Morgunblaðið - 30.06.1968, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.06.1968, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚNI 1968 7 RÉTT innan við Vifilstaðahlíð er gíghóll sá, sem Garðahraun rann úr á sínum tíma. Hann heitir Búrfell og er 179 m á hæð. Úr honum liggja hraun- traðir, nokkuð langar, seim mjög fróðlegt og skemmtilegt er að Skoða. Bftir þessum hráun- tröðum hefur hraunið runnið frá gígnum í norðvesturátt og síðan alla leið í sjó fram á Álfta nesi. Sfeammt frá Búrfelli er Gjáa- rétt, er var rétt Garðhreppinga, en er nú friðlýst. Örstutt frá henni eru fjárhellar og gjár djúpar. Frá Búrfelli er og skammt að Húsafelli (275 m), sem er stakt móbergsfjall og ekki er ýkja langt að Helgafelli, sem er líka stakt móbergsfjall, 340 m á hæð. Þó það sé ekki hærra, er það- an fallegt útsýni í björtu veðri, . Sé farið upp ranann að norðan- verðu, er það svo auðvelt upp- göngu, að það er tilvalin fjall- ganga fyrir alla fjölsfeylduna. Helgafell er stutt frá Kaldár- seli, en þar eru nú sumarbúðir K.F.U.M. og K. í Hafnarfirði. Þar á Kaldá upptök sín, en hún er merkileg að því leyti, að hún rennur aðeins stuttan spöl um hraunið og hverfur sivo ofan í það Sögn er um það, að karl, einn, er kunni ýmislegt fyrir sér, hafi kveðið 'hana niður, er hann hafði misst tvo syni sína í hana. Norðan við Helgafeli eru svo Valahnúkar. Við þá er Músar- hellir. Þar útbjuggu „Farfuglar" hér „hreiður", sem þeir kalla Valaból. Þeir hlóðu upp í hell- ismunnann og settu þar dyr og glugga. Svo hafa þeir girt þar og gróðursett tré og blóm og er þetta hinn vinalegasti staður. Jóh. Björnsdóttir. I hraungöngunum hjá Búrfelli. Gígurinn Búrfell t.v. og Helgafell t.h. Þessi mynd er tekin uppi á Helgafelii. Ganga á Heigafell er tilvalin fyrir byrjendur. Þessi börn, sem eru á aldrinum 5 —11 ára, eru þó ekki öll í sinni fyrstu „fjallgöngu“, því að þrjú þeirra höfðu áður gengið á Vífilsfeli og eitt þeirra þar að 1 auki á Hengil, Keili, Skálafell og Brennisteinsfjöll. Krakk- l arnir heita: Eiríkur, Magnús, Guðrún, Hörður og Salbjörg. Gamalt og gott 76. í leik er enginn annars bróðir: undir sitt brauð tók hver glóðir Hægt er að skerða litla lest. Engi er verri, ílt þó hræðist. Einn er ei von við mörgum stæðist Vesalan dregur duptið flest. , (ort á 17. öld.) GENGISSKRÁNIN6 Mr. 76 - 26. Júní 1968. 8kráö fráElnlng Kaup Sala 27/11 '67 lBandar. dollnr 50,93 57,07 24/6 '68 18terlingspund 135,68 136,02 26/6 - lKanadndollnr 52,90 33,01í]< 25/8 - lOODanskar kr«5nur 761,05 762,91 27/H '67 lOONorskar krónur 796,92 798,88 18/6 '68 lOOSœnsknr krónur 1.101,551. ,104,25 12/3 - lOOFlnnsk mörk 1.361,311, ,364.65 14/6 - lOOFransklr fr. 1.144,561. .147,40 6/6 - lOOBelg, frankar 114,18 114,46 25/6 - lOOSvlssn, fr. 1.321,481 .324,72 6/6 27/11 lOOOyllinl lOOTókkn. kr. 1.573,201 .577,08 '67 790,70 792,64 12/6 '68 lOOV.-þýzk mörk 1.425,201 .428,70 13/6 - lOOLÍrur 9,14 9,16 24/4 - 100Austurp. sch. 220,46 221,00 13/12 '07 lOOPesotar 81,80 82,00 27/11 - lOOReikningskrónur Vöruskiptalönd 99,86 100,14 -* - iReikningspund- Vöruskiptalönd 136,63 138,97 íjí Broytlng trá síðustu skránlngu. FRÉTTIR Heymarhjálp Maður firá félaginu verður á ferðalagi um Norðurland frá 1.—15. júlí til aðstoðar heyrnar- daufum. Allir sem óska, geta snúið sér til hans. Nánar auglýst á hverjum stað. Kvenfélag Laugarnessóknar Skemmtiferð félagsins verður far in fimmtudaginn 4. júlí. Farið verð ur um Reykjanes, Krísuvík a? Strandarkirkju. Uppl. hjá Ragn- hildi 81720. Kvenfélag Kópavogs Líknarsjóður Áslaugar Maack heí ur blómas. 30. júní. Kvenfélag Bústaðasóknar Hin árlega skemmtiferð félags- ins verður farin sunnudaginn 7. júlí kl. 8 árdegis frá Réttarholts- skólanum. Uppl í síma 34322 og 32076 Strandamenn Farið verður í skemmtiferð í Veiðivötn föstudaginn 5. júlí kl. 8 síðdegis. Tilkynnið þátttöku til Hermanns Jónssonar úrsmiðs, Lækj argötu 4 fyrir þriðjudaginn 2. júlí. Kvenfélag Hafnarf jarðarkirkju : fer sína árlegu skemmtiferð þriðjudaginn 2. júlí kl. 9 frákirkj- unni. Farið verður suður á Reykja- nes. Þátttaka tilkynnist í símum 51975 (Sigríður og 50002 (Áslaug) Kvenfélag Lágafellssóknar Hin árlega skemmtiferð félags ins verður farin fimmtudaginn 4. júlí. Nánari upplýsingar í símum 66184, 66130, 66143. Pantanir óska,«t fyrir 1.7. Nefndin. Grensásprestakall Vegna fjarveru minnar um nokk urra mánaða skeið, munu vottorð verða afgreidd í skrifstofu séra Franks M. Halldórssonar, og ei sóknarfólki bent á að snúa sér til hans. Guðsþjónustur hefjast aftur f Breiðagerðisskóla eftir sumarhlé, eins og undanfarin ár. Felix Ólafs- son. Nessókn. Frá 16. júní verð ég fjarverandi um óákveðinn tíma. Safnaðarfólk, sem notar þjónustu mína tali við sr. Grím Grímsson, sóknarprest, sem þjónar fyrir mig á meðan. Við talstími hans er milli 6-7. Sími 32195, vottorð verða veitt í Nes- kirkju á miðvikudögum kl. 6-7. Séra Jón Thorarensen. Frá Orlofsnefnd Reykjavíkur Reykvískar húsmæður, er óska að komast í orlof að Laugum 5 Dalasýslu, komi á skrifstofu kven- réttindafélagsins á Hallveigarstöð- um, mánudaga, miðvikudaga, föstu daga og laugardaga kl. 4-6. VÍSUKORIM í lO.viku sumars ‘68 f jöllin skarta hvítu enn. Jafnvel bjartar júní nætur, jökulkuldi hrellir menn. Fölnuð landsins flóra grætur, fjöllin skarta hvítu enn. Ránki. Spakmœli dagsins Fyrst náttúran er tuttugu ár að byggja upp Mkama vorn, skulum vér ekki horfa í þann tíma, sem það tekur að byggja upp sálina. — Ph. Brooks. Merkjasala Hringsins er í dag. Reykvíkingar. Kaupið merk in og styrkið gott starf. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu Keflavík — Suðurnes Vorum að taka upp stóra sendingu af kjólaefnum og gluggat j ald aefnum. Verzl. Sigríðar Skúladóttur sími 2061. Chevrolet 1955 Til sölu fóiksbifreið smíðaár 1955 í góðu standi. Til sýnis á bifreiðaverkstæði okkar Sólvalagötu 79 næstu daga. Uppíýsingar í síma 11588. BIFREIÐASTÖÐ STEINDÓRS. Við Sœviðarsund Til sölu er skemmtilegt, fokhelt raðhús (hornhús) við Sæviðarsund. Stærð 165 ferm., 2 samliggjandi stofur, húsbóndaherb., 4 svefnherb., eldhús með borðkrók, bað o.fl auk bíiskúrs. Afhendist strax. Allt sér. Hagstætt lán fylgir Teikning til sýnis á skrifstofunni. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. Málflutningur. Fasteignasala. Suðurgötu 4. Simi: 14314. Kvöldsími: 34231. íbúð óskast \ Verðið þér að heiman í júlí og ágúst? Viljið þér leigja íbúð yðar dönskum og norskum fjölskyldum? Danska og norska verkfræðinga og hagfræðinga, sem eiga að vinna í Reykjavík til 1. september vantar 2ja—3ja herbergja íbúðir með húsgögnum náiægt Miðbænum. Upplýsingar hjá KAMPSAX, sími 2 05 25 og 2 32 85 mánudag kl. 9 — 17. Richard Tiles Ilinar eftirspurðu VEGGFLÍSAR frá Richard Tiles Ltd. eru nú komnar Fjölbreytt litaval H. Renediktsson hí. Suðurlandsbraut 4. — Sími 38300. ARABIA-hreinlætistæki Hljóðlaust W.C. Hið einasta í heimi Verð á W.C. aðeins kr. 3.650,00 Handlaugar — 930,00 Fætur f. do. — 735,00 Clœsileg vara. Verð hvergi lœgra Einkaumboð fyrir ísland: HANNES ÞORSTEINSSON heildverzlun, Hallveigarstíg 10. — Sími 2-44-55.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.