Morgunblaðið - 21.06.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.06.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JIJNÍ 1968 Heildsalar - verzlanir Kúrant og ókúrant vörukaup. Viljum kaupa ódýran nærfatnað, tilb. barna- og unglingafatnað svo sem peysur, buxur, skyrtur, blússur og margt fleira. Aðrar vörutegundir koma einnig til greina. Sími 11670. VEGUR HAMINGJUNNAR NÝ SKÁLDSAGA eftir Ingibjörgu Sigurðordóttur Tilvalin sumarleyfisbók handa hinum fjöl- menna lesendahópi Ingibjargar Siguruðar- dóttur. Verð kr. 240.00 -f söluskattur. BÓKAFORI.AG ODDS BJÖRNSSONAR Akureyri. — Bókmenntir Framh. af bls. 15 Það er starfið, sem krefst aug- lýsingar, nafns og frægðar. Mað- ur er orðinn örlítið fyrirtæki, strax og hann sendir frá sér eina bók. Skrifi hann margar bækur og verði heimsfrægur, er hann orðinn að stofnun. Höfundi kann að vera jafn- annt um frægð verka sinna, þó hann sé persónulega hlédrægur og hégómalaus. Sumir öfunda frægt fólk. Af orðum frægra manna að dæma eru óþægindin af frægðinni þó langtum meiri en ánægjan, sem henni kann að fylgja. Þegar Stefán Zweig var orðinn frægur rithöfundur, óskaði hann sér, að hann gæti gengið um sem óþekkt ur maður. Heimsfrægir menn hafa endað ævi sína í sárustu neyð, einmana og hjálparvana. Sé litið H1 fortíðarinnar, bend- ir margt til, að ásókn rithöf- unda í frægð og nafn sé ekki gamalt fyrirbæri í sögunni, held- ur einkenni síðustu alda og eink- um líðandi stundar. Orsakirnar kunna að vera sundurleitar, en í fljótu bragði sýnast tvær vera þyngstar á metunum: 1) Bókmenntasagan, sem er til- tölulega ný fræðigrein, en þar eru höfundar ósjálfrátt flokkað- ir, vegnir og metnir. 2) Aug- lýsingin, sem er hverjum höfundi nauðsynleg, svo hann geti unn- ið sér fyrir daglegu brauði, að ekki séu talin menningarleg þæg- indi, sem öðrum þykja sjálfsögð. Þegar íslenzkar fornbókmennt ir voru færðar í letur, svo tek- ið sé nærtækt dæmi, var hvorki til bókmenntasaga né auglýsing. f Sturlungu er víða minnzt á Snorra. Þó er á einum stað ein- ungis — og eins og af tilviljun — drepið á, að hann hafi sett saman bækur. Og hvað um Njáluhöfund? Ætli hann hafi ekki setzt við að skrifa af sömu hvötum og nútímahöfundur? Samt veit eng inn nafn hans. Á okkar tíð hefði hann unnið til æðstu verðlauna. Hann hefði getað orðið frægur maður og — ríkur, ef hann hefði kært sig um það. Og hann hefði öðrum fremur getað huggað sig við, að nafn hans mundi ekki svo brátt þurrkast úr meðvit- und fólks. En annaðhvort er, að höfund- ur Njálu hefur ekki hirt um, að AUSTIN 1300 Það nýjasta frá B.M.C. metsöluvagn á meginlandinu. Stórkostlegur vagn. Sýnishorn komið Lítið inn nafn sitt lifði með verkinu, eða þjóðin hefur ekki talið nafn hans þess virði að muna það, enda þó öldin léti sér ekki lítið annt um orðstír þeirra manna, sem hún (öldin) taldi hafa unn- ið einhver frægðarverk. Gagnrýnendum og öðrum, sem um bókmenntir fjalla, er tamt að nota nafn höfundar sem sam- nefnara fyrir verk hans. Það er aðeins málvenja, sem þó ýmsir misskilja, jafnvel sjálfir höfund- arnir, halda þá, að verið sé að tala um sig persónulega. Og al- menningur álítur á sama hátt, að verið sé að tala um menn, þeg- ar aðeins er, í rauninni, fjallað um verk. Sú staðreynd stuðlar einnig að því, að sumir nútímahöfund- ar eru viðkvæmari fyrir nafni sínu en góðu hófi gegnir. Erlendur Jónsson Lokað eftir hádegi í dag i vegna jarðarfarar Kristjáns Kristjánssonar forstjóra. Verkfræðistofa Braga Þorsteinssonar og Fyvindar Valdimarssonar, Gevafoto vinnustofan, Suðurlandsbraut 2. Hef kaupanda að vel tryggðum vöruvíxlum. Tilboð sendist blaðinu fyrir 25. þ.m. merkt: „8305“. Bifreíð til sölu Til söiu er vel með farinn Skoda 1202 árg. 1964. Bifreiðin er í toppstandi. Bifreiðin er til sýnis við skrifstofur okkar í Vonarstræti 12, þar sem veittar eru allar upplýsingar. Tékkneska bifreiðaumboðið h.f., sími 19345. Laxinn er kominn í KORPU Veiðileyfin eru seld í Veiðimanninum ABURÐARVERKSMIÐJAN. TLNG-SOL Ijósasamlokur ocj bilaperur Garðar Gíslason Hverfisgötu 6 — Sími 11500. JÓHANN ÓLAFSSON & CX). Brautarholti 2, sími 11984.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.