Morgunblaðið - 21.06.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.06.1968, Blaðsíða 1
28 SIÐUlt 127. tbl. 55. árg. FÖSTUDAGUR 21. JUNÍ 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins Berlínardeilan: Vesturveldin grípa til gagnráðstaf ana — ferðaskattur á Austur-Þjóðverja, — sem fara til Natolanda Bonn, Brussel, 20. júní — NTB-AP — FERÐASKRIFSTOFA hernáms- velðanna þriggja í Berlín, Banda ríkjanna, Bretlands og Frakk- lands, byrjaði í dag að leggja skatt á þá Austur-Þjóðverja, sem óska að ferðast til NATO-land- anna. Þetta er sögð vera gagn- ráðstöfun vesturveldanna við umferðarhömlunum, sem austur- þýzka stjórnin hefur lagt á sam- göngur við Vestur-Berlín. Sömu leiðis var tilkynnt að umsóknir þessara ferðamanna yrðu kann- aðar mjög gaumgæfilega, áður en leyfið yrði veitt. Kurt Kiesinger, kanzlari V- Þýzkalands, sagði í ræðu á sam- bandsþinginu í Bonn í dag, að V-Þjóðverjar mættu ekki láta leiðast út í kalt stríð vegna ákvarðana A-Þjóðverja um hömlur á umferð við V-Berlín. A-Þjóðverjar bæru einir alla ábyrgðina. Kiesinger sagði, að nauðsyn- legt væri að gera Sovétstjórn- inni ljóst, að aðgerðir austur- þýzkra kommúnista gætu haft hinar alvarlegustu afleiðingar. Hann endurtók þá skoðun sína, Varsjárbanda- lagið með að ráðstafanirnar væru í alla staði ólöglegar, en þrátt fyrir það hefði Sovétstjórnin lagt blessun sína yfir þær, þótt hún héldi því fram, að hún vildi draga úr spennunni í Þýzkalands málinu. Kanzlarinn sagði, að V- Framhald á bls. 3. Byltingartilroun í Jórdaníu? Tel Aviv, 20. júní — AP FERÐAMENN, sem komu í dag frá Jórdaníu til vesturbakka Jórdans skýrðu frá þvi, að jór- danskar hersveitir hefðu gert misheppnaða tilraun til að steypa Hussein konungi af stóli. Ferðamennirnir sögðu í við- tali við ísraelsku fréttastofuna „Itim“, að sveitir öfgasinna hefðu sótt til jórdanska varnar- málaráðuneytisins og útvarps- stöðvarinnar í Amman á þriðju- daginn, er íranskar hersveitir hafi hrundið árásinni eftir við- ureign, sem staðið hafi í nokkr- ar klukkustundir. Blaðið „Davar“, sem er hálf- opinbert, hermir, að engar íranskar hersveitir hafi verið í Amman þegar byltingartilraun- in átti að hafa verið gerð og tel- ur vafasamt að fréttin hafi við nokkur rök að styðjast. V.b. Reynir frá Akranesi hve rfur í djúpið eftir að eldur kom upp í bátnum um 16 sjómilur norðvestur af Þrídröngum í gærmorgun. Mannbjörg varð. S já frétt á baksíðu. Ljósm. Ragnar Steinsson. Gríska stjórnin endurskipulögð Sex sérfrœðingar teknir í stjórnina — Valdamesfu mennirnir sitja áfram — Höfuðandstœðingur Konstantíns hœkkaður í tign — heræfingar Prag, 20. júní — NTB HERÆFINGAR þær á vegum Varsjárbandalagsins, sem boðað- ar voru nýlega ,hófust í dag, að því er talsmaður tékkneska varnarmálaráðuneytisins upp- lýsti í kvöld. Allmiklar deilur hafa orðið um þessar heræfingar og innan Tékkóslóvakíu hefur komið fram gagnrýni á þær og þvi mótmælt að þær verffi haldnar þar. Yfirmaður heræfinganna, sov- ézki marskálkurinn Ivan Jbbu- kovski, sagði fyrr í þessum mán uði, að lið frá Sovétríkjunum, Ungverjalandi, A-Þýzkalandi, Póllandi og Tékkóslóvakíu tækju þátt í þeim. Gert er ráð fyrir að æfingarnar fari einkum fram í Tékkóslóvakíu, en einnig í Pól- landi, A-Þýzkalandi og Sovét- ríkjunum. Plymouth, 20. júní — NTB — FLUGVÉL frá brezka flughern- 'um fann í kvöld franska kappsigl ingamanninn Jean De Kat á re'ki í gúmbát á Atlantshafi, og vísaði síðan tveim skipum, sem voru í 30 sjómílna fjarlægð, á staðinn. Aþenu, 20. júní. NTB-AP GEORG Papadopoulos forsæt isráðherra Grikklands, endur skipulagði stjórn sína í dag, vék sex ráðherrum frá störf- um og skipaði í þeirra stað háskólaprófessora, hagfræð- inga og aðra sérfræðinga, sem njóta viðurkenningar fyrir dugnað á sérsviðum sínum. Frakkinn var sýnilega hress og veifaði til flugmannanna. Hans hefur verið saknað undan farna daga og óttuðust menn að hann hefði farizt í óveðri sem hefur geisað á þessum slóð- um. Með þessari endurskipulagn- ingu hyggst Papadopoulos forsætisráðherra að gera störf stjórnarinnar árangursríkari. Flestir valdamestu menn frá- farandi stjórnar, það er herfor- ingjarnir sem stóðu fyrir bylt- ingu hersins fyrir rúmu ári, gegna áfram sínum fyrri em- bættum, þeirra á meðal Stylia- nos Patakos, varaforsætisráð- herra og Nicholas Makarezos, sem fer með stjórn samræming- ar efnahagsmála. Einn hershöfð ingi, Dimitros Patilis, sem átti mikinn þátt í að brjóta á bak aftur byltingartilraun Konstan- tíns konungs í desember, hefur verið hækkaður í tign og skipað- ur annar varaforsætisráðherra. Talsmaður Papadopoulosar sagði, að forsætisráðherrann hefði leyst upp stjóm sína til þess að fela nýrri kynslöð á- byrgð á framkvæmd pólitískra, félagslegra og efnahagslegra markmiða byltingarinnar, en endurskipulagningin á stjórn- inni var ekki eins víðtæk og þessi tilkynning virtist gefa til kynna. Auk skipunar Patilisar hershöfðingja, sem fór áður með málefni Norður-Grikklands í stjóminni, í embætti annars varaforsætisráðherra, hafa nýir menn verið skipaðir í embætti dómsmálaráðherra, samgöngu- málaráðherra, félagsmólaráð- herra, siglingamálaráðherra og verkamálaráðherra. Aba, Biafra, 20. júní NTB NOKKUR áhrifamikii félagasam tök í Biafra hafa krafizt þess aff fulltrúar aðskilnaðarstjórnar- innar í nýafstöðnum friðarvið- ræðum við Nígeríustjóm verffi tafarlaust kvaddir heim frá Lond on, þar sem þeir eru staddir nú, að því er skýrt var frá í bænum „Endurnýjun" Þetta er fyrsta meiriháttar breytingin sem gerð hefur ver- ið á grísku stjórninni síðan her- inn brauzt til valda, og í Aþenu segja kunnugir, að breytingarn- ar séu ekki ýkja mikilvægar í pólitísku tilliti, þar sem tilgang- urinn sé augljóslega sá, að fela hæfum mönnum ráðherrastöður til þess að tryggja það, að árang ur verði af störfum stjórnar- innar. Fyrir þremur dögum tilkynnti Patakos varaforsætisráðherra, að stjórnin mundi standa við þá ákvörðun sína, að efna til þjó'ð- aratkvæðagreiðslu 1. september Framhald á bls. 27. Aba í Biafra í dag. Mörg félög hafa mótmælt dvöl fulltrúanna í London, enda eru Bretar óvin- sælir í Biafra vegna vopnasend- inga sinna til Nígeríu og eru þeir sakaðir um að torvelda til- raunir til að finna friðsamlcga lausn á deilu Biafra og Nigeriu. Framhald á bls. 3. Kappsiglingamaður- inn fundinn Biafra gagnrýnir Bretland og USA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.