Morgunblaðið - 30.06.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1968
21
„Ég verö aö komast heim“
Samtal við Bjarna IU. Gíslason,
sem hér er í heimsókn
Einis og kunnugt er hefur
dvöl Bjarna M. Gíslasonar í
Danmörku verið sögulegri og á-
hrifaríkari í þágu þjóðar hans
en hún getur vænzt af þeim
sonum sínum yfirleitt, sem fara
af landi burt og setjast að er-
lendis. Þessvegna hafði Morgun-
blaðið ákveðið að eiga viðtal við
hann þegar hann fyrir nokkru
varð sextugur. En Bjarni var
fjarverandi frá heimili sínu á
Jótlandi, þegar við símuðum til
hans. En í gær fréttum við, að
Bjarni væri kominn til landsins
og byggi hjá ættfólki sínu á
Einimel 3 í Reykjavík. Yið hitt-
um hann þar að máli og spurð-
um hann, í hvaða erindi hann
væri kominn.
— Erindum, endurtók Bjarni
eins og spurningin kæmi honum
á óvart. Eftir stutta þögn sagði
hann svo: Þetta er einkennileg
spurning finnst mér — líklega
af því að heimkomur mínar til
ættlandsinis kosta enga umhups
un eða vandlega yfirvegun. Eg
kem bara af því að ég verð að
koma. Ég held að ég komi eins
og lítill mömmu-drengur, sem
öðru hvoru þarf að verða ást-
úðar aðnjótandi. Og þessa ástúð
finn ég kannski í fjörunni, í
svip fjallanna eða þegar ég rölti
um gömul hverfi bæjarins. Öðr-
um tilgangi þjónaæ ekki heim-
koma mín.
Finnst þér margt hafa breytzt
síðan þú varst hér síðast?
— Það er ýmislegt öðruvísi en
áður, en breytingin finnst mér
aðallega koma fram í nýjum
hverfum, og hverfum sem skipu-
lögð eru á nýjan hátt, breytt-
um byggingarstíl og talsvert
breyttum atvinnuháttum. Oft
verð ég beinlínis hrifinn af þeim
dugnaði, sem felst á bakvið
þetta. En landið sjálft er mér
það sama og áður — hinn gamli
veitandi orku og fegurðar.
Og þjóðin?
— Ég get ekki fengið mig til
að tala um þjóð mínia sem út-
flytjandi eða gestur, því eg hef
aldrei yfirgefið hana. Ég set
ekki hlutina undir smásjá eins
og útlendingur, sem kannski
fitjar svo upp á nefið, ef hann
mætir öðruvísi hætti eða hraða
líðandi stundair en harnn er van-
ur. Mig langar strax að bregða
á leik með landanum, og mér
finnst einhvern veginn að ég
fari eftir sömu ratsjá og hann,
hvort heldur ég er viðstaddur
skemmtifund eða helgihald. Þess
vegma hef ég ekkert út á þjóð
mína að setja í heild, og þess-
vegna er í rauninni trausti mínu
á henni sem slíferi engin tak-
mörk sett. En af þessari sam-
stillingu leiðir svo hitt, að ég
geng ekki um með innantómá að-
dáun í pokahorninu.
Hvað geturðu sagt okkur um
handritamálið?
Ég álít allt það stríð um garð
gengið, en auðvitað getur spurn
ing eins og þessi kveikt á ýmsu
hjá manni, sem hefur verið fang
elsaður af þessu máli í meira
en tvo áratugi. Mér kom til dæm
is oft í hug á ferðalögum mín-
um um Noreg, að Norðmenn ættu
á margan hátt erfiðara með að
gleyma fornum viðskiptum
þeirra við Dani, en við eigum.
í fljótu bragði kann þetta að
þykja einkennilegt því ríkissam
bandið gamla olli meiri fjár-
þröng og meiri rýrnun á ís-
landi en í Noregi. En leyndar-
dómurinn felst meðal annars í
því, að málið í Noregi brjálað-
ist talsvert fyrir dönsk áhrif, og
þegar Norðmenn eru að berjast
við glundróðann í máli sínu, er
eins og þeir séu stöðugt minnt-
ir á eitthvert mikilvægt tap —
þrátt fyrir löngu heimt sjálf-
stæði. Þannig tap er ekki um
að ræða hjá okkur, og nú þeg-
ar beðið er eftir því að mikill
hluti handritanna komi heim aft-
ur, verð ég heldur ekki var við
annað, en að gamla kalameinið
í sögu okfear sé með öllu upp-
rætt í hugum manina. Ég vona að
þessi breyting eigi eftir að hafa
ávaxtaríka samvinnu milli Dana
og fslendinga í för með sér.
Var þér aldrei neinn kali í
huga við Dani, meðan þú barð-
ist fyrir heimflutningi handrit-
anna?
Kannski var ég eitthvað und-
ir áhrifum gamalla fordóma þeg-
ar ég fór út. En ég kom snemma
í hóp danskra manna sem börð-
ust fyrir brautargengi nor-
rænma þjóða og meðal annars
höfðu áhuga fyrir því að ís-
land endurheimti handritin. Mér
fundust hugsjónamál þeirra bera
þess fagurt vitni, hvernig ætt-
jarðarást á að vera, óháð dæm-
andi forskriftum, en leiðtogi og
sameiningartákn þess sem rétt-
látt er. Þessir menn bókstaflega
heimtuðu það af mér sem íslenzk
um manni, að ég legði mig all-
an fram til að kynna dönsku
þjóðinni íslenzk málefni svo
henni yrði það stöðugt meira á-
hugamál, að ísland endurheimti
handritin. En það var til einsk-
is að tala um hlutina með dul-
búnum ónotum. Þær skýringar
hrukku bezt til sem voru sagð-
ar í kímni án þunglamalegra get
saka. Danska þjóðin er glaðlynd
og sveipar alvöruna í húmor.
Hún hlær oft að erfiðleikunum
og lætur spéspegilinn skila því
sem miður fór í réttlátum mynd-
um. Ég hika ekki við að segja,
að það er þessum frjálsbornu
vitsmunum að þakka, að ísland
er að eignast handritin aftur.
Við höfum ekki unnið neinn sig-
ur yfir Dönum í sambandi við
skil handritanna. Smá eltingar-
leikir við fræðimamnslega hor-
titti hafa ekki gert neinn mis-
mun. En beztu þjóðareimkemnin
í lundarfari dönsku þjóðarinnar,
hafa hinsvegar unnið sigur yf-
ir hinni einhæfu skapgerð, sem
fyrirfinnst með öllum þjóðum
sem nokkurskonar ástríða and-
legrar stirðnunar. Þessvegna
er gjöfin sönn dönsk þjóðar-
gjöf!
Hvernig álítur þú að við get-
um bezt sýnt Dönum þakklæti
íslenzku þjóðarinnar?
Það er hægt að gera sér marg-
ar hugmyndir um það, og arð-
vænlegasta leiðin fyrirfinnst auð
vitað í algengri framkomu okkar
við Dani. En þegar litið er á hve
fjölþætt þessi barátta var og að
sammleiksgildi sigursins er að
miklu leyti danskt alþýðuafrek,
sem naut stuðnings fulltrúa dönsk
þjóðarinnar á þingi, er ekki hægt
að flokka úrslitin eftir fræðileg-
um sjónarmiðum. Athafnaþrá
þeirra Dana sem fyrir okkur
börðust var ekkert daður við
Háskóla íslands, heldur miðaði
að því einu að rétta allri ís
lenzku þjóðinni hönd. Þessvegna
eiga móttökur gjafarinnar, þeg-
ar þar að kemur, ekki einung-
is að vera sammefnari handrita-
fræðigreina, heldur gefa hug-
mynd um aðild almennings að
eins miklu leyti og hægt er.
Hefur þú orðið var við nokkra
óánægju út af íslenzkum ávörp-
um eða skrifum um málið?
Danir hafa sára lítið fylgzt
með því, sem skrifað hefur ver-
ið um málið hér heima. Allir
vita að þeir geta ekki lesið ís-
lenzku en ég hef auðvitað lesið
ýmisleg skrif að heiman, og við
hlið hispurslausrar samúðar og
margra ára baráttu danskra
manna, far ekki vel á því, að
ala með sér of augljósar til-
hneigingar til að skoða' sig sem
fyrirmenn leiksins. Þó það hafi
kannski borið eitthvað meira á
einum en öðrum, er ekki um
neina fyrirmenn að ræða í þess-
um leik heldur tv_ær þjóðir sem
rétta hvor annarri hönd.
Rakstu aldrei á fslendinga í
fyrirlestrarferðum þínum um
Danmörku?
Mjög sjaldan. Einu sinni var
Gunnar Thoroddsen sendiherra
viðstaddur á fjölmennu lýðskóla
móti þar sem ég hélt fyrirlest
ur um handritin. Skömmu eftir
að hann varð sendiherra fann
hann hjá sér tilhneigingu til að
kynnast því sem fram fór á þess-
um mótum, í staðinn fyrir að
láta sér nægja frásagnir annarra.
Þetta mældist sérstaklega vel
fyrir og á það var litið sem
ótvíræðan vott vináttu íslenzku
þjóðarinnar, enda var Gunnar
hinn alþýðlegasti í allri sinni
framkomu.
Verðurðu lengi heima að þessu
sinni, Bjarni?
Ég geri ekki ráð fyrir því.
Heimilisástæður mínar eru þann
ig, að ég get ekki leyft mér
langa fjarveru, þar eð kona mín
er mjög lasburða eftir erfiða
uppskurði. En eins og ég sagði
í upphafi samtalsins, varð ég að
koma heim, ekki til að veiða
lax eða njóta annars hliðstæðs
hugnaðar, sem ísland hefur upp
á að bjóða, heldur bara til að
halla mér örlitla stund að hin-
um forna íslenzka stofni. Það
gerir engan mismun, þó ég verði
fyrir einhverjum hrjúfum hnull-
ungum hér og þar. Stundin heima
er jafn góð fyrir því.
J5A1V.AU
OSTBRAUÐ
1. Smyrjið hveitibrauðsneiðar með smjöri og örlitlu sinnepi, leggið skinkusneið yfir, nokkra ananasbita þar yfir og
loks ostsneið eða rifinn ost. Bakið við 250°C efst í ofni eða við mikinn yfirhita í 8—10 mín., þar til osturinn er aðeins
gulbrúnn.
2. Útbúið ljósa sósu úr sveppasoði og mjólk, blandið sundurskornum sveppum, sem áður hafa kraumað í smjöri,
saman við og leggið á smurðar brauðsneiðar. Þekið með ostsneiðum og bakið efst í ofni við 250°C í 7-10 min.
3. Stífþeytið eggjahvítu, blandið rifnum osti samán við. Leggið á smurðar brauðsneiðar, stráið dálítilli papríku
yfir og bakið efst í ofni við 225°C í 5-7 mín.
4. Smyrjið brauðsneiðar með smjöri og sinnepi, leggið 2-3 sardinuc í tómati á hverja sneið, 2-3 laukhringi þar yfir
og ostsneið efst. Bakið efst £ ofni við 250°C í 8-10 mín,-
5. Skerið dálítið oststykki f teninga, saxið lauk og reykt flesk nokkuð smátt, blandið þessu saman og leggið á smurð-
ar hveitibraúðssneiðar. Bakið efst í ofni við 250°C í '5-8 mín.
6. Leggið þykkar ostsneiðar á smurðar brauðsneiðar, stífþeytið eggjahvítu og leggið ofan á ostinn. Stráið hvít-
lauksdufti yfir og bakið efst f ofni við 225°C í 5-7 mín. Þegar völ er á nýjum tómötum er gott að stinga 1-2 tómat-
bátum ofan í eggjahvítuna, áður en brauðið er sett í ofninn.
7. Smyrjið nokkuð stórar hveitibrauðsneiðar með smjöri. Skerið ost f aflanga ferninga, stafi, saxið lauk smátt, og
setjið einn ostfernjng og dálítinn lauk á hverja brauðsneið. Vefjið sneiðunum upp og festið með trépinna. Bakið I
ofni við 225°C í 5-8 mín.
Berið heitt ostabrauð fram með súpum, kaffi, tei eða öli. Notið milda eða sterka
osttegund eftir smekk. Gauda og schweitzertwfar henta vel.
Nauðsynlegt er áð setja ostabrauðið inn í vel heitan ofn með mikinn yfirhita
og hafa brauðið ekki of lengi í ofninum til að fá gott ofnbakað ostabrauð.
Csta~ct/ ó/a/éitSaám y