Morgunblaðið - 30.06.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.06.1968, Blaðsíða 14
f 14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 196« SKIPASÝNINGIN MIKIA ÍOSLÖ Sýnendur 273 frá átján þjóðum eftir Skúla Skúlason Osló, 21. maí. SÍÐAN Osló eignaðist varanleg- an sýningarstað á Sjölyst í vest- anverðri borginni fyrir nær tíu árum hafa árlega verið haldnar þar margar sýningar, smærri og stærri, en þó jafnan ein stærst, að vorinu. Og stóra vorsýningin heitir að þessu sinni: „The 2nd International Shipping Exhibit- ion“ og var opnuð í gær af Káre Willoch verzlunarmálaráðherra, að viðstöddum Ólafi konungi og fjölda innlendra boðsgesta en þó ekki síður útlendra, því að þetta er „alþjóðasýning“ þó ekki taki nema 16 þjóðir þátt í henni. Hitt er m@* ekki kunnugt, hve marg- ar þjóðir taka þátt í henni óbein- línis, með því að „shipping"- áhugasamir menn þaðan komi til Osló vegna hennar. — En blaða- fulltrúi sem ég átti tal við segir, að í þeim hópi verði áreiðanlega gestir frá margfalt fleiri löndum en þeim, sem sýna. Hinsvegar hefur sýningin litla þýðingu fyr ir skemmtiferðafólk. Það kem- ur til Oslóar m.a. til þess að skoða Víkingaskipin eða Kontiki- flekann, sem að vísu er ekki ómerkileg fyrirtæki í norskri siglingasögu, en þykjast þó ekki hafa ástæður til að taka þátt í skipasmíðasamkeppni 1968. En tilgangur sýningarinnar á Sjölyst, sem hófst í gær, er ein- mitt sá, að örva samkeppni allra þjóða í byggingu betri og full- komnari skipa en áður voru, og fullkomnari tæki á öllu sem út- búnað og öryggi þeirra saertir. Hún er ekki gerð sem augnagam- an fjöldans, eins og margar aðr- ar sýningar, heldur sem einskon- ar rannsóknarstofa þeirra sem um siglingar sýsla og vilja fylgj- ast með öllum umbótum og nýj- ungum í siglingamálum, allt frá því að efnið er valið í skipið og kjölurinn lagður að því — og „þangað til það endar sína ævi- daga og er selt sem brotajárn", sagði forstjóri eins stærsta sigl- ingafyrirtækis í Noregi í stuttum fyrirlestri í morgun. (Því að á sýningunni eru suma dagana haldnir allt að 4 fyrirlestrar á dag, en þó standa þeir ekki leng- ur en 10 mínútur, enda eru sum- ir svo vísindalegir, að ýmsir áheyrendur laumast út meðan á þeim stendur). Sýningin er fyrir „kunnáttu- menn í skipasmíðum, siglinga- málum og allri tækni þar að lút- andi“. Ég vona að lesandi þessar- arar greinar afsaki, að ég verð að hlaupa yfir þann merg máls- ins, sem snertir allar þær tækni- umbætur sem þarna má sjá, því að gamall sveitamaður eins og ég yrði eins og „kálfur í postu- línsbúð“ ef ég ætti að fara að snúa mér við þar. Hinsvegar ætla ég að reyna að segja lesandan- um ofurlítið frá því sem fyrir augun bar á fjögurra klukku- stunda labbi um sýningarsvæðið. En það hefur verið betur notað í þetta sinn en nokkurntíma áður, í sögu sýningarhallarinnar. í höllinni sjálfri voru leigið út sýn ingarsvæði, samtals 6.400 fermetr ar, en lóðin fyrir utan höllina er líka alþakin sýningargripum, svo að sýningarsvæðið alls slagar hátt upp í heilan hektara. Engin 1 sýning á Sjölyst hefur keypt jafn stórt sýningarrúm og þessi. Einskonar samvinnutákn þjóð- anna í skipasmíðum er það, sem blasir við er maður gengur inn að sýningarhöllinni. Þar stendur á blettinum stærsta skipsskrúfa, sem nokkur maður hefur séð. Og hún er norsk, smíðað af „Kværn- er Bruk“ í Osló og er sex-blaða og vegur 47 lestir. Hún á að sigla til Japans og knýja áfram skip — ekki japanskt heldur norskt, 207.000 lesta stórt, sem Japanar eru að smíða fyrir Sigv. Bergesen jr. í Osló. Og ég fræðist um það, að í þessu skipi sé ótal margt annað, sem norskir framleiðend- ur búa til og selja ekki aðeins skipum, sem smíðuð eru handa norskum kaupendum austur í Japan, heldur líka skipasmiðum víðsvegar um heim. Norðmenn smíða sjálfir skip, en þó ekki við líka eins mikið og t.d. Svíar og Danir, en þó eru þeir þriðja stærsta siglingaþjóð heimsins, og sú langmesta ef miðað er við þjóðarstærðina._ En samt smíða þeir ekki nema lítið brot af kaup förum sínum sjálfir. Ég hef spurt norska útvegsmenn hvernig á þessu standi, en flestir svara þeir á sömu leið: „Undirstaða við- gangs norska flotans er sú, að við fáum hentug og góð skip fyrir sem bezt verð — og stundum langan gjaldfrest. Við verðum að láta útlendinga smíða fyrir okk- ur þegar það er hagkvæmast. Annars getum við ekki keppt um siglingar, eins vel og við ger- um“. En vegna þess að Norð- menn eru siglingaþjóð hafa skap azt í landinu mörg fyrirtæki, sem framleiða siglingatæki, sem seld eru um allan heim, ekki sízt síð- an „elektron-tæknin" varð höfuð stoð allra siglinga og skipaútbún aðar. Nægir þar að benda á fyr- irtæki eins og „Decca Radar“ og „Navigator A/s“ og „Nera“, sem hafa stóra bása á sýningunni. En það væri ógjörningur að skýra frá hinum einstöku sýn- ingum hinna 115 norsku sýn- enda, sem hafa keypt sér bás á Sjölyst, og eins að lýsa þeim 57 sem Bretar hafa, þrátt fyrir kreppuna; Japanar hafa 26 bása og tiltölulega stærst sýningar- svæði, en Svíar 23, Danir 15, Holland 10 og V-Þýzkaland 9. Þegar kemur inn í sýningar- höllina blasir. við á hægri 'hönd sýning frá Lloyds Register í Lon- don, og þar verður maður að nema staðar, því að þetta nafn hefur löngum verið einskonar miðdepill siglingalífsins, sem frægasta vátrygginastofnun heimsins. Þarna er gestinum sagt frá, hvað sé að gerast í siglingamálum hnattarins: þar sé verið að betrumbæta tilhögun hinna gömlu skipategunda finna ný afbrigði af hinum stórtæku vöruskipum (bulk carriers) — einkum með tilliti til vöruflutn- inga í „containers“ — þessum gímaldakössum, sem nú ryðja sér rúms og spara mikla vinnu, því að í einum „container" er hægt að koma fyrir nokkrum hundruð um af vörum, sem í gamla daga var kallað „stykkjagóss“. — En þessi breyting kostar það, að lestaropin á skipunum verði miklu stærri en áður, og þó er það ekki nóg. Ef vöruflutninga- skipið á að vera fullkomið þarf það helzt að hafa dyr á síðunum, inn í hverja lest, þannig að hægt sé að aka gímaldkassanum inn í þá lest skipsins sem hann á að vera — og eins út úr henni, þeg- ar á áfangastaðinn kemur. Þetta er mikilsverður þáttur í öllum vöruflutningum — sama þróunin og varð þegar byrjað var að flytja olíuna í tönkum en ekki tunnum. Svo mikil er sérhæfing- in orðin, að nú smíða menn skip, sem eingöngu er ætluð til þess að flytja bíla milli framleiðslulands- ins og kaupendalandsins. — En allra mesta nýjungin — þó hún sé ekki ennþá eins hagnýt og margar aðrar — er Hovermarine Ltd. Þeir segja á sýningu sinni að nú séu þeir að smíða 165 tonna bát, en eftir sömu fyrirmynd geti þeir smíðað allt að 4000 tonna skip! Ekki lætur firmað þess get- ið hvenær það hlaupi af stokkun um, en hitt segja forráðamenn þess þarna á sýningunni, að þeir geti hvenær sem er selt báta, sem hæfir séu á Norðursjónum og sigli með 50 sjómílna hraða, „hvað sem sjógangi líður og veðri". En það efast norskur far- „Fullkomnasta farþegaskip nú- tímans, Queen Elizabeth II“, er það skip, sem Bretar hafa verið hreyknastir af síðustu 8 ár. maður um, sem er við hliðina á mér. Þarna á sýningunni eru model af ýmsum skipum, sem voru smíð uð 1967 og verið er að smíða nú. Aður en ég vík að „olíudrekun- um“ skal ég aðeins minnast á stærsta farþegaskpið, sepi Bret- ar eru að smíða nú, og heitir „Queen Elizabeth H“. Það á að taka við af „Queen Mary“, sem Cunard Line seldi í október í fyrra, eftir 3,8 milljón mílna sigl ingu. Gamla Mary var orðin 31 árs, en þó svo farlama að hún dugði ekki 1 siglingunni, þ.e.a.s. samkeppninni. Síðan sá eru tím- arnir breyttir því að nú fljúga tíu þúsund fleiri farþegar leið- ina hennar en 1986 milli Eng- lands og New York. Samt ætlar Cunard sér að halda siglingum áfram og er nú að smíða nýtt far- þegaskip, sem að vísu er „aðéins 58.000 lestir“ eða 25.000 minni en gömlu „drottningarnar" Eliza- bet og Mary. „Elizabeth 11“ verð- ur talsvert hraðskreiðari en' nafna hennar, og þar að auk verða þægindin aukin svo, að skipið verður freisting fyrir þá, ,,sem vilja hvíla sig í 3-4 daga“. Skipið er smíðað hjá John Brown við Clyde í Skotlandi, eins og hinar „fyrrverandi drottningar". — En hjá „Harland and Wolff“ í Belfast hafa þeir smíðað skip af allt annari gerð en „dottninganna“: 197.000 lesta tankskip — það stærsta í Evrópu — hingað til. En þegar minnst er á stór skip er það Japan, sem vex mest í augum íslenzkra „smálendinga“ í siglingum. Auk 3. stærstu sýn- ingarinnar hafa þeir þarna fjölda kynningarmanna í öllum grein- um skipabygginga, hafnargarða og ótal margs annars. Sýning þeirra Japana er talandi tákn þess, að þeir ætla að halda áfram þeirri sömu framsókn í stór-skipasmíðum og þeir hófu fyrir sex árum. Þá smíðuðu þeir 120.500 lesta skip, fyrir Sigv. Bergesen jr. — norskt fyrirtæki. í ár hafa þeir smíðað annað, fyr- ir sama firma í Noregi, það heit- ir „Bergehus" og er 216.000 lestir (dw). — Þarna á japönsku sýn- ingunni hafa átta stærstu skipa- smíðafélög sameiginlega sýn- ingu, auk sérsýninga, og sam- kvæmt auglýsingum þeirra að dæma eru þau viss um að njóta sömu yfirburða í skipasmíði sem þáu hafa nú. — Þeir auglýsa m.a. þarna á sýningunni, að þeir geti, svo til fyrirvaralaust, smíð- að 500.000 lesta skip. — „Og þó að Súez-skurðurinn verði lokað- ur um aldir og ævi, breytir- það litlu um þörfina fyrir stærri skip, því að heimshöfin verða alltaf jafnstór og verzlunin fer vaxandi, sérstaklega með þunga- vöru eins og olíuna. Og margt fleira.....“, segir japanski full- trúinn sem ég tala við. „Það er margt fleira skrítið. Við þurfum að flytja inn þunga málma og eldsneyti til þess að búa til þung- ar vélar, sem við seljum til Vest- ur-Evrópu og Ameríku“. — Liggur það ekki í því, ac verkamennirnir ykkar hafa lægra kaup en í Vestur-Evrópu og Ameríku? spyr ég. — Jú, líklega, meðfram. En við lærðum tækni af ykkur í Evrópu, og nú farið þið að sjá, að við kunnum að nota hana. Um þátt Norðurlanda og þá sérstaklega Noregs væri hægt að skrifa langt mál, ef rúmið leyfði. En það sem einkum vekur at hygli míná er að ýms gömul fyr- irtæki, sem fyrir nokkrum árum þóttust vera sjálfum sér nóg, hafa nú gert úr sér „samsteypu", þó að sum þeirra haldi nafni sínu áfram, eins og t.d. danska skipa- smíðastöðin Burmeister & Wain, sem fyrir 58 árum varð heims- frægt fyrir að smíða fyrsta hreyf ilinn í stórskip og hleypti af stokkunum 10.000 lesta skipinu „Fionia" með þessum hreyfli. Þar varð byrjun samkeppninnar milli gufuvélar og hreyfils, og allir vita hvernig henni lauk. En þrátt fyrir þetta lá við að „B-&-W" yrði gjaldþrota í fyrra. En í ár tekur „Samband danskra skipa- smíðastöðvanna" þátt í sýning- unni, átta aðilar — þar á meðal Burmeister & Wain, sem er þeirra elzt, stofnað 1848, og ýms fyrirtæki, sem smíðað hafa góð- kunn skip fyrir íslendinga: Aal- borg Værft, Aarhus-, Frederiks- havn-, Helsingör o.fl. Þessi fyrirtæki smíða aðallega „smá- skip“, en þó er „B-&-W“ alltaf alltaf reiðubúið til að smíða allt að 80.000 lesta skip. Þar vinna 7.000 manns, en hjá hinum 700-3000. Gömlu skipasmíðajötnarnir í Svíþjóð: Götaverken, Eriksberg, Uddevalla og Kockum hafa líka orðið fyrir ýmsum skipulags- breytingum, sem sumpart eru miðaðar við samkeppni Japana í stórskipasmíði. Götaverken hef- ur nú þrjár smíðastöðvar, ea stærst þeirra er Arendal í Göta- borg, sem tekur að sér að smiða 250.000 lesta skip. Finnlendingar eru hæverskari og sýna ekki á sér neitt samkeppnisnið við Jap- apann. — En hvað er svo um Norð- manninn sjálfan? spyr lesandinn. — Hvað skipasmíðar snertir virð ist hann samkeppnisfær við Sví- ann, iþó að hann þættist það ekki fyrir stríð, nema í einstökum greinum. En í Noregi hefur orðið hagræðing í þessari grein. Þar er nú stórfyrirtækið „Akersgrupp- en“ en undir því nafni felast mörg gömul fyrirtæki: Akers mékaniske Verksted, Bergens Mekaniske — Nyelands — Stord Verft — Tangen Verft — og Trondhjems mek. Verksted. Þetta er eitt dæmi um hvernig gömlum fyrirtækjum hefur ver- ið steypt saman, eftir stríð — til þess að standast betur sam- keppnina — útávið og innávið. — Stord Verft getur smíðað 150.000 lesta skip og getitf stækk að, án verulegs tilkostnaðar — kvíar sínar svo, að þær geti byggt 250.000 lestir. Samkeppnin um stóru skipin er áberandi á þessari sýningu, svo að ýmislegt smávægilegra er þar í skugganum. En þó er það minn- isvert, ekki sízt fyrir þá, sem eiga við smærri skipin að skipta hvort sem þeir eru skipsmenn eða farþegar. — Á einu sviði leggja Norðmenn fram stórmerki legan skerf til siglingamála: sem sé öryggistækin — ekki sízt þau „elektronisku". í þeirri grein er hlutdeild Noregs kannski merkari en allra hinna þjóðanna. Skúli Skúlason. Sjúmanna- verkfall i USA New York, 29. júní. NTB, AP. FÉLAGSMENN bandaríska far- mannasambandsins hófu verkfall í dag eftir að slitnað hafði upp úr samningaviðræðuim við skipa- eigendur. — Um hundrað skip stöðvuðust þegarl í stað og stöðv un vofir yfir tæplega 600’ öðrum skipum, er þau koma í banda- ríska höifn. Sjómennirnir krefj- ast 5% launahækkunar og lengri orlofa. Washington, 29. júní. AP. LÖGREGLAN J Washington 'handtók í dag 77 manns fyrir mótmælaaðerðir á þinghússvæð- inu í Washington. Gamigan var 'farin til stuðnings við „göngu •hinna snauðu“, en mótmælaað- gerðir eru bannaðar við þinghús- ið. — Blökkumannaleiðtoginn Ralph Abernathy var handtekinn á sama stað sl. mánudag og afpláin ar nú 20 daga fangelsisdóm. Kjörseii llinn FOR8ETAKJÖR 1968 Gtinnar Thoroddsen Kristján Eldjárn Þannig lítur kjörseðill forsetakosninganna út. Þeir sem kjósa Gunnar Thoroddsen setja kross framan við nafn hans á seðlinum. Ef menn ætla að kjósa Krisiján Eldjárn, setja þeir kross framan við hans nafn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.