Morgunblaðið - 14.05.1968, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.05.1968, Blaðsíða 32
í GÆR varð forseti íslands herra Ásgeir Ásgeirsson 74 ára. Mynd þessa tók ljósmyndari Mbl. Ól. K. M. af forsetanum á Bessa stöðum í gær. Húsavíkurbáturinn í ísnum: Mat varpað til áhaf nar- innar úr flugvél Húsavík, 13. maí. SÍÐUSTU fréttir af m.b. Glað sem sagt er frá í annarri frétt hér í blaðinu eru þessar: „Vegna vaxandi norðaustan- áttar seinnipartinn í dag hefur ísinn rekið meira vesturundir og þéttzt þar sem báturinn er. Mat höfðu bátsverjar, sem eru 7 um borð, vel til dagsins í dag, en takmarkað af sumu, svo sem kartöflum og brauði. Þar sem útlit er engan vegin gott fyrir því að þeir losni fljótiega úr ísnum var Tryggvi Helgason fenginn til þess að fljúga með vistir tii þeirra. Þrátt fyrir heldur slæm flug skilyrði tókst Tryggva að finna þá fljótlega, en nokkur éljagangur var. Og kastaði bann matarbögglunum niður til þeirra um kl. 7 í gær- kvöldi og tókst bátsverjum fljótlega að ná pökkunum á Togarar afla vel við A-Grænland — ekki vitað um neina fiskibáta til Grænlandsveiða TOGARARNHt hafa aflað ágæt- lega við Grænland að undan- förnu og veður hefur verið ágætt, en nokkuð er þó um ísspangir. Togararnir hafa aðallega haldið sig við Austur-Grænland, þegar mögulegt hefur verið að stunda þar veiðar, en mikill ís hefur ver ið þar í vetur og þess vegna hafa togararnir haldið sig mikið á heimamiðum. Ekki er enn vitað um neina báta, sem ætla ákveðið að stunda veiðar við Grænland í sumar, að þvi er Kristján Ragnarsson hjá L.í.tJ. sagði. Við Austur-Grænland eru nú á veiðum: Ingólfur Arnarson, Hall veig Fróðadóttir, Þorkell máni, Narfi, Röðull, Maí og ef til vill fleiri. Þessir toga'rar hafa fiskað vel það sem af er túrnum. Þor- móður goði kom í gær með u.þ.b. 460 tonn og þar af um 80 á dekki, en veiðiferðin tók 14 daga. Togarinn Víkingur kom einnig í gær til Akraness með um 500 tonn af fiski. Var þa'ð að lang- mestu leyti þorskur. Mestur afli úr einni ferð hjá íslenzkum tog ara var hjá Maí, en hann landaði 585 tonnum í fyrrasumar. Hans Sigurjónsson skipstjóri á Víking sagði okkur í gær að þeir hefðu fengið meira en helming aflans á 3 síðustu dögunum, en veiðiferðin hjá þeim var alls 16 dagar. Hans sagði að það væri oft snarpur þorskur þarna við Austur-Grænland eftir að ísinn færi. Hans sagði að þeir myndu halda aftur á mfðin við Græn- land n.k. miðvikudag. Vetrarhörkur í vorbyrjun Frásögn fréttaritara Morgunblaðsins á Norður- og Austurlandi ÞESSI fimbulvetur ætlar að verða lífsseigur og veðurharkan helzt óbreytt fyrir Norður- og Austurlandi. Snjór er nú yfir Norður- og Austurlandi og sigl- ingaleiðir að mestu tepptar. Margir bátar hafa misst veiðar- færi sín undir is og hljóta af því mikið f járhagslegt tjón. Við rædd um við nokkra fréttaritara Morg unblaðsins á Norður- og Austur- landi í gær og inntum frétta af ástandinu til lands og sjávar. Fer frásögn þeirra hér á eftir: Krp. Fredrik stöðvost í Færeyjum Tórshavn, mánudag. ÞEGAR danska farþega- og flutningaskipið Kronprins Frede- rik kom hingað til Færeyja, skall á verkfall skipsmanna. Hafði það í för með sér, að ekki var lengra haldið. Um 40 farþegar voru með skipinu frá íslandi, og ætluðu þeir áfram með því til Danmerkur. Síðdegis í dag var send leigu- flugvél frá Icelandair og flutti hún farþegana héðan til Kaup- mannahafnar. Skipinu var lagt við hafnargarðinn í Tvöroyri og er búist við að þar muni skipið verða látið liggja unz verkfall hinna dönsku áhafarmanna er lokið. — Arge. — Erfiðleikar í Fagradal. Á SUNNUDAGSNÓTTINA leiiti fólk,_ sem var áð koma af dans- leik "í Valaskjálf í miklum erfið leikum á heimleið frá skemmtun inni. Þetta voru um 45 manns í 8 bílum. Voru þeir að brjótast yfir Fagradal alla nóttina og fram til kl. 13,30 daginn eftir og nutu aðstoðar snjóbíls frá Reyðar firði og vegagerðinni. Venju- lega er þessi leið farin á 25—30 mínútum. 5 bifreiðar varð að Þistilfjörður fullur af ís Þistílfjörður er nú alveg full- ur af ís og hiefucr verið síðan um mánaðamót apiríl-maí. Bátar igátu róið síðari hiluta aprílmán- aðar, en urðu ekiki varir við þorsk og sneru sér því að grá- sleppuveiðum. Grásleppuveiði var Iítil, enda tíðarfar óhaig- stætt. Nokkrir bátar missitu hluta af netium síinum undir ís- inn og 'hætt er við a'ð þau finn- ist ekiki framar. Hér hefur hald- izt norðanátt og hiríðairfjúk síð- 'Uistu daga og sér hvengi á dökk- an díl. Útlit er mjög slæmt fyrir sauð- burð og bændur orðnir 'heyliltlir. Vegraa tíðairfarsins hefur verið óvenjurólegt hér, en fyrir nokkru sýndi Lei'kfélag Þistil- fjarðar igamamleikinn „Þorfákur þreytti“, við mikla aðsókn og vinsældir. — Frébtarjtari. Alvorlegt slys ó skeiðvellinum MAÐUR höfuðkúpubrotnaði þeg ar hann féll af baki hesti sínum á Skeiðvellinum á fjórða tíman- um á ssunnudag. Var maðurinn fluttur í Slysavarðstofuna og þaðan í Landakotsspítala, en hann var ekki kominn til meðvit undar, þegar Morgunblaðið vissi síðast í gærkvöldi. Sjónarvottar báru, að maður- inn hefði dregizt nokkurn spöl með hestinum, sem var á tölu- verðri ferð, þegar slysið vildi til. skilja eftir á Fagradalnum og þar eru þær enn. Fjallvegir á Austurlandi eru ófærir. Snjóbíll reyndi að komast yfir Fjarðarheiði í gær, en fór út af beltinu hjá Snæfelli og gengu bifreiðarstjóri og farþegar þa'ðan til Egilsstaða. Jörðin er hér al- hvít og hefur dregið töluvert í skafla og eru menn frekar ugg- andi í vorbyrjun, því sauðburð- ur er að hefjast. Raufarhöfn einangruð Síðastliðna daga hefur verið þykkt loft hér á Raiufarihöfn og snjókoma öðnu hvonu. Einkum snjóaði mikið eina nótt og þá tepptist alveg veiguirton milli Kópaskers ag Raufarhafnar. — Snjór er mikill yfir öllu enniþá og á vagum eru snjóruðnmig'ar sv» háir að þeir fyllasit um leið og eitthvað sikefur. Nú er því algjörlega ófært bæði til ausiturs og vestiurs frá Raufarhöfn og kaupstaðurinn því algjörlega lok aðuæ samigönigium nema fluigleið- is, en það hefur reynd'ar ekki verið hægt að fljúiga htogað síð- an 8. maí. Svipaða sögu mun vera að segja frá Þórshöfin og þó 'heldur verri og mun ástæðan fyrir því að ekki hefur verið flogið 'hinigað vera sú a'ð engim sikilyirði hafa verið fyrir fluigi þangað, en þessir staðir báðir eru á sörnu áætlunarf'luiglei'ð. Hér er þéttur hafís ailveg inn að höfn og hefur verið síðustu 4 daga. Bátar eru því iimnilokaðir en margiir eiga igrásleppuinet í sjó, sem hætt er við að týnist algjörfega. Hörmulegast mun þó ástandið vera tii sveitanna, því að nú er s'auðburður að byrja oig hey algjörlega þrotin. Þó svo að einhversstaðar væri hægt að fá hey eru alliar aðflutninigsleið lok- aðar og hreiinm voði fyrir dyrum. Próf í skólumum töfðust vegna imflúensiuifaraldurs, en nú eru börn og umiglimigax búnir að Ijúka þessu af og prófin í aligleyminigi — Snæbjörn. Bátar króaðir á Eskifirði vegua íss Vertíð á Es'kifirði er lokið, en héðan voru igerðir út 4 bátar í Framhalld á blis. 15 ÞAÐ er vetrarríki víða á Norður- og Austurlandi um þessar mundir, þó dagatalið segi að kominn sé miður maí- mánuður. Þessa kuldalegu í vetrarríkismynd með snjó og / hafís tók fréttaritari Mbl. á 1 Akureyri í gærmorun ogg er» myndin tekin við Krossanes- í verksmiðjuna. Hafísinn rekur/ inn Eyjafjörð. f gær var þó i hlýtt á Akureyri, hitinn 4—5 ( stig og ekki komið frost kl. I 9.30 í gærkvöld, er hitastig / var enn rétt ofan við frost-1 mark. i (Ljósm. Sverrir Pálss.). i Fjallvegir óiærir á Austurlandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.