Morgunblaðið - 14.05.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.05.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAI 190«. BÚ OG BÆNDASKÚLI í KENNARALIÐI Hvanneyrar- skóla koma menn og fara. Oft liggur leiðin þaðan til Reykja- víkur eins og annarsstaðar af landinu. f höfuðsstaðnum eru líka tvær mannflestu ríkisstofn- #nir landbúnaðarins, sem mjög hafa vaxið að verkefnum og mannafla hin síðari ár: Búnaðar- félagið í Bændahöllinni og Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins, sem nú er nýflutt í nýhýsi sitt á Keldnaholti. — í vetur hafa tveir nýir kenn- arar kennt á Hvanneyri: Ann- ar er danskur maður, Vester- gárd Tomsen, sem kennir efna- fræði og veitir rannsóknarstof- unni forstöðu. Hinn nýi kennarinn er Hólm- fríður Sigurðardóttir garðyrkju- Hólmfríður Sigurðardóttir, fyrsta konan bændakennari hér á landi. fræðingur. Hún kennir grasa- fræði. Hólmfríður er fyrsta kon- an, sem er kennari við bænda- skóla hér á landi. Oft koma Reykvíkingar til að halda erindi fyrir nemendur, bæði í bændaskólanum og fram- haldsdeildinni. Þennan dag sést •þeim bregða fyrir á staðnum, dr. Sigurði Péturssyni gerlafræð ingi, Kristjáni Karlssyni erind- reka og Gunnari Guðbjartssyni formanni Stéttarsambands bænda. Þrátt fyrir sólskin dagsins og söng lóunnar, er hann áhyggju- samlegur á svip vegna fjárhags- afkomu stéttar sinnar. Enda er nýbúið að hækka verðjöfnunar- gjald á kjöti og mjólk vegna hins lága afurðaverðs á erlend- um markaði. Hann veit sem er, að sólstafir og „Dýrðin, Dýrð- in,“ er léttvægur gjaldeyrir upp í vexti og afborganir í Búnaðar- bankanum. TILR.UNASTÖÐ A HVANN- EYRI. Eins og almenningur sjálfsagt *-veit, eiga ýmsar fleiri stofnanir en skólinn heimili sitt á Hvann- eyri þótt ekki verði þær hér taldar. Þar er ríka rekin um- fangsmikil tilraunastarfsemi und ir stjórn Magnúsar kennara Ósk arssonar. S.l. ár voru tilrauna- reitirnir alls 1500, flestir á Hvanneyri en auk þess á fimm bæjum öðrum í Borgarfirði á vegum stöðvarinnar. Er það gert til að fá niðurstöður af tilraun um, sem gerðar eru við ólíkar aðstæður. Flestar tilraunir eru með tilbúinn áburð, bæði á- burðarmagn og dreifingartíma, ennfremur tilraunir með búfj ár- áburð og kalk. Þá hafa verið ’erðar fjölmargar tilraunir með ýmsa grasfræstofna og grasfraé- blöndur og mismunandi sláttu- tíma. Ennfremur beitirækt og hagarækt og áhrif notkunar hey vinnuvéla á uppskerumagnið. Loks má nefna tilraunir með ræktun grænfóðurs. Er þar á- ríðandi að fá sem fyrst áreið- anlegar niðurstöður, því á kal- svæðunum hlýtur aukin græn- fóðursræktun að vera eitt af úr- ræðunum til að tryggja fóður- öflun þegar kalið herjar túnin. — Einn hlutinn í námi í fram- haldsdeildinni er að nemendurn- ir geri sjálfstæðar tilraunir og skrifi um niðurstöður sínar. Á mesta annatíma tilraunastöðvar- innar á sumrin vinna þar 8—10 manns. HVANNEYRARBÚIð. Stundum er sagt og það með réttu: Ríkið á ekki að vera að reka búskap og framleiða mjólk og kjöt, máske með halla, þegar bændum gengur illa að koma bú vörum sínum í viðunanlegt verð nema með uppbótum frá því op- inbera og dugir máske ekki til. Enginn mun þó hafa hreyft því eða látið sér detta í hug, að leggja niður búrekstur á bændaskólunum. Búreksturinn hlýtur alltaf að verða einn ó- missandi liður í starfi skólanna til stuðnings búfræðimenntun inni. Fjósið á Hvanneyri var fræg bygging á sínum tíma. Það er nú um 40 ára gamalt, reist á árunum ’28 og’29 yfir 80 gripi með áburðar og heygeymslum. Alls er þessi mikla bygging yf- ir 1000 m2 að flatarmáli eða um þriðjungur úr dagsláttu. Skyldu önnur peningshús vera stærri hér á landi? Hlaðan tók um 4000 hesta. Þegar hún var byggð, taldi Halldór á Hvanneyri að hirða mætti í hana 650 hesta á einum degi. Alls kostuðu þessi hús 157.282.04 kr. Það var mik- ið fé á sinni tíð, þegar fjárlög- in voru ekki hærri en 14—15 millj. kr. Áhöfn á allri Hvanneyri er nú um 80 nautgripir, þar af um 50 mjólkandi kýr, hátt í 400 fjár og 8 hross. Skaftfellingur- inn Guðmundur Jóhannesson frá Herjólfsstöðum í Álftaveri, hef- ur verið ráðsmaður á Hvann- eyri mörg undanfarin ár — lengst af viðloðandi á staðnum síðan hann lauk búfræðiprófi ár- ið 1938. Er það Hvanneyri mikið happ að hafa þennan hugkvæma hagleiksmann og stjórnanda fyr- ir búinu samfleytt svo langan tíma. Heyskapur á Hvanneyri hefur undanfarin ár verið um G. Br. skrifar 4—5 þúsund hestar og alltaf nokkur heysala síðan búið var minnkað. Það er gaman að ganga með Guðmundi ráðsmanni um gripa- hús 'og hlöður þessa stóra stað- ar. Ennþá heldur fjósið sinni reisn þrátt fyrir aldurinn, en sjálfsagt eru nú margar kúahall- irnar nýtízkulegri. Því ný hús koma með nýjum tímum svo vel yfir fénað sem fólk. Af klauf- dýrunum verður hér fátt í frá- sögur fært þótt fagmönnum þyki þar eflaust sitthvað girnilegt til fróðleiks. BOLABÁSINN AUðUR. Hér er margt fallegra kúa. Þær eru sjálfsagt nytháar og fituríkar, þótt ekki séu tiltæk- ar um það neinar tölur eða töfl- ur til að krydda með þessa grein. En samt er hér eitthvað tómlegt. Hvað vantar? Hvorki meira né minna en konung fjóss ins, tákn kraftarins — nautið sjálft. Síðan tæknin hóf innreið sína á svið nautanna standa bás- ar bolanna auðir og tómir. Að þeim er mikill sjónarsviptir er nú ólíkt sem áður var, og t.d. á dögum Cæsars, ættföður hins kunna Hvanneyrarkúastofns. Cæsar var frá Meðalfelli í Kjós, keyptur tveggja vetra að Hvanneyri árið 1908. Faðir hans var Rauður, ættaður frá Hofs- stöðum í Skagafirði. Cæsar var alrauður, aðeins kolóttur ífram- an, dökkur um granir. Honum er svo lýst: „Bolbyggingin djúp, húðin laus og mjúk, fæturnir stuttir en luralegir, háralagið fínt og gljáandi, langt milli rifja, hryggur langur og breiður, nokkuð kjötfylltur, spjaldhrygg ur ekki vel beinn, malir langar og breiðar, fermyndaðar nokkuð burstlaga, lærin djúp og kjöt- mikil, bóglegan laus en regluleg, hálsinn sver en lágt settur, höf- uðið fremur gróft, andlitið frem- ur grett en stutt.“ Að skaplyndi er Cæsari svo lýst að hann hafi verið „rólegur, geðgóður og frem ur latur". Nokkrir skólapiltarnir eru að æfa sig á vélklippingu á geml- ingunum. Þetta verk virðist leik ur einn og er ánægjulegt að sjá eins og öll verk, sem ganga vel án teljandi efiðis. Og fegnir virðast gemsarnir verða þegar þeir eru orðnir léttir á sér og lausir við reifin. — Þeir þurfa heldur ekki að kvíða vorkuld- um eða vanfóðrun. Hér er nóg af hlýjum húsum og góðum heyj- um hvernig sem viðrar og vor- ar. TAMNINGASTÖðlN. En nú mun þykja nóg komið um klaufdýrin. Skal nú vikið að hrossunum, sem eru aðeins 8 í eigu skóla- búsins eins og fyrr segir. Þeir eru hafðir í smalamennsku og annað skjökkt. Nú er það af sem áður var, að hér stóðu á annan tug úrvals-dráttarhesta við stall og biðu þess að reyna kraftana við herfi og plóg, vagna og sláttuvélar. En það er langt síð- an þetta var. Það var fyrir vél öld íslensks búskapar. Og þeir tímar koma ekki meir. Langflest hrossin á Hvann- eyri eru þar í skóla, tamninga- Magnús Óskarsson — 1500 til- raunareitir. skóla Gunnars Bjarnasonar, sem hann kom á fót með nemendum árið 1951. Þegar kennslunni er lokið þennan dag, koma strákarnir út í hesthús, það er kærkomin upp- léttir frá lestri og kennslutím- um að fá sér sprett á frískum fola. í Hvanneyrarpeysurnar er saumaður hvítur hestshaus inn- an í skeifumerki, sem sýnir að hér er barfasti þjónninn enn metinn að verðleikum, þótt hann sé hættur að draga vagn og bera bagga. Um það bil helminginn af hestunum á tamnmgastöðinni eiga piltarnir sjálfir. Suma hafa þeir keypt í Borgarfirðinum, aðra komu þeir með að heiman eftir jólafríið. Þá hefst tamning- in og hún er síðan stunduð, það sem eftir ér vetrar, eins og veð- ur og önnur aðstaða hefur leyft. Svo halda sumir piltarnir ríð- andi heim þegar skóla er lokið. Hey kaupir hestamannafélagið af skólabúinu en fóðurbætinn skammta eigendurnir sjálfir. Fóð urkostnaður er 30 kr. á dag. Hestamennskan, tamningin — tekur að vísu talsverðan tíma frá hinu almenna búfræðinámi. En það er ekkert áhorfsmál að þeim tíma er vel varið. Enda þótt hesturinn hafi, eins og oft hefur verið á bent, nú skipt um hlutverk í sveitabúskapnum getur hrossaeign bænda bæði verið þeim til gamans og gagns, bæði verið sport og atvinnuveg- ur. Hrossasala er alltaf nokkur, bæði innanlands og stundum til útlanda. Uppeldi og tamning hrossa getur því alltaf verið talsverð tekjulind þar sem að- stæður leyfa og interessa er fyr ir hendi. — En án tillits til alls hagnaðar, burtséð frá allri aðrsvon, má bóndanum vera ljóst, að hestur- inn er eitt af því sem sveitin á að geta veitt sér fram yfir jcaupstaðinn, a.m.k. öllum þeim, sem áhuga hafa á hestamennsku og kunna að meta þá hollustu til sálar og líkama sem útreiðar og umgengni við hrossin hefur i för með sér. Enda þótt bónd- anum, komnum á hestbak, finn- ist hann máske ekki „kóngur um stund“ eins og knapa Einars Ben., þá er hestamennskan blái liturinn I blóði sveitamannsins. Góðhesturinn er bóndans reisn og stolt — það verður jeppinn aldrei hversu þarfur sem hann reynist búskapnum og félagslífi sveitanna. Hrossin á tamningastöðinni á Hvanneyri eru flest 4—6 vetra. Þetta virðast vera liprir folar og líkleg hestefni. Nemendurnir eru áhugasamir við þetta starf og búnir að fá gott vald á verk- efninu enda þótt eðlilega vanti mikið á fulla tamningu. Sérstak- lega virðist manni fjörlega, föl- rauða hryssan frá Kjalvararstöð um í Reykholtsdal eiga langt í land með að samþýðast mannin- um og verða honum auðsveip og eftirlát. Það gekk illa að handsama hana í réttinni, þó tókst að ná af henni mynd, á- samt bróður eigandans, Ármanni Bjarnasyni, sem er nemandi á bændaskólanum í vetur. BÆNDA STÉTTIN OG BÆNDA SKÓLARNIR. Þótt deilt sé um framtið land- búnaðarins og gildi hans fyrir þjóðarbúskapinn, þá munu allir nú orðið sammála um gildi bú- fræðimenntunar fyrir bændastétt ina, afkomú hennar og aðstöðu. Það sýnjr líka aðsóknin að bændaskólunum. Þar er vitan- lega kennd jarðræktarfræði og búfjárfræði grasafræði og fóð- urfræði o.sfrv. En vert er að minna á það, sem Jón Sigurðs- son segir í ritgerð sinni um 'bændaskólana og getið var í síð ustu grein frá Hvanneyri, að bóndinn þurfi æfinlega að geta séð „fjárhag sinn glögglega." Framh. á bls. 19 Rauðka frá Kjalvararstöðum í Reykholtsdal. Kennari og nemandi við tamning u. Myndin tekin við Hvanneyr- arkifkju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.