Morgunblaðið - 21.06.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.06.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1968 13 Vel heppnað stúd- entamót Verzl.skólans Svo sem kunnugt er, stofnuðu stúdentar, brautskráðir frá Verzlunarskóla f slands „ Sam- band Verzlunarskólastúdenta í fyrra vor. Gekkst það þá fyrir hófi að Hótel Borg um það leyti sem stúdentar voru brautskráð- ir. Einnig að þessu sinni efndi Samband Verzlunarskóla stúd- enta til samsætis að Hótel Borg hinn 16. þ.m. Veizlustjóri var formaður Sambands verzlunar- skólastúdenta, Karl Bergmann, viðskiptafræðingur. Heiðurgestir að þessu sinni voru dr. Jón Gíslason, skófla- stjóri, og kona hans frú Lea Eggertsdóttir. Bauð veizlustjóri þau skólastjórahjónin sérstak- lega velkomin og lét þess getið, að daginn áður, 15. júní, hefði dr. Jón verið að brautskrá fimmtánda stúdentaárgang sinn. Aðalræðumaður samsætisins var einn úr hópi fyrstu stúd- entanna, sem dr. Jón hafði braut skráð fyrir 15 árum, Guðmund- ur Gíslason, fulltrúi. Sneri hann fyrst máli sínu til nýstúdenta, sem allir sátu þessa veizlu. Síð- an beindi hann máli sínu til heið ursgestanna. Fór hann miklum viðurkenningarorðum um skerf skólastjóra og árnaði þeim hjón unum heilla. Flutti Guðmundur Gíslason mál sitt skörulega og þótti honum vel mælast, enda var góður rómur ger að ræðu hans og honum óspart klappað lof í lófa. Þá tók til máls skólastjóri, dr. Jón Gíslason kvaðst hann fyrst og fremst vilja þakka stjórn „Sambands Verzlunarskólastúdi enta“ þann heiður að bjóða sér og konu sinni í mannfagnað þennan. Sér hefði verið það ó- Irlandin gleði, er stúdenínar, þrautskráðir frá Verzlunarskóla íslands, hefðu tekið þá ákvörð- un að stofna með sér samband. Sér teldist svo til að alls hefðu verið brautskráðir úr Verzlun- arskóla íslands 486 stúdentar til þessa, 347 piltar, 139 stúlkur. Kvað hann skólanum að því mikinn styrk að eiga slík sam- tök sem „Samband Verzlunar- skólastúdenta“ að bakhjarli, jafn fjölmennan og sívökulan hóp manna og kvenna, er m.a. vegna stöðu sinnar í þjóðfélaginu hlytu að vera líkleg til mikilla áhrifa. Enginn efaðist um, að allirþess- ir ágætu nemendur skólans vildu hag hans og sóma í hvívetna og mundu af alhug vilja stuðla að viðgangi hans. Á hinn bóginn kvað hann gömlum nemendum hollt að eiga þess kost að hittast við og við og rifja upp gömul kynni. Á slíkum samfundum yrðu menn 'ungir í annað sinn, því að flest- ir ættu bjartar minningar frá skólaárunum í hópi glaðra og samrýmdra félaga. Sérstökum þakkarorðum beindi skólastjóri til 15 ára stúdenta, hinna fyrstu, er hann brautskráði. Þakkaði hann þeim fyirmargs konar vin semd og sóma, er þeir hefðu sýnt sér bæði fyrr og síðar, m.a. með Nauðrnigariippboð Eftir kröfu bæjarsjóðs Kópavogs Einars Viðar hrl., Friðjóns Guðröðarsonar hdl., dr. Hafþórs Guð- mundssonar hdl. og innheimtumanns ríkissjóðs í Kópavogi verða bifreiðarnar Y-1230, Y-1317, Y-1545, Y-1841, Y-2199, G-3867, R-5766, R-20167, R-21557 seldar á opinberu uppboði sem haldið verð- ur við félagsheimili Kópavogs föstudaginn 28. júní 1968 kl. 15. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Lokað Skrifstofur vorar og afgreiðsla að Lauga- vegi 144 verða lokaðar mánudaginn 24. júní vegna skemmtiferðar starfsfólks. Tryggingastofnun rlkisins Mýtt — nýtt Somvyl veggefni Somvyl klæðning er mjög góð hita- og hljóðeinangrun. Vönduð vara gott verð Klæðning hf. Litaver Laugavegi 164 Grensásvegi 22 og 24 Sími 21444 Sími 30280. því að láta einn af listamönn- um þjóðarinnar, Örlyg Sigurðs- son mála af sér mynd, sem þeir síðan hefðu gefið skólanum. Að endingu kvaðst hann árna „Sambandi Verzlunarskólastúd- enta“ allra heilla. Teldi hann hag skólans vel borgið, á með- an stúdentar hans og aðrir braut skráðir nemendur stæðu vörð um heill hans og heiður. Þá tók til máls ValgarðBreim, lögfræðingur. Kvað hann skóla- stjóra ó’hjákvæmilega verða að gangast við faðerni fleiri stúd- enta en hann hefði formelga (brautskráð. Vítnaði hann í Rómarétt máli sínu til sönnun- ar. Dr Jón hefði átt svo öflugan þátt í menntun stúdenta Verzl- unarskóla íslands frá upphafi með kennslustarfi sínu við skól- ann, að hann yrði við þeim að gangast. Þá vakti Valgarð Briem at- hygli á því, að hinn 15. júni hefði verið brautskráð stúdent frá skólanum dóttir eins þeirra félaga, er voru í fyrsta stúd- entahóp.ium frá Verzlunarskóla íslands. Þessi undir nýstúdent var Inga, dóttir þeirra hjónanna frú Auðar Stefánsdóttur og Helga Hjartarsonar, verzlunar- manns, kallaði hann nýstúdent- inn Ingu Helgadóttur fram og afhenti henni gjöf til minja frá fyrsta stúdentaárgangi Verzlun arskóla fslands, brjóstnælu úr gulli, kvað hann þá félaga áma henni og öllum öðrum nýstúd- entum skólans heilla og belss- unar. Fögnuði veizlugestir mjög þessarri fögru ræktarsemi og tryggð fyrsta árgangsins og snjallri ræðu Valgarðs Briem. Ágæt skemmtun þótti að söng Ingimars Sigurðssonar, sem stúdent varð frá Verzlunarskóla íslands 1967. Var hann þegar á skólaárum sínum kunnur fyrir frábæran söng á ýmsum skemmti samkomum nemenda, enda var honum nú vel fagnað og varð hann að syngja aukalög, áður en honum var sleppt af sviðinu. Er borð höfðu verið upp tek- ijh, var dans stiginn af miklu fjöri. Virtust allir árgangar þar jafnhilutgengir. Er víst óhætt að fullyrða,a að allir veizlugestir hafi farið ánægðir heim og hress ir í enda. RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIOSLA'SKRIFSTOFA SÍMI 10«100 Flugvirkjar Félagsfundur verður haldinn í dag föstudag kl. 5 að Brautarholti 6. Fundarefni: Samningarnir. — Onnur mál. STJÓRNIN. Búnaðarsamband Suðurlands 60 ára Afmælishátíð að Hlíðarendaskóla í Fljótshlíð. D A G S K R Á : LAUGARDAGUR 22. júní. 1. Kl. 19.30 Lúðrasveit Sellfo.ss leilkur. Á&gieir Sigurðsson stjórnar. 2. Kl. 20.00 Samkoman sett: Einar Þorsbeinsson, formaður undirbúninigsniefndar. 3. Ávarp: Ingóúfur Jónsson, landbúnaðarraðlherra. 4. Leilksýning: Þjóðlei/khú'sið flytur 7 atriði úr íslandsklulkkunni eiftir Halldór Laxness. Leikstjóri Baldvin Halldórsson. 5. Fimlleikasýning: Úrvalsflokkur karla frá 6. Dans: Á hátíðarsvæðiniu: Hljómisveitin Kátir félagar. í Félagsheámiilinu Hvoli: Hljómsveitin Mánar. SUNNUDAGUR 23. júní. 1. Kl 12.30 Lúðrasveit Seltfoss. 2. Kl. 13.00 Samikoman sett: Hjalti Gestsson. 3. Guðaþjónusta. Sr. Sváínir Sveinbj arnarson prédikar, kirkjukór Fljótshlíðar syngur. 4. Ræða: Páll Diðriksson, form. Búnaðarsambands Suðurlands. 5. Fjalkonan kemuT frarn. 6. Ávarp: Þorsteinn Sigurðsson, formaður Búnaðarfólags íslands. 7. Ávarp: Gunnar Guðbjartsson, form. Stéttar- sambands íslands. 8. Kvæði: Guðmundur Ingi Kristjónsson, bóndi, Kirkjubóli. Kaffihlé. 9. Kl. 16.00 Leiikþáttur úr Njálu, Liðsbónin ó Alþingi. Helgi Haral'dsson bjó till flutnings. Ungimenna- félag Hrunamanna flytur. Stjórnandi: Emil Ás- geirsson. 10. Kórsörtgur: Söngtfólag Hreppamanna. Sigurður Ágústsson stjórnar. 11. Þjóðdansasýning: Ungmennaíéla'g Hrunamanna. Stjórnandi: Haillldór Gestsson, bóndi, Efra Seli. 12. íþróttakeppni Héraðssaimb. Skarphéðins. Úrslit í frjálsum íþrótbum og skjal'dargílimu. 13. Verðlaunaatfhending. — Samkomunni ólitið. 14. Dans í Félagsheimiilliniu Hvoli. Ölvun stranglega bönnuð. Hátíðarsvæðið opnað kl. 14.00 á laugardag. Hátíðarnefnd. VANDIÐ VALIÐ -VELJIÐ VOLVO Kynnið yður verð og greiðsluskilmála VOLVO verksmiðjurnar hafa ákveðið að verðlækkun sú á bif- reiðum, sem fékkst við gengisfellingu á síðastliðnu hausti hald- ist enn um sinn. Vér bjóðum yður: Volvo Amazon Volvo Amazon Station Volvo P-142 Volvo P-144 Volvo P-145 unnai Sfyzúmon Lf. Suðurlandsbraut 16 - Reykjavík - Símnefni: »Volver« - Sími 35200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.