Morgunblaðið - 21.06.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.06.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1968 15 Erlendur Jónsson skrifar um BÓKMENNTIR FRÆGD OG NAFN ÞAÐ viar einhverju sinni kring- um lok fyrra stríðs í þann mund, er heimur Ugga litla Greipssonar var að þoka fyrir annarri og leiðinlegri veröld og hinir rósömu tíma Þórbergs voru á enda runnir og Austurstræt- isdætur Tómasar gengu um stræti sitt, enn holdi klæddar, og Ste- fán og Davíð ortu um ástina, eins og ást efði aldrei verið til fyrir daga þeirra — þá gerð- ist það einhverju sinni, að tveir skólapiltar í Reykjavík gægð- ust í dagbók eins félaga síns og staðnæmdust við þessi orð, sem vinur þeirra hafði engum trúað fyrir utan dagbók sinni. Þar stóðu sem sé skrifuð þessi orð: — Mér liggur ekkert á að verða frægur strax; mér er nóg, að fólk horfi á eftir mér á göt- unni og segi: það býr eitthvað í þessum unga manni. Við skulum segja, að þetta sé aðeins venjuleg þjóðsaga. Og því skulum við láta hana enda vel. Við skulum láta hana enda með því, að draumar unga mannsins rætist. ... að verða frægur strax, sagði hann. Honum lá ekkert á — en seinna? Það var annað mál. í rauninni gæti hver ungur maður, sem vera skal, hvar sem er og hvenær sem er skrifað þvílík orð í dagbók sína. Unga fólkið sér fjöllin íbláma fjarlægðarinnar, miklar fyrir sér svokallað frægt fólk, hver eftir NÝLEGA var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í máli, sem Pétur Tómasson, Blönduhlíð 28, Rvík, höfðaði gegn Togaraaf- greiðslunni h.f. til greiðslu skaða bóta að fjárhæð kr. 214.781.35 auk vaxta og málskostnaðar, vegna slyss, sem hann hafði orð- ið fyrir við útskipunarvinnu. Málavextir eru sem hér grein- ir: Síðdegis hinn 8. júní 1963 var Tómas að störfum á vegum Tog- araafgreiðslunnar h.f. um borð í dönsku flutningaskipi, sem nefn ist Herluf Trolle og lá í Reykja- víkurhöfn. Verið var að skipa um borð í það skreiðarpökkum. þremur öðrum verkamönnum. Við ferminguna var notaður bryggjukrani, sem Togaraaf- greiðslan h.f. á. Um kl. 17.40 þennan dag slas aðist Tómas, er hann var á leið upp úr lest skipsins. Svo hag- aði til, að fiskur var kominn hátt í lestinni, og var u.þ.b. mannhæð upp að lúgunni. Stig- inn upp úr lestinni var fastur við lúgukarminn aftast, og þurfti að fara um lúguopið til að kom- ast upp. Þvert yfir lúguna lágu fjórir skerstokkar, og voru þeir lausir í falsi. Bilið milli stigans og aftasta skerstokksins mun hafa verið u.þ.b. 45 cm. f sama bili og Tómas var að fara upp, var verið að slaka fiskpökkum niður í lestina. Vírinn eða pakk- arnir komu við skerstokkana, og sínum smekk og áhuga. Afla- kóngurinn verður goðmögnuð fyr irmynd stubbsins, sem elst upp á bryggjum. Ungur kraftamaður stækkar verðleika hnefaleika- mannsins í ímynd sinni. Skóla- stelpa dreymir sig inn í film- stjörnulíf, sem hún hugsar sér eina heljarmikla kampavíns- drykkju af kristalsglösum, reyk- ingar með teprulegum fingra- burði og síðast, en ekki sízt, þægilega og fallega ást, sem byrjar með spennandi misskiln- ingi og endar í svimandi kossi og fyrirheiti um gifting, pen- inga, ferðalög og baðstrendur. Loks eru hinir, sem hyggja að andans jöfrum í veröldinni og langar að feta í spor þeirra, þeir sem ætla að verða skáld eða listamenn eða heim- spekingar. Þeir yrkja í skóla eða mála eða aðeins hugsa. Og slæpast náttúrlega, borgurun- um til skapraunar. Ég minnist sextán skálda í fjórða bekk, kvað Tómas. Annaðhvort verð ég Chateau- briand eða ekkert, skrifaði Vict- or Hugo í stílabók sína, fjórtán ára. Sem sagt: annaðhvort allt eða ekkert. Tryggvi Svörfuður, samverka- maður Þórbergs á Tuliniusar- bryggju, vissi, hvert hann stefndi. „Það var“, segir Þór- bergur, „dýrlegasti draumur Tryggva á þessum árum að verða heimsfrægt leikritaskáld“. Og Þórbergur gerir honum upp dag- draumana: „Á leiðinni heim úr skipti þá engum togum, að sker stokkarnir hreyfðust aftur eftir falsinu, sem þeir lágu í, og klemmdist Tómas milli stigans og aftasta skerstokksins og hlaut af því áverka, sem m.a. höfðu í för með sér 15% varanlega örorku. orku. Bótakröfu sína studdi Tómas þeim rökum, að verkstjórum Tog araafgreiðslunnar h.f. hefði bor- ið að sjá svo um, að skerstokk- ar þeir, sem áður eru nefndir, væru bundnir eða læstir í fals- inu. Þá hefði lúgumaður eigi fylgst svo vel með ferðum manna í lestinni, sem honum hafði bor- ið og kranamaður bersýnilega ekki sýnt næga varkárni, þar sem vír eða fiskpakkarnir sjálf- ir hefðu slegist í skerstokkana, örstuttu eftir að Tómas sá þá á bílpalli á bryggjunni. Starfs- menn Togaraafgreiðslunnar h.f. ættu því alla sök á slysinu. Sjálfur bæri hann enga sök Hann hefði látið lúgumanninn vita um þá fyrirætlun sína að fara upp á þilfarið og hann hefði gengið úr skugga um, að ekki væri líklegt að fiskpakkar kæmu að lestinni, meðan hann væri á leið upp. Togaraafgreiðslan h.f. krafð- ist sýknu í málinu og t d. alla sök slyssins hjá Tómasi. Hann hefði af óaðgæzlu farið upp úr lest skipsins, þegar verið var að láta fiskpakka niður í lest- ina. Hann hefði mátt sjá hvern- ig vinnan gekk og jafnframt leikhúsinu í ævintýralegum bjarma frá vaxandi tungli eru leikhúsgestirnir að segja sín á milli: Þetta er áreiðanlega mesta skáld, sem ísland hefur nokkurn tíma átt“. Þannig syndir ungi maðurinn áfram í rósrauðum dagdraumum. En einn góðan veðurdag er draum urinn búinn. Veruleikinn blasir við. Mannabörn eru merkileg, mikið fæðast þau smá, þau verða leið á lestri í bók, en langar að sofa hj á. Frægðin var ef til vill ekki svo eftirsóknarverð, þegar öllu var á botnin hvolft. Og lífið — það var ekki draumur, heldur vinna. Það er næstum líffræðileg stað reynd, að unga dreymir um frægð og frama. En vaxi ungl- ingurinn ekki upp úr þeim barna skap, merkir það einfaldlega, að hann hefur ekki þroskazt, að hann kemst ekki af unglinga- stiginu. Því á sama hátt og ungling- urinn leitar sér lífsfyllingar 1 dagdraumum, þannig þreyrhinn fullorðni ævi sína með vinnu. Barn þroskast ekki, ef það get- ur ekki leikið sér. Öldungur- inn dettur niður dauður, jafn- skjótt sem hann hættir að erf- iða. Hvers vegna ertu orðinn svona gamall? spurði franskur blaða- maður níræðan karl. Af því ég hef aldrei spennt frá vagninum, svaraði sá gamli (líkti sér við dráttarklár). Sé unglingi hrósað, geturhann í hvorugan fótinn stigið fyrir sjálfsánægju. En fullorðinn mað- ur gengst ekki upp við hrós, ef þankagangur hans er í lagi. Eigi hefði hann vitað, hvernig frá skerstokkunum var gengið. Mót- mælti stefndi því, að Tómas hefði látið lúgumann vita um fyrir- ætlan sína. Frá skerastokknum hefði verið gengið, eins og eðli- legt hefði verið eftir aðstæðum. Hefði verið unnt að læsa þeim föstum á þeim stað, er þeir voru, og ekki tilefni til að binda þá fasta. Þá var því haldið fram, að kranamaður og lúgumaður hefðu unnið verk sitt á óað- finnanlegan hátt. Niðurstaða málsins varð sú sama, bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Segir í héraðsdómn- um, að varðandi sök á slysinu verði að taka mest tillit til þess, að skerastokkarnir hafi ekki verið festir. Þetta hafi borið að gera eftir 4. mgr. 8. gr. reglu- gerðar nr. 69—1953 um öryggis- ráðstafanir við fermingu og af- fermingu skipa, en málsgreinin hljóðar svo: „Lestaropsbitar, sem látnir eru vera í lestaropi með- an á vinnu stendur, skulu vera læstir, svo þeir geti ekki lyfst úr skorðum sínum, þó krókur eða vörur skáist upp undir þá.“ Þá taldi dómurinn það nokkra sök á slysinu, að skylt hefði verið að haga störfum þannig, að eigi hefði til þess komið, að vír eða fiskpakkar slægjust í skerstokkana. Á hinn bóginn taldi dómurinn það ósannað, að Tómas hefði sagt lúgumanni frá þeirri fyrirætlan sinni að fara upp úr lestinni. Þar hefði verið um gáleysi að ræða, sem telja bæri að leiddi til nokkurrar eigin sakar á slys- inu. Ennfremur hefði stefnanda mátt vera ljóst, hvernig um sker stokkana hefði verið búið og honum hefði borið að fylgjast betur með því, hvað lyftingu pakkanna um borð leið. Niðurstaðan varð sú, að Tog- araafgreiðslan h.f. var dæmd til að bæta Tómasi 70% af tjóni hans. Var hún því dæmd til að greiða honum kr. 71.747.93 auk vaxta og kr. 14.000.00 í máls- kostnað. Niðurstaðan varð sú sama í Hæstarétti og var máls- kostnaður fyrir Hæstarétti dæmdur kr. 13.000.00. Bótamál vegna slyss við útskipunarvinnu hann hrósið ekki skilið, hlýtur það að teljast háð, en eigi lof. En hafi hann til þess unnið eða — með öðrum orðum — hafi hann unnið verk sitt eins og hann var framast hæfur til — þá þarf ekki heldur að lofa það. Það lofar sig sjálft eftir atvik- um. Lof annarra manna sýnist þá aðeins tortryggilegt eins og — hváð skal segja — silkislæð- ur ofan á fjársjóði. En hvað skal þá segja um rit- höfunda og aðra listamenn? Sækjast þeir ekki beinlínis eftir frægð? Vilja þeir ekki vera lof- aðir fremur en lastaðir? Er ekki hægt að sýna fram á með dæm- um, hversu þeir eru t.d. við- kvæmir fyrir „dómum“? Að vísu. Orðstír deyr aldreigi, var forðum kveðið, og hefur oft verið til þess spakmælis vitnað, þó það eigi hæpna stoð í veru- leikanum. Hvern langar ekki til að vinna sín komi að notum? Manni þykir ekki aðeins vænt um, að verk hans séu metin að verðleikum, heldur telur hann það beinlínis sjálfsagt. Sögnin lifa mun vera skyld sögninni leifa — skilja eftir. Að lifa merk ir líka, í og með, að skilja eft- ir, láta eitthvað eftir sig. Dauð- legum manni finnst hann með nokkrum hætti ódauðlegur í verk um sínum. „Ég held,“ segir Tómas Guð- mundsson, „að margir höfundar geri sér ljósa grein fyrir því, að þeir séu að skrifa bækur til að bjarga sínum ódauðleika. Það er eins og msnn hafi það á til- finningunni, að þeir deyi ekki fyrr en þeir þurrkast út úr með- vitund fólks. Og þeir líta á bæk- ur sem einskonar hlutabréf í ó- dauðleikanum. En flestar bækur deyja.“ Staðreyndin er, að margir rit- höfundar sækjast eftir frægð. Vafasamt er þó, að rithöfundar séu almennt hégómlegri en aðr- ir menn. Og sannarlega er bar- átta þeirra fyrir frægð ekki á- vallt sprottin af hógómaskap eða persónulegum metnaði. Framh. á bls. 16 Mannkynssagan hefur enga stefnu. Ef menn kanna afmarkað skeið hennar, virðist hún þó hafa stefnu. Fjöldi landa virðist' fylgja sömu stefnu. A ákveðnum tímamótum er það orðin 1 nauðsyn vegna skálmaldar og innrása að hafa hermenn í! hverri borg og hverju þorpi. Víggirtir kastalar rísa, og í hverj- ( um þeirra situr herstjóri. Það er lénsskipulag. Það kemst á { um alla Evrópu. Slík virtist stefna sögunnar (tvær eða þrjár aldir). En svo kemur friður aftur. Innrásum linnir. Lénsskipulagið verður óþarft. Það deyr vegna þess að það hefur þjónað til- gangi sínum og stillt til friðar. Sagan hrífur þjóðirnar þá með sér í stefnu á einræðisstjórn yfir stórum landssvæðum. Kon- ungar og keisarar halda við stétt lénsmanna, þótt þeir svipti þá mannaforráðum, og þeir eru kallaðir aðalsmenn. Nú sprett- ur upp ný stétt, — miðstétt. Hún styður ekki áframhald for- réttindaskipulags, sem hætt er að eiga nokkurn rétt á sér. Sagan breytir aftur um stefnu og heldur nú í átt til lýðræðis. f dag dafnar miðstéttarlýðræði á hluta reikisstjörnu okkar. Annarsstaðar er ágæti þess dregið í efa. Menn segja okkur, að sagan stefni í átt til ríkissósíalisma. Þýðir það, að sagan muni halda þeirri stefnu til eilífðarnóns? Sá sem lítur á margar aldir í senn, trúir því ekki. Bylting sósíalista hefur látið ýmis- legt gott af sér leiða, alveg eins og bylting miðstéttarinnar gerði á sínum tíma, með því að binda endi á óheilbrigð for- réttindi. Samt sem áður mun sósíalisminn blikna, þegar fram líða stundir. Réttara mun þó kannski að segja, að hann muni aðlagast öðrum stefnum. Hann mun taka upp á stefnuskrá sína eignar- rétt einstaklinga, heimilið og aðra heilbrigða og óumflýjanlega þætti. A sama tíma munu svokölluð kapítalistaríki þokast í átt til einhvers konar vægs sósíalisma. Þegar þessu þróunar- skeiði lýkur, verður ekkert ríki eins líkt Sovétríkjunum og Bandaríkin. Samlögunin mun þá verða búin að ná hámarki. Sagan mun þá taka nýja liugmyndafræðilega stefnu, sem við getum ekki séð fyrir. Og Kína? Kína mun, eins og allar þjóðirnar, þróast eðlilega. Annaðhvort verður sósíalisminn áfram ómengaður, strangur og ofstækisfullur, unz mistök knésetja veldið, eða þá að stjóm- arhættirnir taka að aðlagast, framleiðslan að aukast og hagur f jöldans þannig að vænkast, og sú velgengni mun losa um hlekki hugmyndafræðinnar. Nema að Kínverjum takist að fullkomna kjarnorkuveldi sitt, áður en slík þróun verði í stjómháttum, og koma af stað þriðju heimsstyrjöldinni, — en afleiðingar hennar yrðu sennilega þær að mannkynssagan yrði að hefjast frá grunni aftur. Ég var að velta fyrir mér mannkyninu og sögu þess í þessum stóru einingum, þegar vinur minn spurði mig í gær: „Og hvað nú? Hvað gerist nú fyrir botni Miðjarðarhafs, eftir hinn snögga sigur ísraelsmanna?“ Ég freistaðist til að svara: „Við höfum enga hugmynd um það. Allt veltur á vizku, stjórnspeki, samningslipurð og góðum vilja örfárra voldugra einstaklinga. Það er ekki sagan sem mótar mennina, — heldur mennirnir sem móta söguna.“ Algengasta glappaskot mannshugans er að sjá hlutina ekki eins og þeir eru, heldur eins og maður vildi að þeir væru. Mál- in standa í raun og veru þannig, að öðrum megin eru sigur- vegararnir, sem einu sinni enn hafa sannað hugrekki sitt og tilverurétt og verða að tryggja öryggi sitt. Hinum megin eru flóttamennirnir frá Palestínu, sem stórveldin verða að bjarga frá þeirri eymd, sem aldrei fæðir annað af sér en hatur. Astríður leysa hvorugt þessara vandamála. Sagan mun taka rétta stefnu, ef stórmenni reynast þeim vanda vaxin að ráða fram úr stórmálum. Að hata, eyðileggja og neita samninga- viðræðum er allt álíka hégómlegt. Nú skiptir það eitt máli að byffgja upp og fyrirgefa. 1 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.