Morgunblaðið - 21.06.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.06.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1968 M. Fagias: FIMMTA KOmN ið við, til þess að gera enn eina tilraun til að fá hana með sér. Svo ók bíllinn fram fyrir hana og stanzaði þar. Þetta var næst- um splunkunýr Citronen, sem ungur rússneskur höfuðsmaður ók, en lautinant einn var far- þegi hans. Hún stóð eins og negld niður í götuna, og starði á þá meira hissa en hrædd, er þeir stigu út úr bílnum og nálg- uðust hana. Án þess að segja orð, tók hún veskið sitt upp úr vasanum og rétti þeim nafn- skírteinið sitt. En hún gat ekki að því gert, að höndin skalf. Foringinn, sem hafði ekið bíln- um var hávaxinn vel búinn og fremur geðugur, enda þótt and- litið væri bólótt. Farþegi hans UTAVER Þýzk teppi, verð frá kr. 255. Ensk teppi, verð pr. ferm. 360, breiddir 137 — 228 — 366. Korkgólfflísar, verð pr. ferm. 214 og 324. Ameriskar gólfflísar, verð pr. ferm. 278. Mjög mikið úrval. Postulíns-veggflísar enskar og þýzkar, verð frá 190 kr. ferm. Fjölbreytt litaúrval. *é AUÐVITAÐ VEITÉO * © að kaffi er svo viðkvœmur drykkur að það f verður að laga það með umhyggju. Einkum verðurað VARAST, að: nota staðið vatn í kaffilögun, að láta kaffið sjóða, að hita upp kaffi sem hefur kólnað, Það borgar sig að laga kaffið með umhyggju. * 0.J0HNS0N & KAABER VELJUM (SLENZKT ÍSLENZKAN IDNAÐ var minni, herðabreiður og með sterklega fætur. Hann var í lakkstígvélum og andlitið á honum var jafngljáandi og stíg vélin. Hann virtist ekki rétt stöðugur á fótunum. — Hvers vegna voruð þér að hlaupa? spurði höfuðsmaðurinn á rússnesku. Alexa skildi hann vel, þar eð rússneska hafði verið skyldu- grein í háskólanum, en hún var of þreytt til þess að svara og lét sér nægja að yppta öxlum. Höfuðsmaðurinn hélt, að hún hefði ekki skilið sig og sneri því yfir í lélega þýzku: •— Warum du gerannt? — Ég vildi komast heim fyr- ir útgöngubannið. Nú þurfti hann að vita, hvað hún væri að erinda í Buda, úr því að hún átti heima í Bajza- götu, hinumegin í Pest, Hún svaraði eins kæruleysislega og hún gat, að hún hefði verið að heimsækja vinkonu sína, og ekki gætt að tímanum. Foringinn virt ist eitthvað efablandinn, með til liti til þess, að dagurinn í dag var ekki sérlega líklegur til þess að fara í heimsóknir. Hún fann, að augu drukkna lautin- antsins hvíldu stöðugt á henni. Nú kom hann enn nær henni þangað til hún gat fundið volg- an andardrátt hans á hnakk- anum á sér. — Inn í bílinn! sagði höfuðs- maðurinn. — Þér komið með okkur. Hún rétti úr sér. Hún var hærri en lautinantinn en lægri en höfuðsmaðurinn. — Ekki að nefna sagði hún, eins einbeitt og hún gat. Svo sneri hún sér til að fara, en höfuðsmaðurinn setti sig í veg- inn fyrir hana Lautinantinn greip í hand- legginn á henni og ætlaði að draga hana að bílnum. — Du steig in Wagen, sagði hann og ekki var þýzkan hans betri en hjá félaga hans. Höfuðsmaðurinn brosti til hennar. — Falleg stúlka getur ekki verið á ferli eftir útgöngu- bannstímann. Það er hættulegt. Þér gætuð orðið tekin föst. Alexa hleypti brúnum. — Takið þið mig þá ekki fasta? spurði hún Báðir mennirnir hristu höfuð- ið. Hún varð hrædd. Hún hafði ekki hlakkað neitt til að sofa hjá Borbas, en nú átti hún að sofa hjá tveimur kvensömum Rússum. Henni varð hugsað til einnar nætur í Hangony og nú sá hún Sari fyrir sér, meðvit- undarlausa og hún fékk skjálfta um allan líkamann við endur- minninguna. — Du steig in Wagen, sagði lautinantinn aftur, lokkandi. — Til hvers ætti ég það, úr því að þið takið mig ekki fasta? — Við ökum yður heim, sagði höfuðsmaðurinn og klappaði henni á öxlina með stóru rauðu hendinni. — Þér eruð sæt stúlka Við ökum yður heim. Já, þið eruð að ljúga, hugs- aði hún. Hún leit kring um sig eftir árbakkanum. Þar var eng- in sála á ferli. Framsætið í bílnum var nógu stórt fyrir þrjá. Lautinantinn hálfýtti hálfstuddi Alexu inn, en síðan gekk höfuðsmaðurinn kring um bílinn og tróð sér inn undir stýrið. Einhversstaðar á 50 KRÓNA VELTAN vinsamlega gerið skil í dag Skrifstofa stuðningsmanna G. Th., Pósthússtræti 13. annarri hæð í húsi var gluggi opnaður og kona gægðist út. Lautinantinn leit upp til henn- ar um leið og hann sjálfur sett- ist. I sama bili dró konan sig til baka, skelfd og skellti aftur glugganum. Lautinantinn fór að hlæja. — Allir eru hræddir við ykk- ur, sagði Alexa á þýzku. Lautinantinn yppti öxlum og elit undan, en höfuðsmaðurinn leit dapurlega og ávítandi á Al- exu. — Rússar eru ekki alflir slæm ir og Ungverjar eru ekki allir góðir, sagði hann og setti bíl- inn í gang. — Hvert ætlið þið að aka mér? spurði hún. Einhver — en ekki mundi hún hver — hafði sagt henni, að það sniðugasta, sem hægt væri að gera, væri að halda árásarmönnum uppi á snakki, af því að orðin væiri einskonar brú á milli manna, en þögnin hinsvegar hengiflug. — Þér fáið að sjá það sagði höfuðsmaðurinn, dálítið önugur. Þau óku yfir Dóná. Á torginu fyrir framan þinghúsið var allt með kyrrum kjörum, rétt eins og staðurinn hefði aldrei kom- izt í kynni við ofbeldisverk og manndráp. Þau óku fyrir Frels- istorgið. Alexa leit upp í upp- lýsta gluggana á ameríska sendi ráðinu, og fór að velta því fyrir sér hver glugginn væri gluggi Mindszentys kardinála. Ekkert þeirra sagði neitt teljandi. Þýzk an hjá foringjanum var ekki nema örfá orð og sjálf var hún ofþreytt og utan við sig til þess að geta munað neitt af rússn- eskunni sinni, sem hún hafði ekkert þurft á að halda, síðan hún lauk lokaprófinu við há- skólann. Hún lokaði augunum og hallaði sér aftur á bak og hlustaði á suðið í vélinni og órólegan hjartslátt sjálfrar sín. Svo dró billinn úr ferðinni og stanzaði síðan. — Jæja þá erum við komin, sagði höfuðsmaðurinn — Aussteigen, sagði lautinant inn og hermdi eftir sporvagns- stjóra. Hún opnaði augun. Þau voru reyndar við húsið í Bajzagötu, þar sem hún hafði búið þang- Húsgögn - húsgögn Til sölu lítið gölluð húsgögn, hjónarúm, kommóður, sófaborð o. f. Opið ala virka daga og sunnudaga t.il kl. 7. B. Á. HÚSGÖGN H.F. Trésmiðja Brautarholti 6 — Sími 10028. 21. JÚNÍ. Hrúturinn 21. marz — 19. apríl Þér mun finnast fólk leiðitamt í dag Þú skalt vinna af kappi Nautið 20. apríl — 20. maí. Haltu þig við efnið og ekkert þras. Leggðu fyrir, etf mögulegt er , þú kemst e.t.v. að góðum samningum í kvödd Tvíburarnir 21. maí — 20. júní Hagstæður dagur í tilfinningamálum, gæfan er smitandi, þú færð vafalaust þinn skammt af henni. Krabbinn 21. júní — 22. júlí Einhver hreyfing er sjáanleg í samskiptum þínum við fólk, aðallega þér í ihag Miklastu ekki. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst Vertu nægjusamur og sýndu samvinnuvilja I hvívetna. Láttu tilfinningar þínar biða betri tíma Þér stendur aðstoð til boða, sem þú Skalt þiggja Njóttu kvöldsins. Vogin 23 sept — 22. okt. Leggðu þig allan fram við aðalatriðin Fjarlægir aðilar eru þér hagstæðir Sporðdrekinn 23 okt. — 21. nóv. Ef þú átt einhverjar sameignir, er tíni til kominn að ræða við hlutafélagana Láttu ekki tilfinningarnar hlaupa með þig í gönur. Bogmaðurinn 22. nóv. — 21. des Reyndi: nýjar leiðir Sparaðu tímann, nýtt hagár byrjar í dag. Steingeitin 22. des. — 19. jan. Skap þitt getur brugðizt þér, en innblásturinn er nokkurs virði. Vatnsberinn 20 jan. — 8. febr Reyndu að halda skapinu I skefjum, en farðu beint framan að hlutunum. Fiskarnir 19. febr. — 20. marz Reyndu að fhuga mál þín, flæktu þér ekki í fjármálabrall Einbeittu þér þess í stað að tilfinningamálunum, heimili þínu og leitaðu þér huggunar þar. £ :r .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.