Morgunblaðið - 21.06.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.06.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JUNI 1968 títflutningur á Volkswageu eykst Rætt við Joachim Niemeyer, sölustjóra Volkswagenverksmiðjanna í N-Evrópu VOLKSWAGEN er algengasta bifreiðin á ísiandi og eigendur bifreiða hér af þeirri gerð hátt á fimmta þúsund. Þetta er há tala, en hún er einkennandi fyr- ir Volkswagen. Það er nefnilega ekki fluttur út eins mikill íjöldi af nokkurri annarri bifreiðateg- und í heiminum, en um 60% allra Volkswagen-bifreiða, sem Vestur-Þjóðverjar framleiða, eru seldar til annarra landa. Um þessar mundir eru staddir hér á landi þrír starfsmenn Volkswagen-verksmiðjanna, en þeir eru Joachim Niemeyer, sem er sölustjóri Volkswagen erlend- ís í Norður-Evrópu, Edo Schneid sr, sölustjóri í Englandi, írlandi >g íslandi og Horst Geuder, full- trúi í útflutningsdeild verksmiðj anna. í viðtali við Morgunblaðið í gær skýrði Joachim Niemey- er frá för sinni hingað og ýmsu, sem er efst á baugi hjá Volks- wagen-verksmiðjunum um þess- ar mundir, en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur til íslands. Ástæðuna fyrir komu sinni til íslands kvað Niemeyer vera þá, að hann vildi kynnast landi og þjóð svo og Volkswagen-umboð- inu á íslandi og starfsmönnum þess, en hann tók við starfi sínu hjá verksmiðjunum á síðasta ári. Þá sagðist hann einnig vilja kynnast efna'hagsástandinu hér á landi, sem byggi nú við nokkra erfiðleika, eftir því sem sér hefði .kiiizt, og kanna, hvort ekV aeri unnt engu að síður ?' a’da áfram sölu á fram- leio. avörum Volkswagen-verk- smiðjanna jafnt og áður. Meiri hluti þeirra bifreiða, sem Volkswagen-verksmiðjurn- ar framleiddu, væru fluttar út eða um 60%. Þannig hefðu ver- ið seldar til útflutnings um 900.000 Volkswagen-bifreiðar í fyrra og væri það meira en all- ur bifreiðaútflutningur Banda- ríkjanna samanlagður. Vegna hins mikla útflutnings til ýmissa landa um víða veröld, sem byggju við ólíkt loftslag og ólíka vegi, þá hefði verið nauð- syn á en einnig gefizt kostur á að aðlaga stöðugt og endurbæta Volkswagen-bifreiðarnar eftir þessum aðstæðum. Volkswagen- verksmiðjurnar yrðu sökum þess, hve mjög þær byggðu starf semi sína á útflutningi, að láta sig miklu varða sérhvern mark- að, enda þótt hann væri kannski lítill. Þessu væri öðru vísi farið með margar aðrar bílaverksmiðj ur ,einkum þó í Bandaríkjunum. Þannig flyttu t.d. bandarískar bifreiðaverksmiðjur út aðeins um 3% af framleiðslu sinni. Niemeyer kvað markmið Volkswagen-verksmiðjanna vera þau í framtíðinni svo sem hing- að til, að leggja meiri áherzlu á tæknileg atriði en tízku í sam- bandi við bifreiðar sínar, þ.e. leggja áherzlu á það, sem fólk skipti mestu máli svo sem ör- yggi, þægindi og lágan rekstrar- kostnað. Þá hefðu Volkswagen-verk- smiðjurnar alltaf lagt mikla áherzlu á góða þjónustu og að hafa næga varahluti fyrir hendi. Þetta skilyrði hefði Heildverzl- unin Hekla alltaf uppfyllt, enda gætu Volkswagen-verksmiðjurn- ar ekki sætt sig við annað af hálfu umboðsmanna sinna á hverjum stað. Niemeyer sagði ennfremur, að á þessu ári hefði eftirspurnin eftir Volkswagen verið enn meiri en í fyrra. Þá hefðu verið seldar um 450.000 bifreiðar til Bandaríkjanna einna, sem er 65% allra innfluttra bifreiða til þess lands, en það sem af væri þessa árs hefðu þegar verið seld ar þangað um 300.000 bílar og mætti gera ráð fyrir, að þeir yrðu yfir 500.000 á þessu ári. í aðalverksmiðjunum í Wolfsburg væri yfirleitt ekki unnið á laug- ardögum, en nú hefði orðið að koma á aukavakt á laugardögum til þess að eiga auðveldara með að fullnægja eftirspurninni. í fyrra hefðu verið fluttir inn tæplega 600 bílar til íslands. Þegar Niemeyer var spurður að því, hvort hann hefði orðið fyrir einhverjum áhrifum af hinni stuttu dvöl sinni hér, svaraði hann því til, að fyrstu kynni af sérhverju landi skildu alltaf eftir sterkust áhrif. Eftir því sem menn kæmu oftar til einhvers lands yrðu áhrifin veik ari. Kvaðst hann í fyrsta lagi hafa orðið fyrir mjög miklum áhrifum af stórbrotnu landslagi íslands og kvaðst hann myndu beita sér fyrir því, er heim kæmi, að fá ferðafólk til þess að koma hingað. í öðru lagi kvaðst hann hafa glögglega orð- ið var við þann anda frumherj- ans, sem hér ríkti og sem hann hefði ekki orðið var við víða í öðrum löndum, þar sem velmeg- Starfsmenn Volkswagen-verksmiðjanna ræða við tvo starfsmenn Heildverzlunarinnar Heklu. Talið frá vinstri: Horst Geuder, fulltrúi söludeildar Volkswagen, Joachim Niemeyer, sölustjóri Volkswagen erlendis í Norður-Evrópu, Ami Bjamason, framkvæmdastjóri bifreiðadeildar Heklu, Edo Schneider, sölustjóri Volkswagen í Englandi, Irlandi og á íslandi og Lýður Bjömsson, skrifstofustjóri í Heklu. Samdráttar I bifreiða- sölu hefur orðið vart NOKKUR samdráttur hefur orð ið í bílainnflutningi frá því um sl. áramót. Morgunblaðið hafði samband við þrjá bifreiðainn- flytjendur, og bar þeim öllum saman um, að nú væri áberandi minni sala á bílum en um sama leyti í fyrra. Þórir Jónsson, framkvæmda- stjóri hjá Sveini Egilssyni og Co sagði, að yfir heildina væri mik ið minni sala hjá umboðinu nú en í fyrra. Þó vægi þarna upp á móti, að ensku bílarnir, svo sem Cortina, seldust enn með ágæt- um. Um bandarísku bílana sagði Þórir, að undanfarið hefði þeir verið um 10% af heildarsölu um boðsin3, en nú væri mjög lítil hreyfing í þeim, svo að salan yrði vart nema um 4% af heild- inni. Þórir kvað umboðið hafa selt 4200 bíla í fyrra en reiknað væri með að selja 3000 bíla á þessu ári. Ragnar Ragnarsson hjá Tékk- neska bifreiðaumboðinu sagði, að óneitanlega hefði orðið vart við minnkandi sölu, en betur yrði vart við það síðar á árinu, þar sem nú væri mest sala á bílum til handa öryrkjum. Kvaðst hann gera ráð fyrir, að umboðið mundi selja um 100 bifreiðum minna nú en á sl. ári. Forstöðumaður söludeildar Volkswagen hjá Heklu kvaðst hafa orðið var við töluverðan samdrátt allt frá áraimótum. Væri gert ráð fyrir að bifreiða innflutningurinn nú yrði allt að 40% minni í ár en í fyrra. un ríkti eins og hér. Þar yrði víða vart við lífsþreytu, sem hann kvaðst ekki sjá á fólki hér. Mikil merki framfara mætti greina hér, sem hann myndi vilja mega leggja hjálparhönd á. Nlemeyer var spurður að því, hvaða áhrif síðustu atburðir á mörkum Vestur- og Austur- Þýzkalands kynnu að hafa, en austur-þýzk yfirvöld settu í síð- ustu viku það skilyrði, að til þess að fá að fara frá Vestur- Þýzkalandi til Austur-Þýzka- lands, yrðu menn að fá vega- bréfsáritun og greiða gjald fyr- ir. Sagði Niemeyer, að það væri sín skoðun, að austur-þýzk yfir- völd hefðu gert þessa ráðstöfun til þess að leggja aukna áherzlu á, að Austur-Þýzkaland liti á sig sem sjálfstætt ríki. Kvað Nie- meyer það skoðun sína, að sam- einingar beggja hluta Þýzka- iands væri ekki að vænta í bráð og að finna yrði leið til sam- komulags milli þeirra, og að leið fyrir fólkið í báðum hlutum landsins til þess að lifa hvort við hliðina á öðru. í KVÖLD, föstudaginn 21. júní, verður síðasta sýningin á þessu leikári í Þjóðleikhúsinu. Það er leikritið „Vér morðingjar" sem þá verður sýnt. Leikurinn hefur nú verið sýndur 12 sinnum við mjög góða aðsókn. Eftir að sýn- ingum lýkur á „Vér morðingj- um“ í Þjóðleikhúsinu, verður farið með leikinn í leikför úr á land og verður fyrst sýnt á Vest- urlandi, þaðan verður svo haldið til Norður- og Austurlands. Þessi leikför mun taka nær því einn mánuð. Með aðalhlut- verk fara Kristbjörg Kjeld og Gunnar Eyjólfsson. Myndin er af þeim í hlutverk- um sínum. Gjafir í Biafra-söfnun RKÍ HÖFÐINLEGAR gjafir hafa bor- izit í Biafra-söfnun Rauða kross íslands. Eftirt. aðilar hafa gef- ið skreið: Sturlaugur Böðvarsson frá Akranesá, að verðmæti 100.- 000 krónur, ísfélag Vestmanna- eyja, að verðmæti 50—60.000 kr. og Karólína Karlsdóttir, Kefla- vík, að verðmæti 10.000 krónur. Ennfremur hafa borizt til S'krif stofu Rauða krossins peninga- gjafir, samtals 49.000 krónur. Tekið er á mótd framlögum í skrifstofu Rauða kross fslands að * Arangursbus sát&afunclur SÁTTAFUNDI í deilu sjómanna og síldarútvegsmanna lauk klukkan 4 í fyrrinótt án þess að samkomulag næðist. Nýr fund- ur hefur verið boðaður klukkan 5 í dag. ísafjarðar- kórarnir í UMSÖGN Gunnars Sigurgeirs- sonar um söng Karlakórs ísa- fjarðar og Sunnukórsdns, sem birtist í Mbl. 19. þ. m., féllu nið- ur noíkkur orð úr tveim setning- 'um, svo að þær urðu ósikiljan- legar. Réttar eru þær þannig: .... Það gerði söngskrána til- breytingarmeiri, að þar skiptust á karlakór, blandaður kór og kvennakór, imeð og án undir- leiks, ásamt einsöngvurum. Var söngurinn víða blæfagur og lit- ríkur .... .... Mest virðist velta á því, að forustumenn fáist, og í því efni hafa ísfirðingar verið heppn ir. Ragnar H. Ragnar tók við for ustu af Jónasi Tómassyni, sem verið hafði lífið og sálin í söng- 'lífi ísfirðinga frá því um 1910 .. öldugötu 4, deildum félagsins um allt land og hjá dagblöðun- •um. (Frá Rauða krossi íslands). BRIDGE EINS og skýrt var frá í blaðinu í gær, komust Ítalía, Bandaríkin, Holland og Kanada í úrslita- keppnina á Olympíumótinu í bridge .Dregið var um, hvaða sveitir skyldu mætast í undan- úrslitunum, og drógust saman Ítalía — Kanada og Holland — Bandaríkin. í undanúrslitunum eru spiluð 80 spil og kemst sigur vegarinn í úrslitakeppnina. í úr- slitakeppninni eru einnig spiluð 80 spil. ítalska sveitin virðist hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppn- inni. Að 60 spilum loknum var staðan 147—68 fyrir ítölsku sveitina, og hafði sveitin verið yfir allan tímann og lítil von fyrir kanadísku spilarana að rétta hlut sinn. Leikurinn mílli Bandaríkjanna og Hollands va rmjög jafn og spennandi, og að 60 spilum lokn- um hefir bandaríska sveitin að- eins 16 stiga forskot. Að 58 spil- um loknum var bandaríska sveit in með 28 stiga forskot, en þá fóru hinir kunnu hollenzku spil- arar, Salvenburg og Kreyns, í 7 grönd og unnu ,en bandarísku spilararnir Kaplan og Kay á hinu borðinu fóru aðeins í 6 grönd og þar með tapaði banda- ríska sveitin 11 dýrmætum stig- um. í kvennaflokki sigraði Svíþjóð með nokkrum yfirburðum, en staða efstu sveitanna varð þessi: 1) Svíþjóð 295 — 2) S-Afríka 275 — 3) Bandaríkin 266 — 4) Ítalía 263 — 5) Frakkland 238 — 6) Sviss 196 —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.