Morgunblaðið - 30.06.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.06.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1968 Ifl slófíl um 'sins Leiöin Breiðamýri SÁ sem kemur vestan yfir Fljótsheiði i í>ingeyjarsýslu, er á leið til Húsavíkur og hefir áhuga á að skoða og kynna sér Aðal-Reykjadalinn, eins og sú sveit hefir heitið, er við augum blasir af Fljótsheiðinni, aetti að staðnæmast á norðurbrún heið- arinnar og renna augum yfir svæðið, sem þá blasir við og sé bjart í lofti og skyggni gott, gef- ur þar á að líta eina þeirra sveita, sem hvað fegurð og glæsi leik snertir, er í fremstu röð og þegar niður af heiðinni kemur og sveitin nánar skoðuð, leynast þar margir smærri blettir, fagr- 5 sem gimsteinar í djásni, eða sérkennilegir. Fyrst opnast augum all víð- lent flatlendi, þar sem smá á leggur silfurstrengi, því næst vogskorið stöðuvatn, með star- grónum hólmum og víkum, þá víðáttumiklar engjar og gamal- gróin hraun, en skógivaxnar hiíð ar meðfram Vestmannsvatninu, en svo heitir vatnið sem er um miðbik svæðisins er sést í daln- um af heiðarbrún. Sé svo litið á það smærra er auga festir á, ber mest á reisulegum byggingum og fyrst og fremst á skólasetrinu að Laugum og þarnæst fjölmörg- um vel húsuðum bændabýlum, en sveitin er þéttbyggð. Næst heiðinni er stórbýlið Einarsstað- ir, kirkjustaður, sem á land allt fram í Ódáðahraun og læknis- setrið Breiðamýri þar sem lands síminn er og hefir verið frá því hann nam hér land 1906. Við vegamótin undir heiðinni er veit mgaskáli og þar greinast leiðir. Liggur sú er til hægri fer í átt til Fjalladrottningarinnar og áfram til Austurlands, hin ligg- ur til Húsavíkur og sem einnig getur legið til Austurlands um Tjömu gamla Reykjalheiðarveg- inn eða kísilgúrveginn nýja. Frá Einarsstöðum liggur svo akbraut in til Húsavíkur, sem byrjað var að leggja 1908, en er nú víða endurbyggð. Við Vestmannsvatn, sem veg- urinn liggur meðfram, er sums- staðar mjög fallegt. Hið gamla prestssetur Helgastaðir stendur sunnan og austan við vatnið og iá gamli reiðvegurinn um Hvammsheiði frá Húsavík yfir Laxá á vaði undan Múlabæjum og um skógivaxna vatnshlíðina, *Sem var og er enn voldugasta skóglendi sýslunnar næst Vagla- ekógi. Yzt í þeirri hlíð niður við vatnið, er nú sumardvalarheim- ili barna og unglinga, rétt við gamla veginn, sem þar lá og áfram dálítið uppi í hlíðinni og fram hjá Helgastöðum. Nú ligg- ur akbrautin hinumegin við vatnið, þar sem eigi er síður fallegt um að litast, t.d. er horft er norðaustur yfir vatnið á átt til Lambafjalla og Fagranessbæj- anna er standa á norðurbakka vatnsins í nánd við sumarbúð- irnar á vistlegum stað. Norðaustur af bænum Hólkoti sem stendur á allháum hól vinstra megin vegar þá farið er norður, er þekktur sögustaður: Gálgahraun, talið aftökustaður sakamanna. Hraun þetta er þarna einangrað og ekki í sýni- legu sambandi við annað hraun. Er það all stórskorið en vel gró- ið. Áður hét allur dalurinn frá sjó til dalabotna Aðal-Reykja- dalur, en með því að hreppnum var skipt um Hólkot, telst Aðal- dalur í daglegu tali enda um Hólkot. Þaðan eru 25 km. til Húsavíkur. Sé ferðamaður í náttúruskoð- unarferð og ekki afar tímabund- inn, mætti ráðleggja honum að ganga uppí brekkuna hjá næsta bæ til vinstri við þjóðveginn Mýlaugsstaði og líta til þriggja átta, því útsýni er til beggja handa og fram undan einnig. Mun vegfarandi þar líta frá einu af fegurstu bæjarstæðum er finna má, þegar bjart er yfir og landið í sumarskrúða og mun enn verða bent á tvo ámóta staði, en í nokkru frábrugðna, því þó horft sé á sama land í öll skift- in eru afbrigði ærin eftir því frá hverri hliðinni horft er. Litlu norðar en hér var komið, skiftast vegir, þar sem aðalbraut in heldur áifram til Húsavíkur, en hin beygir til hægri upp að Stöðum (Staðarbraut), en held- ur síðan áfram um Hvamma- brekkur og Reykjahverfi og sam einast aftur aðalbraut hjá Laxa- mýri. En ofan við Hvamma- brekkur kemur nýi kísilgúrveg- urinn inn á Reykjahverfisbraut og má eins fara þá braut á leið til Austurlands um Reykjahlíð, eins og hina sem um Reykjadal liggur frá Einarsstöðum. Svo sem ráða má af ofansögðu er hægt að fara hvora leiðina sem er til Húsavíkur áfram norður Aðal- dalinn eða um Reykjahverfið og munar litlu á vegalengd, en ó- neitanlega er fleira,' sem marga Húsavík fýsir að sjá, sé farið um Staða- braut. Þegar komið er upp að Stöðum, en það eru fyrst og fremst Múlabæirnir, mundi borga sig að ganga upp að ein- hverjum þeirra eða upp fyrir t.d. Norðurhlíð, einkum ef það bæri upp á bjart og kyrrlátt sumarkvöld, því þá skín við aug um undrafögur útsýn, einkum til norðvesturs með Kinnarfjöllin í baksýn, þessi síbreytilega, en þó alltaf sjálfri sér líka dverga- smíð, sem fleirum finnst til um en okkur er vöknuðum með þau fyrir augum. Fegurri kvöldsýn er ekki á hverju strái. Litlu ofar er svo kirkjujörðin Grenjaðar- staðir ,sem á tímabili var eitt eftirsóttasta brauð landsins, enda búsældarleg jörð, ásamt rekaítökum fleiri sjávarjarða. Nú er þ^tta eitt bezt byggða prestssetur landsins, nýendur- bætt kirkjan, gamla bænum sem prestar bjuggu í fram undir 1940, haldið við og varinn raká með blásturskerfi um allan bæ. Þar er nú geymt og starfrækt stórt safn gamalla muna, eign alls héraðsins og Húsavíkur- bæjar. Skammt ofan við Grenj- aðarstaði eru hin vel þekktu Laxárgljúfur sem allir dá, enda fátt um hæfan samanburð hér- lendis. Þar er Laxárvirkjun, sem miðlar orku um alla S-Þing eyjarsýslu, Akureyri og Eyja- fjörð. Þarna stanza allir vegfar- endur í fyrsta sinn er þeir koma þar ,ef ekki eru á hraðferð og sumir láta sig ekki muna um að koma þar oftar, jafnvel árlega. Sé ætlunin að halda áfram þessa leið til Húsavíkur, er farið upp um Hvammabrekkur, sem nauð- synlegt er að stanza í og líta ofan yfir Hvammana, Staðina og norðvestur Aðaldalinn og er það þriðji staðurinn sem hér er bent á, sem heppilega til yfir- lits á Aðaldal sérstaklega, en sem ætíð verður talinn sumar- fögur sveit. — Vegna þeirra sem ólatir eru að fara smákróka og tíma hafa til þess, skal nú litl- um þætti skotið hér inn í. Þegar farið er áleiðis upp í Hvamma- brekkurnar upp frá íbúðarhús- unum við virkjunina, liggur ruddur vegur á hægri hönd upp að bæ er heitir Geitafell og stendur bærinn undir litlu fjalli er nefnist Geitafellshnjúkur. Uppá hann má aka á jeppa af ruddu götunni, en er annars stutt og auðveld ganga. Af hnjúki þessum er fágætlega gott útsýni til allra átta, miðað við hæð hans og hversu auðveld gangan uppá hann er. Sér þaðan inn til Vatnajökuls, norður um heimskautsbaug, allar nágranna- sveitir, dali, bæi vötn og ár og til fjalla vestan Eyjafjarðar. Þorgerðarfjall, lítið eitt til suð- vesturs, mun að sumu leyti gefa enn meiri útsýn og auðvitað ögn frábrugðnara, en þangað er tor- veldara að komast. Nú liggur kísilgúrvegurinn rétt fram hjá hnjúknum og stutt leið af hon- um. Þeir sem á hnjúkinn fara ættu að hafa með sér landabréf og jafnvel áttavita, vilji þeir hafa full not af ferðinni á með- an hringsjá vantar þar, en sem gæti verið framtíðarverkefni ein hverra áhugamanna að setja upp. Sé farið norður Reykjahverfið er farið fram hjá miklu jarðhita- svæði, sem lengi hefir verið hag- nýtt að nokkru, en megin orkan er en geymd. Verður nú aftur snúið niður í Aðaldalinn og haldið norður eftir honum frá Staðabraut. Því miður liggur nú vegurinn ail fjarri þeirri fögru Laxá, sem Guðmundur frá Miðdal taldi vera fegurstu veiðiá í heimi og studdi þá skoðun með eigin sam- anburði því hann taldi sig hafa séð flestar sambærilegar ár flestra landa. Verður hennar lít- ið vart nema í fjarlægð, þar til farið er yfir hana á fallegri brú norður í svonefndum Heiðar- enda, en það er norðvestur horn Hvammsheiðar. Um 7 km. norð- an Staðabrautar, þar sem farið er fram hjá Garðsnúp og sem raunar er endinn á Fljótsheið- inni, er vegur á vinstri hönd og liggur hann fram hjá Skriðu- hverfinu um brú á Skjálfanda- fljóti og síðan fram Köldu-kinn og sameinast Akureyrarvegi austan við Ljósavatnsskarðið. Fari maður um Aðaldalshraun þegar halla tekur sumri og eink- um þegar líður að haustmánuð- um skrýðist allt hraunið slíku litskrúði, að leitun mun á því fjölbreyttara, sem orsakast af því hve vel gróið er hraunið og margar jurtategundir er þar að finna. Með athugun má sjá allt að því daglegan og glöggt viku- legan mun á litadýrðinni og til- breytni í henni. Sunnan og vestan við Laxár- brúna er flugvöllurinn í Aðaldal, sem talinn er góður hvað skil- yrði snertir til aðflugs og einnig er það kostur þessa svæðis hve sjaldan ríkja aðrar vindáttir en norður og suður og telst staður- inn hæfur til lendinga millilanda flugvélum og sem varaflugvöll- ur fyrir Norðurland. Eftir að komið er yfir Laxár- brúna, blasir við höf-uðbólið Laxamýri og er mjög fögur út- sýn af Heiðarenda milli brúnna á Laxá og Mýrarkvíslar og þess vert að stanza og renna augum yfir umhverfið. Norðan Heiðar- enda breikkar áin og verður lygn á kafla og kallast þá Mýrar vatn. Myndar áin þar marga víðivaxna hólma og sker, þar sem æðurin hefir hreiðrað sig á vorin, frá ómunatíð. — Er nú stutt til Húsavíkur (9—10 km.) en á Mýrarleiti, norðan við Laxamýri, má vel líta í kring um sig, því þótt ekki beri mjög hátt, má þaðan líta furðumargar tegundir íslenzkrar náttúru, ef Framhald á bls. 30 Nes í Aðaldal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.