Morgunblaðið - 21.06.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.06.1968, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1968 MINNING: Kristján Kristjánsson frá Akureyri ÞÓTT Kristján Kristjánsson sé horfinn af sjónarsviðinu og við heyrum ekki lengur hressilega rödd hans, þá gleymist hann naumast nokkrum þeim, er hon- um kynntust, og nafn hans mim geymast sem brautryðjanda um framfarir í samgöngumálum þjóðarinnar á fyrri hluta tutt- ugustu aldar. Kristján kom víða við sögu og var ráðama’ður í mörgum fyrir- tækjum, en kunnastur er hann undir nafninu Kristján á BSA, og ég held hann hafi kunnað því vel að vera kenndur við þetta fyrsta fyrirtæki sitt. Ég man fyrst eftir honum sem Kristjáni á BSA. Þá var löng og erfið bíl- ferð milli Akureyrar og Reykja- víkur og að mörgu að hyggja um heimanbúnað bifreiðanna. Ég man heimferðir úr skóla frá Akureyri með áætlunarbifreið ifrá BSA. Lagt var upp kl. 7 að morgni. Alltaf var forstjórinn þá sjálfur mættur, fylgdist með öllu hvatur í hreyfingum og gaf fyrirskipanir á báða bóga. Allir veittu þessum fjörmikla og rögg sama manni athygli og engum gat dulizt, a'ð ekkert var látið fara í handaskolum á BSA. Arangurinn birtist líka í vax- andi velgegni BSA og eiganda hennar að því marki, að Kristján á BSA var að ævilokum í hópi límsvifamestu og þekktustu framkvæmdamanna í landinu. Um Kristján Kristjánsson gilti hið sama og um flesta athafna- menn af hans kynslóð, að hann átti ekki erfðafé til að leggja grundvöll að atvinnurekstri sín- um. Hann varð því að byrja smátt, en hann hugsaði stórt og var stór í sniðum. Það kom líka fljótlega í ljós, að hann átti hæfi leika til að gera stóru hugsan- irnar að veraleika. Alla starfs- ævi hans voru bifreiðarnar meg inatriði atvinnurekstrar hans, en framtak hans spannaði mörg fleiri svið. Hann var í hópi þeirra fyrstu, er gerði sér grein fyrir mikilvægi flugsamgangna í okkar stóra landi, og hann var þeirrar skoðunar, að ekki væri alltaf nauðsynlegt að bíða eftir léiðsögn höfuðborgarinnar, því að hann hugsaði ekki aðeins stórt fyrir sig heldur eigi síður fyrir bæ sinn Akureyri. Því gerðist hann einn frumherjanna að stofnun Flugfélags Akureyr- ar, er síðar varð Flugfélag Is- lands. Hann var einnig forustu- maður um stofnun Dráttarbraut- ar Akureyrar, er var upphafið að því fyrirtæki, sem í dag er einn af máttarstólpum atvinnu- lífs á Akureyri. Þáttur Kristjáns í síldarbræðslunni á Dagverðar- eyri og ýmsum öðrum mikil- vægum atvinnurekstri, skal hér ekki rakinn, enda þessum orð- um ekki ætlað að vera starfs- saga heldur aðeins benda á höf- uðdrætti í starfsamri ævi merki legs athafnamanns. Þótt Kristján væri búsettur hér í Reykjavík síðustu árin og hefði sett hér upp stórfyrirtæki, þá var hann alltaf fyrst og fremst Akureyringur, þeim sta’ð unni hann og vildi veg Ak- ureyrar sem mestan. Hann hef- ir líka lagt fram stóran skerf til að efla Akureyri og henni er sæmd að þessum athafnasama borgara sínum. Eðli Kristjáns Kristjánssonar var með þeim hætti, að hann hlaut að skipa sér undir merki Sjálfstæðisflokksins í barátt- unni fyrir framtaki og frelsi þjóðfélagsborgaranna. Einmitt á sviði stjórnmálastarfseminnar lágu leiðir okkar Kristjáns sam an og urðu kynni okkar smám saman að vináttu, sem aldrei bar skugga á. Einnig á félags- málasviðinu stafaði frá honum þróttur og bjartsýni, er jafnan hvatti til athafna og dáða og for- dæmdi úrtölur. Sjálfstæðisflokk urinn og þá fyrst og fremst Sjálfstæðismenn nyrðra eiga honum margt að þakka. Hann kærði sig lítt um að vera kjör- inn til forustustarfa, en var ætíð reiðubúinn að leggja fram sitt lið, þegar eftir var leitað. Hvatn ingar hans og síðan stóri þátt- ur að byggingu hins glæsilega Sj álfstæðishúss á Akureyri verð ur aldrei þakkað sem skyldi. Mér verða ætíð minnisstæðar ýmsar samverustundir ^ méð þessum horfna vini mínum. Kristján var hispurslaus í tali, svo að sumum þótti nóg um, en honum var ekki lagið að þurfa að tala tæpitungu eða mega ekki nefna hlutina sínu rétta nafni. Mér fannst það meðal hinna beztu kosta Kristjáns hversu hreinskilinn hann var og hrein- skiptinn og það getur naumast hafa dulizt nokkrum, er kynnt- ust Kristjáni, að þótt hann væri fasmikill og stundum hvatskeytt ur, þá átti hann hlýtt hjarta og vinátta hans var óbrigðul. Hann var hertur í skóla lífsins og þurfti oft að takast fast á við erfið viðfangsefni, en hann vaxð veitti alla tíð létta lund og var hrókur alls fagna'ðar hvar sem hann kom. Hann var því aufúsu- gestur. Kristján Kristjánsson var o- venjulegur þrekmaður, enda undi hann sér lítt hvíldar. Á hið mikla kapp hans, er hann kunni lítt að takmarka, þótt árin færðust yfir, sennilega ekki minnstan þátt í því, að við verð um nú að sjá honum á bak tæp- lega sjötugum. Þótt við vinir hans hefðum óskað að njóta sam vista við hann enn um mörg árr, veit ég þó ekki hvort lengri hér vist hefði fært honum mikla gleði. Slík orð er a’ð vísu vafa- samt að taka sér í munn, en ég get ekki hugsað mér Kristján Kristjánsson sem gamlan mann með lamaða starfsorku. Sú til- vera hefði verið hrópandi mót- sögn við eðli þessa baráttuglaða athafnamanns. Þótt ekki sé að efa að Kristj- án á BSA fái nú á nýju tilveru- stigi með endurnýj aðri orku að fást vfð ný viðfangsefni, er munu gleðja hans athafnafusu sál, þá hljótum við að kveðja hann með trega og söknuði, svo hugstæður hlýtur hann að vera öllum vinum sínum. Konu hans og börnum flyt ég hugheilar kveðjur og bið Guð að blessa þeim minninguna um góðan og umhyggjusaman ástvin. Sjálfum honum óska ég fararheilla og Guðs leiðsagnar um hin ókunnu eilífðarlönd. Magnús Jónsson. „ÉG vil enga grafskrift yfir mig, því það er langt þangað til ég hrekk upp af“, sagði Kristján á BSA við mig er ég átti við hann afmælisviðtal sextugan. Þetta var fyrir réttum níu árum. Ekki hefði mér til hugar komið að nú sæti ég og setti saman nokkur kveðjuorð til þessa mikil hæfa athafnamanns og góðkunn- ingja. Þótt vissulega vaeri starfsdag- ur Kristjáns orðinn langur, þeg- ar tekið er tillit til þess hve eindæma vinnusamur hann var, þá finnst okkur allt of snemmt að sjá á bak honum tæplega sjö- tugum, einkum vegna þess að við, sem ekki höfðum við hann dagleg samskipti, gátum í engu séð að hann kenndj hrörnunar- merkja. Hitt var akkur ekki kunnugt að hann hafði kennt sjúkleika, enda var honum tam- ara að bera annan talshátt fyrir sig en grátkonuvæl. Ég mun heldur ekki gleyma svarinu, sem hann gaf mér við spurningunni: Hvert telur þú frumskilyrði til þess að komast ftil bjargálna í þessu lífi? „Að nenna að fara á fætur á morgnana, hugsa og vinna. Hverju þjóðfélagi er hollast, að einstaklingurinn fái að ráða sem mestu um gerðir sínar, sé það í honuim að nenna að vinna. Ó- stundvísi er þjóðarböl, en hana rekur maður sig allstaðar á. Þetta opinbera fargan og ófrelsi á öllum sviðum er að dTepa þjóð ina. Ef ég vil byggja hús yfir starfsemi mína, þá á ég að ráða því sjálfur, hvernig það er, en ekki einhverjar nefndir og skrif- stofurassar í opinberum stofnun- ium. Það er neyð fyrir þann, sem vill bjarga sér, að þurfa að skríða fyrir nefndum og ráðum til þess að fá leyfi til að vinna“. Ég hygg að í þessum fáu orð- um speglis,t í stórum dráttum lífsviðhorf Kristjáns. Athafnir áttu hug hans allan og hann gat ekki liðið að búa ekki við frelsi til þessara athafna. Það gat held ur enginn annað en dáðst að framkvæmdavilja hans. Dugnað- ur hans og stórhugur kemur líka glöggt fram í þeim stórvirkjum, sem eftir hann liggja. Sú fá- dæma bjartsýni og framsýni er felld í stein og múr bæði hér í Reykjavík og norður á Akur- ejrri, þar sem hann átti mest af starfsdegi sínum. Auðvitað vann 'hann ekki þessi verk sín einn, en það gat heldur enginn undirsáta hans sagt að hann sæti kyrr og léti aðra um að vinna verkin. Kristján var ákaflega gaman- samur og hress í bragði. Honum fylgdi ávallt ferskur andblær og það má raunar segja, að allir spryttu upp í návist hans, hvort sem var til athafna, gleði og gáska eða til góðverka, allt eftir því hvert hugur hans stefndi hverju sinni. Hann hreif menn með sér nauðuga viljuga, svo sterkur var persónuleiki hans. Og mér er nær að halda að eng- inn hafi nauðugur hrifist með. Margar gamansögur eru til um Kristján á BSA og ef til vill eru þær ekki allar sannar, en ’hitt er jafn víst, að aldrei Skapast gam- ansögur um aðra en gamansama menn. Sjálfur hafði hann fá- dæma.ánægju af þessum sögum. Ein lítil saga lýsir því hve mikla ánægju hann hafði að spaugi. Hann var þá í húsi fjiarri fyrir tæki sínu um miðjan starfsdag og með honum var meðal annars einn af undirmönnum hans og engan veginn sá, er næstur hon- um stóð í virðingatröppum fyr- irtækisins, sem þá taldi um 10-0 manns í vinnu. Þá segir þessi samvizkusami undirmaður hans: — Heyrðu, Kristján; heldurðu að það geti gengið að hvorugur okkar sé við? Kristján verðlaunaði spyrjand ánn. Þannig verður okkur hugsað til Kristjáns og þannig viljum við eiga um hann minninguna, þennan glaðværa, hressilega, at- hafnasama en sjáMmenntaða framkvæmdamann. Væmni eða viðkvæmni bar Kristján ekki utan á séi; og hann auglýsti ekki það sem hann gerði vel á torgum eða gatna- mótum. Hitt vissu þeir, sem minna máttu sín, að í hans breiða brjósti sló 'hlýtt hjarta og undir yfirbragði, sem stundum var eins og harðhnjóskar íslenzkr ar náttúru, bjó göfugmannleg mildi. Ég votta ekkju og börnum hins látna samúð mína um leið og ég veit að það verður þeim huggun að með Kristjáni er góður dreng ur genginn, sem ávaxtaði vel það pund, er hann fékk með sér út á lífsbrautina. Kristján Kristjánsson var fæddur 19. júní árið 1099 að Kambsstöðum í Ljósavatns- skarði, sonur Kristjáns Krist- jánssonar bónda þar og á Birn- ingsstöðum, síðar verkstjóra við símalagnir, og konu hans, Arn- dísar Níelsdóttur. Eina menntun- in, sem Kristján naut í æsfcu var fátækleg barnafræðsla eins og gerðist í sveit á þeirri tíð. Sjálf- ur sagðist Kristján hafa verið fermdur upp á kverið og faðir- vorið og ekki lært annað um æv- ina, en það sem hann gat staut- að sig áfram sjálfur. Þannig hef- ir sjálfsmenntunin og farsælar igáfur komið honum vel á veg. Kristján lærði snemma að aka bifreið og var með þeim fyrstu, er það gerði á Norðurlandi. Hann stofnaði Bifreiðastöð Akur eyrar árið 1923 og þar með hóf hann umfangsmikinn bifreiða- rekstur er stóð allt til ársins 1956. Átti hann ibæði fólksflutn- ingabíla, stóra og litla, og vöru- flutningabíla. Síðan jók hann fyrirtæki sitt með stofnun bif- reiðaverkstæðis og bifreiðasölu og síðan rak hann bifreiða- og varahlutasölu bæði á Akureyri og í Reybjavík allt til dauðadags og fyrirtæki hans, Kr. Kristjáns- son hf., starfar nú undir stjórn sonar hans með stórrekstur hér við Suðurlandsbrauf 2. En umsvif Kristjáns voru ek'ki einasta í sambandi við bifreiðar. Hann lét sig margt fleira skipta. Hann var einn af stofnendum og meðeigendum í síldarverksmiðj- unni á Dagverðareyri meðan hún var rekin, einn af stofnendum Dráttarbrautar Akureyrar hf., meðeigandi og í stjórn _ fyrir- tækja ei-ns og Olíufélags íslands hf„ Siteypustöðinni hf. í Reykja- vík, Hval hf„ Orfcu hf. að ó- gleymdu því, að hann var einn af stofnendum Flugfélags Afcur- ey-rar, sem síðar var gert að 'Flugfélagi íslands. Þetta sýnir einmitt framsýni hans, því auð- vitað varð flugið harðasti keppi- naufurinn um fólksflutninga, en einmitt á þeim hafði -hann byggt upp fyrirtæki sitt. Eiginkona Kristjáns er Mál- fríður Guðfinna Friðriksdóttir og lifir hún mann sinn. Þau hjón eignuðust þrjú börn, sem öíl eru á lífi og bús-ett hér í Reykjavík, Kristján, starfsmaður hjá ríkisendurskoðuninni, Kol- brún, gift Braga Jónssyni, for- stjóra Orku 'hf„ og Friðrik, nú- verandi forstjóri Kr. Kristjáns- son hf„ og kvæntur Bergljótu Ingólfsdóttur. í dag verður til moldar borinn einn af hinum svipmestu at- hafnamönnum, sem þjóðin hefir átt á uppbyggingarskeiði sínu frá torfbæjum til háhýsa, þarf- asta þjóninum til þota og ára- foátum til stórskipa. Við -kveðj- um hann með virðingu og þökk. Vignir Guðmundsson. Það varð mér mikill harm- fregn þegar ég fretti andlát vin ar míns Kristjáns Kristjánsson- ar frá Akureyri. Ég þekki ekki svo vel ættir Kristjáns að ég reyni hér að kynna þær, enda munu aðrir, þeim kunnugri, gera þeim full skil. Aftur á móti égt ég ekki látið hjá líða að minnast þessa stór- brotna vinar míns lítil'lega, nú þegar hann er allur. Leiðir okkar lágu mjög sam- an um tíú ára skeið, og þó sér- staklega þau sex ár, sem við störfuðum saman í fyrirtækinu Kr. Kristjánsson h.f„ sem við stofnuðum sarnan árið 1951. Kristján var maður harður í horn að taka. Sjálfur var hann afburða vinnusamur og ætlaðist til 'hins sama af öllu starfsfólki sínu. En hann var sanngjarn og tillitssamur og því virtur af öllum, sem með honum eða hjá honum störfuðu, og hélzt hon- um því vel á starfsfólki. Sem dæmi um þrotlaust vinnu þrek Kristjáns langar mig að nefna hér eitt dæmi, enda jafn vel það sem kom undir hannfót unum sem efna og athafnamann. Um margra ára skeið rak hann séifteyfis-langferðabílana milli Reykjavíkur og Akureyr- ar, að hálfu á móti öðrum aðilj- um. í samkeppni þessari drap hann af sér alla keppinauta enda áttu þeir enga mótleiki gegn ofurkappi hans. Hann sá sjálfur um að koma farþegum sínum og farangri fyrir í bílum þeim, sem frá Akureyri fóru, milli kl. 6 og 7 á morgni hverj- um, og tók síðan á móti þeim, sem að sunnan komu, fram til miðnættis suma daga Slíka þjónustu gátu keppninautarnir ekki veitt og urðu því jafnan undir í samkeppninni. Á sérleyfi þessu efnaðist Krist ján vel, enda þótt t.d. Póst- stjórnin, sem rak það um tíma á móti honum að hálfu, tapaði á því stórfé. Hann hætti þó þessum mann flutningum fyrir allmörgum ár- um, sérstaklega af því að hann þóttist hafa af því mikinn óhag að vera í beinni samkeppni við hið opinbera, og snéri sér óskipt ur að öðrum verkefnum. Lífsgleði og lífsvilja Krist- jáns var viðbrugðið Það er bara mánuður liðinn síðan ég hitti hann síðast, og þá gaill mér í eyrum þessi hvelli, þróttmikli og smitandi hlátur, sem svo mjög einkenndi hann. Mér var kunnugt um að hann hafði fengið kransæðastíflu fyr- ir um 2 til 3 árum, en enga grein gerði ég mér fyrir því að um svo alvarleg veikindi var að ræða, sem raun ber vitni, enda flikaði Kristján a'ldrei veikind- um sínum, né höfðu þau áhrif á lífsgleði hans. Þau voru þó á svo háu stigi að hann þoldi ekki tiltöluega smávægiega skurðað gerð, sem hann varð að gang- ast undir nú fyrir nokkrum dög um. Hér er því um að ræða slit — þrotlaust starf, enda taldi Krist ján sig sjaldan geta tekið sér hvíld frá störfum, án þess að það raskaði hag fyrirtækja sinna Fyrir nokkrum árum kynntist ég þýzkum stóriðjuhöldi, sem þá var nokkuð á sjötugs aldri. Hann sagðist vinna að meðaltali 12 til 14 tíma í sólarhring, sem hann þó taldi allt of langan vinnudag. Þó sagðist hann vera vel heilsuhraustur, en þakkaði það eingöngu því, að á árihverju dvedist hann í þrjár vikur á hressingarhæli í Tékkóslóvakíu þar sem hann undirgengist járn Framh. á bls. 20 íbúðir óskast Hef kaupanda að 3ja—4ra herb. íbúð í Vest- lurfoæ, helzt á Högiunum. — Má vera í góðum kjallara eða í risi. 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir til sölu á 'góðu verði. Útborg- un frá 150 þús. víðsvegar um bæinn. 2ja herb. risíbúð með stórum svölum við Grundarstíg. 3ja herb. íbúðir við Lynghaga, Eskihlíð, Álftamýri, Blöndu hlíð, SafamýrL 4ra, 5 og 6 herb. hæðir m. a. við Fellsmúla, Háaleitisbr., Grænuhlíð, Miðtún Freyju- götu, Eiríiksgötu, Laufásveg, Brekkulæk, Safamýri, Hvassaleiti og víðar. Fokhelt stórt einbýlishús I Arnarnesi, væg útfoorgun og margt fleira. Ingólfsstræti 4. Sími 16767Ö Kvöldsími 35993.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.