Morgunblaðið - 21.06.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.06.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1968 17 HÖFUM VIÐ VANRÆKT FÉLAGSLEGAR ADGERÐIR? ÞEGAR um þverbak keyrir í ein- hverjum efnum virðist sem okk- ur sé eðlilegt að hnappa okkur saman til skjóls eða átaka. Ef- laust hafa forfeður okkar snemma fengið að kenna á afleið ingum smitandi ofdrykkju, og því orðið að taka henni þeim tök um er þeir kunnu römmust. Svo mikið er víst, að trúarbragðahöf- undar og aðrir spekingar liðinna alda hafa jafnan talið drykkju- skap þess eðlis að fullt tillit þyrfti að taka til hans. Þess njót- um við á margan máta, fólkið sem tók trúarbrögð forfeðranna og siðvenjur að erfðum. Samt sem áður forherðum við okkur aðra stundina, og látum sem við sjáum ekki að tiltölulega mjög stór hluti samborgara okk- ar þjáist vegna afleiðinga of- drykkju, sem komin er á það stig, og er þess eðlis, að við hana verður ekki ráðið af sjúklingum sjálfum óstuddum. Yæri orsökin ekki ofdrykkja teldist málið mun auðveldara. Það væri flokkað til geðveiki og því sinnt sem sjúk- dómi. En hinum kerfisbundnu köstum drykkjumannsins virð- ist endilega þurfa að gefa ein- hver önnur nöfn. Áþreifanlegra orsaka þeirra virðist alls ekki mega leita, og ef allt um þrýtur, er gripið traustataki til einhvers látins eða afskrifaðs frænda, og erfðum og ættfylgju kennt um bölið. En að heilbrigður maður geti með gáleysi brotið niður eðli legar varnir líkamans gegn mis- þyrmingum ofdrykkjunnar er ekki talið koma til greina, þótt enginn rengi sögusagnir af ein- yrkjanum sem sligaði drógina sína vegna taumlausrar þrælkun- ar. Ljótt væri að segja að þeir sem ekki vilja sætta sig við út- breiðslu ofdrykkjunnar skorti skímu á veginum. Fjöldi „vita“ sem aldrei sloknar á, eru dreifð- ir um landið þvert og endilangt. Okkur hættir bara til að taka þá sem svo sjálfsagðan hlut, að þeir hverfa okkur sjónum. Tökum t.d. Hjálpræðisherinn, Aðventistana, eða hina raunsæu Guðspeki- nema. Allt eru þetta smitberar heilbrigðs lífernis. Einhver man líka Oxfordhreyfinguna, er á sín um tíma varð til þess að koma siðferðiíegum fótum undir A.A.- hreyfinguna, sem á rúmlega 30 ára ferli hefur unnið dyggilega að velferð drykkjusjúkra. Lítum til hins kristna þjóðfélags. Hinn- ar íslenzku Þjóðkirkju. Með bisk up í fararbroddi leitast hún við að beina athygli þjóðarinnar að þeim voða er áfengisbölinu er samfara. Æskulýðsleiðtogar og kennarar rata líka leiðina. En þar sem mörkin milli hófs og óhófs eru svo vandfundin að á þau verður varla bent til alhliða við- miðunar, kjósa þessir menn oft að láta sem þau séu ekki til, og vara því heldur við hættunni á sem breiðustum vettvangi, eða blása hana upp ef þurfa þykir. Mörg eru þau félög, sem gera áfengisvörum allveruleg skil ásamt öðrum menningar- og fé- lagsmálum, sem þau hafa á stefnuskrá sinni. Yfirleitt er það þessum félögum sameiginlegt að þau vilja hamla gegn ofdrykkju almennt, en reyna hvorki að hefta skoðana- eða valfrelsi hinna einstöku félaga sinna. Má í þessu sambandi nefna presta- og kennarafélög, nemendafélög ýmiskonar, kvenfélög, verkalýðs félög, íþróttafélög, ungmennafé- lög, skátafélög og vafalaust mik- ið fleiri félög er tileinka sér vissa grundvallarmenningu í áfengis- málum. Presturinn, æskulýðs- leiðtoginn, og kennarinn, sem já- kvætt fordæmi gefa í daglegri umgengni sinni við samborgar- ana, eru þjóðarauður, og um- hverfi sínu meira virði en þá sjálfa eða nokkurn annan grun- ar. Og þótt maður geti hvorki sett sig í spor eitilharðra reyk- vískra riddara Musterisreglunn- ar né hinna, sem velta glasinu milli fingra sér við ígrundun til- verunnar, ætti maður að forðast að dæma þá, en lofa þess í stað Skapara sinn fyrir þá jákvæðu lífsstefnu, sem þeir smita til um- hverfis síns á alla vegu, því ef drykkjumaðurinn eitrar að með- altali líf 5 samborgara skyldi hinn þá ekki fegra tilveru allt að því jafn margra? Þá er að geta þeirrar starfsemi sem óskipt gengur til atlögu við þjóðarvoðann — alkoholisma og ofdrykkju. Þar kemur fleira til en kærleiksheimili Reykjavíkur- borgar við Barónsstiginn eða þeysireið Kleppslækna út um hvippinn og hvappinn. Miklu fleiri leggja þar hönd á plóginn. En þeir binda bagga sína breyti- legum hnútum. Þótt allir stefni þeir að sama marki, á hver sínar venjur, og hættir þeim oft til að misskilja hver annan. Enginn skyldi þó amast við fjölbreytni í þessum málum, því hún — ein- mitt fjölbreytnin — er vænleg- ust til að ryðja málefninu leið til fjöldans, sem bundinn er marg- víslegu mannlegu eðli, skoðun- um og venjum. Virkastir þessara aðila eru sennilega Góðtemplarafélögin, Islenzkir ungtemplarar, og A.A.- hreyfingin. Barnablaðið Æskan, ásamt barnastúkunum, er þó vafalítið einn stórvirkasti varnar aðilinn þegar til lengdar lætur, og verður að teljast athyglisverð asta menningarstoðin er að ís- lenzkum áfengisvörnum styður í dag. Það er vitað mál að allt félags- líf á mjög erfitt uppdráttar þessa áratugina. Vafalaust hefur þó ,,Stúkan“ fengið að finna fyr- ir þessari þróun öðrum fremur. Sem stendur er starf undir- stúkna í mjög mikilli lægð, og gera ráðamenn sér það ljóst. Á Hástúkuþinginu í Sviss á næst- liðnu ári voru hinar úreltu sið- venjur Templara teknar til með- ferðar að einhverju leyti, og endurskoðun hafin, enda vitað að í daglegu félagslífi eru siðvenj- urnar Stúkunum sá fjötur um fót, að Templarafélögin fylgjast ekki lengur með breyttu viðhorfi þróunarinnar og aldarhvarfa í drykkjuvörnum. Því mikill er sá munur hvort barist er gegn áfengsiböli sem lesti eða sjúk- dómi — og allt þar í milli. Templ arar gjalda þess, og standa því mikið til í stað meðan verkefnið sækir fram. Undantekning frá þessari reglu gætir þó, og má þar helzt nefna góðtemplarastarfið á Akureyri, heiðarlega viðleitni í Hafnarfirði, og regludeild er kallast Umdæmisstúka Suður- lands. Sú deild hefir brotið blað sem brautryðjandi heilbrigðra útiskemmtana æskufólks — og er nú svo komið, að hver þykist maður að meiri sem haldið getur uppi almennri gleði í skauti náttúrunnar, án áfengis. Starf þetta var hafið til að mæta mið- ur æskilegri þróun við úti- skemmtanahald, er helzt náði sér á strik um Verzlunarmanna- helgina. íslenzkir ungtemplarar (Í.U.T.) eru grein af meiði templara (I.O.G.T.). Hafa þeir bæði hér, sem annars staðar á Norðurlönd- um hafið sjálfstætt starf til hlið- ar við IOGT, og skilst mér að þeir séu mun frjálsari í öllu sínu starfi, en taki þó bindindisheit sitt mjög alvarlega. Þeir slíta ekki skyldleikaböndin við IOGT, en sleppa kreddunum, og renna sprettinn í þeim gangi sem bezt hentar hverju sinni. Þeir hafa gert, og gera, geysimikið gagn í áfengisvörnum, og stuðla að bættri félagsmenningu jafnt með al einstaklinga sem hópa. Þeir eiga vafalaust farsælt starf fyrir höndum. E.t.v. eru þeir súrdeigið sem síðar mun segja til sín. Bindindisfélag ökumanna (B.F.Ö.) má telja til sprota Góð- templarareglunnar. Margir ímynda sér að BFÖ hafi fyrst og fremst verið stofnað til stuðnings tryggingafélagi. En svo er þó ekki. Upphaflega var BFÖ stofn- að sem hagsmunasamtök bindind issinnaðra bílstjóra, og leitast m.a. við að beita sér fyrir bætt- um kjörum félaga sinna hjá hin- um ýmsu tryggingafélögum. En málin æxluðust þannig að BFÖ reið á vaðið um stofnun íslands- deildar þekkts tryggingarfélags er átti sambærilegan bakhjarl í heimalandi sínu. Það er því eng- um vafa undirorpið, að bindindi er bísness ofar í huga BFÖ- félagsins, þótt stofnununum tveim sé e.t.v. ruglað óþarflega mikið saman af þeim er gæta hagsmuna þeirra. Bindindisfélag ökumanna hefir skilyrðislaust bindindi á stefnuskrá sinni, og flokkar því undir menningar- félög, þótt ráðamenn þess vafstri í viðskiptalífinu með öðrum framsæknum fjáraflaflokkum. Með bindindishugsjón sinni stuðlar BFÖ tvímælalaust að auk inni umferðamenningu. Það hvetur bílstjóra til bindindis, en ófullur bílstjóri hlýtur líka að vera ófullur þjóðfélagsborgari — og það er lóðið. BFÖ er ein stikan yfir óbeizlað fljót of- drykkjunnar. En það vantar fleiri. Eflaust eru bindindisfélögin mörg og miklu fleiri en ég kann nokkur skil á. Varla verður því í móti mælt, að hjón sem starfa saman að jákvæðu bindindis- starfi meðal fjölskyldunnar, séu bindindisfélag út af fyrir sig, þótt þau séu hvergi skráð sem slík. Eða A.A.- Án þeirrar hreyf- ingar væri þjóðin fátækari í ofdrykkjuvörnum en nokkur ger ir sér ljóst. A.A. er þannig upp- byggt og skipulagt, að það má varla einu sinni-vita af sjálfu sér. Það gleðst yfir hverjum nýjum félaga, en siðvenjurnar eru svo strangar að gamalreyndur félagi má varla hnippa í nýliðann þétt hann mæti honum á götu. Gagn- vart drykkjumanninum er A.A. svipað ungfrúnni sem sér biðil- inn koma: lítur undan — eða grúfir sig niður — en hlakkar þó til, og bíður. Nafnleyndinni margumtöluðu innan samtakanna er þó frekar beint að því að A.A.- félaginn reyni ekki að upphefja sig með sigrum samtakanna, heldur en hinu, að leyna honum sjálfum innan vébanda þeirra. A.A. telur sig ekki búa yfir neinni afgerandi töfraþulu alko- holistanum til hjálpar, en gleðst yfir því að mega miðla hverjum sem er, fenginni reynslu annarra alkoholista, og lætur svo við- komandi um það hvort honum tekst að virkja þá reynslu sjálf- um sér til bjargar. Þessvegna eiga ennþá ekki aðrir erindi inn í A.A. en þeir sem í einlægni leita hjálpar í eigin vandræðum. „Ennþá“ erindi inn í A.A. segi ég vegna þess að varla getur orðið mikil bið á því að hér skjóti rót- um systurfélög A.A., sem stefni að því að hóa saman til félags- og kynningarstarfsemi því fólki sem bundið er alkoholistum sifja- og vináttuböndum. Oft er það þá heilbrigður maki eða upp komið barn alkoholistans sem fyrst fer af stað, en sá sjúki renn ur í slóðina að nokkrum tíma liðnum. A.A. á fallegan ferli að baki sér hér í Reykjavík, en drungi sótti á samtökin um ára- bil. Þó má nú sjá þess greinileg merki að þau eru að rísa upp á ný, og hrista af sér slenið. Nýjar deildir virðast vera að búa um sig í byggðahverfum Reykjavík- ur. Innan safnaðar Langholts- sóknar blómstrar ein, og önnur farin að bruma í Bústaðasókn. Ekki veit ég hvort deildirnar á Siglufirði og í Keflavík liggja í hýði sínu, en sé svo, er mál til að vekja þær — það er vor í lofti. Til aðstoðar öllu þessu menn- ingarstarfi sem unnið er hér á landi, og ekki sízt hinu teprulega A.A., er almenn fræðsla meðal þjóðarinnar um hvað sé að ger- ast á hverjum tíma og hverjum stað, alveg bráðnauðsynleg. Ég vil undirstrika, og það allræki- lega, að það er ekki fyrst og fremst hið innra eðli hinna ýmsu varna sem þarf að kynna í smá- atriðum, heldur hvar þær fyrir- finnast, og hvernig sé auðveld- ast að komast í snertingu við þær. Einum er gefið að aðlagast þessu, öðrum hinu. Reynslan verður að skera úr um hvað hent ar hverjum, en utanaðkomandi stuðningur og leiðbeiningastarf er nauðsynlegt. Löggjafinn hefir ekki látið áfengisvarnir afskiptalausar. Hinn opinberi aðili ríkisvaldsins í þessum efnum er Áfengisvarna ráðunautur ríkisins. í daglegu vafstri áfengis- og ofdrykkju- varna borgarinnar gætir þessa embættis lítið, þótt maður rekist endrum og eins á hagfræðitölur í dagblöðunum er rekja má þang- að. Starf þetta hlýtur samt að vera mjög umsvifamikið,, því undir það heyra hvorki meira né minna en hátt á þriðja hundrað áfengisvarnanefndir sem dreifð- ar eru um landið þvert og endi- langt. Það hlýtur að vera meira en lítið starf að fylgjast með öll- um þessum nefndum og halda þeim við efnið. Stofnun þessi sendir árstíðabundið erindreka sína út um landið til að fylgjast með starfi hinna ýmsu nefnda. Almælt er af þeim sem til þekkja að yfirleitt hafi vel til tekizt með val þessara manna, en um það hvort afrakstur á svið áfengis- varna hafi verið sem erfiði, eru skiptar skoðanir. Ástæðan til þess að áfengisvarnanefndirnar ná ekki því marki sem þeim var ætlað, kann að vera sú, að yfir- leitt er þeim ekki búinn sá starfs grundvöllur sem þeim er nauð- synlegur — og þær sætta sig við það. Væri hægt að fá þær til að rísa upp við dogg og hræra í pott inum, mætti segja mér að bolt- inn færi að rúlla. Áfengisvarnanefndir hinna ýmsu bæja og hreppa eru að öllu jöfnu skipaðar fullábyrgum úr- valsmönnum, — og þá oft mönn- um sem helzt hlaðast á önnur trúnaðarstörf í héraði. Skyldu- rækni og þjóðhollusta mun því oftar ráða meiru um setu þessara borgara í hinum lögskipuðu áfengisvarnanefndum, en mál- efnaleg hugsjón, og hljóta hugs- anlegar ofdrykkjuvarnir að líða við það. Ekki mun það ótítt að I þessar nefndir hafi menn stund- um verið skipaðir án sinnar vit- undar, enda fræg sagan um borg- firzku „drauganefndina", sem skipuð var eintómum framliðn- um heiðursmönnum. Það er því ösköp hætt við því að margar þessara nefnda séu harla óvirkar á sviði áfengis- varna heima fyrir. En fslending- ar eiga ekkert patent á sofandi áfengisvarnanefndum. Hér skell- um við ennþá skollaeyrunum, en í Bandaríkjunum hefir stofnunin N.C.A. (National Council on Alcoholism, inc.) fundið ágætt ráð til að vekja slíkar nefndir ti' dáða. Fylgst er með starfi nefnd- anna, og sofi einhver þeirra, bíð- ur N.C.A. henni aðstoð sína. Rumski hún ekki við það hlutast N.C.A. til um að sett sé á lagg- irnar nefnd sjálfboðaliða, sem tekur til starfa við hlið hinnar lögskipuðu heima í héraði. Sjálf- boðanefndina útbúa þeir gögn- um og góðum ráðum til starfa, og hafa við hana stöðugt samstarf. Hin opinbera áfengisvarnanefnd telur þá venjulega að gengið sé inn á starfssvið sitt, og ýfir kampana. En sjálfboðaliðarnir bjóðast þá bara til að draga sig í hlé — og afhenda gögn sín, en byggðalagið hefir þannig eign- azt vakandi opinbera starfandi áfengis- og ofdrykkjuvarna- nefnd. Og allir eru ánægiðr. Þetta gerðist æ ofan í æ í hinum ýmsu fylkjum Bandaríkjanna á árunum 1964-60, og gerist enn ef þurfa þykir. Hvílíkt risaframlag væri það ekki til ofdrykkjuvarna á ís- landi, ef hátt á þriðja hundrað op inberar „áfengisvarnanefndir" sem starfa samkvæmt sérstökum lögum eða reglugerðum, væru skipulagðar sem áfengis- og of- drykkjuvarnanefndir, og þeim gefnar nauðsynleg gögn og upp- lýsingar til að vinna úr, auk þess sem þær nytu samstarfs við frjálsar almannavarnir þar sem reynsla allra þeirra er til næst og af fréttist er krufin og rædd. og henni hagrætt til frjálsra af- nota öllum er hana vilja nýta. Fyrir nokkrum árum gengust framtakssamir hugsjónamenn hér fyrir því að reynt var að sam- eina öll félög er bindindi hafa á stefnuskrá sinni, að beita þeim til átaka í áfengismálunum. Ut- koman varð samtök er nefnast: „Landsamband gegn áfengisböl- inu“. Þessir menn hafa gert sér Ijóst að lítils megnar sá er v.ið einangrun býr, og hafa því hugs- að sér að ýta við bindindisfélög- unum, ef vera mætti að þau þá fyndu hjá sér hvöt til að ræskja sig. Er þetta góðra gjalda vert, og hlýtur að bera árangur ef á eftir er rekið. Að öllu þessu athuguðu tel ég óhætt að fullyrða að við höfum alls ekki vanrækt aðgerðir til lausnar ofdrykkjuvandamálinu. En. Eru þær ekki yfirleitt uppi á palli, þannig að við náum ekki til þeirra, og sprotar þeirra skrælna áður en þeir ná okkur? Drykkjusjúklingur eða aðsteðj- andi, sem örþreyttur leitar hjálp ar, þolir illa hávaða. Okkur vant- Framh. á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.