Morgunblaðið - 21.06.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.06.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1968 Island — Ameríka: Sæsímastrengurinn slitinn á tveim stöðum — viðgerð lýkur vart fyrr en eftir 25. /úní SÆSÍMASTRENGURINN milli íslands og Ameriku er nú slit- inn á tveimur stöðum og mun viðgerðum vart ljúka fyrr en efl ir 25. júní, að því er Jón Skúla- son, verkfræðingur hjá Landssim- anum sagði Morgunblaðinu í gær. Teknar hafa verið í notk- un allar línur í strengnum milli íslands og Evrópu og fer sam- bandið milli Islands og Ameríku nú í gegn um London. Það var um síðustu helgi, sem strengurinn slitnaði — af völd- um íss við suðurodda Grænlands, en líklega hefur togari slitið strenginn á hinum staðnum, sem er við Nýfundnaland. Sæsímaskipið Ampere mun annast viðgerð á strengnum við Nýfundnaland og kvaðst Jón halda, að sú viðgerð væri þeg- ar hafin. Sæsímaskipið John Gerbardsen á Þingvöllum EINAR Gerhardsen, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, og kona hans hafa dvalizt hélendis nú i fjóra daga í boði íslenzku ríkis- stjómarinnar. í gær fóru þau hjónin í skoðunarferð til Þing- valla og áfram hringinn til Hveragerðis. Deginum í fyrradag eyddu þau hjónin við Mývatn. Flogið var snemma morguns til Akur- eyrar, og þaðan ekið beint í Mý- vatnssveit. Á leiðinni var komið við hrjá Goðafossi. Við Mývatn skoðuðu hjónin Dimmuborgir og fóm að Námaskarði. Var farið aftur til Reykjavíkur um kvöld- ið. — í dag mun Einar Gerhardsen og kona hans sitja hádegisverð hjá forseta íslands að Bessastöð- um og um kvöldið verður mót- taka í norska sendiráðinu. Héð- an fara þau hjónin síðari hluta föstudags. Cabot, sem er útbúið sem ísbrjót ur, mun annast viðgerðina við suðurodda Grænlands, en vegna erfiðra skilyrða af völdum íss mun þeirri viðgerð ekki ljúka fyrr en eftir 25. júní. Nú eru í notkun fimmtán tal- rásir í strengnum til Evrópu, 7 til London, 6 til Kaupmannahafn ar og tvær til Þórshafnar, 19 telex — línur, 1 til Hamborgar 1 til Þórshnfnar, 3 til Kaupmanna hafnar og 15 til London og svo fjórar fastar ritsímalínur. Samninga- fundur SAMNINGAFUNDUR milli Flug virkjafélags íslands og flugfélag anna hófst klukkan 4 í gær, en Flugvirkjafélag íslands hefur boðað verkfall frá og með n.k. sunnudegi. Málinu -hefur ekki verið vísað til sáttasemjara. Samningafundurinn stóð enn yf- ir, þegar Morgunblaðið spurði síðast frétta í gærkvöldi. Fiske-kynning í Landsbanka f GLUGGUM Landsbankans að Laugavegi 77 er nú Fiske-skák- kynning. Þar eru sýnd ritverk Fiske og ýmsir hlutir úr eigu hans. Þá er þar rakin saga hans í fáum, en greinargóðum orð- um, og myndir sýndar. Wilson vill skerða völd lávarðanna LONDON, 20. júní. AP HAROLD Wilson, forsætisráð- herra skýrði frá því í dag að brezka stjórnin mundi leggja fram róttækt frumvarp, sem mið aði að því, að draga úr völdum lávarðadeildarinnar. Forsætis- ráðherrann, sagði, að stjómin hygðist hinda enda á arfgengan rétt lávarða til að hafa áhrif á löggjafarstarf þjóðkjörinna fulltrúa. Hins vegar neitaði hann að fallast á þá kröfu nokk urra þingmanna Verkamanna- flokksins, að Lávarðadeildin verði lögð niður. Wilison gerði Neðri málstof- stofunni grein fyrir þessum til- lögum sem eru til komnar vegna þess að Lávarðadeildin felldi á Iþriðjudaginn stjórnarfrumvarp, sem gerði ráð fyrir að hert yrði á refsiaðgerðum gegn Rhodesíu Wilson sagði, að engin ríkis- Stjórn gæti látið viðgangaist slika árás á lýðræði og anda st j órn arskr ár innar. Forsætisráðherrann sagði, að aflýst hefði verið viðræðum milli fulltrúa Verkamannaflokksins, íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins um leiðir til að breyta Lávarðadeildinni, og stjómin mundi standa ein að þeim breyt ingum, sem gera þyrfti. Borið yrði fram frumvarp um breyt- ingar á Lávarðadeildinni er boð aðar hefðu verið í hásætisræðu Elísabetar drottningar við þing setningu í fyrrahaust. í hásætisræðunni sagði, að stjórn Wilsons hygðist leggja niður arfgengan rétt fulltrú- anna í Lávarðadeidinni og gera þannig deildinni kleift að þró- ast innan ramma nútímaþingræð is. Wilson var ákaft fagnað af stuðningsmönnum sínum þegar hann tók til máls, en lokaorð hans drukknuðu í hrópum frá þingmönnum íhaldsflokksins. Wilson tók ekki skýrt fram á hvern hátt stjórnin hyggst leggja niður arfgengan rétt þingmanna Lávarðadeildarinnar og er ekki ljóst hvort arfgeng- inn réttur lávarðanna til ^etu í Framhald á bls. 27. Keflavíkurgangið á sunnudag FORVÍGISMENN Samtaka her- námsandstæðinga skýrðu frá því á fundi með blaðamönnum í gær, að efnt verði til Kefla- víkurgöngu n.k. sunnudag. Göngustjóri er Skúli Thor- oddsen, læknir, en á útifundi í Lækjargötu mun Stefán Jóns- son, útvarpsmaður, flytja ávarp. Geir Hallgrimsson, borgarstjóri, Jakob Guðjohnsen, rafmagns- stjóri og Steingrímur Jónsson, fyrrv. rafmagnsstjóri, með fyrstu laxana, sem veiddir eru úr Elliðaánum í ár. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.) Laxveiði hafin í Elliðaánum LAXVEIÐI hófst í Elliðaánum í gærmorgun og opnuðu þeir Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, Jakob Guðjohnsen, rafmagns- stjóri og Steingrímur Jónsson, fyrrv. rafmagnsstjóri árnar. Um hádegisbilið höfðu þeir veitt níu laxa. 40 laxar höfðu verið tald- ir upp í Elliðaárnar í fyrradag. Þór Guðjónsson, veiðimála- stjóri, sagði Morgunblaðinu í gær, að laxveiði væri nú hafin víðast hvar. í dag hefst laxveíði í Arnessýslu, en þar er nú risin upp deila milli stjórnar Veiði- félags Arnesinga og stjórnar Stóru-Laxárdeildar félagsins. — Hefur stjórn Veiðifélags Arnes- inga ákveðið, að veiði hefjist á félagssvæðinu í dag, en stjórn Stóru-Laxárdeildarinar hefur ákveðið, að stangveiði í Stóru- Laxá skuli ekki hefjast fyrr en 5. júlí. Er það í samræmi við samþykkt aðalfundar Vefðifé- lags Árnesinga. Leikf. Þjóðleikhússins f dag föstudag sendir Þjóð- leikhúsið leikflokk út á land með leikritið Billy lygari eftir Keith Waterhouse og Willis Hall Það er leikflokkur Litla sviðs- ins í Lindarbæ, sem fer í þessa isýningarferð ÞjóðleSkhússins. Leikritið var frumsýnt á Litla- sviðinu í Lindarbæ í byrjun janúar s.l. og urðu sýningar alls 20 á leiknum. Sýning þessi þótti takast mjög vel og hlaut sýning in mjög góða dóma hjá öllum gagnrýnendum. Leikstjón er Eyvindur Erlendsson og er þetta fyrsta verkefnið sem hann svið- setur fyrir Þjóðleikhúsið. Ey- vindur stundaði leiklistarnám í iLeiklistarskóla Þjóðleikhússins og útskrifaðist þaðan árið 1960. Hann hefur numið leikstjórn við Leiklistarstofnun ríkisins í Moskvu í 5 ár og útskrifaðist þaðan á s.l. ári. Leikurinn verður fyrst sýnd- ur í Ásbyrgi í Miðfirði, þá á Húsavík, í Valaskjálf, Fáskrú’ðs- firði, Eydölum á Breiðdal Sindra bæ í Hornafirði, Hamraborg í Berufirði. Síðar verður svo sýnt víðar á Austurlandi og þaðan verður haldið til Norðurlands og sýnt þar. Kosningafundur stuðningsman na Gunnars Thoroddsens, „Með ungu fólki'S var nær eingöngu sóttur af fólki á aldrinum 20— 35 ára. (Ljósmynd Mbl.: Kr. Ben.) - ÆSKAN Framhald af bls. 28. * ' voru endurvarpsmyndir með er- indinu. Ólafur Þ. Jónsson óperu söngvari söng við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar og þá fluttu Klbeinn Pálsson og Emi- lía Kofoed-Hansen saman ávarp til unga fólksins. Því næst léku Hljómar frumsamin lög og syst- kinin María og Þórir Baldursson léku og sungu. í fundarlok flutti Gunnar Thoroddsen ávarp og lokaorð hans voru þessi: „Má ég bera fram þá einlægu ósk / að okkar ástkæru fósturjörð fylgi heill og hamingja, gæfa og gengi „á meðan gróa grös í mold og glóir nokkur stjarna" Þá söng Ómar Ragnarsson bar áttusöng með aðstoð Hljóma og fundarmenn tóku hressilega und- ir. Fundinum lauk með því að dr. Gunnari Thoroddsen og frú Völu var fagnað með langvar- andi lófataki og ferföldu húrra hrópi. Fundur þessi er fjöimennasti kosningafundur, sem ungt fólk hefur efnt til á íslandi og sóttu nokkuð á þriðja þúsund ungra manna og kvenna fundinn. F/SKE - MÓ71& ~Lokasta&a - mx 1 § t ? P <* i mm. 'A % Y «9- i o § B § N v> T Q o m. ar § o ö: w** V) «0 £ <». 3S Í8 I "P 'Á VI 'UÍ V ■w V/NN. Alls . - PÓÐ 1 B- VASJUKOV Á 1 / 'Á / *Á / Zz *Á 'Á 'Á / / 7 10’Á 1-Z 2 M- TAIMANOV Zz /z Á l i Zz / Zz ! Zz. / / í JÖZz 1-Z 3 PR.TbR.lK P Vz \P / 0 Zz 'Z 'Á l / / / / J 10 3 R. &YRNE 0 Á 0 0 'Á Zz / ! Zz ! / / 7 7" 4 5 W. UHLMANN Á 0 0 / Á 0 ÁL 'Á fs. / / / / / 8’T. 5 6 p. OSTOJ/C 0 0 / 'Á 'Á ./ Á 0 7 Á 0 / / / 8 4-7 7 L. S2A0O Zz Vz 7z 'Á ! 0 % 0 W 1 '/.2 / Zz / 8 4-7 8 W. AÞD/son 0 'fz 0 /z /z Zz 0 / 0 0 1 / / / TA 8-9 9 Gudmundur Á O 'Á 0 'Á l / ! 0 /z / / Zz 7/2 8-9 FR.EYSTR/NN Á Á 0 Á Á 0 'Á. / 0 Zz 'Zz 'Á / / 7 10 &RAO/ Á 0 0 0 0 Á 0 / l Á } 0 k I 6 11-1Z 11 tMGí R. Á Á 0 0 0 / Zz 0 Zz Á 0 /z / ! 11-12 ÖENQNÝ O 0 0 0 0 0 O O 0 Zz / Zz / 7 ¥ 13 JA JöHANN Ö. 0 0 0 0 ö 0 'A 0 0 0 fz 0 0 / 2 11 W Andr&s 0 0 0 0 ö 0 H 0 Zz Ö 0 o Ö 0 Zz 1S Úrslit Fiske-skákmótsins birtast hér á töflunni, með úr- slitum einstakra skáka í mót- inu. Sovézku skákmennimir tveir sýndu örugga tafls- mennsku í mótinu, en Frið- rik Ólafsson gaf þeim lítið eftir, vann m.a. flestar skák- irnar, alls átta. Tveir ís- lenzku keppendanna, þeir Freysteinn og Ingi gerðu báð ir jafntefli gegn Vasjúkoff og Taimanoff ásamt Ungverjan- umSzabo.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.