Morgunblaðið - 30.06.1968, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.06.1968, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1968 31 Ný mannvirki vígö að Skálatúni IJM þessar mundir eru 15 ár síð- an Umdæmisstúkan nr. 1, IOGT, keypti nýbýlið Skálatún í Mos- fellssveit í þeim tilg-angi að stofna þar heimili fyrir vangef- in börn. Rekstur þess hófst í janúar 1954, fyrst með 18 böm, en síðar þegar húsrými fékkst fyrir starfsfólk utan heimilisins, voru þar árum saman 27 böm. Var þá þöngt setið. Fyrir um það bil 8 árum var Styrktarfélag vangefinna stofn- að. Réðust þá mál þannig, að viðeigandi þótti, að Skáiatúns- heimilinu væri breytt í sjálfs- eignarstofnun, sem hefði eigin stjóm, er skipuð væri 2 mönn- um frá Umdæmisstúkunni, tveir væm tilnefndir af Styrktarfélag inu og lögum samkvæmt skyldi formaður tilnefndur af land- lækni. Stjórn heimilisins er nú, saan- kvæmt þessu, þanmig skipuð: Jón Sigurðsson, borgarlæknir er formaður og með honum í ■stj órn: Páll Kolbeins, Guðrún Sigurðardóttir, Magnús Kristins son og Gísli Kristjánsson. Framkvæmdir þær, sem nú eru vígðar til notkunar, em: Ný- bygging, að flatarmáli 1062 ferm. Hún er tvær álmur, önnur á einni hæð, en þar er eldlhús, borðstofur, skólastofur snyrting ar og gieymslur o.fl., en hin álm an er tvær hæðir og kjallari undir. Þar eru herb. barnahna en í kjallara er þvottahús, geymsl- ur o.fl. í nýbyggingunni er rúm fyrir 32 börn. Framkvæmdir við hana hótfust árið 1964. Fullgerð kostar hún ásamt lóð og leik- velli um 16,6 milljónir króna. Ðyggingin er reist fyrir fjár- magn styrktarsjóðs vangefinna. Allt innanhúss hefur verið keypt fyrir fjármuni heimilisins og marga veglegar gjafir ýmissa félagasamtaka og einstaklinga, er frá fyrstu tíð hafa veitt heim ilinu efnahagslegan stuðning, sem vandi er að meta en vert er að þakka. Má þar til sérstaklega nefna konu, Vilborgu Hróbjarts- dóttur, sem látin er fyrir nokkr- um árum, en hún arfleiddi heim ilið að aleigu sinni. Fyrir framkvæmdum hefur staðið sérstök byggingarnefnd: Halldór Halldórsson, arkitekt, Guðmundur St. Gíslason,múrara meistari, Páll Kolbeins, aðal- gjaldkeri og Gísli Kristjánsson, riitstjóri. Byggingameistaæi var Ingvar Þórðarson. Arkitektar voru bræðunir Helgi og Vil- hjiáimur Hjáimarssynir. Verk- fræðingur var Vífill Oddsson. Múrarameistari Guðmundur St. Gíslason, rafvirkjameistari Sig- urður Bjarnason, málarameistari •Kjartan G. Gíslason og pípulagn- •ingameistari Benedikt Guð- ■mundsson. Jafnhliða framkvæmd við ný- bygginguna hefur verið varið um tveim milljónum króna til •þess að endurnýja gamla húsið utan og innan. í því eru nú 13 vistmenn (drengir) og þar er hús rými að auki fyrir starfsfólk. ■Fjármagn til þessa hefur að, mestu fengizt úr Styrktarsjóðí * ■vangefinna. Samtals hefur verið varið fjár- munum til nýbygginga og endur- ■bóta á síðustu fjórum á,rum er nemur um 20 milljónum króna ■og af þeirri upphæð eru um 18,6 ■milljónir frá styktarsjóðnum. Nú, laust fyrir vígsluathöfn umræddra mannvirkja, hafa for- eldrar og aðrir aðstandendur barnanna þar að auki afhent ■heimilinu sundlaug með öllum búnaði, svo sem búningsklefum o. fl., er að verðmæti mun nema ■um 1,2 milljónum króna. Það er ■útilaug, um 80 ferm að flatar- máli, en afrennslisvatn heimilis- ins hitar laugina. Forstöðukona heimilisins er Gréta Bachmann, ráðskona þess er Margrét Guðmundsdóttir, •kennslukona er Dagrún Krist- jánsdóttir, bústjóri er Sören ■Bang, en á jörðinni er rekinn bú Að Skálatúni og egg til heimilisþarfa Að loknu starfi við mannvirki ■þau, sem að framan getur og ■staðið hafa nú um íjögurra ára skeið, vill stjórn heimiliins beina þakklæti til allra, sem þar hafa •að unnið og svo til þeirra, er lagt hafa af mörkum fjármuni ■sem styrki og gjafir. Sérstaklega •vill hún beina þakklæti til ■þeirra, sem af mikilli fórnfýsi og •rausn hafa staðið að byggingu sundlaugarinnar og svo til Ingv- ■ars Þórðarsonar, sem af frá- mærri alúð hefur rækt hlutvek sitt fá byrjun, unz hann afhenti ■stjórninni manvirkin á fundi fyr ir nokkrum vikum. Smáf uglum ekki hætta búin ef rétt er að farið ÚÐUN trjágarða héfir nokk- uð borið á góma að undan- förnu, einkum þar sem talið er að hún hafi spillandi áhrif á fuglalífið. Bla'ðið hefir leitað sér nokk- urra upplýsinga um þetta mál. Úðun garða er á valdi garðeig- enda sjálfra og líklegt má telja að þeir viti, ef hreiður eru í gar’ðinum, og gefi garðyrkju- mönnum, sem einir eiga að ■skapur og framleidd mjólk, flesk vinna Þessi verk- upplýsingar um hreiðrin og ber þeim þá að varast að úða í námunda við þau. Ekki er talið, ef varlega er farið að úðuninni, að hún valdi bana fuglum eða ungum, en fari svo að fuglarnir éti eitraða orma og verði sfðan ránfuglum að bráð er gert ráð fyrir að rán- fuglarnir verði ófrjóir. Um þessar mundir er seinna vorp smáfugla, en þeir verpa oft tvisvar á vorin, sérstaklega þeg- ar mikið er um æti, það er að segja blaðlýs og maðk, sem er þeirra uppáhaldsfæða. Einmitt nú er óvenju mikið um þennan ófögnuð í görðum borgarinnar. Þegar mikið er af þessum kvik- -AI Sigríður Björnsdóttir hjá einni mynd sinni. (Ljósm. Sv. Þorm.) „Börn og heimili þurfa ekki vera manni fjötur um fót“ að — segir Sigríður Björnsdóttir sem opnar málverkasýningu í Casa Nova í GÆR, laugardag, opnaði mál- verkasýningu sína í „Casa Nova“ (nýbyggingu Menntaskólans í Reykjavik) Sigríður Björnsdótt- in Málverkin eru gerð á tímabil- inu 1957—1968, og eru þau 150 að tölu, unnin á tré, pappír, málm og striga, með oliulitum, loga, vatnsmálningu, koium, gibsi og smáhlutum. Sigríður skiptir sýningunni í nokkra flokka, en aliar mynd- irnar eru til sölu, og er verði stillt mjög í hóf. Við hittum listakonuna í Casa Nova á föstudag, og spurðum, hvemig henni fyndist það að sinna málverki jafnhliða heim- ilisstörfum . „Sú hugmynd, sem ég hef stundum orðið vör við“, svaraði Sigriður Björnsdóttir, „að það samrýmist ekki að vera mynd- listarmaður, stunda atvinnu og lifa eðlilegu fjölskyldulífi, er að mínum dómi úrelt og róman- tfek. Þessi sýning er því ekki eingöngu myndlistarsýning, held ur viðleitni til að sanna í verki, a.m.k. fyrir sjálfri mér, að börn og heimili þurfa ekki að vera manni fjötur um fót, heldur þvert á móti styrkur til þess að ná þeim sjálfsaga, sem hver lista maður verður að tileinka sér. Ég hef ekki skírt þessar mynd ir mínar, því að mér fiannst ein- hvernveginn að nöfn, ef ekki er um beina eftirlíkingu að ræða, nái svo skammt og segi áhorf- andanum ekkert fram yfir það, sem verkið sjálft sýnir, og jafn- vel komi í veg fyrir, að áhorf- andinn skynji og njóti myndar- innar á sinn eigin hátt“. Sýning Sigríðar stendur í 9 daga ,og er opin daglega frá kl. 2—10. Hún var opnuð al- menningi í gærkvöldi kl. 7. indum valda þau stórskemmdum á götðum og því ekki um annað að gera en úða gegn þeim. Ingólfur Davíðsson skordýra- fræðingur ritar í búnaðarblaðið Frey nr. 6 1968 athyglisverða grein um blaðlýs og skógar- maðk. Þar segir hann m.a. mn blaðlýs: „Venjulega sitja blaðlýsnar aðallega neðan á blöðunum, t.d. á trjám og runnum. Þær eru al- gengar hér á birki, vfði, álmi, hegg, rósum, ribsi o. fl. tegund- um. Seinni árin hefir talsvert borið á þeim á greni og fl. barr- trjám. Af víðitegundum er gljá- víðir að mestu laus við blaðlýs. Oft er mikið af blaðlúsum neð- an á ribsblöðum og koma fram einkennilegar bólur á efra borði blaðanna og þau roðna líka smám saman. Jaðrar geta og gulnað og blö'ðin falla fyrir tím- ann. Birki getur skemmst mik- ið og margar greinar þess drep- ist, ef mikið er um blaðlýs. Sést það bæði í skógum og görðum. Blaðlýs geta skemmt barrtré mikið.“ Um skógarmaðkinn segir Ing- ólfur m.a.: „Skógarmaðkar skemma oft ýmis lauftré í görðum, t.d. birki og víði árlega í Reykjavík, en leggjast og stundum á reyni, ribs, rósir og flestar aðrar teg- undir.“ Þáð er því ekki furða þótt fólk láti úða garða sína gegn þessum ófögnuði. Oft er líka vart gangandi um garðana nema menn verði gráir af óþrifum eða grálúsugir. Að lokum segir Ingólfur Davíðsson: „Varnir. — DDT duft, t.d. Gesarol, sem dreift er jafnt yfir trén með duftdælu, eyðir skóg- armöðkunum. Bezt er að dreifa duftinu á döggvot trén í logni, sem fyrst eftir að vart verður við máðkinn. í Reykjavík hafa einnig ýmis úðunarlyf verið notuð, t. d. Bladan og Parathion, en þau eru bæði mjög eitruð og aðeins á æfðra manna færi að meðhöndla þau. Malation o. fl. lyf eru minna eitruð, en verka aðeins vel í hlýju veðri, helzt 16 st. eða þar yfir. Vonandi koma brátt hættuminni, nothæf lyf á mark- aðinn. Úða skal í hægu og þurru, hlýju veðri. Fylgir nákvæmlega reglum á umbúðum. Farið var- lega með plöntulyfin. Hlífið hreiðrum fugla og úðið ekki nema þörf sé á. — Vetrarúðun eyðir eggjum blaðlúsa og fleiri skordýra. Úða skal í þurru, kyrru og frostlausu veðri síðari hluta vetrar me'ðan trén og runn amir eru í dvala og áður en brum þrútna verulega. Notuð eru sérstök vetrarúðunarlyf, t.d. ávaxtatrjáa karbolineum. Lyfin geta sett bletti á bíla og hús og þarf að varast það. Plöntulyfjum er skipt í 4 flokka eftir styrkleika, það er X, A, B og C. Röðin segir til um, hve hættuleg þau eru, þann- ig, að eitruðustu lyfin eru í X flokki, en þau meinlausustu í C flokki. Lyfin bæði í X- og A- flokki hljóta að teljast hættuleg eiturlyf. Þarf að gæta ýtrustu varúðar í meðferð þeirra og eiga þeir, sem verzla með sHk lyf að láta fylgja þeim leiðbeininga- reglur á íslenzku, svo að aUir skilji. Munið að geyma lyfin á öruggum stað, í læstum skáp, eða læstu herbergi (og ekki í nánd matvæla)! Tæmd lyfjaílát geta líka verið hættuleg, því að leifar geta leynzt í þeim. Var- lega þarf að fara með ÖU lyf, — mannalyf, jurtalyf og illgras- iseyðingarlyf. —“ Ástæða þykir að benda á þetta hér. Ef rétt er að öUu far- ið eiga þeir fögru gadðar, sem mikið verk hefir verið í lagt, að geta fengið að halda fegurð sinni og fuglalífið að geta þró- ast eðlilega. - ALIT Framh. af bls. 32 um eða slíku. Annað hvort er aðeins hægt að grafa skurðina niður á takmarkaða dýpt, og þá hafa þeir lítið gildi, eða að grafa verður þá gegnum mismunandi mannvistarlög, og þá munu þeir, án tillits til þeirrar aðferðar sem höfð verður við rannsóknina, leiða til minnkaðra möguleika á túlkun efnisins í heUd. Eg leyfi mér þessvegna að leggja til, að gerðar verði reglu- lega rannsóknir innan þess svæð is ,sem aðgengilegt er vestan Aðalstrætis, og að þessum rann- sóknum verði af hagkvæmnis- ástæðum skipt í tvö stig og hverju stigi skipt til helminga á tvö tímabil. Framhaldið mun síðan senni- lega að nokkru leyti fara eftir árangrinum af rannsókninni á fyrsta stigi, en ég býst við, að undir öllum kringumstæðum ætti að stefna að því að gera heildarrannsókn á hinu aðgengi- lega svæði. Ef það yrði æskilegt eða nauð- synlegt að fylgja fornleifum til suðurs eða norðurs inn undir þær byggingar, sem eiga að hverfa ,mun rannsóknin óhjá- kvæmilega gjalda nokkurs við tafir, sem af því kynni að leiða, en ef þær yrðu ekki langvinnar hefðu þær ekki í för með sér tiltakanleg óþægindi. Þess á milH ætti, ef svo tekst til, að grafa upp syðra svæðið við Suðurgötu. í því sambandi vil ég gjarnan leggja áherzlu á, að frá visindalegu sjónarmiði virðist það vera mjög mikilvægt að einnig þetta svæði verði rann- sakað á fræðilegan hátt. Þrátt fyrir það, að Aðalstrætissvæðið hefur verið tekið hér fram yfir, þá er það einmitt innan syrða svæðisins sem fornar byggingar- leifar hafa komið í ljós. Ég vona, að þetta mat og þær tillögur, sem látið er í ljós hér að framan, muni reynast þess megn ugt að leysa það vandamál, hvar og hvernig aðallega ætti að leita þess bæjar, sem talið er að til- heyrt hafi Ingólfi Arnarsyni og sem þessvegna er svo mikilvæg- ur fyrir sögu Reykjavíkur og ís- lands og Norðurlandanna einnig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.