Morgunblaðið - 05.06.1968, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNt 1968
31
Myndin sýnir svæðið þar sem nýi hverinn hefur mynðazt. (Ljósm. Sig. S. Waage)
Skoðuðu gossvæðið
í Kverkfjöllum —
FYRIR tæpum hálfum mánuði
fóru tíu menn á tveimur snjó-
bílum frá Reykjavík upp að gos-
stöðvunum í KverkfjöHum til að
kanna umbrotin, sem þar urðu.
Fegar hópurinn lagði af stað var
ferðinni upphaflega heitið á
Hvannadalshnjúk, en vegna veð-
urs og fréttanna um gos í Kverk
fjöllum breyttist áætlunin.
Hópurinn kom í borgina nú
um hvítasunnuna, og hittum við
þá einn leiðangursmanna, Sig-
urð S. Waage, að máli. Hann
kvað ferðina hafa gengið vel,
þótt tafsöm væri oft og tíðum.
Voru leiðangursmenn 84 klukku
stundir frá Reykjavík að Jökul-
heimum, en gekk greiðlega að
komast yfir Tungná.
Sigurður kvað leiðangurs-
menn hafa skoðað allt svæðið,
þar sem gosið hafði orðið. Er þar
gamall gígur, en glöggt mátti
sjá á snjónum þar í kring, að
meiriháttar gos hafði orðið. Þó
var ekki miklar breytingar að
sjá á sjálfu svæðinu ,og engar
sprungur höfðu myndast inn í
jökulinn.
Aðra nóttina ,sem leiðangurs-
menn dvöldu hjá gossvæðinu,
gerði ofsarok, svo að tvö tjöld
fuku. Urðu menn þá að flýja úr
tjöldunum í bílana. Þessu næst
hélt leiðangurinn á Bárðarbungu,
en að því búnu var haldið heim
á leið. Gekk heimferðm vel,
hema þeir félagar urðu að bíða
í tvo sólanhringa eftir því að
komast yfir Tungná vegna þess
hve mikið vatn og jakaburður
var í henni. Þá var leiðangur
Jöklarannsóknarfélagsins kom-
inn að ánni hinum megin, og
þurfti einnig að bíða í tvo sólar-
hringa.
Loks sjatnaði í ánni, svo að
hún varð fær, en þó er talið að
sjaldan eða aldrei hafi verið far-
ið yfir hana, eins djúpa. Óðu
Guðmundur Jónasson og Ómar
Hafliðason yfir alla ána, og er
það talsverð þrekraun, þegar
þess er gætt, hve mikið vatn var
í henni.
Sunnuferðir með
t>otu F.I. hafnar
- UMFERÐEN
Fraunh. af bls. 32
voru úti á þjóðvegunum yfir
helgina. Ber lögregluþjónunum
öllum saman um það, að þeir
hafi aldrei séð neitt þessu líkt
itil íslenzkra vegfarenda — öll
hegðun þeirra hafi einkennzt af
tillitsemi og hjálpsemi við ná-
ungann. Hafa þó flestir þessara
lögregluþjóna verið við vegaeft-
irlitsstörf í fjölda mörg ár. Róma
þeir sérstaklega akstur lang-
ferðabifreiðastjóranna, sem hafi
undantekningarlaust sýnt mikla
lipurð í umferðinni og virt há-
markshraðann.
Mjög lítið var um framúrakst-
ur úti á vegunum, en í þess
sitað hefðu ökumenn haldið
hraðanum jöfnum við tiltekið há
mark. — Lögreglan var við rad
arhraðamælingar á Reykjanes-
braut, ag tók þar nokkra öku-
menn fyrir of hraðan akstur.
Virðast ökumenn eiga í hvað
mestum vandræðum með að
halda hraðanum niðri á þeim
vegi, og m.a. tók lögreglan þar
einn ungan pilt, sem ók á 80-
90 km hraða. Hefur lögreglan
nú áminnt eða sektað um 4-500
ökumenn fyrir of hraðan akstur
frá því umferðarbreytingin tók
gildi.
Eina slysið, sem vitað er um
eftir helgina, varð á gatnamót-
um Fornhaga og Ægissiðu. Þar
varð lítill sex ára drengur á
hjóli fyrir bifreið, en hann
skrámaðist aðeins lítilsháttar.
Misritun
símunúmers
SLÆM misri'tun varð á síma-
núimeri er fyl.gdi mieð frétt um
íþróttanámiskeið í Leirárskióla.
Var sa|git í frétt á 1'auig.ardaig að
upplýsinigar vænu giefnar hjá
Ásgeiri Guðmundssyni í síma
14558. Númerið er rangt: Það er
2-45-58.
1 DAG hefjast reglubundnar
leiguflugferðir með þotu milli
íslands og Palma de Mall-
orca á vegum Ferðaskrifst.
Sunnu, sem leigir hina nýju Bo-
eing-þotu Flugféi. Islands. Er far
ið héðan beint til Palma á f jór-
um klukkustundum annanhvorn
miðvikudag og samdægurs til
London, en heim frá London
eru þessar flugferðir SUNNU
með Flugfélagsþotunni annan-
hvorn föstudag. Er þetta í fyrsta
sinn sem íslenzk ferðaskrifstofa
leigir þotu til þess að annast
farþegaflutninga einvörðungu
fyrir sína farþega.
Sunna hafði í fyrra reglu-
bundið leiguflug hálfsmánaðar-
lega á þessum sömu flugleiðum
með flugvélum af gerðinni DC
6B. Hófust þessar ferðir
SUNNU að nýju í aprílbyrjun
og hafa verið með DC6B vélum
hálfsmánaðarlega þar til nú að
Þotan er leigð til ferðanna.
Hafa flugvélarnar verið full-
skipaðar fram að þessu, en
vegna þess að sætarými eykst
mjög með tilkomu þotunnar eru
enn sæti laus í næstu ferðirn-
f DAG kom til vopnaðra á-
taka milli fsraels og Jórdans,
hina mannskæðustu um langt
skeið. Munu milli fjörutíu og
fimmtíu manns ihafa beðið bana
í átökunum, er stóðu yfir í átta
klukkustundir. — Hvor aðilinn
kennir hinum upptökin, og
fregnir þeirra af mannfalli eru
mjög ósamhljóða.
Ljóst virðist þó, að flugvélar
fsraelsmanna hafi flogið yfir
landamærin og skotið á þorp og
bæi. Jórdanski herinn segist
ar, eins og sakir standa, þar til
síðari hluta júlímánaðar en frá
þeim tíma má heita að fullbókað
sé í allar þessar flugferðir út
septembermánuð.
SUNNA hefir nú eigin skrif-
stofu í Palma með tveimur ís-
lenzkum starfsmönnum og ein-
um spönskum og langa samn-
inga, við hótel, sem gerir það að
verkum auk leiguflugsins, að
hægt er að selja þessar ferðir
mjög ódýrt. Þannig kostar 17
daga ferðir til Malkorka og
London, 14 dagar á Mallorca og
tveir dagar í London frá kr.
8.900, ef dvalið er í íbúðum í
Palma, en frá 9.800, - með fullu
fæði á hótelum. SUNNA selur
þessar ferðir nú einnig á ferða-
markaði í Bandaríkjunum með
haustinu og spara Bandaríkja-
menn 10—14 þús. krónur, eða
samsvarandi í dollurum með því
að koma með áætlunarflugi hing
að að vestan og taka hér leigu-
flug SUNNU til Palma og Lon-
don. Hefir SUNNA fasta samn-
inga við Hotel á Mallorca um
gistirými fyrir um 180 manns að
staðaldri.
hafa skotið niður fjórar flugvél-
ar, fellt 45 ísraelska hermenn,
eyðilagt fjóra skriðdreka og sex
brynvarðar bifreiðar og þar að
auki eyðilagt stöðvar ísraels-
manna í Elhimma, þ.e. á land-
svæði, er ísraelsmenn tóku af
Sýrlendin.gum í sex daga stríð-
inu í fyrra.
Flugvöllurinn í Amman var
lokaður fyrir farþegaflugi í dag
og stjórnin í Amman hefur kært
til Öryggisráðs Sameinuðu þjóð-
anna vegna átakanna. Af hálfu
ísraelsmanna hefur ekki verið
skýrt frá mannfalli.
Tugir farast í átökum
israels og Jórdana
Amman, Tel Aviv, 4. júní.
AP-NTB.
Bátur með vélarbilun
rak að skerjagarði
— en skipverjum tókst að lagfæra vélina
Vélbáturinn Jón Eiríksson
lenti í hinum mestu hrakning-
um sl. mánudag er hann var að
koma út frá Höfn í Hornafirði.
Ætlaði báturinn þaðan til Vest-
mannaeyja, en þar átti hann að
fara í slipp.
Báturinn var rétt nýkominn
út úr Hornafjarðarós, þegar vél
bátsins stöðvaðist. Hugðu báts
verjar í fyrstu, að skrúfan
hefði skaddazt í ís, sem er mik-
ill á þessum slóðum. Höfðu þeir
þegar samband við Slysavarna-
félagið og báðu um aðstoð, en
SVFÍ hafði síðan samband við
togarann Marz og vi'taskipið Ar
vak og gerði þeim aðvart, en
þessi tvö skip voru stödd næst
hinum nauðstadda báti.
Jafnframt þessu var björgun
arsveitinni í Höfn gert aðvart,
og fór hún með öll nauðsynleg
tæki á Austurfjörurnar. Var
hún þar viðbúin til mannbjörg-
unar, ef svo færi, að báturinn
lenti á Þinganesskerjum, en
þangað rak bátinn, enda þótt
akkerum hefði verið kastað.
Skipverjum tókst þó að koma
vélinni í gang í tíma, og litlu
síðar tilkynntu þeir, að bátur-
inn þyrfti ekki á aðstoð að
halda. Komst Jón Eiriksson síð-
an klakklaust til Vestmanna-
eyja. j
Hvítasunnuhelg-
in friðsamleg
UM fjögur hundruð ungling-
ar tjölduðu í Bolabás á Þing-
völlum um hvítasunniuihelgi og
voru þar um 100 tjöld. Er ekki
kunnugt um nein spjöll eða ó-
læti og engin slys. Lögreglan
þurfti hins vegar að flytja til
Reykjavíkur um 30 unglinga á
aldrinum 14 til 18 ára vegna ölv-
unar eða lélegs aðbúnaðar. Þá
gerði lögreglan upptækt tölu
vert magn af víni hjá ungling-
unum, eða milli 40 og 50 flösk-
ur, þar af 20 flöskur í einum og
sama hílnum. Farþegar voru all-
ir unglingar.
Axel Kvaran varðstjóri tjáði
Mbl. í gær, að hvítasunnuhelgin
hefði farið rólega fram og ekki
hefði verið hægt að kvarta neitt
um framferði meirihluta ungling
anna, er tjölduðu í Bolabás
sem er utan þjóðgarðsins um há-
tíðina. Að vísu hefði borið nokk-
uð á ölvun og nokkru vínmagni
hefði verið hellt niður, auk
þess sem lögreglan hefði flutt í
bæinn um 30 unglinga vegna ölv
unar eða klæðaleysis, en
veður verið leiðinlegt og gengið
á með slæmum skúrum og krakk
arnir hefðu ráfað um í eyrðar-
og tilgangsleysi.
í Þjórsárdal voru meðlimir úr
Bifreiðaklúbbnum. Fór þar allt
friðsamlega fram, sá ekki vín á
nokkrum manni, en menn
skemmtu sér við að reyna jeppa
sína á ýmsum torfærum, m.a. í
ánum.
- SKAKMOTJÐ
Framh. af bls. 32
Friðrik í gær. Kvaðst hann
vera ánæg’ður með embættis-
próf sitt og tiltölulega bjart-
sýnn á árangur sinn á skák-
móti þessu. „Að vísu hef ég
lítið getað legið yfir skákum
núna nokkum tíma, en á móti
kemur, að ég tel mig ferskari
núna en oftast áður, því að
skákin hefur ekkert „angrað“
mig þennan tíma meðan á
próflestri stóð. Þó er því ekki
að neita, að æfingin hefur
mikið að segja, en ég vona áð
úthaldsleysi komi mér ekki í
koll, þegar líður á mótið.
Þetta er sterkt skákmót, og
ánægjulegt að hægt skuli vera
að halda slík mót hér heima.“
Fiskeskákmótið hófst sl.
laugardag. Formaður Taflfé-
lags Reykjavikur, Hólmsteinn
Steingrímsson, setti mótið og
bauð gesti velkomna. Ávarp-
aði hann erlendu gestina á
ensku og þýzku.
Þvi næst flutti dr. Gylfi Þ.
Gíslason, menntamálaráðherra
stutt ávarp og minntist Will-
ard Fiske, sem var mikill ís-
landsvinur og studdi mjög efl
ingu skákíþróttarinnar hér-
lendis. Að lokum flutti Carl
Rolwaag, ambassador Banda-
ríkjanna á Islandi, ræðu og
ræddi um líf Fiske. Geir
Hallgrímsson, borgarstjóri,
opnaði mótið me’ð því að tef la
fyrsta leikinn í skák þeirra
Vasjukoff og Szabo.
Fresta varð tveimur skák-
um í fyrstu umferð — skák-
um þeirra Freysteins og Guð-
mundar og Friðriks og Jóns,
eins og áður var getið. Menn
höfðu gert sér miklar vonir
um góð tilþrif í skák Vasju-
koff og Szabo, en það fór
mjög á annan veg. Bar flest-
um SEiman um, að tilþrifa-
minni skák hefði vart verið
tefld á svo sterku móti hér
frá upphafi, en henni lyktaði
stjóri, leikur fyrsta leikinn.
með jafntefli.
Á óvart kom sigur Braga
Kristjánssonar yfir Inga, og
eftir frammistöðu hans gegn
Vasjukoff í annarri umferð
má ætla að hann sé í mjög
‘ góðri æfingu núna. Önnur
úrslit urðu sem hér segir:
Addison vann Jón, sem féll á
tíma, Byrne vann Jóhann
Sigurjónsson og Taimanov
vann Andrés. Skák þeirra
Uhlmanns og Ostjic fór í bið,
en staðan er mjög jöfn.___________