Morgunblaðið - 16.05.1968, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1968.
21
THkynning
Athygli innflytjenda skal hér með vakin á því, að
samkvæmt auglýsingu viðskiptamálaráðuneytisins,
dags. 9. janúar 1968, sem birtist í 4. tbl. Lögbirt-
ingablaðsins 1968 fer önnur úthlutun gjaldeyris-
og/eða innflutningsleyfa árið 1968 fyrir þeim inn-
flutningskvótum, sem taldir eru í auglýsingunni,
fram í júní 1968.
Umsóknir um þá úthlutun skulu hafa borizt
Landsbanka íslands eða Útvegsbanka íslands fyrir
10. júní næstkomandi.
LANDSBANKI ÍSLANDS,
ÚTVEGSBANKl ÍSLANDS.
Fréttabréf af Skeiðum
Karlakórinn Geysir í söngför
Hvítárholti 21.4 1968.
Góan má teljast hrakviðra-
söm að þessu sinni. í fyrstu
viku hennar kom hin ofsalega
hláka, sem orsakaði steypiregn
yfir gadd þann og frera sem
þorri herkonungur hafði steypt
yfir alla jörð. Afleiðingarnar
urðu svo þær sem öllum er í
fersku minni að ár tóku að
brjóta af ísbrynjuna, en hún
reyndist þybbin fyrir, svo að
þær viða brutust upp úr far-
vegi sínum og ollu þeim spjöll
um sem kunn eru orðin þ. e.
sundur skornir vegir, girðingar
þaktir sandsköflum og grasrót-
inni flett af sem eftir jökul-
ruðning. Einmánuður er nú senn
liðinn, en hann hófst hér sem
annars staðar með einhverjum
þeim mestu frosthörkum, sem
menn muna á þessum tíma árs,
þar sem og hafísinn fyllti alla
flóa og firði fyrir norðan. Þótt
Sunnlendingar hafi nú sem áð-
ur ekki af því að segja. En síð-
an um páska hefur ríkt hér sum
artíð, svo að grænu stráin eru
þegar farin að sjást í vörpum.
samkomu þessari var settur á
leiksvið stuttur þáttur úr
Heiðarbýli Jóns Trausta og
hófst hann á flutningi „inn-
gangs“ samsvarandi efni því
sem á eftir fór. Leiktjöld voru
einnig máluð hér. Að sýning-
unni var góður rómur gerður
og þótti vel takast. Næsta at-
riði var söngur, blandaður kvart
ett, söng undir stjórn Sigurðar
Ágústssonar. Þar næst sungnar
gamanvísur. Síðan stiginn dans.
í vetur hefur „Héraðssamband
ið Skarhéðinn" gengist fyrir því
meðal ungmennafélaganna í sam
bandssvæðinu. Hinn 15 marz fór
hér fram önnur keppnin. Kepp-
endur voru frá Um.f. Hruna-
manna, u.m.f. Gnúpverja og u.
m.f. Skeiðarmanna. Spurningar
voru 20. Spurt var í tvennu
lagi og skemmtiatriði á milli.
Gnúpverjar báru sigur úr být-
um.
í aprílmánuði 1908 var Ung-
mennafélag Hrunamanna stofn-
að. 60 ára afmælisins var minnst
í félagsheimilinu hér 6. þ.m
Klaka er nú verulega tekið að
leysa og vegir farnir að spillast,
það svo, að víða er að verða
ófært heim á bæi. Áburður hef
ur sem enginn verið fluttur enn
í sveitina og ekki séð að það
verði gert fyrr en vegir taka
að síga, þykir mönnum það ó-
vænlega horfa.
Samkomuhald og félagslíf má
segja að hér hafi verið mikið
í vetur. Fundir hafa þó verið
fremur fáir, enda ekki auðvelt
að koma þeim að fyrir öðru sem
fyrir gengur. Haldið hefur ver-
ið uppi bridge-keppni með mik-
illi þátttöku'og áhuga.
Hinn 1. marz var haldin hér
í félagsheimilinu hin árlega
hjónaskemmtun sem svo hefur
verið nefnd, enda þótt hún sé
í reynd alls ekki bundin við
hjón, heldur allt búandi fólk,
eða sem almenn samkoma í sveit
inni, þar sem reynt er eftir getu
að hafa eitthvað fyrii alla. Á
alls vandað. Allir gamlir og ný-
ir félagsmenn og aðrir velunn-
arar boðnir velkomnir. Kaffi-
drykkja. Það sem fram fór var:
1. Ræða: Fyrir minni félagsins:
(Sigurður Sigurmundsson) 2.
Leikþáttur: Fjórði þáttur úr leik
riti Indriða Einarssonar „DANS—
I_NN í Hruna“, undir stjórn Emils
Ásgeirsson og me_ð skýringum
hans. 3. Kórsöngur, blandaður
kór, undir stjórn Sigurðar Ág-
ústssonar. Síðan nokkrar þakk
arræður boðsgesta. Að lokum
stiginn dans.
Laugardaginn 20. apríl fóru
svo hér fram úrslit í spurninga-
keppni þeirri, sem hér var áður
nefnd. Keppendur voru Biskups
tungnamenn og Austur-Eyfell-
ingar. Sigruðu Eyfellingar með
90 stigum gegn 75. Gífurlegur
mannfjöldi sótti samkonuna um
600 manns. Leikþátturnn úr
Dansinum í Hruna var sýndur í
annað sinn.
S.Sig.
Akureyri, 13. maí.
KARLAKÓRINN Geysir er nú
að leggja upp í söngferð til ísa-
fjarðar og Suðvesturlands, en að
undanförnu hefir hann haldið
nokkra samsöngva á Akureyri
við prýðilega aðsókn og góðar
viðtökur.
Söngstjóri er Jan Kisa, en und
irleikari Philip Jenkins. Kórinn
hefir í vetur notið raddþjálfun-
ar Sigurðar Demetz Franzsonar.
Einsöngvarar verða Aðalsteinn
Jónsson, Jóhann Daníelsson, Jó-
hann Guðmundsson, Jóhann
Konráðsson, Lárus Haraldsson
og Sigurður Svanbergsson.
Á söngskránni eru mörg lög
eftir innlenda og erlenda höf-
unda, þar á meðal er eitt ís-
lenzt lag frumflutt, Lýðveldis-
Ijóð eftir Jón Benediktsson. Söng
skráin er létt og fjölbreytt, m.a.
lagasyrpa úr amerískum söng-
leikjum, en þar kemur fram
kvartett kórmanna.
Fyrsti samsöngurinn verður á
ísafirði (Alþýðuhúsinu) 15. maí
kl. 24, annar í Nýja Bíói í Kefla-
vík 16. maí kl. 21, þriðji í Félags
heimilinu að Flúðum, Hruna-
mannahreppi, 17. maí kl. 21,30 og
hinn fjórði og síðasti í Gamla
Bíói í Reykjavík 18. maí kl. 15.
Formaður Karlakórsins Geysis
er Jóhann Guðmundsson, póst-
meistari.
— Sv. P.
Fyrirtæki sem er vel staðsett
og sem vill auka starfssvið sitt í innflutningsverzl-
un og dreifingu, óskar eftir manni eða fyrirtæki
í félagi við sig sem getur lagt peningaframlag til
aukningar rekstrinum.
Tilboð sendist Morgunblaðinu, merkt: „8623“.
Ný sending
af kjólum tekin fram í dag.
Kjólabúðin MÆR, Lækjargötu 2.
Eigendur veitingaskáfa
ATHUGIO
Óskum eftir að taka á leigu eða upp á prósentur
veitingaskála úti á landi.
Tilboð merkt: „Trúnaðarmál — 8624“ sendist Mbl.
Skrifstofiihúsnæði til leigu
Getum leigt skrifstofuhúsnæði á 3. hæð
að Skúlatúni 6.
Sig. Sveinbjörnsson h.f.
íslenzkar telpur í
Norðurlandasjónvarpi
TELPNAKÓR'Öldutúnsskóla i| í upphafi og að lokuim. Sögðu
Hafnarf'rði 9Ótti miót norrænna
barnakóra, sem haldið er á veg-
um útvarps -og sjónvarpsstöðva
á Norðurlöndum, en það var
haldið í Finnlanidi að þessu sinni.
Fóru 20 stúlkur á aldrinum 10-
14 ára og sungu undir stjórn Eg-
ils Friðleifssonar, en farstjór-
ar voru Páll Eiríksson, lækna-
nemi og Arndís Jónsdóttir, kenn
axi.
Sunnudaginn 28. apríl sungu
kórarnir í þætti, sem úbvarpað
og sjónvarpað var um öll Norð-
urlönd kl. 5 sáðdegis. Söng
telpnakór Öldutúnsskóla 3 lög,
og með 'hinum kórunum tvö lög
þeir Egill og Páll að dagsskránni
yrði seinna sjónvaxpað hér.
Þá fór kórinn í heimsókn til
vinabæjar Hafnarfjarðar Hám-
eenlinna í Finnlandi þar sem
hann söng á þremuir stöðum.
Fékk han-n þar frábærar viðtök-
ur, eins og alls staðar í ferðinni.
Telpurnar í kór ÖMutúnsiskól-
ans sungu í sjónvarp fyrir öll
Norðurlönd í Finnlandi.
Til leigu
er íbúð á I. hæð í fjölbýlishúsi við Háaleitisbraut
3 svefnherbergi og stofa.
Upplýsingar í síma 40887 í dag kl. 14—21.
Vegna jarðarfarar
Gunnars Erlendssonar, verða verzlanir okkar
lokaðar í dag frá kl. 12 til 4.
Kjötborg h/f., Búðagerði 10,
Austurborg, Búðagerði 10.