Morgunblaðið - 30.06.1968, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 196«
,Er svartbakurinn skaðleg
ur æðarvarpi?'
GREIN MEÐ þessari yfirskrift
birtist í blaðinu ísafold s.l. haust
höfundur hennar er Guðm. J.
Breiðfjörð, og hann kemst að
þeirri niðurstöðu í grein sinni,
að svartbakurinn sé síður en svo
skaðlegur æðarvarpi. Vill jafn-
vel halda því fram að hann
verndi æðarfuglinn.
Fyrir 2—3 árum las ég grein
í dagbl. „Tíminn" um svipað
efni, og höfundur hennar kemst
að sömu niðurstöðu og Guðm.
Breiðfjörð, ég skrifaði þá grein-
arkom sem ég ætlaði að senda
einhverju dagblaðanna. En hætti
þá við það, sökum þess að grein-
arhöfundurinn andaðist í milli-
tíð, og ekki gat ég farið að pexa
um þetta við dáinn mann. Það
er heldur ekki ætlun mín að
fara að karpa mikið við nafna
minn Breiðfjörð um þetta efni
aðeins skýra frá nokkrum stað-
reyndum.
Þegar ég var að alast upp,
báðumegin við síðustu aldamót.
Man ég hvað okkur krökkunum
þótti fögur sjón að sjá æðar-
kollurnar sem komu upp að fasta
landinu í byrjun sláttarins, hver
með sinn ungahóp. Það var við-
burður ef nokkur æðarkolla sást
ungalaus, og kölluðum við þær
„geldkollur". Þessar æðarkollur
höfðu orpið í eyjunum, en sóttu
niú upp að landinu í ætaleit
fyrir sig og ungana.
Nú er skipt um. Nú sjást
sjaldan æðarkollur koma upp að
landinu með unga. Nú koma þær
flestar ungalausar, og viðburð-
ur ef útaf bregður svipað og
var um „geldkollurnar" áður.
Þetta vita allir hér, sem nenna
að veita því athyglL
Hvað veldur þessu. Er það
einhver sérstök sýki sem herjar
á æðarungana, sem ekki þekkt-
ist áður. Eða er það Örninn eða
minkurinn sem hér eiga mestu
sökina, eða í þriðja lagi. Eru
varpbændur famir að ræna fugl
inn öllum eggjum hans á vorin,
svo ekki verður eftir til við-
halds stofninum? Síðasta spurn-
ingin er fjarstæða, og læt ég
henni ósvarað. Allir sem til
þekkja vita hvemig Örninn hag
ar sér ef hann leggst á æðar-
varp. En það er ákaflega sjald-
gæft nú orðið síðan erninum
fór svo mjög að fækka, að hann
geri það. Hér í minni landar-
eign er arnarbæli, sem hún lagði
í ár eftir ár, þar til nú 2 eða
3 síðustu árin. Og aldrei vissi
ég til að hún gerði skaða í
varphólmum sem hér eru. En
silungsvatn og silungs ár, eru
þarna rétt við arnarbælið, og
það kann að hafa valdið því að
hún hvekkti okkur aldrei með
varpið.
Um minkinn þarf ekki að ræða
allir vita hversu voðalegur skað-
valdur hann er þar sem hann
kemst í æðarvarp. Vorið 1964,
urðu piltar mínir varir við að
minkur var kominn í Engey sem
er (þar sem styst er frá landi
'1500 metra vegalengd). Þetta
var nokkru fyrir varptíð, en
lundi var seztur að í ej^mni.
Við áttum ágætan hund, og með
tilhjálp hans fanst minkurtnp pg
hafði þá gotið 5 hvolpum. Ekki
varð það séð síðar á vorinu, að
æðarvarpið hefði beðið skaða við
þá gestakomu, og hefir ekki ver-
ið síðan.
Og kem ég nú að svartbakn-
um. Það sagði mér stórmerkur
bóndi sem bjó í Hergilsey, að
eitt sinn hefði hann verið á ferð
frá Stað á Reykjarnesi og til
Hergilseyjar. Þetta var í byrjun
sláttar. Presturinn á Stað bað
hann þá að gæía fyrir sig í
hólma sem mig minnir að heiti
Svartbakahólmi, yzt í Staðareyj-
um. og vita hvort svartbaksung-
ar hefðu komizt þar upp, en það
átti hver varpbóndi að sjá um
sina varphólma. Sögumaður minn
var við annan mann, og gengu
þeir upp á hólmann. Þess sáust
merki að 7 svartbakahreiður
höfðu verið í hólmanum, en þar
var enginn svartbaksungi sjáan
legur þá. En þeir sáu annað.
528 æðarunga fundu þeir þar
kringum svartbaka hreiðurstæð-
in. Það má reikna með 3 svart
baksungum í hreiðri, og hefðu
það þá átt að vera lausir 20
sem klöktust þar út. Þetta voru
leifarnar sem þeir ekki torg-
uðu. En hvað þeir hafa étið og
svo foreldrar þeirra, treysti ég
mér ekki til að reikna út. Þessa
sögu þýðir hvorki Goiðm. J. Breið
fjörð eða öðrum svartbaka vin-
um að rengja. Sjálfur hefi ég
margoft horft á hvernig svart-
bakahópar hafa ráðist að æðar
kollum með unga, og drepið
hvem einasta áður en viðureign
inni lauk í hvert sinn, og oft
ráðizt svo á æðarkolluna sjálfa
á éftir og sært hana til ólífis
oft og tíðum. Þetta vita allir eyja
menn. Og það þýðir ekkert að
vera að reyna að telja fólki trú
um að svartbakurinn sé ekki
skaðvaldur — máske ekki í æð-
arvarpi — en áreiðanlega í æð-
arfuglsstofninum.
Árið 1898, var flutt út sam-
kvæmt útflutningsskýrslum 5827
pund af hreinsuðum æðardún
(hvað notað hefir verið í land-
inu sjálfu eru engar skýrslur
um). Síðastliðið sumar var verð
á æðardún kr. 2.600.00 pr kg.
Mér reiknast svo að þessi út-
flutningur með núverandi verð
lagi hafi numið rúmlega 7,5 millj
ónir. Og þegar þess er gætt að
þessi framleiðsla kostar ekki
einn einasta eyrir í erlendum
gjaldeyri, þá get ég ekki annað
skilið en hún sé allrar athygli
verð.
Nafni minn Breiðfjörð talar
um „þröngsýna æðarvarps þing-
menn“. En hvað vill hann þá
segja um þá þingmenn sem ár
eftir ár bera inn í alþingi frum-
varp um minkaeldi. Finnast hon-
um þeir ekki dálítið þröngsýnir
líka? Svartbakurinn er fallegur
fugl, þó ekki hafi ég nú vit á
að meta hans „fögru söngrödd".
En það á með öllum tiltækum
ráðum að fæla hann burt úr æð-
arvarpi. Op það má ekki skirr-
ast við að nota til þess eitur ef
með þarf, enda er það það eina
sem fælir hann burtu. En þetta
er nú vist ódæði sem ekki má
nefna, en ég veit ekki hvort það
er mikið, hroðalegra að vera
drepinn á eitri, en að vera gleypt
ur lifandi. Þess utan eru það
ótrúlega fáir svartbakar sem
deyja af eitrinu, heldur fælast
þeir burtu, og það er líka nægi-
legt til að ná tilganginum.
Fyrir 2 árum átti ég tal við
bónda á Austfjörðum sem hafði
dálítið æðarvarp. Hann sagði
mér reynslu sína af svartbakn-
um í æðarvarpi. Og hún var sú
sama og mín. Máske einhverjir
fleiri sem æðarvarp er hjá, vildu
segja frá sinni reynslu. Það
gæti kannski orðið til þess; að
við fengjum einhverja „þröng-
sýna þingmenn" til að sinna því
máli á alþingi, að æðarfuglinn
væri verndaður meira fyrir svart
baknum og öðrum slíkum ræn-
ingjum.
Brjánslæk 8 febr. 1968
Guðmundur Einarsson.
Chevrolet 1955
Til sölu Chevrolet fólksbifreið smíðaár 1955 í góðu
standi. Til sýnis á bifreiðaverkstæði okkar Sólvalla-
götu 79 næstu daga. Upplýsingar í síma 11588.
BIFREIÐASTÖÐ STEINDÓRS.
Sýnishorn ai kjörseðli
FORSETAKOSNINGAR
30. JÚNl, 1968
X GUNNAR THORODDSEN
KRISTJÁN ELDJÁRN
Þannig lítur kjörscðillinn út, þegar Gunnar
Thoroddsen -hefur verið kosinn.
Stuðningsmenn.
Hlýddi ekki fyrirmæl-
um heilbrigðisnefndar
NÝLEGA var í Hæstarétti kveð-
inn upp dómiur í máli, sem
ákæruvaldið höfðaði gegn Sigur-
jóni Tómasi Heiðari Tómassyni,
framkvæmdastjóra Ölgerðarinnar
EgiH Skallagrímsson hf. fyrir
brot á heilbrigðissamþ. Reykja-
vikur með þvi að hafa sem
stjórnarform. og framkvæmda-
stjóri ölgerðarinnar ekki sinnt
ítrekuðum fyrirmælum heilbrigð
isnefndar Reykjavíkur til eig-
enda nefnds fyrirtækis um að
framkvæma ráðstafanir í því
skyni að draga úr hávaða frá
starfsemi fyrirtækisins í húsinu
nr. 21 við Njálsgötu, þannig að
bann ylli ekki að dómi heilbrigð-
isnefndar óþægindum fyrir um-
hverfi sitt og þá einkum hjá
íbúum húsa að Njálsgötu 23, sem
eru sambyggð verksmiðjuhúsi
fyrirtækisins.
Málavextir eru þeir, að hinn 6.
nóvember 1965 og 27. apríl 1966
rituðu íbúar að Njálsgötu 23,
heilbrigðisnefnd Reykjavíkur og
báru fram kvartanir vegna mik-
ils hávaða, sem þeir töldu koma
frá verksmiðjurekstri ölgerðar
Egils Skallagrímssonar hf. í hús-
inu nr. 21 við sömu götu. Að
undangengnum hávaðamæling-
um svo og athugun á réttmæti
kvartana þeirra, sem fram höfðu
komið, ritaði borgarlæknir fyrir-
tækinu tvö bréf dags. 12. ágúst
og 7. nóvember 1966.
f bréfinu frá 12. ágúst 1966 var
ölgerðinni tilkynnt, að heilbrigð-
isnefnd Reykjavíkur hefði á
fundi sínum 5. ágúst samþykkt
að leggja fyrir eigendur hennar
,,að gera nú þegar ráðstafanir til
þess að vélarnar valdi ekkj ó-
þægindum fyrir umhverfið sbr.
41. gr. heilbrigðissamþykktar
Reykjavíkur."
Hinn 7. nóvember 1966 var öl-
gerðinni gefinn tveggja mánaða
frestur til að gera umræddar
ráðstafanir að viðlagðri kæru til
Sakadóms Reykjavíkur. Um-
ræddar ráðstafanir voru ekki
gerðar og var málið því kært til
Sakadóms Reykjavíkur.
Ákærður skýrði svo frá fyrir
sakadómi, að löngu eftir að
starfræksla ölgerðarinnar hófst í
húsinu nr. 21 við Njálsgötu,
hefðu hjónin Guðrún og Elías
Lyngdal fengið heimild til að
byggja við gafl hússins og þá
hefðu þau reist húsið nr. 23 án
þess að einangrun væri sett milli
húsanna. Ákærður mótmælti
ekki í sjálfu sér hljóðmælingum
þeim, sem gerðar höfðu verið.
Hann kannaðist og við að hafá
fengið í hendur bréf heil'brigðis-
nefndar, dagsett 12. ágúst og 7.
nóvember 1966. Hann sagðist
ekki hafa farið eftir fyrirmæl-
um í þeim um að draga úr há-
vaða frá iðjurekstri fyrirtækis-
ins, og kvað hann þetta aðgerð-
arleysi sitt hafa byggzt á því, að
hann taldi þá, sem byggðu við
gafl húss hans eða nýttu sér-
gaflréttindi, hafa átt að annast
hljóðeinangrun.
í forsendum að dómi saka-
dóms Reyikjavíkur segir: „í 41.
gr. heilbrigðissamþykktar fyrir
Reykjavik nr. 11 1950 segir, að
öll starfsemi varðandi iðju og
iðnað skuli háð eftirliti og fyrir-
mælum heilbrigðisnefndar, ef
hún getur, að dómi nefndarinn-
ar, valdið óþrifnaði eða óholl-
ustu, þar á meðal hávaða og
titringi en í 255. gr. samþykktar-
innar er ákvæði um, að brot
gegn henni eða óhlýðni við lög-
legar fyrirskipanir heilbrigðis-
nefndar varði sektum. Skipaður
verjandi ákærðs hefur haldið
því fram, að fyrirskipanir heil-
brigðisnefndar í máli þessu hafi
ekki verið löglegar, þar sem hafi
verið beint að röngum aðila. Á
þá skoðun er ekki unnt að fall-
ast. Samkvæmt orðum 41. gr. bar
heilbrigðisnefnd að beina fyrir-
mælum sínum til þess aðila,
ákærðs, sem rak þá starfsemi, er
hún taldi geta vajdið óhollustu,
þar á meðal hávaða, en í máli
þessu koma ekki til úrlausnar
lögskipti á sviði einkaréttar,
vegna framkvæmda á fyrirskip-
unum nefndarinnar um hljóð-
deyfingu. Þar sem ekkert er
fram komið, sem hnekkti þvi, að
fyrirmæli nefndarinnar hafi einn
ig að öðru leyti verið á rökum
reist, verður ákærður talinn sek-
ur um þá hegðun, sem í ákæru
greinir .. “
Sakadómur Reykjavíkur taldi
að fella bæri refsingu niður með
hliðsjón af öllum málsatvikum
og með vísan til 75. gr. alm.
hegningarlaga. í Hæstarétti var
ákærður sakfelldur, eins og í
sakadómi og honum dæmt að
greiða kr. 3.000,00 í sekt til borg-
arsjóðs Reykjavikur auk alls
sakarkostnaðar.
- AFMÆLI
Framhald af bls. 22.
Yndi ljóða og ylur hljóma,
berst enn til þín.
Þinnar æsku ævintýr.
Jón og Geirlaug eignuðust 4
börn. Brynjólf bifreiðastjóra á
Akureyri kvæntan Guðrúnu Sig
urbjörnsdóttur frá Björgum í
Köldukinn. Ólaf er stendur fyr-
ir búi móður sinnar, Valborg
húsfrú á Akureyri, maður Mag-
nús Tryggvason frá Varðgjá.
Rafn og Klara Randversdóttir
búa á hluta af Hólum. Þau syst-
kini bera það með sér að hafa
hlotið gott uppeldi og margar
góðar erfðir.
Geirlaug misti mann sinn 1963
eftir 47 ára hjónaband. Það kom
greinilega í ljós á sjötugs afmæli
Geirlaugar í Hclum að hún á
óskipta virðingu og þakkir sveit
unga sinna og samferðamanna.
Guð blessi Geirlaugu Jóns-
dóttur börn hennar og niðja,
kirkju og Hólastað.
Laufey Sigurðardóttir
frá Torfufelli.
Landsmót lúörasveita
SJÖTTA landsmót Sambands ís-
lenzkra lúðrasveita verður hald-
ið á Siglufirði dagana 29. og 30.
júní n.k. Er mótið haldið haldið
á Siglufirði í tilefni þess, að 20.
20. maí sl. átti Siglufjörður 150
ára verzlunarafmæli og 50 ára
kaupstaðarafmæli og annast
Lúðrasveit Siglufjarðar um fram
kvæmd mótsins.
Tíu lúðrasveitir sækja mótið,
sem hefst klukkan 14:00 á laugar
dag og leikur fyrst hver lúðra-
sveit hér og svo allar saman. Um
kvöldið efnir Lúðrasveit Siglu-
fjarðar til tónlistarskemmtunar
og koma þar fram ásamt henni,
kvennakór, karlakór, danshljóm-
sveit og fleiri skemmtikraftar.
Á sunnudagsmorgum verður
þing sambandsins haldið og fara
mótsslit fram í kaffisamsæti síð-
degis, sem bæjarstjórn Siglufjarð
ar býður til.
Stjórn Sambands islenzkra
lúðrasveita skipa nú: Stígur Her-
lufsen, Hafnarfirði, Jónas Magn-
ússon, Selfossi, og Eysteinn Jón-
asson, Reykjavík. — Sv. K.