eða franskur 'SDECE-maður fengi aðstöðu í Bandaríkjun- um. Þar með hófst starf Fhilippes Thyrauds de Vosj- oli í Washington, starf sem hann hélt áfram til hautsins 1963, eins og frá var áagt í síðustu grein. Hinn opinberi titill de Vosj olis var „tengliliður" frönsku leyniþjónustunnar við þá bandarísku, en eitt af fyrstu verkefnum hans í Washing- ton var að reyna að fá CIA til þess að láta SDECE í té nauðsynlegustu njósnatæki, svo sem loftskeytatæki og plastsprengjur til að nota gegn kommúnistum 1 Indó- Kína. Honum tókst að afla sér vinsælda í Washington og koma sér upp mjög góðum og sterkum samböndum. Þó tókst honum aldrei fyllilega að eyða tortryggni CIA í garð SDBQE — og hún jókst verulega eftir tvo atburði, sem gerðust árið 1954. Hinn fyrri var svokallað DIDES-mál. Jean Dides var háttsettur opinber starfsmað- — Á slóðum æskunnar Framih. af bls. 12 our) eftir Martini. Útsetningu annaðist Jónas Tómassoh, Æsku ást eftir Gunnar Þórðarson, Ein á ferð, sem er írskt þjóðlag í útsetningu Jónasar Tómassonar og Guðmunds Emilssonar og Kæra Karitas, sem ég minntist á áðan, útsett af Gunnari Þórðar- syni og Karli Sighvatssyni'. Ann ars koma fram fjórtán hljóð- færaleikarar úr ýmsum hljóm- sveitum á þessari plötu. — Hverjar eru þínar uppá- halds hljómsveitir og söngvarar? — Því er erfitt að svara. En svo ég nefni eitthvað, þá finnst mér Zombies góðir. Andy Willi- ams og Barbra Streisand eru góðir söngvarar. Af íslenzku listafólki met ég mest Þorvald Halldórsson og hljómsveit Ingi- mars Eydal. Hljómar bera af öllum íslenzkum beat-hljóm- um. Gunnar Þórðarson er hreint og beint snillingur. Þið megið skrifa það í aðra hverja línu gegnum allt viðtalið. — Hvað finnst þér helzt á- bótavant hjá íslenzkum hljóm- sveitum? — Það er og hefur alltaf ver- ið sviðsframkoman. Það vantar alveg — hvað á ég að segja — rythmann, beatið, lífið í - allan sönginn. Góð sviðsframkoma hef ur geysimikil áhrif. — Hvar hefur þú lært að syngja, Sigrún? — Ég var í tæpt ár hjá Mariu Markan. Hún er stórkostleg og lærði ég geysimikið hjá henni. Svo lærði ég líka hjá Jóni Þór- arinssyni söngkennara þegar ég var í Miðbæjarskólanum. — Nú höfum við heyrt þig syngja á ensku og frönsku. Hefurðu dvalizt eitthvað er- lendis? — Móðir mín er bandarísk, og faðir minn hefur bæði verið sendiráðunautur í Bandaríkjun- um og Frakklandi. Ég bjó fyrstu tíu ár ævinnar í Frakklandi. — Hvort kanntu betur við þig hér eða handan Atlantshafsins? hafsins? — Hérna heima, tvímæla- laust. Loftið hérna er tærara og fólkið elskulegra og frjáls- mannlegra, og á allan hátt er betra að búa á íslandi heldur en erlendis. — Hvað tekur svo við eftir stúdentspróf? — Ég ætla í söngnám og mennta mig í þeirri grein, e.t.v. í Bandaríkjunum. En hvernig söng ég legg fyrir mig, er ég ekki búin að ákveða, helzt er ég að hugsa um blues eða jazz. En hingað 'kem ég áreiðanlega að loknu námi. Á fslandi á ég heima. ur í Frakklandi, sem starfaði fyrir CIA. Upplýsingalelðir hans um starfsemi kommún- ista voru svo góðar, að hon- um tókst að komast að því, að allar ákvarðanir frönsku landvarnanefndar- innar voru komnar i hendur kommúnistaflokksins franska nokkrum klukkustundum eft ir að þær voru teknar. Þá var Indó-Kína-styrjöldin í há marki og einnig deilurnar um endurvopnun Þýzkalands. Þeir, sem komið höfðu upp- lýsingum til kommúnista voru tveir ritarar landvarnar nefndarinnar — en það var ekki aðalatriði málsins, held- ur að yfirmenn frönsku leyni þjónustanna SDECE og DST, sem þá hafði verið stofnuð, urðu svo viti sínu fjær af vonzku yfir því, hvað sam- bönd CIA næðu hátt upp í franskar stjórnarbúðir, að þeir eyðilögðu gersamlega njósnakerfi Dids ,enda þótt þeir vissu það fullvel, að þeir veittu þar með kommúnist- um ómetanlega aðstoð og græfu jafnframt undan sjálf- um sér, t.d. í Indó-Kína. Hitt atvikið varðaði starfs- mann sovézku leyniþjónust- unnar KGB, sem var í rússn- eska sendiráðinu í París og hafði í hyggju að flýja vest- ur. Æðstu menn CIA og DST vissu um ráðagerðir hans og þeir einu, sem um þær vissu, þar fyrir utan, voru einn af frönsku ráðherrunum og ef til vill tverr nánustu starfs- menn hans. Viku áður en flóttinn skyldi reyndur var maðurinn fluttur til Moskvu. Líkur bentu til þess, að ráð- herrann hefði svikið — hann var einnig talinn hugsanleg- ur aðili að Dides-málinu og Bandaríkjamönnum þótti heldur súrt í broti, að KGB skyldi hafa ítök allt inn í frönsku stjórnina. Næsta mál, sem veikti sam band Frakka og Bandaríkja- manna, var Alsír-málið. Bandaríkjastjórn tók opin- bera afstöðu gegn Frökkum í Alsír-styrjöldinni og þegar Grossin hershöfðingi, þá yfir maður SDECE kom til Was- hington 1958, neitaði Edgar Hoover, þá yfirmaður FIBI, að hitta hann að máli. Eftir það — og með tilkomu de Gaulles í valdastól á ný var Ijóst ,að það yrði aðeins tíma- spurning, hvenær algerlega slitnaði upp úr samvinnu leyniþjónustanna. Um 1960 taldist forráða- mönnum SDECE svo til, að CIA hefði á sínum snærum rúmlega sextíu njósnara í Frakklandi og hver þeirra hefði allt upp í tylft útsend- ara. Bretar ráku einnig njósnakerfi í Frakklandi, minna að vöxtum ,en mjög áhrifamikið. Báðir þessir að- ilar höfðu Frakkland sem bækistöð fyrir starfsemi sína austan tjalds — og það v&r sízt til þess fallið að hjálpa de Gaulle í leit hans eftir vin- sældum hjá ráðamönnum Rússlands. Þar við bættist, að de Gaulle fékk ekki einu sinni það í endurgjald, að Bandaríkjamenn aðstoðuðu Frakka við að efla kjarnorkú herstyrk sinn „force de frappe“ eins og de Gaulle kallaði hann. De Gaulle ákvað því, að kominn væri tími til að losa sig við bandarísku leyniþjón- ustuna. í janúar 1962 var DST fyrirskipað að komast að því, hvað vestrænir leyni- þjónustumenn væru að starfa í Frakklandi. Þegar það var upplýst fyrirskipaði de Gaulle, að SDECE skyldi gera ráðstafanir til að efla njósnastarfsemi sína í Banda ríkjunum og einkum snúa sér að öflun vísindalegra upp- gótvana. f október 1962 til- kynnti Jacquier stjórn CIA, að Frakkar hyggðust hér eft- ir starfa á eigin spýtur, bæði í austri og vestri. CIA vissi, að það yrði Frökkum erfitt vegna fjárskorts ,en við því var ekkert að segja. Ljóst var, að de Vosjoli mundi ekki verða langlífur í embætti sínu í Washington úr þessu. Hann hafði komið til Bandaríkjanna m.a. til þess að bæta samskipti SDECE við CIA og margir töldu, að honum hefði tek- izt full vel, að hann væri of hlynntur Bandaríkjamönnum og þó ekki væri um neina ásökun í hans garð að ræða, bentu yfirmenn SDECE á, að eftir tólf ára starf fyrir báða þessa aðila væri ekki nema mannlegt, að hann vissi tæp- ast fyrir hvern hann væri að vinna. En áður en þetta kom til hafði Martel, sovézki flóttamaðurinn skýrt CIA frá því að de Vosjoli yrði senn látinn hætta í Washington. Áhrif upplýsinga Martels í NATO. Martel og þær upplýsingar, sem hann færði Bandaríkja- mönnum, átti ekki svo lítinn þátt í því hve samstarfið inn an NATO stirðnaði á næstu árum. Stjórnir allra hinna stærri aðildarríkja bandalags ins fengu að hafa samband við flóttamanninn og ræða við hann ýtarlega um þá þætti mála, sem að þeim sjálfum sneru. Tortryggnin innan NATO fór vaxandi með hverjum degi og svo var komið haustið 1962, og þann- ig var áfram næsta ár, að tek ið var næstum alveg fyrir þær venjulegu hemaðarlegu og pólitísku upplýsingar, sem venjulega fóru milli NATO- ríkjanna. Þetta ástand leiddi í margra augum rök að því, að Martel hefði verið sendur af sovézkum yfirvöldum bein línis til þess að skapa þessa ringulreið og eyðileggja NATO. En smám saman eyddist tortryggnin eftir því sem flett var ofan af starfsemi fleiri manna, sem Martel hafði skýrt frá. í Bretlandi leiddu þessar upplýsingar til þess, að Vassal, starfsmaður flota- málaráðuneytisins var hand- tekinn og Martel fékk Bret- um einnig í hendur sannanir gegn Philby. Svíum skýrði hann frá því, að Stig Wenn- erström ofursti ,sem í fimmt- án ár hafði starfað í æðstu stjórn flugvarna Svíþjóðar hefði komið allri sinni vitn- eskju til KGB. Vestur-þýzka stjórnin fékk þær upplýsing- ar, að Heins Felfe, sem hafði stjórnað „austurdeild" njósna Vestur-Þýzkalands, hefði lát- ið KGB í té um fimmtán þús- und leyndarskjöl á tíu árum og aðstoðað Rússa við að eyðileggja það hið sama njósnanet, sem hann sjálfur stjórnaði. Jafnframt kom Martel upp um fjóra vestur- þýzka njósnahringi aðra. Og þær upplýsingar, sem Martel gaf um njósnir KGB í Banda ríkjunum leiddu til víðtækra athugana í hinum ýmsu ör- yggisstofnunum þarlendis. Einn af starfsmönnum þjóðar öryggisráðsins, Jack Dunlap, framdi sjálfsmorð eftir að hann hafði verið yfirheyrður og var upplýst, að KGB hefði greitt honum 10.000 dollara á ári fyrir þær upplýsingar sem hann veitti. Alls var talið, að Martel hefði gefið upp nöfn um tvö hundruð njósnara Sovétríkjanna á Vesturlönd- um. Aðeins hluti þeirra var handtekinn, en á næstu mán- uðum voru óvenjulega tíð mannaskipti í sendiráðum og viðskiptanefndum Sovét- manna á Vesturlöndum. Upplýsingarnar. sem Mar- tel gaf um Frakkland bentu i fjórar áttir. í fyrsta lagi til heimildar í París, sem léti KGB í Ijós ótrúlega nákvæm ar upplýsingar um NATO; í öðru lagi til njósnahrings, sem starfaði undir nafninu Safírinn, í þriðja lagi til ým- issa einstakra fulltrúa KGB utan frönsku stjórnarinnar og í fjórða lagi til þess að ýms- ar þær upplýsingar, sem KGB hefði fengið frá Frökk- um gætu einungis komið frá einhverjum ráðherra stjórn- arinnar. Frá upphafi tortryggðu frönsku rannsóknarmennirn- ir upplýsingar Martels, m.a. vegna þess, að þeir töldu víst að a.m.k. einn hluti frásagnar hans væri rangur, þ.e.a.s. þar sem hann sagðist hafa frétt það árið 1959, að de Gaulle hefði í hyggju að setja upp njósnanet í Bandaríkjunum til þess að afla ’vísindalegra upplýsinga. Það hefði ekki verið ráðgert fyrr en 1960. Frakkarnir hugsuðu því sem svo, að annað hvort færi Mar- tel þarna rangt með — eða upplýsingarnar væru frá CIA komnar. Þeim hefði ekki kom ið á óvart þótt CIA vissi þetta, því að þeir höfðu haft einn af frönsku ráðherrun- um grunaðan um að vinna fyrir CIA. Vangaveltur og tortryggni frönsku leyniþjónustumann- anna vegna þessa atriðis höfðu óumflýjanlega áhrif á mat þeirra á öðrum upplýs- ingum Martels. Til dæmis veittist þeim örðugt að kom- ast að raun um, hvern ráð- herra de Gaulles Martel mundi eiga við þegar hann taldi KGB-njósnara vera í franska ráðuneytinu. Martel hafði engar ákveðnar upplýs ingar í höndunum, vissi aðeins eitthvað um feril mannsins, um einhver störf, sem hann hefði gegnt, og einhverjar ferðir, sem hann hefði farið — en hann vissi raunar ekki hvort um væri að ræða einn mann eða fleiri. Upplýsing- arnar gátu flestar átt við fleiri en einn — en sá maður, sem komst næst því að hæfa lýsingu Martels, var einn af virtustu ráðherrum frönsku stjórnarinnar og 9DECE- nefndin gat með engu móti trúað því að hann væri njósn ari. CIA reyndi einnig að vega og meta upplýsingar Martels og komst að sömu niðurstöðu og SDBCE-nefnd- in. En þar skildi með Frökk- unum og Bandaríkjamönnun um. Báðir gerðu sér ljóst, að upplýsingar Martels sönnuðu á engan hátt sök þessa manns en þar sem OIA-menn töldu þær sennilegar og töldu rétt að trúa þeim frekar en ekki, leituðu SÐECE-menn í sí- fellu eftir frekari upplýsing- um, áður en þeir tækju a£- stöðu gegn manninum og kusu fremur að trúa ekki þeim upplýsingum, sem bentu gegn honum. Þeir voru auk heldur aldrei sannfærðir um, að það væru ekki CIA-menn, sem bak við allt þetta stæðu. En einmitt þessi afstaða Frakkanna vakti tortryggni CIA. Þegar franska nefndin kom aftur til Washington að ræða við Martel, hafði hún með sér upplýsingar um eina fjörutíu háttsetta franska menn ,sem hún lagði fyrir Martel ásamt spurningum um það hvort þessi eða hinn gæti verið njósnari. CIA- menn litu þetta þeim augum, að Frakkarnir sjálfir teldu hugsanlegt, að hver sem væri þessara manna gæti ver- ið njósnari og samstundis urðu þeir allir tortryggilegir í augum CIA. f ágúst 1963 var Georges Paques, háttsettur starfsmað- ur NATO, handtekinn og ját- aði hann að hafa njósnað fyr- ir KGB allt frá því árið 1944, er hann vann í nánu sam- starfi við de Gaulle. Þessi maður var þeim mun veiga- meiri upplýsingalind, sem hann hafði haft náið sam- band við alla forsætisráð- herra Frakklands frá styrjald arlokum og var sagður hafa skrifað ræður fyrir þá alla. Hugsanlegt var, að það væri hann, en ekki franskur ráð- herra, sem gæfi hinar mikils- verðu upplýsingar um starf frönsku stjórnarinnar. Þó var tæpast talið, að hann hefði haft í höndum allar þær upp- lýsingar, sem Martel skýrði frá. En málið var erfitt við- fangs og de Gaulle leysti það á einfaldan hátt — hann á- kvað að láta Martel-málið sigla sinn sjó. Raunar var de Gaulle vork unn eins og á stóð. Hann var rétt um það bil að leysa Al- sír-málið í óþökk hægri sinn aðra herforingja, fjölmargra Frakka og flestra franskra manna í Alsír og hann mátti alls ekki við því, að fram kæmi, að kommúnískir njósn arar störfuðu í ráðuneyti hans, eða nærri því, — hvað þá, að einn af ráðherrunum, sem átti þátt í að leysa Alsír- málið, væri í rauninni út- sendari Rússa. Niðurstöður. Eins og tíðast er um njósna mál er ekki gott að segjai, hvað af því, sem hér að fram- an hefur verið sagt, er hinn heilagi sannleikur og hvað eklki — en þær ályktanir, sem „Sundiay Times“ dregur af máli þessu eru eftirfarandi. • Saga de Vosjolis er sönn að því leyti að hann er sá, sem hann segist vera og at- burðimir sem hann segir fr:i, gerðust í raun og veru. í flest- um atriðum kemur frásögn hans heim við það, sem vitað er að gerðist, en hafa verður í huga þann hugsanlega mögu leika, að frásögnin sé að ein- hverju leyti skrifuð af andúð í garð fyrrverandi yfirvalda eða með það í huga að koma sér í mjúkinn hjá öðrum e.t.v. CIA, enda þótt ekki hafi fund izt um það neinar vísbending- ar. • Það er staðreynd, að hátt settur starfsmaður KGB flúði til Vesturlanda og eftir ná- kvæmar og langvarandi vfir- heyrslur sannfærðust leyni- þjónustur vestrænna ríkja um, að hann hefði ekki verið sendur af Rússum. Upplýsing- ar hans eyðilögðu njósnanet KGB í Vestur-Evrópu eða verulegan hluta þess. • Bandaríkjamenn hafa grun um að innan ráðuneytis de Gaulle sé einn eða tveir menn með ráðherraemhætti, sem hafi látið leyniþjónustu Rússa upplýsingar í té. • Hverjar sem efasemdir Frakka sjálfra kunna að vera um málið hefur de Gaulle á- kveðið að líta á þessar grun- semdir Bandaríkjamanna sem hluta af andfranskri starfsemi CIA, sem rót eigi að rekja til óánægju CIA vegna þeirrar stefnu de Gaulles að varðveita sjálfstæði Frakka gagnvart Bandarikjunum. • Báðir aðilar, CIA og SDECE hafa reynt að þagga þetta mál niður — hvorugur aðilinn telur sér ábatavænlegt að það komi fram í dagsljésið • Hver svo sem sannleik- urinn er, gefur þetta mál at- hyglisverða hugmynd um hin- ar leyndu hliðar nútímastjóm mála og milliríkjaviðskipta þar sem svo virðist vera, að engum manni sé treystandi, hversu hátt og mikilvægt em- bætti sem hann hefur með höndum. ! UORGUNBLAOID

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.