Morgunblaðið - 21.06.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.06.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1968 Glæsilegt skátamót Vestfjarða Um síðustu helgi var fag- urt veður á Vestfjörðum. Fjöldi fólks frá ísafirði og nærliggjandi byggðarlögum lagði þá leið sína inn í Tungu dal í Skutulsfirði og heim- sótti Skátamót Vestfjarða, sem þar var haldið. Fyrr á þessu ári áttu bæði skátafé- lögin á ísafirði 40 ára afmæli. Var mót þetta haldið, til þess að minnast 40 ára skátastarfs á ísafirði, og sáu skátafélögin á ísafirði, Einherjar og Val- kyrjan, um framkvæmd og allan undirbúning mótsins. Fréttaritari Mbl. náði stuttu tali af mótstjóranum, Snorra Her mannssyni, og fræddist hjá hon- um um undihbúning og fyrir- komulag mótsins.. — Veðurguðirnir hafa verið okkur einstaklega hliðhollir all- an tímann, sem mótið hefir stað- ið, og get ég ekki annað sagt, en að það hafi tekizt í ffllla staði mjög vel. Svona mótkrefst að sjálfsögðu mikillar skipulagn ingar og undirbúningsvinnu. Vegna þess, hve mótið var hald ið nálægt kaupstaðnum, var hægt að undirbúa margt áður. Vorum við búin að fara í marg ar útilegur fyrir mótið, til þess að byggja upp tjaldbúðasvæðið. — Á mótinu voru 254 þátttak- endur frá fimm skátaféögum á Vestfjörðum, Framherjum á Flateyri, Glaðherjum á Suður- eyrir, Gagnherjum í Bolungar- vík og Einherjum og Valkyrj- unni á ísafirði. Á mótinu eða í sambandi við það voru einnig sérstakar fjölskyldubúðir og þar dvöldu um 100 manns. Voru það aðallega eldri skátar og foreldr ar skáta, sem voru á mótinu. Þessar f jölskyldubúðir eiga vax andi vinsældum að fagna. Er það áreiðanlega mjög gagnlegt, að foreldrarnir fái þannig tæki- færi til þess að kynnast störf- um yngri skátanna og kynnast Mótstjórnin og félagsforingjar skátafélaganna á Vestfjörðum. Séra Lárus Þ. Guðmundsson messar á Skátamóti Vestfjarða. Alþjóða stefna \ orkum álaráð- Moskvu í sumar Mbl. hefur borizt fréttatilkynn ing, þar sem skýrt er frá næstu Alþjóðaorkumálaráðstefnunni, er haldin verður í Moskvu 20- 24. ágúst næstkomandi. Er það 7. aðalráðstefnan og mun hún fjalla um orkulindir heimsins og hagnýta notkun þeirra. ísland gekk í Alþjóðaorkumálastefnuna 1949. — Veitir Landsnefnd ísl Iands í Alþjóðaorkumálaráðstefn unni, c/o Orkustofnunin, Lauga- veg 116 upplýsingar um ráð- stefnuna og hefur milligöngu um hana, en umsóknarfrestur er til 30. júní. Þátttakendur greiða þátttöku- gjald, og eru þá innifaldar þing setur, móttökur og ýmsar kynn- isferðir. Hótal eru í þremur verð flokkum og gestum gefst kostur á hópferðalögum um Sovétríkin á eftir. Alþ j óðaorkumálaráðstef nan var stofnuð í Bretlandi 1924 og var fyrsta aðalráðstefnan hald- in þar 1924, en aðrar hafa verið haldnar í Berlín 1930, Washing- ton 1936, London 1950, Vínar- borg 1956 og Melbourne 1962. Sú næsta verður í Moskvu í sumar og sú 8. í Detroit í Bandaríkj- unum 1974. 15 aukaráðstefnur hafa verið haldnar á undanförn um árum víðsvegar um heim, seinast í Tokyo 1966 í samtök- unum eru nú 62 ríki. Forseti Al- þjóðaorkumálaráðstefnunnar er nú Hinton lávarður frá Bretlandi Alþjóðanefndin um stórar stífl ur hefur verið starfrækt sem tals vert sjálfstæð deild undanfarin 40 ár, en nú hefur verið sam- þykkt að hún hljóti fullt sjálf- stæði. Hún hefur fundi og ráð stefnur á sama hátt og Alþjóða- orkumálaráðstefnan. 8. ráðstefn- an var í Edinborg 1964 og sóttu hana 5 fulltrúar frá fslandi á- samt eiginkonum. 9. aðalráðstefn an var haldin í Istanbul 1967. Af hálfu íslands eru 9 aðal- meðlimir í Alþjóðaorkumálaráð- stefnunni: Jakob Gíslason, orku- málastjóri fyrir Orkustofnun, og er formaður, Jakolb Guðj ohnsen, rafmagnsstjóri fyrir Samb. ísl. rafveitna, dr. Gunnar Sigurðs- son, yfirverkfræðingur fyrir Rafmagnsveitur ríkisins, Jó- hannes Zoega hitaveitustjóri fyr- ir Hitaveitu Reykjavíkur, Sig- urður Jóhannsson, vegamála- stjórj fyrir vegagerð ríkisins, Steingrímur Hermannsson, fram- kvæmdastjóri fyrir Rannsóknar- ráð ríkisins, Loftur Þorsteinsson prófessor fyrir Verkfræðideild HáskóLa íslands, Guðmundur Marteinsson, fyrrv. rafmagnseft irlitsstjóri fyrir Verkfræðingafé lag íslands. Þá eru 3 aukameð- limir: Árni Snævar, verkfræð- ingur, Gunnar Böðvarsson próf atrix verndar fegrar essor og Sigurður Thoroddsen, verkfræðingur. þeim verkefnum, sem þeir eru að vinna að. — Hvað viltu svo segja mér um sjálft mótið? — Eins og ég hefi áður sagt vorum við einstaklega heppin með veður. Átti það vafaaust sinn stóra þátt í því, hve alt gekk vel, en það er með skáta- mót eins og allar aðrar útisam- komur að veðrið ræóur miklu um það, hvernig tíl tekst. Mótið var sett á föstudaginn og not- uðu félögin þann dag að mestu leyti til þess að byggja upp sín eigin tjaldbúðasvæði. Byggðu fé- lögin þá mest af því, sem prýðir tjaldbúðir þeirra, en áður vor- um við búin að reisa stóra út- sýnisturninn hérna uppi á hæð- inni, brúna yfir Buná og öll leik tækin á mótsvæðinu. Á laugardagsmorguninn var farið í svo nefndan póstaleik, en þá vinma krakkarnir að því að leysa ýmis verkefni, sem lögð eru fyrir þau. Þessi verkefni mið ast við það, að allur flokkurinn vinni saman að úrausninni. Að sjálfsögðu eru verkefnin misjafn lega erfið, en flest reyna þau á útsjónarsemi. Á eftir gerum við þeim svo grein fyrir, hvernig "Uætlazt er til, að verkefnin séu 'leyst. Eftir hádegi á laugardaginn var svo farin í náttúruskoðun hér um nágrennið. Gengu krakk arnir hér um dalinn í fylgd með kunnugum skátum sem leið- beindu þeim um örnefni, jurtalíf, meðferð elds, hjálp í viðlögum og margt fleira. Um kvöldið var svo varðeldur. Á sunnudagsmorguninn var svo unnið að söfnun jurta og steina, en síðan matreiddi allur hópurinn sunnudagsmatinn í al- úmínpappír við hlóðaeld. Tókst það mjög vel og vakti almenna ánægju. Eftir hádegið var svo stöðugur straumur fóks í heim- sókn á mótið og get ég ekki gert mér nokkra grein fyrir, hve margir hafa k-omið, en okkur var mikil ánægja, hversu a-lmennan áhuga bæði ísfirðingar og fólk úr nágrenninu sýndi á störfum skátanna. Um kvöldið var svo almennur varðeldur, og kom þá einnig mikill fjöldi gesta í heim sókn. Á mánudaginn, sem var 17. júní, messaði séra Lárus Þ. Guð mundsson, en hann er félagsfor- ingi Framherja á Flateyri, og var með þeim á mótinu. Pór mess an fram í litlum hvammi hér rétt fyrir ofan tjaldbúðirnar. Eft ir hádegið minntist Marí-as Þ. |Guðmundsson þjóðhátíðardags- ins með stuttri ræðu. Á mótinu var gefið út fjöl- ritað blað, sem við kölluðum T-ryppið. Má vafalaust rekja þá nafngift til fyrsta útkomustaðar ins, en Tryppið hóf göngu sína í He^tfirði á 3. Skátamóti Vest- fjarða árið 1945. -— Að -lokum, Snorri, hverjir voru svo með þér í mótstjórn? — Það voru þau Una Hal- dórsdóttir, sem var tjaldbúða- stjóri kvenakáta og Árni Guð- bjarnason, sem var tjaldbúða- stjóri drengjaskátanna. Vil ég nota tækifærið til að þakka þeim svo og öllum öðrum, sem unnu að undirbúningi þessa móts, fyr ir störf þeirra, og öðrum þeim, sem greitt hafa götu okkar á einn eða annan veg. Ofbeldi ekki hnekkt meö ofbeldi MANNKINDIN er stundum sljórri en rollurnar í kofum sveitamannsins. Eins og fólkið á stórskipinu „Titanic" forðum erum við far- þegar á risaskipinu, sem stefnir á fullri ferð út í ísþokuna. Flestir eru svo önnum kafnir á skipinu ýmist við að vinna eða skemmta sér baki brotnu, að þeir hirða ekki um hættuna. „Hafið er svo stórt og ísjakarnir fremur strjál- ir. Hvers vegna óttast að skip- ið rekist á þá? Erum við ekki bj ar tsýnismenn"? Það má segja svo margt gáfu- legt vitleysunni til varnar. Þó mætti enn forða slysi með því að sigla hægar og vera betur á verði. Fáir horfast í augu við raunveruleikann. Raunsæi er svo sjaldgæft. Einn þáttur raun- sæis er að sinna verkefnum í réttri röð. „Oft er þörf en nú er nauð- syn“, er gamall íslenzkur máls- háttur, sem sýnir skilning á þessu. Það er þörf að sinna sér og sínum á líðandi stund. Líka er þörf að skipuleggja vel skemmtanir og starf á skipinu okkar. Var t.d. af mörgum talin svo mikil þörf að breyta um- ferðastefnu frá vinstri í hægri, að ekki þótt í horfandi að það kostaði 100 millj. krónur eða meira. En geta atvik eins og morð hinna beztu manna, sem eru heiminum harmdauði, af því að vonirnar eru við þá bundnar, ekki vakið fólkið á skipinu til vitundar um nauðsynina? Var ekki nauðsyn að breyta stefnu „Titanic“ og fara með gætni? Fólkið á skipinu var svo önnum kafið að sinna þörfum sínum í skjóli hins falska öryggis, að nauðsyninni var ekki sinnt. Því fór sem fór. Lítill vandi að sjá úrræðin eftir á. Á okkar skipi er allt mannkyn ið. Merkin um hina gálauslegu stefnu eru alls staðar. Ofbeldi, lausung og lygi, hérlendis og er- lendis. Og ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Við íslendingar höfum verið eftirbátar annarra í þessu ofbeldiskappi framundir þetta, og er ekkert nema gott um það að segja. Hitt væri skemmti- legt, ef við gætum orðið fremstir í flokki, þegar stefnunni verður breytt í athöfnum manna og þjóð félags — vikið frá helstefnu og tekin upp lífsstefnan. -Hvar ætti að vera auðveldara að hefjast handa en einmitt hér í þessu blessaða landi? Enginn sæi víst eftir 100 milljónum í þá stefnu- breytingu, eða hvað heldur þú, lesandi góður? O, jú, ætli það yrðu ekki einhverjir á skipinu, sem segðu, að það sé meira raun- sæi að berjast um stöður og njóta unaðs-emda lífsins um borð en hugsa um, hvert stefnir. Hvar er sá skipstjóri er fellst á slíka speki og nefnir raunsæi? Það væri hægt að gera þetta á ís- landi, og þá væri verkefnum sinnt í réttri röð, ef við gengjum að því fyrst af öllu að beina þjóðinni af þeim brautum, sem leiða til ofbeldis og ræktuðum huginn betur og af meiri þekk- ingu. Þetta verða þeir að vita, sem mestu ráða um mannþróun í þjóðfélagi okkar. Nú er ekki aðeins þörf, heldur nauðsyn að kveða ofbeldið í kút- inn, hvar sem það birtist. Ofbeldinu verður aldrei hnekkt með ofbeldi og við verðum að leggja niður barnalega bjartsýni á mannlegt eðli. Þó að lögreglustjórinn í Reykja vík hafi t.d. „góðfúslega" veitt leyfi til fundarhalda í mótmæla- skyni við aðild okkar að Atlants- hafsbandalaginu er hreinn barnaskapur, byggður á hættu- legri vanþekkingu að treysta á tilsvarandi góðfýsi fundar- manna. Það lýsir vitanlega mjög elskulegu hugarfari þegar lög- reglumaður segir: „Við verðum að gera ráð fyrir að þetta sé sið- að fólk, og þar sem aðstandend- ur útifundarins hafa sótt um leyfi og vernd til að halda sinn fund í friði, virða þeir sjálfsagt fundarfrið annarra". En elskulegt hugarfar getur bara ekki komið í staðinn fyrir þekkingu. Er lögreglunni ekki ljóst, að ofbeldisviðbrögð á mótmælafund um eru geggjun, en ekki meðvit- uð viðbrögð? f því felst einmitt hættan, þar sem múgsefjun verð- ur, að mesta geðprýðisfólk miss- ir vitið um stundarsakir og allt, sem annars er talið óverjandi, er framkvæmt í trúarlegum eldmóði eins og manndrápin í krossferð- unum. Úifur Ragnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.