Morgunblaðið - 30.06.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.06.1968, Blaðsíða 3
3 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1968 Sr. Jón Auðuns, dómpróiastur: Skiptar skoðanir Eitt guðspjall síðasta sunnu- dags segir sögu, sem ekki væri úr vegi að gefa gaum í dag, þegar þjóðin gengur að kjör- borði, og að sjálfsögðu með skiptar skoðanir: Með einhverjum hætti er Jesús orðinn þess viss, að nú sé að draga að leiðarlokum, og hann ákveður að halda beint til Jerúsalem. Hann fer að venju fótgangandi, og lærisveinar hans. En til þess að komast til Jerúsalem verða þeir að fara yfir land Samverja. Degi er að halla, og Jesús sendir einhverja lærisveinanna á undan sér inn í eitt þorpið, að þeir geri fyrir- búnað um máltíð eða næturstað. En þorpsbúar „veittu honum ekki viðtöku, af því að hann var á leið til Jerúsaiem". Gæti þessi lexía ekki orðið ein hverjum gagnleg í dag, og raun- ar næstu daga, meðan kosninga- hitinn er að lækka? Þarna birtist einstrengings- hátturinn, þröngsýnin, umburð- arleysið í óhugnanlegri mynd: Þú ert á a nnarri leið en ég, við erum ekki samferða, sammála, þessvegna vil ég ekkert hafa saman við þig að sælda! Gyðingar og Samverjar voru náskyldir og trúarbrögð þeirra voru í öllum megingreinum hin sömu. En þær fáránlegu deilur, hvort Drottinn væri á Gerasim- fjalli hjá Samverjum eða á Sions fjalli hjá Gyðingunum, höfðu kveikt ótrúlegt hatur milli þess- ara bræðraþjóða. Þessvegma er það, að þegar fólkið í samverska þorpinuheyr ir, að feirðamemnimir séu á leið- inni til Jerúsalem, neitar það þeim um hverskonar fyrir- greiðslu, svo að Jesús verður að hafa sig burt. Gerist ekki oft eitthvað í þessa áttina, þegar þjóð okkar gengur að kjörborði, eða býr sig til kosninga. Og stundum — ekki ævinlega eru deilurnar á- lika fjarstæðar og deilur Sam- verja og Gyðimga um það, á hvoru fjállinu Guð _ætti heima Og þegar menn ganga meðskipt- ar .skoðanir að kjörborði, fer tíðum kuldastroka milli manna, sem bjuggu áður við góðvild hvor frá öðrum. Þú ert ekki sammála mér. Ég vil ekkert af þér vita. Auðvitað eru líka til svo merkilegir menn, að þeir eru yfir þessa heimsku hafnir. Auð- vitað eru þeir margir, sem kunna þann sjálfsagða menning- arhátt, að virða sjánarmið ann- arra og unna öðrum sama réttar og þeir krefjast sjálfum sér til handa: að ráða sinni skoðun, sínum viðbrögðum. En þeir eru alltof margir, sem kunna ekki það Abraham Lincoln kunni þetta. Stanton var andstæðingur, sem hafði barizt gegn Lincoln með öllum tiltækum ráðum og vægðarlaust. Lincoln vissi, að með þessum manni bjuggu fágæt ir hæfileikar. Þessvegna gerði hann Stanton • að hermálaráð- herra sínum og sýndi honum fullan- trúnað, þótt stjórnmála- leiðir þeirra lægu ekki alltaf saman, og kosningabarátta þeirra hefði verið hörð, mjög hörð frá hendi Stantons. Nokkurum árum síðar stóð Stanton yfir líki Lincolns í Ford leikhúsinu, þar sem hann var myrtur. Hann sagði djúpum rómi og hrærður: Hér liggur mesti stjórnmálamaðurinn, sem heimurinn hefir átt. Lincoln og Stanton voru báð- ir menn Víst eru margir þeim mann- dómi gæddir, að þola öðrum gremjulaust að hafa sínar skoð- anir. Og þó er hitt alltof algengt að menn rækti með sér hugarfar Samverjanna, mannanna sem út hýstu Jesú vegna þess að hann var á leið til borgar, sem þeir hötuðu. Lærisveinar Jesú reidd- ust og vildu kalla refsingu yfir Samverj ana. Jesús ávítaði þá fyrir það hugarfar og gerði ann- að meira: í einni fegurstu dæmi- sögu sinni gerði hann samversk- an mann að ímynd hins góða manns. j ! Miskunnsami Samverjinn er ó- dauðlegur í heimsbókmenntun- um. Svo veglegan bautastein reisti Kristur mönnunum, sem úthýstu honum af því, að skoð- anir þeirra féllu ekki saman við skoðanir hans. j ísinn hnmlnr veiði Húsa- víkurbúta Húsavík, 27. jún. HÉR hefur verið lélegur aflL — Trillurnar hafa lítið getað að- hafzt vegna íss. Dekkbátamir hafa almennt verið úti að leita að upsa og þorski innan um ís- inn, en alltaf er mikið af rekís. í gær og í fyrrinótt fengu bát- amir þorsk í upsansetur. , — FéttaritarL VIÐ vorum á leið um Kj alar- nesið í gær og sáum þar gaml- an og hálffallinn torfbæ, rétt við Saurbæ. Það voru kýr í túninu og slöfruðu í sig grænt grasið með velþóknun, enda voru þetta miklar graskýr og kunnu vel að meta góðan mat. Auðhumla tók vel á móti okkur, þegar við gengum upp að bæjarrústunum og vildi allt fyrir okkur gera, en sagðist þó ekki geta boðið okkur inn, bærinn væri hálffallinn og hún að auki frá næsta bæ. Hins vegar væri okkur vel- komið að slíta punt^rá og tyggja hundasúru. Bærinn heitir Ártún. Og þó hann væri raunar kotbær, á hann merkilega sögu og mun hans lengi verða minnst, þegar fjallað verður um ís- lenzka kvikmyndasögu, því að hann var á sínum tíma okk ar Hollywood. Þarna tóku þeir Loftur ljósmyndari Guð- mundsson og Óskar Gislason kvikmyndir sínar, þetta var heimili þeirra Bakkabræðra og þarna eldaði Gilitrutt mat- inn ofan í bóndann og börn- in, þarna var gamli bærinn í Milli fjalls og fjöru. Kýrnar færðu sig fjær bæn um og við litum inn í rústirn- ar. Tvær burstir standa enn, en ekki líður á löngu unz þær fal'lj. líka og aðeins er eft- ir ólögulegur hóll. Það er svo oft, sem talað er um að vemda fornar minjar og það er svo oft, sem við heyrum talað um, að hús séu flutt upp að Árbæ til að vernda þau. Á þessi litli torf- bær ekki fyllilega skilið, að reynt verði að bjarga honum, þótt ekki væri fyrir annað, en að hann stendur í alfaraleið og var eitt sinn sögusvið ís- lenzkra kvikmynda. Kýrnar litu varla upp frá grasinu, þótt við nálguðumst og voru ánægðar í hjarta sínu yfir, að vera orðnar einu ábúend- urnir í Ártúni. : Þessi sjón blasir við augum allra þeirra, sem fara fyrir Hval fjörð. Eyðibýlið Ártún. Bæinn ber í Melafjall, en vestar gnæfir Dýjadalshnjúkur. IMýkomið Rafmagnspönnur frá kr. 195. Rafmagnspottar í litum. Baðvogir frá kr. 285,00. Eldhúsvogir, 320,00 og 355,00. Áleggssagir, kr. 648,00. Ávaxtaskálasett. Borðbúnaður í gjafakössum. Borðrenningur og diskmottur. Skrautbönd fyrir peysuprjón. Do. Helanca. Veizlubakkar á kr. 108,00. Spegill og bursti á hengi. Vönduð strauborð. Ermabretti. Tröppustólar. Rafmagnsvöflujárn. Strokjárn, brauðristar. ÞORSTEINN BERGMANN, gjafavöruverzlanir, Laugavegi 4, sími 17-7-71. Laugavegi 48, sími 17-7-71. Laufásvegi 14, sími 17-7-71. Italíuferðir ítalska blómaströndin - London brottf. 26. júlí og 9. ágúst. Róm - Sorrento - London brottf. 16. ág. og 30. ág. Fá sæti laus. Ferð/n, sem fólk treystir Ferð/n, sem fólk nýtur Ferðin, sem tryggir yður mest fyrir peningana er Spcxnarferðir Verð frá kr. 70.900.- með söluskatti Lloret de Mar — skemmtilegasti baðstaður Spánar o 4 dagar London brottf. 26. júlí (fullt), 9. ágúst (fullt). 16. ágúst (fullt), 23. ágúst, 30. ágúst, 6. sept., 13. sept. TORREMOLINOS, brottf. 23. ágúst og 20. sept. Grikkland - London brottf. 13. sept. Skandinavía - Skotland brottf. 16. júií. Mið-Evrópuferðin vinsœla brottf. 3. ág. FERÐASKRIFSTOFAN Dragið ekki að panta ÚTSÝN ÚTSÝNARFERÐ Austurstræti 17 Sími 20100/23510. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.