Morgunblaðið - 21.06.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.06.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1968 3 Borgiirlæknir, dr. Jón Sigurðsson, flytur ræðu sína á borgar- stjórnarfundinum í gær. Borgarlœknir falaði í borgarstjórn í gœr: ' Talaði fyrir álitsgeri um læknaþjónustu — Svo til einstœtt, að maður utan borgarstjórnar tali Þar á fundum SÁ atburður varð í borgarstjórn, að veitt voru afbrigði til þess, að maður utan borgarstjórnar mætti tala á fundi. Var það dr. Jón Sigurðsson, borgarlæknir, er flutti framsögu fyrir tillögum læknanefndar um læknisþjón- ustu utan sjúkrahúsa. Helztu tillögur nefndarinnar eru, að borginni verði skipt í læknissvæði, þar sem leitazt verði eftir að hverfisbúar sam- einist um sama eða sömu heimil- islækna, enda telur nefndin að læknisþjónusta utan sjúkrahúsa verði bezt á veg komið, með aukningu heimilislækna. Annað markvert atriði, er læknanefnd leggur til, er, að gjúkrasamlög greiði tannlækn- ingar að hluta. Borgarlæknir sagði í ræðu sinni, að það væri áhyggjuefni um allan heim, að heimilislækn- um fækkaði hlutfallsiega miðað við aðra lækna. Væri þetta þeim mun alvarlegra, þar sem heimil- islæk-nar fást við lang-algeng- ustu sjúkdómana. Hins vegar væri þess vart, að yngri læknar væru hlynntir heimilislækningum og væri án efa hægt að bæta mjög ástandið með því að bæta kjör þeirra, þannig að þeir fengju svipað greitt og sérfræðingar, sömuleið is ef unnið væri markvisst að því, að auka álit heimilislækna- þjónustu meðal lækna og sjúkl- inga, m.a. með breytingum á kennslu í læknadeild Háskólans í þá átt. Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, þakkaði borgarlækni, sömuleiðis Páll Sigurðsson. Var álitinu siðan vísað til síðari um- ræðu og verður þá nánar skýrt frá niðurstöðum læknanefndar í sambandi við afgreiðslu borg- arstjórnar á því. Eignir borgarsjóós jukust um 400 milljónir s.l. ár Borgarreikningarnir 1967: — Reksfrargjöld í samrœmi við áœtlun, en tekjur 76 milljónum lœgri REIKNINGAR Reykjavíkurborg ar 1967 voru til fyrri umræðu í borgarstjórn í gær. í ræðu sinni sagði borgarstjóri, Geir Hall- grimsson, að reikningarnir sýndu að hagur borgarinnar færi batn- andi, en þeir sýndu einnig, að tekjur borgarinnar voru lægri og útsvör, en áætlað var. Rekstrargjöld borgarinnar voru í samræmi við áætlun en heldur lægri. Tekjur borgarinnar eru 16.6 millj. kr. lægri en gert var ráð fyrir og ræður þar mestu, að útsvör og aðstöðugjöld innheimt Mst verr en áður, vegna lækkandi verðlags á útflutningsvörum og þar með lægri tekjum manna. Eignir borgarsjóðs hafa hækk að um u.þ.b. 400 millj. kr., en skuldir aukizt um 109 millj. kr. Hefur borgin þvi aukið eignir sínar að þremur fjórðu með eig in f jármagni. Fara hér á eftir helztu niður- stöðutölur reikninga borgarinn- ar: G jöld í samræmi við ;jjætlun Endanleg rekstraráætlun nam 792 milj. kr. Reikningsfærð rekstrargjöld urðu 791.6 millj. kr., eða 400 þús. kr. undir áætl- un. Afskrifaðar og eftirgefnar ekuldir voru 350 þús. kr. Gjöld- in eru þannig nákvæmlega í sam ræmi við áætlun með viðbót- um, þegar á heildina er litið. Aðalástæðan fyrir þessari út- komu á gjaldahlið rekstrarreikn ingsins er hið stöðuga verðlag, er hélzt svo til allt árið, og byggð ist það á verðstöðvunarráðstöf- unum ríkisstjórnarinnar., Stjórn borgarinnar varð 1.8 millj. kr. undir áætlun og veg- ur þar mest lægri kostnaður við Gjaldheimtuna í Reykjavík en gert hafði verið ráð fyrir. Löggæzlukostnaður fór 2.5 millj. kr. fram úr áætlun, að hluta borgarsjóðs. Heildarlauna- greiðslur til lögreglumanna fóru 2.6 millj. kr. fram úr áætlun og bifreiðakostnaður 1.2 millj. kr., en borgarsjóður greiðir 60% kostnaðarins. Brunamálfóru 0.9 millj. kr. fram úr áætlun. Fræðslumál fóru 0.8 millj. kr. fram úr áætlun, eða 0,8% af heildarf j árveitingu. Listir, íþróttir og útivera urðu 1.3 millj. kr., eða 3.3% undir áætlun. Má þakka þetta mjög hagstæðri útkomu á sundstöðum borgarinnar. Viðhaldskostnaður leikvalla varð allmikið lægri en áætlunarupphæð, en hins vegar fór kostnaður við skemmtigarða og hátíðahöld 17. júní o.fl. tals- vert fram úr áætlun. Heilbrigðis- og hreinlætismál fóru 0.5 millj. kr. fram úr áætl- un. Heildarfjárveitingin, að við- bættum kauphækkunum, var kr. 105.245 þús. Kostnaðurinn reynd ist 105.757 þús. kr. Félagsmál. Fjárveitingar námu alls 245.022 þús kr.Gjöld sam- kvæmt reikningi urðu kr. 242.700 þús., eða kr. 2.322 þús. undir áætlu-n. f raun réttri hefði þessi gjaldaliður átt að verða hátt í 7 millj. kr. undir áætlun, vegna þess að lögboðin framlög til al- mannatrygginga reyndust lægri en áætlun, um þá upphæð, en ýmsir aðrir liðir þessa gjalda- bálks fóru nokkuð fram úr áætl un. Gatna- og holræsagerð. Út- gjöld til allra þeirra fram- kvæmda viðhalds og nýbygginga sem flokkast undir gatna- og holræsagerð námu á árinu 223.6 millj. kr., og varð það 13.6 millj hærri fjárhæð en árið áður, eða 6.5 hækkun. Brúttókostnaður við nýbygg- ingu gatna og holræsa, svo og ýmsar framkvæmdir, sem ný- byggingunni eru tengdar, nem- ur alls kr. 168 millj. Innborganir gatnagerðargjalda á árinu 1967 námu samtals 18.7 millj. kr. Af þessu gegnu 10 millj. kr til kaupa á fasteignum, sem ryðja þurfti á brott vegna gatnagerðarframkvæmda í nýj- um hverfum m.a. í Fossvogs- hverfi, en 8.7 millj. kr. runnu til nýbyggingar gatna. Vextir og kostnaður við lán varð 1.6 millj. kr. hærri en ráð var yfir gert. Á hinn bóginn fóru og vaxtatekjur fram úr því sem áætlað var. Önnur útgjöld fóru 500 þús kr. fram úr áætlun. Tekjur borgarsjóðs. Tekjur urðu samkvæmt reikn ingi 993.3 millj. kr., eða 16.6 millj kr. lægri en áætlað var. Tekj- ur eru færðar á sama hátt og tíðkast hefur, þannig að bókfærð ar eru raunverulega innkomnar tekjur á árinu. Útsvörin, að gjaldársútsvör- um og skiptikröfum meðtöldum skiluðu 640.8 millj kr. í stað 661.9 millj. Vantaði þannig 3.2. eða 21.1 millj. kr. á áætlunar- upphæð. Eru þó innheimtar út- gbarseftirstöðvar frá fyrra ári, kr. 77.3 millj., meðtaldar í skil- unarupphæðinni. En aðrir tekjuliðir bættu þetta nokkuð upp. Eignabreytingar. 16.6 millj. kr vantaði á, að tekjuáætlun borgarsjóðs stæðist Það, ásamt viðbótum borgar- stjórnar umframgreiðslum á rekstrargjöldum og eftirgefnum skuldum, orsakaði minni yfir- færslu á eignabreytingareikning svo nam 20.5 millj., eða yfir- íærslan varð kr. 2Q1.4 millj. í istað 221.9 millj. Ráðstöfunarfé til eignabreyt- inga varð þó hærra. Ný lán tekin á árinu, voru 74.5 millj., aukning geymslufjár varð 11.2 millj., afborganir af verðbréfa- eign borgarsjóðs voru 1.2 millj. og af eigin fé voru notaðar 6.7 millj. kr. Samtals er hér um að ræða 295 millj. kr., (þ.m.t. fram lög til stofnana kr. 68 millj.). Samkv. fjárhagsááetlun var gert ráð fyrir 248.9 millj. kr. til eignabreytinga, en til ráðstöfun ar urðu skv. ofansögðu 46 millj. kr hærri upphæð vegna meiri lána en búizt var við að unnt yrði að afla. Hrein eign borgarsjóðs og fyr irtækja hans er nú 2.218.2 millj. kr. og jókst hún um kr. 370.2 millj. á árinu. Hjá borgarsjóði einum juk- ust eignir um 390.4 millj. kr., en skuldir um 109.7 og geymslu- fé um 11.2 millj. Eignaaukning borgarsjóðs sjálfs er þá 269.5 millj. Hjá fyrirtækjum jukust eign- ir um 100.7. millj. kr. Verulegur hluti af skulda- aukningu borgarsjóðs er fólginn í nýjum skuldalið bókfærðra reikninga en ógreiddra vegna lokunar sjóðs um áramót. Nem- ur sú upphæð 36.5 millj. kr. Eignalækkun verður hjánokkr um fyrirtækjum og mest áber- andi hjá Bæjarútgerð Reykjavík ur, eða tæpar 25 millj. kr. Halla rekstur þessa fyrirtækis varð alls 31.2 millj. kr, en upp íþann halla gengu 6.4 millj., sem Fram kvæmdasjóður lagði fram, vegna kostnaðar fyrirtækisins á árinu 1966 af þremur togurum, er tekn ir voru úr rekstri. Skuldir við stofnanir borgar- innar jukust um 38 millj. kr. og eru nú 85.1 millj. Inneignirhjá öðrum stofnunum borgarinnar jukust hins vegar nærri jafnmik ið, eða um 32.9 millj., og eru nú 135.1 millj. kr. - BIAFRA Framhald af bls. 1. Upplýsingamálaráðherra Biafra Ifegwu Eke, skoraði í dag á Bandaríkin að taka sér „upplýst“ lönd eins og Tékkóslóvakíu, Hol land, Frakkland og Vestur- Þýzkaland til fyrirmyndar og hætta öllum vopnasendingum til Nígeríu, en þetta er í fyrsta skipti sem Bandaríkjamenn eru sakaðir um að hafa sent sam- bandsstjórninni vopn. Hann skor aði á Bandaríkjamenn, að senda matvæli beint til Biafra án milli- göngu sambandsstjórnarinnar. Hann sagði, að Biaframenn stæðu andspænis alvarlegasta flóttamannavandamáli heimsins og sagði, að af 4.5 milljónum flóttamönnum, sem væru í Biafra, væru 750.000 bjargar- lausir. - BERLÍN Framhald af bls. 1. Þýzkaland hefði náið samstarf og samráð við vesturveldin þrjú, sem bera ábyrgð á öryggi Vestur Berlínar. V-þýzka stjórnin fór þess á leit við þau þrjú erlendu flug- félög, sem halda uppi ferðum til Vestur-Berlínar, að þau taki upp ódýrar flugferðir á flugleiðinni allan sólarhringinn til að auð- velda fólki að komast leiðar sinnar til borgarinnar og dragi úr áhrifum aðgerða a-þýzku stjórnarinnar. París, 20. júní. AP. VINNA virðist nú með eðlileg- um hætti í frönsku bílaverk- smiðjunum Peugeot og sömul. um. hjá Renaultbílaverksmiðjunum. Þar lögðu verkamenn niður vinnu í tólf tima og segjast hafa gert það til að mótmæla þvi, að verksmiðjustjórnin vildi ekki veita þeim verkfallsmönnum vinnu, sem hvað harðast heittu sér í verkfallinu, sem stóð í nær fimm vikur. STAKSTEI Wíí Vandasamt verk Mikið hefur verið rætt og rit- að á undanförnum mánuðum um skólamál og kennsluaðferðir, og er það að vonum. Hafa þessar umræður vakið marga tU um- hugsunar um það, hve nauðsyn- legt er að fylgjast vel með upp- eldi og menntun æskunnar og finna ieiðir til að koma henni til nokkurs þroska. Umræður þessar hafa m.a. beinzt að kennsluaðferðum og kennslubókum og hefur komið í Ijós, að margar eru þær harla léttvægar og úreltar. f tiltölulega nýrri mannkyns- sögubók er m. a. þessi setning: „Stórveldin hafa háð keppni um framleiðslu þessara vopna (þ. e. kjamorku- og vetnisvopna), og nú er svo komið að kjarnorku- veldin era orðin fjögur, Banda- ríkin, Ráðstjómarríkin, Bret- land og Frakkland“. Gefur þetta dálitla hugmynd um, hversu fljótt margar kennslubækur úr- eldast. Fimmta kjamorkuveldið, Kína, hefur nefnilega bætzt í hópinn og frá því hafa á seinustu mánuðum komið alvarlegustu ógnanir um bei'tingu þessara hræðilegu vopna. Annað litið dæmi um það, hversu nauðsynlegt er að orða rétt þá hugsun, sem höfundar kennslubóka vilja koma á fram- færi, er einnig að finna í mann- kynssögubóik. Þar stendur m. a. þessi setning: „Og stofnuðu þá Bandarikin ásamt mörgum lönd- um í Evrópu Atlantshafsbanda- lagið 1949. . .“ Auðvitað má þetta til sanns vegar færa, en hitt hefði verið réttara að segja frá því, að Atlantshafsbandalagið hafi verið stofnað fyrst og fremst vegna óska Vestur-Evrópu- manna. Háværastar raddir um stofnun bandalagsins komu ein- mitt frá leiðtogum lýðræðis- þjóða, sem óttuðust að Vestur- Evrópa mundi ekki hafa bol- magn til að standast ein út- þenslustefnu kommúnismans. •— Þannig hefði verið réttara að segja, að Atlantshafsbandalagið hafi verið stofnað vegna óska Vestur-Evrópuríkja um að Bandaríkin tækju þátt I að tryggja öryggi Vestur-Evrópu- Það voru ekfci bandariskir ráðamenn fyrst og fremst, sem áttu uppástunguna að stofnun bandalagsins, heldur menn eins og Churchill og aðrir leiðtogar lýðræðisríkjanna í V-Evrópu. Moravía í Kína ítalska skáldið Alberto Mor- avia hefur nýlega ritað um ferð sína til Rauða-Kína. Hann kynntist þá m. a. rauð- um varðliðum, þessari fram- varðasveit kommúnismans, og segir að þeir séu bamalegir og óupplýstir. Hann sýnir fram á, hvernig allt miðast við Mao í hugum þeirra, og var það vitað áður. Hann segir að tilburðir þeirra, eða menningarbyltingin svokallaða, minni sig á kross- ferð 12 ára gamals smala, sem fékk þúsundir barna í Evrópu til að hefja krossferð, vegna þess að hann sagðist hafa í höndum bréf, sem hann hefði fengið frá Kristi. Þetta var 1207. Hann sagði börnunum, að hafið mundi opnast fyrir þeim, þegar þangað kæmi, eins og Rauða hafið á sín- um tíma. En þegar barnaskarinn kom til Marseilles, opnaðist ekki hafið. Aftur á móti vom verzl- unarskip þar í horg opnuð fyrir hörnunum og þrælasalar þeirra tíma smöluðu þeim um borð og fluttu þau — ekki til Landsins helga, heldur til Algeirsborgar, þar sem þau voru seld mansali. krossferð skuli minna skáldið á Það er athyglisvert, að þessi rauðu varðliðana kínversku. — Kommúnisminn heitir okkur „Landinu helga“, en hversu oft hefur ekki ferðinni lokið — í Algeirsborg?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.