Morgunblaðið - 21.06.1968, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.06.1968, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1968 27 Myndin er tekin í deild S.H. á sýningunni „íslendingar og hafið“. íslendingar og hafið: Dagur fiskútflutningsfyrirtækja Krossinn sýnir hvar vb. Reynlr sökk. ar gæðavöru. Hún er ein af þús- undum íslendinga — ungum og gömlum — sem með vinnu sinni í hraðfrystihúsum innan Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna. Tryggir íslenzku þjóðinni jöfn og góð lífskjör, miklar gjaldeyris- tekjur og örugga atvinnu“. Nemur árlegur útflutningur SH yfir 1000 millj. kr. Árið 1967 aflaðist fjórða hver gjaldeyris- króna vegna vöruútflutnings í gegnum starfsemi þeirra. Elísábet Guðmundsdóttir sem gefur upplýsingar í deild S.H. á sýningunni, sagði, að markmið S.H. væri: sala hraðfrystra sjáv- arafurða, markaðsleit, innkaup - IÞROTTIR Framh. af bls. 26 vantar stjórn mála ofan frá Ár- mann hefur reynt að gera ýmis- legt í þágu lyftingarmannanna, en ÍSÍ sem annast sérsambands stjórn í þessari grein veltir hlut unum fram af sér, gefur ekki ákveðin svör um þjálfum eða möguleika á þátttöku iðkenda í erlendum mótum, að sögn iðk- endanna Lyftingar eru skemmtileg í- þrótt og e.t.v. mjög vel fallin til æfinga hér í löngu skamm- degi og ef byggt er á göml- um sögum um kraftajötna og mik ilmenni. Tveir íslendingar hafa skar- að fram úr í greininni þeir Ósk- ar Sigurpálsson og Guðmundur Sigurðsson. Þeir stóðu sig báð- ir með prýði á Norðulandamóti í f DAG er dagur fiskútflutnings- fyrirtækja á sýningunni „ts- lendingar og hafið“, en fyrir- tækin eru: Sölumiðstöð Hrað- frystihúsanna, Samlag skreiðar- framleiðenda og Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda. Full trúar fyrirtækjanna munu gefa sýningargestum upplýsingar um starfsemina í dag. Á sýningarsvæði SH, sem er sett upp á einkennandi hátt fyr- ir hraðfrystiiðnaðinn — er áherzla lögð á hreinlæti og ein- faldleika, eins og nú er mjög í tízku á erlendum matvælasýn- ingum — má m.a. sjá stóra vegg- mynd af laglegri stúlku — frysti húsastúlku. — Myndin er tákn fyrir allan þann fjölda ungra kvenna, sem vinna í hraðfrysti- húsum að framleiðslustörfum, og í sambandi við hana eru dregn- ar fram í einföldu máli ákveðn- ar staðreyndir og með þeim hætti farið inn á nýjar túlkun- araðferðir hérlendis, eins og sjá má á eftirfarandi texta, sem er með myndinni: „HVERS VEGNA HEFUR S.H. TEKIZT AB RYÐJA ICELANDIC vörumerki hraðfrystra sjávaraf- urða örugga braut í harðri sam- keppni á erlendum mörkuðum? Það er vegna þess, að íslenzka stúlkan, verðugur fulltrúi þýð- ingarmesta iðnaðar þjóðarinnar — hraðfrystiiðnaðarins — vinn- ur af kostgæfni og samvizku- semi að framleiðslu viðurkenndr - REYNIR Framhald af bls. 28. ■höfðu barizt við eldinn í tæpa tvo tíma sökk Reynir og flutti Varðskipig okkur þá til Vest- mannaeyja. Ég gæti bezt trúað, eð kviknað hefði í út frá raf- magni, þó það sé auðvitað engan 'veginn víst‘‘, sagði Bjarni að lok um. nauðsynja, tilraunir með nýjung ar í framleiðslu og framleiðslu- aðferðum. Sölusamband íslenzkra fisk- framleiðenda kynnir einnig starf semi sína á sýningunni og þar eru tölur yfir útflutningsmagn hinna ýmsu fisktegunda og einn- ig er sýndur þurrkaður saltfisk- ur í básum. Samlag skreiðarframleiðenda hefur sérstaka deild á sýning- unni og þar eru sýnishorn af skreið og einnig tölur yfir út- flutningsmagn samlagsins. Sam- lagið hefur alla tíð verið aðal- útflytjandi skreiðar og séð um allt að 70% af skreiðarsölu lands manna. fyrra. Lyftingamönnum er skipt í flokka eftir þyngd og þyngdar- flokkar eru þessir. Bantamvigt undir 56 kg. Fjaðurvikt undir 60 kg. Léttivikt undir 67.5 kg. Millivikt undir 75 kg. Léttþunga vikt undir 82.5 kg. Milliþungavikt undir 90 kg. Þungavigt 9: kg og yfir. Óskar er í milliþungavigt en Guðmundur í léttþungavigt. Met Óskars eru 155 kg í pressu, 120 kg í snörum og 160 kg í jafnhöttun. í keppni hefur hann náð 420 kg samanlagt. Norðurlandametin í þessari grein eru 172.5 kg, 150,5 kg og 187,5 kg. Fyrsta og síðasttalda metið á Bo Johansson, SviþjóC en hann er annar á heimsafreka skránni og afrek hans í pressu (fyrst töldu greinini) er heims- met. Afrek Gúðmundar eru 142,5 kg, 122,5 í snörun og 155 í jafn- höttun. Met hans sameiginlegt í keppni er 407.5 kg. Hér á íslandi er meiður íþrótta ekki greinamargur. Mætti því ætla að forysta íþróttamála tæki fegins höndum þá er ný íþrótt væri kynnt, einkum ef hún fell- ur vel að íslenzkum æfingaað- stæðum. Lyftingamenn kvarta undan að þrábeiðni þeirra um aðstoð sé hvergi sinnt. Við spyrjum af hverju? Vonandi fæst svar. - SFR Framhald af bls. 28. manna hefur ekki komið því í framkvæmd að sækja formlega um inngöngu í félagið, en þeir njóta samt allra þeirra réttinda og kjara, sem félagið og heildar samtök okkar hafa fengið fram- gengt. Önnur félög innan B.S.R.B. munu hafa það fyrirkomulag, að telja alla fastráðna starfsmenn meðlimi félaganna. Gildir þetta m.a. í Starfsmannafélagi Reykja víkurborgar, kennarasamtökun- um, hjá starfsmönnum Pósts og síma og víðar“. Svo frekjuleg getur ósvífni orðið, að þeim, sem hún bitnar á, verði í fyrstunni svars vant: hann standi uppi orðlaus af undrun. Þetta bréf stjórnar SF R er einmitt af því taginu. Allt um það getur BHM-bréf ekki verið svo andvaralaust aðvekja ekki á því athygli, og þá eink- um eftirfarandi atriðum: 1. Hverjir svo sem eiga rétt á aðild að Starfsmannafélagi ríkisstofnana, ber alls engum skylda til að ganga í það né greiða nein gjöld til þess. Skemmst er að minnast, að fyrir ári sendi hvert félag háskóla- manna á fætur öðru frá sér yfir lýsingar, þar sem hugmyndum um svo kallað samningsréttar- gjald var eindregið mótmælt. Yf irlýsingarnar vöktu mikla at- hygli. Vonandi þarf ekki að end urtaka mótmælin, enda þótt þau virðist hafa farið framhjá stjórn Starfsmannafélags ríkisstofnana 2. Orðalagið „að nokkur hluti starfsmanna hefur ekki komið því í framkvæmd að sækja form lega um inngöngu í félagið“ ber vott um algera vanþekkingu eða furðulega óskammfeilni, nema hvort tveggja sé, þegar haft er í huga, að margir há- skólamenn hafa á undanförnum árum gengið úr Starfsmannafé- lagi ríkisstofnana og telja sig sannarlega ekki eiga erindi þang að aftur. 3. í bréfi SFR stendur: „. . . þeir njóta samt allra þeirra rétt inda og kjara, sem félagið og heildarsamtök okkar hafa feng- ið framgengt“. Hér er eins og einhver Jón sterki endurborinn sé tekinn að gorta. Eða hvers konar „réttindi og kjör“ eru það, sem stjórn SFR hefur feng ið framgengt til handa háskóla- mönnum? Spyr sá, sem ekki veit. 4. Þá segir ennfremur, að önn ur félög innan B.S.R.B. munu hafa það fyrirkomulag, að telja alla fastráðna meðlimi félaganna. Gildir þetta m.a. í Starfsmanna- félagi Reykjavíkurborgar, kenn arasamtökunum, hjá starfsmönn um Póst og síma og víðar.“ Hér er farið með hrein og klár ósann indi. Til hvaða félags innan B. S.R.B. teljast háskólamenntaðir kennarar, svo dæmi sé tekið? Kannski stjórn SFR langi til að upplýsa það! Það hlýtur að teljast vafamál, að forsvarsmenn SFR þekki lög síns eigin félags. Og um lands- lög hafa þeir ekki klénustu hugmynd, hvað þá meir. Svo virðist einnig sem bréf- ritari SFR álíti, að háskólamenn í þjónustu ríkisins séu ekki að- eins skaplausar lyddur, heldur líka dómgreindarlaust fólk.“ Stríffsyfirlsýing Þórir Einarsson, formaður bandalags háskólamanna, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, „að þessi skuggalega aðferð Starfsmannafélags rísisstofnana til að stugga háskólamönnum inn í félagið ætti sér engan líka, nema hjá forhertum sölumönn- um. Mætti reyndar taka sem stríðsyfirlýsingu." Það væri á allra vitorði, að á undanförnum árum hafi há- skólamenn þjappað sér saman um Bandalag háskólamanna og krafizt samningsréttar því til handa við ríkisvaldið. Þessari kröfu til stuðnings hafa bæði félög háskólamanna og einstakl ingar að eigin frumkvæði sagt sig úr BSRB og meðlimafélögum þess, eins og Starfsmannafélagi ríkisstofnana. Sagði Þórir, að þessari til- raun Starfsmannafélagsins til að þröngva háskólamönnum inn í félagið á lævíslegan hátt hafi nú verið hrundið og raunar ein ungis haft þau áhrif að auka samstöðu háskólamanna í bar- áttunni fyrir því að fá í hend- ur meðferð eigin kjaramála - WILSON Framhald af bls. 2 deildinni verður lagður niður, eða hvort þeir halda rétti sínum til þingsetu, en glata rétti til að taka þátt í atkvæðagreiðsl um. Þessi atriði voru heldur ekki nákvæmlega skilgreind í hásætisræðu drottningar 1 fyrra haust. Lávarðadeildin hefur rétt til að seinka afgreiðslu frumvarpa, sem samþykkt hafa verið í Neðri málstofunni um allt að eitt ár, en þótt deildin neitaði að stað- festa frumvarpið um refsiaðgerð irnar gegn Rhodesíu seinkar af greiðslu þess ekki. Lávarðadeildin kom saman til fundar í dag til að hlýða á ræðu Wilsons, sem forseti deild arinnar, Shackleton lávarður las 'ujtp. Leiðtogi stjórnarandstöð- unnar í Lávarðadeildinni, Carr- ington lávarður neitaði því, að Lávarðadeildin hefði brotið gegn þingræðisreglum. Yfirlýsing Wil sons bæri vott um vanstillingu. en breytti litlu, því að stjórnin fiefðt lengi haft í hyggju að skerða völd Lávarðadeildarinn- ar, en aldrei komið því í verk og nú yrði þessum fyrirætlun- um hraðað. LEIÐRÉTTING í MBL. í gær, 20. júní, voru birt mótmæli stjórnar Húseigenda- félags Reykjavíkur vegna hækk unar á eignasköttum og eigna- útsvörum. Nokkrar línur féllu niður í greininni og ritvillur urðu annars staðar, sem nú verða leiðréttar: A. Mótmælin voru send fjáa> málaráðuneytinu, en þess var ekki getið í greininni. B. Þriðja málsgrein mótmæl- anna er rétt þannig: „Sérstak- lega bendir stjórnin á það mis- rétti, sem skapazt hefur milli þeirra, sem eignarlóðir eiga og þeirra, sem leigulóðir hafa, t.d. í Reykjavík, en þar eru lóðar- samningar mfðaðir við 5% leigu af fasteignamati lóðat, þannig að maður, sem byggði á leigulóð greiðir kr. 375.00 í ársleigu fyrir hana, en maður sem á jafnstóra eignarlóð greiðir í eignarskatt og eignaútsvar ca kr. 8.500.00 a1 henni. - GRÍSKA Framhald af bls. 1. um nýja stjórnarskrá, en þing- kosningar yrðu ekki haldnar I nánustu framtíð. Hann sagði, að ef fljótlega yrði horfið aftur til lýðræðislegra stjórnarháttu gætl stjómin ekki komið fram mark miðum byltingarinnar. Breyting- arnar á stjórninni í dag komu á óvart, því að ekki hafði verfð búizt við meiriháttar breyting- um fyrr en eftir þjóðaratkvæða- greiðsluna. Papadopoulos sagði blaða- mönnum skömmu eftir að nýju ráðherrarnir höfðu verið teknir í eið af Zoitakis ríkisstjóra, að tilgangur breytingarinnar á stjórninni væri sá að gera stjóm inni auðveldara me'ð að gera markmið byltingarinnar að veru leika. Hann sagði, að allar deild ir stjórnarinnar þyrftu á end- urnýjun að halda. Ég vona að okkur takist að virkja dugnað ungu kynslóðarinnar, bætti hann við. Ekki var skýrt frá endurskipu lagningu stjórnarinnar fyrr en tveimur klukkustundum eftir að fráfarandi stjórn hafði verið leyst upp. Á meðan voru alls kyns kviksögur á kxeiki í Aþenu um það, að landskunnir stjóm- málamenn yrðu látnir taka við störfum herforingjanna í stjóm inni. Nýju ráðherrarnir eru Jo- annis Triantafillepoulos (dóms- málaráðherra), Epaminondos Tselos (viðskiptamálaráðherra), Spyridon Lizardos (samgöngu- málaráðherra), Lukas Patras (félagsmálaráðherra), Johannes Koleva (siglingamálaráðherra) og Apostolos Voyatzis (verka- málaráðherra). Triantafillopoulos, Patras og Koleva eru prófessorar. Tselos og Lizardos hafa áður gegnt mik ilvægum ríkisembættum, og Voyatzis er lögmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.