Morgunblaðið - 14.05.1968, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAT 1900.
Á SLÓDUM
ÆSKUNNAR
I UMSJA
STEFÁNS HALLDÓRSSONAR
OG TRAUSTA VALSSONAR
Strákarnir,
þeir eru
ágætir, greyin
ÞEGAR við höfðum lokið við
talinu við Sigrúnu Harðardóttur
(sjá annars staðar á síðunni),
fáum við þær fréttir, að Soffía
Wedholm hafi verið kosin full-
trúi ungu kynslóðarinnar 1968.
Við förum á stúfana og ætlum
•að spjalla við hana, en okkur
er tjáð, að hún sé farin. Við
urðum auðvitað rokspældir, en
tökum strax gleði okkar á ný,
Kristín Waage.
því að við sjáum aðra unga og
gullfallega stúlku, Kristínu
Waage, fulltrúa ungu kynslóðar-
innar 1967, og tökum hana tali:
— Hvernig fannst þér skemmt
unin takast hérna í kvöd?
— Hún tókst í alla staði
prýðilega og gefur alveg rétta
mynd af æskunni eins og hún
er í dag. Sumir halda því fram,
að svona skemmtun eigi engan
veginn rétt á sér, en það held
ég ekki. Sú, sem var kosin full-
trúi ungu kynslóðarinnar 1968,
á það svo sannarlega skilið, og
óeka ég henni hjartanlega til
hamingju.
— Hvað um tónlistina sem hér
var flutt?
— Ég kann mjög vel að meta
feana. Þó er ágætt að hlusta á
eitthvað rólegra öðru hvoru, t.d.
jázz eða klassiska músik.
— Hver er þín uppháhalds-
hljómsveit?
— Af íslenzkum eru Hljómar
alltaf beztir. Mér finnst Óðmenn
einnig mjög góðir. Þeir hafa af-
skaplega skemmtilega og góða
söngkonu. Af erlendum hljóm-
sveitum er Rolling Stones mitt
uppáhald. Bee Gees eru einnig
góðir. Uppáhaldssöngvarinn minn
er Tom Jones.
— En svo við vendum okkar
kvæði í kross, eins og það
heitir, þá langar okkur til að
spyrja þig Kristín, hvenær
þér hafi fundizt að vera full-
trúi ungu kynslóðarinnar í
heilt ár?
— Það hefur verið mjög gam-
an, en það hefur líka verið dá-
lítið erfitt.
— Hefur þér fundizt fólk
veita þér meiri athygli, eftir að
þú verst kjörin heldur en áður,
þegar þú varst óþekkt?
— Já, vissulega, og það hef-
ur verið dálítið óþægilegt.
— Hafa piltarnir verið kurt-
eisari við þig, t.d. á böllum,
heldur en vð kynsystur þínar?
— Nei, það hef ég ekki orðið
var við. Þeir eru alltaf kurteis-
ir við mig, greyin, það mega þeir
eiga. En þeir hafa ekkert verið
tillitssamari né stimamýkri við
mig en aðrar stelpur.
— í hvaða skóla ertu?
— Ég er í Verzlunarskólan-
um, 3. bekk Tók próf inn í
hann úr Kvennaskólanum.
— Hvort líkar þér betur að
vera í skóla, þar sem allt er
Þessar myndir eru frá ný-1
afstöðnum kosningum í,
Menntaskólanum í Reykja-
vík. Var þá kosið til hinna \
I ýmsu embætta skólafélag-
I anna. Kosningarnar voru að i
mörgu leyti líkar almennum
' kosningum til Alþingis eða1
| iforsetaembættis hvað tilhög I
I un snerti, en þó miklu líf-
legri. Aróðurinn var geysileg ,
* ur og úrslitin tvísýn. Önnur '
I myndin sýnir hluta af þeim '
áróðursspjöldum, sem uppi |
héngu. Hin myndin er frá (
' kjörstað.
(Ljósm. Kristinn Benedikts-'
l son)
kvenkyns, eins og í Kvenna
skólanum, eða þar sem bæði kyn
in eru saman?
— Þar sem bæði eru strákar
og stelpur. Það er einhvern veg-
in miklu eðlilegra.
-— Þú fórst til Englands s.l.
sumar — það voru þín verð-
laun. Var sú ferð ekki ánægju-
leg?
— Jú, hvort hún var. Ég var
í skóla, sem enskir kalla Summ-
er Holiday School, þ.e.a.s. fólk
kemur meira til að skemmta sér
’en að sitja á skólabekk. En
auðvitað lærðum við ensku. í
þessum skóla voru unglingar af
ýmsum þjóðernum, og var það
afskaplega gaman og fræðandi
að kynnast þessu fólki.
— Nú varst þú úti sem full-
trúi ungu kynslóðarinnar á ís-
landi. Var tekið meira tillit til
þín þess vegna?
— Já, reyndar. Ég leyndi því
nú fyrsta mánuðinn, en það
komst einhvern veginn á kreik,
og þá var eins og fólk væri
alúðlegra við mig.
—■ Þar sem fólk var farið að
tínast burt úr Austurbæjarbí-
ói og fáir orðnir eftir, slógum
við botn í samtalið með eftir-
farandi spurningu: Hvað er þér
minnisstæðast frá þessu ári og
hvað um framtíðina?
— Það var, þegar ég var
krýnd, og eins skólavistin í
Englandi; hún er mér ógleyman-
leg. Um framtíðina er ekki gott
að segja. Ætli ég ljúki ekki 4.
bekkjar prófi úr Verzlunarskól-
anum og hefi síðan áhuga á að
komast einhvers staðar að sem
sýningarstúlka erlendis. En
heim kem ég örugglega: hér líð
ur mér langbezt.
Ung söngkona
—- Rœtt við Sigrúnu Harðardóttur
Á KVÖLDSKEMMT'uNbediri
sem Karnabær og Vikan stóðu
fyrir í Austurbæjarbíói nú fyr-
ir skömmu, var kosinn fulltrúi
ungu kynslóðarinnar 1968 og
vinsælasta hljómsúeitin að áliti
áhorfenda. En þar kom einnig
fram 19 ára gömul söngkona
Sigrún Harðardóttir. Hún fékk
frábærar móttökur ungra á-
heyrenda, svo okkur datt í hug,
að lesendur síðunnar vildu vita
nánari deili á þessari ungu
söngstjörnu og áttum því við
hana viðtal það, sem hér fer á
eftir.
— Hvar komst þú fyrst fram
opinberlaga, Sigrún?
— Það var í Miðbæjarskólan
um, 12 ára gömul. Söng ég þar
dúett ásamt bekkjarsystur minni
á almennri skemmtun, sem þar
var haldin. Síðan var það í
kór Miðbæjarskólans. Við sung-
um m.a. í útvarpið undir stjórn
söngkennarans okkar, Jóns Þór
arinssonar. Ég man, að við vor-
um talsvert upp með okkur, því
að við fengum borgað fyrir að
syngja í útvarpið. Nú, svo
sungum við líka á skólaskemmt
unum. Einstöku sinnum tók ég
lagið með hljómsveitum, sem
léku hjá okkur á skólaböllum.
Þá söng ég í iandsprófi í leik-
riti, sem flutt var á árshátíð
skólans, kom einnig fram í
Háskólabíói fyrir troðfullu húsi
í þessu sama leikriti á sameig-
inlegri skemmtun gagnfræðaskól
anna.
— Hvert lá svo leiðin að
loknu landsprófi?
— Ég hafði hug á mennta-
skólanámi í M.R., en þar sem
foreldrar mínir fluttu til Banda
ríkjanna þá um sumarið, hent-
aði mér betur að hefja nám í
M.A., sem ég og gerði haustið
1966.
— Hefurðu eitthvað sungið
fyrir norðan?
Sigrún Harðardóttir
— Ég tróð fyrst upp um pásk
ana 1967 og söng þá á skemmt-
un í Sjálfstæðishúsinu. Undirleik
annaðist hljómsveit Irtgimars Ey
dals. Einnig hef ég sungið með
kvartett M.A. á skólaskemmt-
unum. Það er verulega góður
kvartett, þótt ég segi sjálf frá.
En aftur á móti söng ég fyrir
surtnan s.l. sumar á Hótel Sögu.
Söng ég með hljómsveit Reynis
Sigurðssonar í þrjár vikur í
sumarfríi Ragnars Bjarnasonar.
— Fannst þér ekki erfiðara
að syngja með heilli hljómsveit
á opinberum veitingastað héld-
ur en með kvartett á skóla-
skemmtunum?
— Jú, óneitanlega. Ég var svo
þreytt fyrstu tvo dagana að ég
vissí naumast hvað ég hét. En
ég vandist þessu fljótt og þótti
mjög vænt um, hvað fólk
skemmti sér vel. Seinna frétti
ég það úti í bæ, að fólk hefði
orðið undrandi yfir því, að ég
hreyfði mig á sviðinu.
— Söngstu eitthvað meira hér
fyrir sunnan?
— Baldur Guðlaugsson bað
mig að syngja í útvarpið. Það
var í sambandi við norrræna
æskulýðsmótið, sem var hérna.
Ég kom einnig fram í sjónvarp-
inu í þættinum hans, “Stundar-
korn“. Áður en ég fór norður
kom stjórnandi þessa þáttar,
Andrés Indriðason, að máli við
mig og spurði, hvort ég vildi
ekki syngja inn á plötu. Ég
trúði þessu nú ekki beinlínis,
en sagði, að það væri allt i lagi.
Svo hóf ég nám mitt fyrir norð-
an og hugsaði ekkert meira um
þetta. En litlu eftir að ég er
byrjuð í skólanum, hringir And
rés norður og segist ætla að
senda mér spólu með þrem er-
lendum lögum og einu eftir
Gunnar Þórðarson í Hljómum.
Ég hlustaði á spóluna og var
afskaplega ánægð með lögin, en
einn var galli á gjöf Njarðar
ég fékk ' ekki nema einn texta,
sem ég var ekki ánægð roeð.
Svo ég bað bekkjarsystur mína,
Guðrúnu Pálsdóttur, að endur-
semja þennan eina texta. Gunna
lætur mig svo hafa hann. Ég
sendi Andrési textann og var
hann svo ánægður með hann
að Guðrún er beðin að semia
tvo í viðbót, sem hún og gerir.
Fjórða textann á plötunni samdi
svo Andrés sjálfur.
— Hvar var platan tekin upp
og hvaða lög eru á henni’
— Hún var tekin upp í sjón-
varpinu. Upptökuskilyrðin þar
eru mjög góð. Það var einungis
ungt fólk, sem vann að upptök-
unni, mjög samstilltur og góður
hópur. T.d. lagið Kæra Kaiitas,
sem mér þykir mjög væiit um.
við það unnu stiákarnir alveg
undirbúningslaust - - ekkert niíi
urskrifað. Lögin á þessari piötu
eru Ástarkveðja (P'ais5- “a -
Framh. á bls. 23