Morgunblaðið - 21.06.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.06.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JUNI Septina Sigmunds dóttir — Minning „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt“. V. Briem. SEF’TÍNA Sigmundsdóttir lézt laugardaginn 15. júní í Borgar- spítalanum í Fossvogi. Septína eða Setta, eins og við krakkarn- t Maðurinn minn, Svavar Pálsson Efstasundi 95, andaðist af slysförum 16. þ.m. Ólöf Ólafsdóttir. t Elskulegi bróðir minn og mágur, Willy Bíeber, dó skyndilega á heimili sínu Thulevej 18, Álaborg. Dan- mark, þann 18. júní. Anna Halldórsdóttír, Guðmundur Halldórsson. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Úraníus Guðmundsson Boðaslóð, Vestmannaeyjiun, andaðist að heimili sinu 17. júní. Jarðarförin fer fram frá Landakirkju 22. júní kl. 2 e.h. Lilja Magnúsdóttir, börn tengdabörn og barnabörn. t ir kölluðum hana alltaf, var fædd 8. maí 1911 að Klaufabrekk um í Svarfaðardal, en bjó mest- an sinn aldur hér í borg. Þessi fátæklegu eftirmæli hafa það hlutverk eitt að þakka — þakka það allt, sem hún hefur svo einstaklega vel við mig gert. Mætur maður sagði eitt sinn, að þeir væru beztir, sem mest þjást. Ekki veit ég, hvort þetta er óbrigðult, en eitt veit ég, að Setta er ein mesta mannkosta manneskja, sem ég hef kynnzt, en hún hafði átt við langvarandi sjúkdóma að stríða, sem hún bar með afburða þreki. Kynni mín af Settu spanna ekki ýkjalanga tímarás, en þó eru þau lengur en minni mitt nær, eða allt frá fyrstu tíð. Þau kynni geyma í huga mér nú og í allri framtíð óvenju heilsteypta mynd af manneskju, sem var um margt ólík sinni samtíð og verðug eftir- breytni. Einn kostur hennar var sterkari þáttur í fari hennar en flestra annarra, — réttvísin, verja þann sem hafður var fyrir rangri sök, svo að fljótt hafði stór hópur barna og fullorðinna leitað ásjár hennar og ég er þess fullviss, að enginn hefur viljað t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Árni B. Sigurðsson frá Akranesi, andaðist 19. júní. Viktoría Markúsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Faðir okkar, Sturlaugur Jónsson stórkaupmaður, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju laugardaginn 22. júní 1968 kl. 10.30. né getað staðið frammi fyrir henni, þessari traustu konu og átrúnaðargoði okkar krakkanna og skrökvað. Jafnvel örgustu grjótkastarar götuimar voru stilltir og prúðir í nærveru Settu. Við getum því með réttu tekið undir með E. Ben.: „Alheim blóms og æsku er breytt, ef einn geisli skín á blettinn“. Hún inn- rætti okkur krökkunum að elska hið góða og leiddi okkur það fyr- ir sjónir, að iðka réttlætið og reyna að gera aðra hamingju- sama. Það væri vís vegar til eig- in hamingju. Réttvísi, dóm- greind og friðsemd voru hennar aðalsmerki. Með hógværð sinni og stillingu vann hún sér traust og virðingu allra. Umhyggja hennar og nærgætni fyrir börn- um og öllu smáu lýsti vel hennar innra manni. Vinfesta hennar og tryggð var fágæt og svo um- talsgóð, að ætla mætti, að hún hefði ekki mælt neinu misjöfnu um dagana. Alltaf benti hún á hið lofsverða og góða, sem hún vissi í fari annarra. Það var mér mikið lán að eiga Settu að og ég veit, að ég tala þar fyrir munn margra. Það er því von mín og ósk, að heilræði hennar og háttsemi megi ná uppfyllingu í hinum mörgu ungmennum, sem kyntust henni og verðum þá þess minnug; t Hugheilar þakkir fyrir auð- sýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför mannsins míns og föður, Lúðvíks Jóhannssonar skipamiðlara. Eiginmaður minn og faðir okkar, Kristján Kristjánsson forstjóri, frá Akureyri, lézt í sjúkrahúsinu „Hvíta bandið", sunnudaginn 16. júni. Jarðarförin fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag, föstudaginn 21. júní kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hins látna, vin- samlega láti líknarstofnanir njóta þess. Málfríður Friðriksdóttir, Kolbrún Kristjánsdóttir, Kristján Kristjánsson, Friðrik Kristjánsson. t Septína Sigmundsdóttir Skúlagötu 54, sem andaðist 15. júní sl. verð- ur jarðsungin frá Fossvogs- kirkju í dag, föstudaginn, 21. júní kl. 13.30. Blóm og kransar afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hinn- ar látnu, er vinsamlega bent á Styrktarfélag lamaðra og fatl- aðra eða aðra líknarsjóði. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur R. Magnússon. Jón Sturlaugsson, Þórður Sturlaugsson. t Einar Finnur Gíslason toilvörður, Melabraut 34, sndaðist í Landakotssptíala 13. þ.m. Jarðarförin hefur farið fram. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð fyrir okkar hönd og annarra aðstandenda. Guðrún Þórðardóttir, Baldvin Sigurðsson. t Útför, Agnesar Jónsdóttur frá Isólfsskála, Grindavík, fer fram laugardaginn 22. þ.m. kl. 2 e.h. frá Grindavíkur- kirkju. Þeir sem vildu minn- ast hinnar látnu vinsamlega láti Grindavíkurkirkju njóta þess. Fefð verður frá um- ferðamiðstöðinni kl. 1 e.h. Eiginmaður, börn, tengdabörn og barnabörn. Sigriður Magnúsdóttir, Bryndís Lúðvíksdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð við andlát og út- för sonar okkar og bróður, Þórhalls Heiði á Rangárvölium. Svava Guðmundsdóttir, Þorsteinn Oddsson, systkin og aðrir aðstandendur. t Hjartans þökk fyrir aúðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginmanns, föð- ur, tengdaföður, afa og lang- afa, Markúsar Guðmundssonar fyrrv. vegavinnuverkstjóra, Klapparstíg 9. Sigurbjörg Jónsdóttir, dætur, tengdasynir, barnabörn og fjölskyldur þeirra. Ef bila hendur, er bættur galli: Ef merkið stendur þótt maðurinn fallL „í kyrrð var stríð þitt háð og fall þitt hljótt, — þú hetja í krossför lýðsins: Sofðu rótt! — Setta mín, ég kveð þig með hjartans þakklæti fyrir samver- una, alla leiðsögn og hjálp, sem þú hefur sýnt mér. Drottin, gef þú dánum ró, hinum líkn, sem lifa. K. H. G. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM ÉG missti manninn minn fyrir nokkrum mánuðum, en sorg mín ætlar seint að fymast. Vinir minir eru að segja mér, að ég eigi að gleyma því liðna, en það er ekki auðvelt, þegar ég hef misst allt. Getið þér hjálpað mér? VIÐ hljótum að fyllast vonleysi og jafnvel örvílnun, ef við förum að reyna að endurheimta það, sem er okkur horfið að fullu og öllu. Ég vil ekki segja yður að gleyma eiginmanni yðar. En yður ber að minnast hans með þakklæti — og með skynsemd. Ef þér hugsið til mannsins yðar á réttan hátt, getur minning hans orðið til þess að styrkja yður í lífsbaráttunni. En ef þér minnizt hans með beizkju og söknuði, getur það skaðað andlegt líf yðar, og þér verðið aumkunar- verð og raunar einnig þeir, sem þér umgangizt. Sorgin hefur sótt yður heim, en þér farið auðsjáan- lega ekki rétt að. Jesús sagði við kvíðafulla læri- sveinana: „Hjarta yðar skelfist ekki; trúið á Guð og trúið á mig“. Tvennt er það, sem kemur fram í þess- um orðum. Við höfum öll vald til að reka áhyggjur og kvíða og jafnvel sorg á brott úr hugum okkar. Jesús er að segja með orðum sínum, að við skulum hafa taumhald á kvíða og harmi, að minnsta kosti athuga, hvernig við bregðumst við. í öðru lagi sagði hann: „Trúið á Guð og trúið á mig“. Að trúa á Guð og son hans, Jesúm Krist, táknar, að við trúum því, að Drottni verði engin mistök á. Ef til vill stafar sorg yðar að einhverju leyti af því, að í hjarta yðar leynist ásökun á Guð — að hann leyfði, að þér urðuð að þola þessa sorg. Minnizt þessa: Aldrei gerði Guð það við börn sín, sem markaðist af harðúð. Hann elskar yður og mun ávallt elska yður, og því fær ekkert breytt. RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSIA • SKRIFSTOFA SÍMI 1D*1DQ t Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðar- för, Boga Þ. Friðrikssonar Seyðlsfirði. Þórunn Vilhjálmsdóttir, böm, tengdaböm og barnaböm. t Hugheilar þakkir fyrir auð- sýnda samúð við andlát og jarðarför, Gíslínu Sigurðardóttur Suðurlandsbraut 123, Jón Ágústsson, Ríta Eriksen, Iris Eriksen, Úlfar Þorláksson, Öra Eriksen, Þóra Jóhannsdóttir og bamaböm. Hugheilar þakkir til allra þeirra er glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeyt um á 70 ára afmælisdaginn 11. júní sl. Gúð blessi ykkur ölL Sigríður Stefánsdóttir frá Sjónarhóli. Þakka hjartanlega börnum mínum og öðrum ættingjum og vinum sem heiðruðu mig á 70 ára afmæli mínu með gjöfum og heillaskeytum. Guð blessi ykkur öll. Guðni Guðjónsson Brekkum. Kærar þakkir til þeirra sem glöddu mig á 75 ára afmæli mínu 29. maí sl. Þórður G. Jónsson múrarameistari, ísafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.