Morgunblaðið - 14.05.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.05.1968, Blaðsíða 21
'RGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAI 1968. 21 Sovétnjósnarar í æöstu valdastööum i Frakklandi? Samskipti Frakka og Bandaríkjamanna á sviði njósna frá heimstyrjöldinni síðari 3. grein 'S Ú ákvörðun Kennedys, Bandaríkjaforseta, að senda sérstakan sendiboða sinn til de Gaulles, Frakklandsfor- seta, með upplýsingarnar um það, sem sovézki flóttamað- urinn hafði gefið uppi, kann að hafa átt sinn þátt í því, að Frakkar brugðust við eins og þeir gerðu. Eðlilegasta leiðin hefði verið, að upplýs- ingar þessar faeru frá banda- rísku leyniþjónustunni, CIA, till hinnar frönsku, SDECE. En ýmsar ástæður lágu til þess, að hún var ekki farin, m.a. sji, að Kennedy treysti ekki frönsku leyniþjónust- unni. Svo bar við um þessar mundir, að yfirmenn leyni- þjónustanna í báðum löndun- um voru tiitölulega nýkomn- ir í embætti og lítt reýndir á svið.i njósna og samskipta um siík mál. í SDECE hafði Paul Jacquier, hershöfðingi, tekið við af Paul Grossin, hershöfðingja, reyndum manni og kænum, sem e.t.v. hefði ekki látið rnálið valda þeim vandræðum, sem raun bar vitni. Paul Grossin hafði verið skipaður yfirmaður SDECE eftir Súezátökin 195>6 og var sagt, að hans stærsti galli hefði verið sá, að hann var ekki Gaullisti. Þegar hann sagði af sér 1962 ,skip- aði de Gaulle tryggan fylgis- mann sinn, Jacquier, í em- bættið. Gagnnjósnadeildina DST rak annar trúr gaullisti, Dani el Doustin, einnig nýr maður og óvanur störfum á þessu sviði. Þessar mannaráðningar voru skýrðar með þeim hætti, að bæði vildi de Gaulle hafa sér trúa menn í þessum lyk- ilstöðum og að skilningur hans á njósnastarfi væri tak- markaður og virðing hans fyrir því starfi lítil. Segir seta, og ráðlagði honum að senda de Gaulle persónulega orðsendingu um málið. Það hefði hann ef til vill ekki gert, ef hann hefði notið leið- sagnar Frakklandssérfræð- ings CIA — mannsins sem hafði stjórnað starfsemi CIA í Frakklandi árum saman, — en hann var nýlega látinn, þegar þetta gerðist. Með því að senda ekki upp- lýsingarnar um Martel gegn- um leyniþjónustur ríkjanna, skapaði Kennedy óánægju og gagnkvæma tortryggni og Frakkarnir litu svo á, að Bandaríkjamenn væru þafna að koma Frökkum í ein- hverja stjórnmálaklípu, sem þeir ætluðu sér að hafa sjálf- ir gagn af. Þessi afstaða byggðist þó ekki aðeins á meðferð þessa máls, heldur öllum samskipt- um Bandaríkjamanna og Frakka frá styrjaldarlokum. Og það skipti ekki svo litlu máli fyrir afstöðu de Gaulles, að hann var um þessar mund ir að gera ráðstafanir til þess að stemma stigu fyrir starf- semi CIA í Frakklandi og hann leit svo á, að Martel- málið gæti fullt eins vel verið hefndarráðstöfun CIA. Sögu þessa máls þarf að rekja aftur til loka heims- styrjaldarinnar síðari, þegar Heins Felfe , Sunday Times“, að hann hafi haft svipaða afstöðu til njósna og Harold Macmillan. 1 CIA hafði einnig tekið við nýr maður, John Mc Cone. Segir blaðið að hann hafi verið næstum eins mik- ili nýgræðingur í faginu og J couier. Það var hann, sem fór beint með upplýsingarnar frá Martei til Kennedys, for- Wennerström meiri hætta virtist á því, að kommúnistar tækju völdin í Frakklandi en í nokkru öðru Evrópuríki. Truman, Banda- ríkjaforseti, hafði rætt við de Gaulle í Washington í ágúst 1945 og reynt, árangurslaust að fá hann til þess að gera eitthvað til þess að takmarka áhrif kommúnista. De Gaulle benti einungis á, að áhrif þeirra í Frakklandi væru inn anríkismál, sem öðrum kæmu ekki við. De Gaulle hafði tek ið þá stefnu að reyna að beizla kommúnista með því að taka þá inn í stjórnina en Bandaríkjastjórn taldi það lítt ráðlegt og var því treg að veita Frökkum þau lán, sem ella hefðu verið þeim til reiðu — og Frakkar þurftu mjög á að halda. Um það bil, sem de Gaulle fór frá völdum í janúar 1946, voru Frakkar, þar á meðal hann sjálfur, farnir að gera sér ljósari grein fyrir hætt- unni af kommúnistum og þeg ar Leon Blum var sendur til Bandaríkjanna til þess að semja um lánveitingar, hafði hann fengið heimild til þess að gera meiri tilslakanir varð andi * starfsemi kommúnista en áður. Ýtarlega var skýrt frá sam- komulaginu, sem þeir Tru- man og Blum gerðu eftir við- ræðurnar á tímabilinu marz- maí 1946, en „Sunday Times“ kveðst hafa komizt að þ.ví, að samkomulag þeirra hafi inni- haldið fleira en þá sá dagsins ljós. Því hafi fylgt leynisamn ingur um, að hafin skyldi her ferð til þéss að draga úr stjórnmálaáhrifum og starf- semi franska kommúnista- flokksins. En þá vildi svo til, að leyni í ’í»- » ið 1947, hafði franska leyni- þjónustan fengið sitt núver- andi nafn, SDECE, og störf- uðu fyrir hana um 40.090 Phiby þjónusta Frakka var í al- gerum molum og var ekki fær um að stunda þá starf- semi gegn kommúnistum, sem til var ætlazt. í febrúar 1946 hafði yfirmaður hennar verið settur í stofufangelsi vegna þess, — sem ekki var skýrt frá þá — að hann hafði flutt alla sjóði leyniþjónust- unnar til London vegna tor- tryggni sinnar í garð þeirra stjórnmálamanna, sem við •tóku af de Gaulle. Verkið féll því í hlut bandarískra stofnana. Banda- ríska leynilögreglan lét málið að einhverju leyti tií sín taka, hún hafði menn að störfum í Frakklandi á þeirri forsendu, að hún væri að fannsaka kommúniska undirróðurs- starfsemi meðal bandarískra hermanna. Upplýsingadeild bandaríska utanríkisráðuneyt isins tók líka þátt í þessu starfi af einhverjum óþekkt- um ástæðum. Þessar stofnan- ir virtust stjórna starfinu í Frakklandi, en sá aðili, sem að framkvæmd þess stóð, virðist hafa verið einn af for ystumönnum bandaríska verkalýðssambandsins, Jay Lovestone og hópur sam- starfsmanna hans, sem allir voru andkommúnistar og framámenn í verkalýðssam- tökum. Árangurinn af þessu varð sá, að þegar CIA var komið á laggirnar árið 1947, tók sú stofnun við fullbúnu njósnakerfi í Frakklandi, njósnakerfi, sem þegar var búið að hreiðra um sig í inn- anríkismálum landsins, Frökk um sjálfum til mestu mæðu. Þegar komið var fram á ár Dunlap manns. Hún hafði til umráða 25.000 bifreiðir en lítið af bita stæðum upplýsingum og enga peninga til að afla þeirra. Frakkarnir sáu, að CIA hafði, að því er virtist, ótakmörkuð fjárráð og vildi, að samvinnan innan Frakk- lands næði til samvinnu um svo gilda sjóði, en CIA menn tortryggðu þá ennþá og kusu að fara sínar eigin götur í sem flestum atriðum. Sam- vinna Frakkanna og Banda- ríkjamannanna var því harla lítil og sambandið stirt. Þeg- ar Henri Ribiere, einn af sterkustu mönnum frönsku andspyrnuhreyfingarinnar, tók við stjórn leyniþjónust- unnar, lagaðist hún verulega, en sambandið við CIA versn- aði að sama skapi. Þá var yf- irmaður CIA Roscoe Hillen- koetter, sem verið hafði í Paris nokkurn tíma eftir stríð og tókst honum að koma í veg fyrir meiri háttar Vassal árekstra, en þegar Walter Bedell-Smith, hershöfðingi, — fyrrum herráðsforingi og sendiherra í Moskvu — tók við stjórn CIA, slitnaði að mestu upp úr samstarfinu við Frakka. Hann hafnaði jafnvel tilboði Breta um að láta bæði Bandaríkjunum og Frakkiandi í té þær upplýs- ingar, sem brezka leyniþjón- ustan aflaði á þeirri forsendu, að — eins og hann sagði „ef Frakkar vita eitthvað, vita Rússar það líka og það kæri ég mig ekki um“. De Vasjoli til Washington. Með tilkomu NATO versn- aði ástandið. Aðalstöðvunum voru fengin heimkynni í Frakk landi og þær urðu eitt alls- herjar njósnabæli. Að sama skapi jókst starfsemi banda- rísku leyniþjónustunnar. Frakkar urðu æ óþolinmóð- ari og franska leyniþjónust- an fór í algera upplausn. í ársbyrjun 1951 var henni skipaður nýr yfirmaður, Pierre Bousciot, og hann var ekkert lamb að leika sér við. Hann gerði þegar marghátt- aðar breytingar til hins betra og ákvað þegar að senda franskan leyniþjónustumann til Washington. Samkvæmt samkomulagi Frakka og Bandaríkjamanna hafði hann fullt leyfi til þess, en CIA barðist eins og Ijón gegn þess ari ráðagerð. Var ekki látið Framhald á bls. 23 Aðalstöðvar SDECE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.