Morgunblaðið - 14.05.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ ld6«.
17
eftir Per Hækkerup, fyrrv. utanríkisráðherra Dana
Hvers vegna Danmörk á ai
halda áfram bátttöku í NAT<
Hér á eftir fer grein, er birtist í aprílhefti „NATO Letter“
og skrifuð er af Per Hækkerup. í greininni fjallar hann al-
mennt um afstö’ðu sína til Norður-Atlantshafsbandalagsins,
en skýrir síðan frá umræðum um bandalagið, er eiga sér
stað í Danmörku um þessar mundir. Leiðir höfundur síðan
ýmis rök að áframhaldandi þátttöku Danmerkur í NATO.
í UMRÆÐUNUM, sem nú
eiga sér stað um Atlantshafs-
sáttmálann, hættir okkur til
að gleyma forsendunum fyrir
stofnun Norður-Atlantshafs-
bandalagsins. Nú á tímum
velta margir því fyrir sér,
hvort NATO hafi nokkru sinni
verið nauðsynlegt. Ég efast
ekki. Hver sá, sem -lítur til
baka og virðir fyrir sér
ástandið á árunum 1947, 1948
og 1949, kemst ekki einungis
að raun um, hversu nauðsyn-
legt þáð var fyrir öryggi Vest
ur-Evrópu að tengjast Banda
ríkjunum og Kanada í sam-
eiginlegu varnarbandalagi,
heldur einnig, hversu mikil-
vægt það var fyrir Dan-
mörku að ganga í slíkt banda
lag. Hitt er mjög eðlilegt, að
menn velti því fyrir sér, hvort
þróun mála frá því að NATO
var stofnað réttlæti nú
breytta afstöðu.
Er þá komið að annarri
spurningu, sem oft kemur
fram í umræðum: Hefur
NATO yfirleitt haft nokkra
þýðingu? Sé litið á þróunina
frá dögúm Berlínardeilunnar,
uppreisnina í Austur-Berlín í
júlí 1953, atburðina í Ung-
verjalandi og það, sem gerð-
ist vi’ð Súezskurðinn 1956, auk
nýlegri stórvandamála, þá er
ég ekki í efa um, að sá heims-
hluti, sem olli mestum deilum
á árunum 1947 til 1949, er nú
á tímum einn friðsamasti
hluti heimsins. Þetta má rekja
til NATO, og þetta ber mönn-
um að hafa í huga, þegar
þeir ræða um, hvort nokkur
þörf sé fyrir NATO. Hættu-
og óróasvæðin hafa flutzt í
aðra heimshluta, og enda
þótt við hörmum stórlega, að
þar fari allt í bál og brand,
leyfist okkur að fullyrða, að
hið trygga ástand, sem af
NATO hefur leitt, skipti Ev-
rópu mestu í annars ótrygg-
um heimi.
Komum við þá að þriðju
spuyningunni: Er NATO nauð
synlegt nú á tímum? Svar
mitt er já. Sú stáðreynd, að
NATO hefur fært okkur ör-
yggi, ætti ekki að telja okk-
ur trú um, að við getum nú
lagt bandalagið niður. Gerum
við það, munum við á einn
veg eða annan reyna á ný ör-
yggisleysið, sem olli því á ár-
unum 1948 og 1949, að við
tókum upp utanríkisstefnuna,
sem verður til umræðu á kom
andi mánuðum og árum.
Að lokum fjór’ða spurning-
in, sem er almenns eðlis: Er
NATO enn nógu áhrifamikið?
Hefur afstaða Frakka ekki
gert því ókleift að þjóna til-
gangi sínum? Ég efast ekki
um svar mitt. Vandamálin,
sem leiddu af brottför Frakka
úr sameiginlegum varnarher
NATO, hafa verið leyst og
yfirlýsing Frakklaíidsforseta
frá þeim títna heldur en gildi
sínu: Frakkland mun halda
áfram þátttöku sinni í banda-
-— efast ég um, að aðild okk-
ar að NATO eða aðildarleysi
hafi nokkur áhrif á áhættuna.
Verði heimsstyrjöld, drögumst
við allir inn án tillits til þess
í hvaða varnarbandalagi við
erum.
nýfasista og nýnazista brjót-
ast fram þar, og er það ekki
hættulegt fyrir Danmörk að
vera samaðili Þýzkalands að
Atlantshafssáttmálanum? Ég
geri mér fullkomna grein fyr-
ir nauðsyn þess, að Þýzka-
laginu eins lengi og sáttmál-
inn segir til um, þ.e. til 1969
—1970, og einnig eftir þann
tíma, nema ástandið í heims-
málunum hafi gjörbreytzt —
og fram til þessa hefur vissu-
lega ekkert komið fram, er
bendir til nokkurrar slíkrar
breytingar. Óvissan, sem
leiddi af brottför Frakka úr
sameiginlegum varnarher NA
TO, er að mínum dómi liðin
hjá. Hins vegar getum við nú
fullyrt á ný, að varnarbanda-
lag okkar sé jafn öflugt og
nokkru sinni áður. Læt ég hér
með lokið almennum hugleið
ingum um NATO.
Svör við gagnrýni.
I þeim umræðúm, sem fara
fram hér í Danmörku, heyr-
um við efasemdir um okkar
eigin aðild. í fyrsta lagi er
sagt, að NATO veiti Dan-
mörku enga vernd. Svar mitt
er, að hver sá, sem þekkir
til aðstæðna í heimalandi
okkar, veit, að í stað þess ör-
yggisleysis, sem við bjuggum
við milli 1945 og 1949, ríkir
nú öryggi — að vísu ekki
fullkomið öryggi, en öryggi
sem byggist einvörðungu á
aðild okkar að Atlantshafs-
sáttmálanum. Vfð höfum ekki
hina minnstu ástæðu til þess
að ætla, að bandamenn okk-
ar muni ekki halda í heiðri
skyldur sínar til sameigin-
legra varna samkvæmt sátt-
málanum, og að sjálfsÖgðu
erum við reiðubúnir til þess
sjálfir.
í öðru lagi er okkur sagt,
að Danmörk hafi svo lítið að
ségja innan NATO, og sérstak
lega er ítrekað, að á kjarn-
orkuöld skipti lítið land eins
og okkar engu máli. Þetta
getur, verið rétt, ef næsta
strið — svo framarlega sem
við upplifum það — verður
kjarnorkustríð. En höfum við
ekki verið vitni að mörgum
styrjöldum síðan árið 1945,
þegar kjarnorkusprengjan var
notuð í fyrsta sinn? Og er
það ekki rétt, að kjarnorku-
vopn hafa ekki verið notuð í
þessum styrjöldum? Hvað
okkar eigið öryggi var’ðar,
skiptir sú röksemd engu máli,
að vegna kjarnorkuvopna hafi
Danmörk ekkert að segja um
mótun stefnu í varnarmálum
NATO. Landfræðileg lega
okkar hefur enn þýðingu fyr-
ir stórveldin, sem standa and-
spænis hvort öðru. Þess vegna
er mikilvægt að Danmörk
reyni að bægja erlendri íhlut
un frá eigin landsvæðum,
jafnvel þótt það sé gert með
venjulegum vopnum.
I þriðja lagi, er okkur sagt,
að aðild okkar að NATO
auki áhættu okkar á að
dragast inn í ófrfð. Ég tel
þetta ekki rétt. Ég tel, að
hættan á þátttöku í svæðis-
bundnum ófriði sé minni, og
ef stórstríð brýzt út, — sem
kemur vonandi aldrei fyrir
Per Hækkerup
Sjálfstæð viðhorf.
1 fjórða lagi er sagt, áð með
aðild sinni að NATO sé Dan-
mörk orðin þægur þjónn
Bandaríkjanna. Sé litið á af-
stöðu Danmerkur til margra
alþjóðamála — ég tel nægilegt
að nefna hið nærtækasta, sem
er afstaðan til stríðsins í Yíet-
nam — hefur það orðið ótví-
rætt ljóst, að landið hefir,
þrátt fyrir að vera í banda-
lagi með Bandaríkjunum og
skyldur þess við bandalagið,
haldið fram eigin skoðunum
á alþjóðamálum og mun gera
það í framtíðinni. Þetta þýðir
ekki, að við tökum ekki tillit
til bandamanna okkar, heldur
hitt, að við reiknum með þeim
við mótun utanríkisstefnu
okkar. Danska ríkisstjórnin
og þjóðþingi'ð móta þessa
stefnu alveg sjálfstætt án til-
lits til þess, hvað aðrar þjóð-
ir kunna að vilja telja okkur
á að gera. Með tilvísun í
það, sem við höfúm gert,
hafna ég algjörlega öllum á-
sökunum um, að við séum
orðnir auðmjúkir þjónar
Bandaríkjanna.
í fimmta lagi er fullyrt, að
í gegnum • NATO hafi Dan-
mörk tengzt mesta hættu-
svæði evrópskra stjórnmála,
Þýzkalandi, og að í því landi
séu pólitísk öfl, sem vfð eig-
um skilyrðislaust að vera
andvígir. Sjáum við ekki öfl
land verði sameinað, og á
hvern hátt þetta vandamál er
tengt öryggi Evrópu. Við
Danir megum aldrei gleyma
því, að aðal vandi okkar í ut-
anríkismálum á upphaf sitt
sunnan við Danmörk. Þáð
mun þjóna okkar eigin hags-
munum að styrkja hin ein-
lægu lýðræðisöfi í Þýzka-
landi og eiga samstarf við
þau. Við eigum sannarlega
ekki að láta einhverjar til-
hneigingar til nýnazisma fæla
okkur frá því að framfylgja
þessari stefnu.
Á hinn bóginn má geta
þess, að ég tel þessar tilhneig
ingar ekki meiri í Þýzkalandi
en annars staðar í Evrópu. I
flestum löndum væri hægt að
sanna, að u.þ.b. 10% íbúanna
hafi meira eða minna fasist-
ískar hugmyndir. Það skiptir
okkur hins vegar meginmáli,
að vfð verðum að taka hönd-
um saman við sönn lýðræðis-
leg öfl í Þýzkalandi gegn ný-
nazismanum, ef við ætlum
að gera okkar bezta til að
tryggja eigið öryggi. Við eig-
um ekki að yfirgefa þýzkt
lýðræði og láta það eitt um
örlög sín, þvi að það þarfn-
ast stúðnkigs annarra landa,
sem byggja á eldri lýðræðis
hefð.
í sjötta lagi er talað um,
að við séum í óþægilegum fé-
lagsskap með Portúgal, Grikk
landi o.s.frv. En hefur aðild
okkar að NATO, og hvað
Grikkland varðar, þátttaka
okkar í Evrópuráðinu ekki
gert orð okkar og gerðir á-
hrifameiri, heldur en ef við
stæðum utan þessara samtaka,
sem framangreind ríki eru
einnig áðilar að? Ég játa fús-
lega, að við ættum ávallt að
fara mjög varlega við mótun
skoðana okkar og yfirlýsinga
um innanlands vandamál ann
arra þjóða. Hins vegar verð-
um við að taka afstöðu til ný-
lendustefnu Portúgal á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna,
og við getum ekki látið ástand
ið í Grikklandi afskiptalaust
vegna tengsla þess vfð
mannréttindasáttmála Ev-
rópu. Mitt mat er, áð við höf-
um tekið rétta afstöðu í báð-
um tilvikum.
Ekkert getur komið
í stað NATO.
Gæti Danmörk ekki tekið
upp aðra utanríkisstefnu?
Sumir segja, að landið geti
tryggt öryggi sitt með aðild
að Sameinuðu þjóðunum.
Enda þótt ég styðji heilshug-
ar allt sem gert er til frekari
uppbyggingar og styrktar
þessum samtökum, þá finnst
mér, með tilliti til hörmulegr-
ar reynslu annarra þjó’ða, að
við getum einfaldlega ekki
byggt öryggi okkar á Samein
uðu þjóðunum, sem eru enn
tiltölulega ófullkomin sam-
tök. Þess vegna verða aðrar
öryggisráðstafanir einnig að
koma til. Þetta táknar ekki
nokkra óvirðingu á Samein-
uðu þjóðunum eða skort á
sanní'æringu um möguleika
þeirra í framtíðinni, sem við
eigum að gera allt til að efla
Aðrir segja, áð ,,sjálfstæð
stefna Evrópu" gæti komið
til greina fyrir Danmörku.
Þetta viðhorf virðist hafa
vakið athygli á síðustu sex
mánuðum, að minnsta kosti
síðan de Gaulle flutti ræðu
, um það nýlega. Frá minum
sjónarhóli séð, er stefnan,
sem við höfum markað varð-
andi samstarf Evrópuþjóða,
rétt. Við höfum stefnt að þátt
töku í Efnahagsbandalagi
Evrópu; við höfum fallizt á
pólitísk markmið EBE; við
höfum látið í ljós áhuga okk
ar á þátttöku. En við höfum
einnig sagt, að við lítum ekki
svo á, að samstarf Evrópu-
þjóða geti komið í stað NATO
Þvert á móti teljum við hvort
tveggja nauðsynlegt.
Rætt hefur verið um nor-
rænt varnarbandalag sem ann
an möguleika. Enda þótt við
hefðum gjarnan viljáð slíkt
bandalag, þá verðum við að
viðurkenna, að vonir okkar
urðu að engu, og hver sá, sem
telur, að öryggismál Dan-
merkur megi nú leysa með
því að berjast fyrir norrænu
varnarbandalagi, blekkir að-
eins sjálfan sig. Hvert ástand-
ið verður eftir 10, 20, 30 eða
40 ár get ég ekki sagt, en í
heimi nútímans er þessi hug-
mynd draumsýn, sem hvorki
Noregur né Svíþjóð eru reiðu
búin til þess áð gera að veru-
leika.
„Aldrei aftur 9. apríl.“
Að lokum má geta þess, að
stungið hefur verið upp á því,
að Danmörk afvopnist og
verði hlutlaus. Þetta var stefn
an, sem flokkur minn barðist
fyrir á árunum milli heims-
styrjaldanna og veitti okkur
ekkert öryggi 9. apríi 1940,
eins og við urðum að viður-
kenna. Eins og Hans heitinn
Hedtoft, fyrrum formaður í
Socialdemokrataflokknum,
sagði: ,,Aldrei aftur 9. apríl.”
Ég tel, að þeir, sem vilja fara
inn á þá braut nú, auki að-
eins öryggisleysið í heimin-
um og stefni áð því að leiða
yfir Danmörku alveg ófyrir-
sjáanlegt ástand.
Framhald á bls. 14