Morgunblaðið - 21.06.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.06.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUN'BLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JUNÍ 1968 jtnfrlftfrlfr Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Auglýsingas t j óri: Ritstjóm og afgreiðsla: Auglýsingar: ílausasölu: Áskriftargjald kr. 120.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Kr. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. FRIÐARBANDALA G ÉkiJm UTAN UR HEIMI Rockefeller til að gerir lokatilraun sigra Observer eftir Anthony Howard NELSON Rockefelller hóf nú nýletga l'okatilraunina til að bitása byr í hangandi setgl toosningabarátbu sinnar og tooma í veg fyrir að Richard Nixon hilj óti útnefningiu Repú- blíkanafl'okk.sins sem forseta- efni. Rodtoefeíler varð fyrsbur framibjóðendanna til þess að hefja bariáttuna á ný eftir hléð sem fýlgdi í kjölfar morðsins á Robert Kennedy og hefur hann verið mjög önnum kaf- inn síðan. Hann hefiuir þegar rætt við Joihnson forseta í Hvíta hiúsinu, haldið fjölsótta fundi með fréttamönnuim og haifið mdikla auiglýsingaher- fierð, bæði í bLöðuim oig sjón- varpi til þess að „leg.gja fram- boð sitt fyrir borgarana", einis og hann sjáilifur orðar það. Fliestir stjórnmálamenn og stjómmiáiLafréttaritarair töldu fyrst eftir dauða Kennedys, að fraimíboð Roctoefelfers væri voniauist. Þeir byggðu þessa stooðun á þeirri staðreynd að Rootoefieller og ráðgjafar hans hafa frá upphafi byggt sterk- uatu vonir sínar á, að yrði Kennedy forsetaefni Demó- kratafl., myndu Repúblikanar snúa sér til Rodkefeller frem- ur en en að hætta á að sagan frá 1960, er Nixon tapaði fyrir John Kenniedy, endurtæki sig. Sögðu þeir að flokkurinn viðurtoenndi, þó með notokurri tregðu, að RocJtoefellier væri eini maðurinn, siem gæti mætt „Kennedytöfrunium" og vænzt sigurs yfir þeim. ALLar sMtoar íihuganiir og sbaðhæfingar eru nú grafnar og gleymdar. Roctoefieiler lítur nú allt öðruim auguim á þróu-n mála. Han er saigður fullviss um að -sætið sem Kennedy skilLur eftir auitt í bandarísk- um stjórnmálum sé bezta tætoifærið sem hann notokru sinni hefur öðlast tiil að verða einskonar óháður frambjóð- andi, en það hefur a.ltaf verið einlæg ósk h-anis. Það er engin tiil'viLjun að fyrsta heimsókn Rockefellers eftir hléið var í flátækra- hverfið Watts í Lois Angeles þar sem bl'ökkumennirn-ir til- báðu Robert Kennedy. Rocke- feller Laggur nú aLla áherzlu á að vinna traiust og stuðning þeirra og þeirra lítoa. Rocke- feLLer hefur ýmisLegt til síns ágætis, sem ómetanlegt er við erfiðar aðstœðuir sem nú blasa við. HöfuðstyrtoLeiki Rootoe- feLens á stjómmálafenli hams hefur verið hæfiLeiki hans tifl að draga að sér atkwæði, sem enginn annar Repúbiíkani hefur getað. Hann hefur ætíð haft miitoið aðdráttarafll í £á- tætorahverfum hvítra og blatotora og jafmvel á hefð- bundnum yfirráðaisvæðuim Demókrata. Þennan stuðning á hann mest að þakka þeim orðstír sem hann hefur fyrir að vera aflkastamaður, sem stendur fyrir sínu og ríkiis- stjóri, sem al'drei hefur hopað af hólmi er að heifiur kreppt. Auðvitað hef-ur Rodtoefeller, eins og allir aðrir stjórnmála- Framh. á bls. 21 Nelson Rockefeller og eiginkona hans Happy. ¥nnan skamms hefst hér á landi ráðstefna, sem vekja mun mikla athygli víða um heim, ráðherrafundur Atlants hafsríkjanna. Má óhikað full- yrða að sjaldan eða aldrei hafi ísland verið eins undir smásjánni og nú. Atlantshafs bandalagið nýtur í senn virð- ingar og vinsælda allra þeirra, sem unna friði og frelsi, enda er hlutverk þess mikið og veglegt, þ.e. að tryggja öryggi lýðræðisríkj- anna í Evrópu, tryggja þjóð- um þeirra frelsi og lýðrétt- indi. Þessu hlutverki hefur Atlantshafsbandalagið gegnt betur en nokkur þorði að vona í upphafi. Þegar það var stofnað, var kalda stríðið í algleymingi og útþenslu- stefnu kommúnista sá alls staðar stað í álfunni. En ekkert lýðræðisríki Evrópu hefur orðið einræði komm- únismans að bráð frá því bandalagið hóf starf sitt. Kommúnistum hefur ekki tek izt að leggja undir sig lönd, eins og þeir gerðu um svipað leyti og Atlantshafsbandalag- ið var stofnað. Sæmilegt jafn vægi hefur komizt á í Evrópu og alþjóðamálum. Atlantshafs bandalagið hefur jafnvel orð- ið til styrktar þeim Austur- Evrópuþjóðum, sem urðu leppríki Sovétríkjanna eftir síðustu heimsstyrjöld, og má í því sambandi benda á at- burðina í Tékkóslóvakíu. Án þess jafnvægis, sem Atlants- hafsbandalagið hefur komið á í Evrópu hefðu atburðirnir í Tékkóslóvakíu verið óhugs- andi. Atlantshafsbandalagið nýt- ur stuðnings mikils meiri- hluta fólks á Norðurlöndum og ekki sízt hér á landi. Is- lendingar vita að hlutverk þess hefur m.a. verið að tryggja öryggi lands þeirra gegn erlendri ásælni. Mætti jafnvel segja að fáum eða engum þjóðum hafi orðið eins mikill styrkur að starfsemi Atlantshafsbandalagsins og okkur, varnar og vopnlausum á einum hernaðarlega mikil- vægasta bletti Norður-Atlants hafsins, miðja vegu milli tveggja mestu stórvelda heimsins. En íslendingar fagna aðild að Atlantshafsbandalaginu fyrst og fremst vegna þess að um leið og það hefur tryggt aðildarríkjunum frelsi og fullt sjálfstæði, hefur það stuðlað að friðsamlegri þróun í heiminum. Sú staðreynd er nú orðin ljós mörgum þeim, sem börðust gegn því að ís- lendingar gengju í bandalag- ið. Kommúnistar tala alltaf um Atlantshafsbandalagið sem hernaðarbandalag. En í raun hefur það fyrst og síðast verið friðarbandalag. NATO- RÁÐSTEFNAN Þegar allt þetta er haft í huga, vekur það enga athygli, þó að íslendingar séu stoltir af því að hýsa ráðherra At- lantshafsbandalagsins og fylgdarlið þeirra. Með því hafa þeir tekizt á hendur mik ið hlutverk, en um leið sýna þeir í verki, hug sinn til bandalagsins og þeirrar frið- arviðleitni, sem hefur lýst sér í störfum þess. Yfirgnæf- andi meirihluti þjóðarinnar óskar þess að ráðherrafundur inn fari friðsamlega fram, og skrílslæti megi engin verða. Augu heimsins hvíla á okkar litla landi þá daga sem ráð- herrafundurinn er haldinn hér. Við ættum að kappkosta, enda er það ósk flestra Is- lendinga, að þessi augu sjái friðsama þjóð í litlu en fögru landi, þjóð sem byggir á þús- und ára gömlum erfðum laga og réttar, friðsama þjóð, sem amast við engum. En til þess að rétt mynd af íslenzku hug- arfari blasi við augum um- heimsins, verður almennings álitið að fordæma þá, fast og ákveðið, sem nú reyna að blása til skrílsláta og upp- hlaups, lærisveina Stalíns og þeirrar ófrelsisstefnu, sem undanfarna áratugi hefur far ið um löndin undir fögrum vígorðum eins og jafnrétti og bræðralag. Morgunblaðið hefur áður bent á ýmis dæmi þess úr Þjóðviljanum, hvernig komm únistar hyggjast koma af stað skrílslátum, meðan á ráð herrafundinum stendur. Til þess að hressa upp á „hug- sjónina“, hafa þeir m.a. feng- ið hingað nokkra Grikki, að því er fregnir herma. Auð- vitað hafa allir íslendingar samúð með grísku þjóðinni vegna þess að lýðræði henn- ar stendur nú höllum fæti undir herforingjastjórn. En það merkir ekki, að íslending ar eigi að slaka á sínu öryggi, þvert á móti eiga þeir að taka höndum saman við önnur Atlantshafsríki um það, að reyna að hafa áhrif á þróun- ina í Portúgal og Grikklandi, svo hún megi verða í lýðræð isátt. Eina vonin um lýðræði í þessum löndum er sú, að hugsjónir Atlantshafsbanda- lagsins um lýðræði og mann- réttindi nái aftur að festa þar rætur. Rétt er það, sem Alþýðu- blaðið segir í forystugrein í gær: „I alþjóðlegum samtök- um er erfitt að komast hjá því að stjórnarfar annarra þátttökuríkja geti orðið mönn um á móti skapi, eins og gerzt hefur með Grikkland innan NATO. íslendingar hafa látið í ljós skoðun sína á þróun mála suður þar. En spyrja má, hvers vegna kommúnistar ein beiti sér svo mjög gegn Grikklandi í NATO, meðan þeir segja ekki orð um fjölda herforingjastjórna og einræð isríkja, sem sitja við hlið Is- lendinga innan Sameinuðu þjóðanna. Ósamræmið er hér augljóst, enda tilgangurinn annar en látið er í veðri vaka“. Svipaðar skoðanir komu einnig fram í umræðum norska Stórþingsins um á- framhaldandi aðild Noregs að Atlantshafsbandalaginu og þá m.a. bent á, að engum hafi komið til hugar að krefjast þess að Noregur segi sig úr Sameinuðu þjóðunum, þó að einræðisríki eigi aðild að þeim, enda yrði þá að krefj- ast þess að Sovétríkin færu úr samtökunum. Bæði Alþýðublaðið og Tím- inn rita ágætlega í forystu- greinum í gær um tilburði kommúnista hér á landi til að koma af stað upphlaupum og skrílslátum meðan á ráðherra fundinum stendur. Síðast í gær sagði Þjóðviljinn m.a. að vonandi bærust héðan „frétt- ir af margvíslegum, áhrifarík um mótmælaaðgerðum vegna NATO-ráðstefnunnar.“ Hugar farið og áformin leyna sér ekki. Tíminn segir réttilega um þetta brölt kommúnista m.a.: „Því ber fastlega að vænta þess, að ekki verði úr fyrirætlun vissra öfgamanna að stofna hér til óspekta í sambandi við ráðherrafund NATO. Slíkt mundi síður en svo gagna rökræðum um mál ið né bæta málstað þeirra, sem teldu sig þurfa á slíkum baráttuaðferðum að halda. Aðalatriðið er þó það, að það myndi setja hreinan vanmenn ingarblæ á þjóðina, ef þær sjónvarpsmyndir, sem sæjust héðan, væru helzt af uppþot- um og ólátum. Það væri slæm ur vitnisburður um, hvernig elzta þingræðisþjóðin ræddi vandamál sín. Þess vegna ber að skora á alla að forðast hvers konar til raunir og viðleitni sem gæti leitt til þess að setja vanmenn ingarstimpil uppþota og óláta á þjóðina í sambandi við NATO-fundinn. Þeir sem þessu kynnu að bregðast hafa annað í huga en sæmd þjóð- arinnar og munu hljóta verð- skuldaðan áfellisdóm.“ Og Alþýðublaðið segir: „Það skiptir miklu fyrir Is- lendinga að þessi fundur fari vel fram. Við erum gestrisið og skyldurækið fólk. ísland hefur í 19 ár verið aðili að NATO, samkvæmt yfirgnæf- andi meirihluta þjóðarinnar. Nú kemur til okkar kasta að halda slíkan fund í fyrsta sinn og þeirri skyldu vilja 95% þjóðarinnar án efa, að gegnt verði með sæmd og í friði.“ íslendingar munu fylgjast rækilega með því, hverjir verða til þess að setja blett á land og þjóð, meðan á ráð- herrafundi Atlantshafríkj- anna stendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.