Morgunblaðið - 30.06.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 196«
17
Óviss úrslit
öllum kemur saman um, að
úrslit forsetakosninganna, sem
fram fara í dag séu með öllu
óviss, enda séu báðir frambjóð-
endur mætir menn, góðum hæfi-
leikum búnir, nokkuð sitt með
hvorum hætti eftir því, sem enn
hafi komið fram. Val manna fer
því að verulegu leyti eftir skoð-
un þeirra á hvers eðlis staða
forseta fslands sé og hvert raun
verulegt vald og áhrif hann hafi.
Ef allt fer með felldu, þá
reynir ekki ýkja mikið á for-
setann, en ef veruleg vandræði
skapast, einkum ef enginn starf-
hæfur meirihluti er til á Al-
þingi, þá getur allt oltið á for-
setanum. Hann hefur úrslitavald
um stjórnarmyndun, einmitt þeg
ar aðrir hafa brugðizt eða gef-
izt upp. Þegar svo stendur á,
þarf náinn kunnugleika, hug-
kvæmni, kjark og varúð, í einu
orði sagt, dómgreind, og síðast
Flutningaskip í Sundahöfninni nýju. Lsjóm. Mbl. Sveinn Þorm.
REYKJAVÍKURBREF
en ekki sízt hæfileika til að
taka ákvörðun, hrökkva ekki
undan þeirri ábyrgð, sem vanda
samri ákvörðun ætíð fylgir. Þetta
er það, sem mestu máli skiptir
í starfi forseta og raunar það,
sem réttlætir tilveru hans.
Vel heppnaður
fundur
Fundur utanríkisráðherra Atl-
antshafsbandalagsins, sem hald-
inn var hér í Reykjavík nú í
vikunni, var reglulegur vor-
fundur þeirra samtaka. Aðal-
fundur þeirra er ár hvert hald-
inn í desember í höfuðstöðvum
samtakanna, þ.e.a.s. nú í Brussel
í Belgíu. Um langt skeið hefur
tíðkazt, að á hverju vori héldu
utanríkisráðherramir auka-
fund og höfðu þvílíkir
fundir verið haldnir í höfuð-
borgum allra aðildarríkja ann-
arra en Islands. Þess vegna var
eðlilegt, að fundurinn yrði að
þessu sinni haldinn hér, enda
mikill áhugi hjá utanríkisráð-
herrunum og öðrum ráðamönn-
um að koma hingað til lands.
Efnislega hefur fundurinn senni
lega hvorki verið atkvæðameiri
né minni en um slíka fundi ger-
izt. Þar voru lagðar fram skýrsl
ur, þær ræddar og formlegar
ályktanir teknar eftir því, sem
við átti. Athyglisverðast var,
bæði í hinum opinberu ræðum
við setningu fundarins og í á-
lyktunum í fundarlok, svo og í
samtölum við einstaka þátttak-
endur hvílíka áherzlu allir lögSu
á eindregna ósk um að stuðla
að minnkandi spennu í alþjóða-
málum, og þá einkum milli ríkj-
anna í Austur-Evrópu og Vest-
urveldanna. Um einlægan vilja
til þess getur enginn sá efast,
sem í raun og veru vill vita hið
sanna. Þessi vilji kom einnig
glögglega fram í ályktun um við
leitni til þess að draga úr her-
styrk á báða bóga, en þá að
sjálfsögðu með því jafnvægi, að
valdahlutföll röskuðust ekki. Af
þessum sökum er mjög eðlilegt
að hinar nýju vegatálmanir milli
Berlinar og annarra hluta Vest-
ur-Þýzkalands, svo og aukinn
flotastyrkur Sovét-Rússlands í
Miðjarðarhafi valdi mönnum á-
hyggna. Úr spennunni getur því
aðeins dregið, að hvorugur
treysti á undirlátssemi hins fyr-
ir ásælni. Því aðeins að gagn-
kvæmur vilji til samninga sé
fyrir hendi, eru líkur til þess
að sættir geti smiám sarnan náðst.
Meðan gagnkvæmt traust er
ekki fyrir hendi halda báðir að-
ilar áfram að tryggja hag sinn
með vígbúnaði.
.Laugardagur 29. júní
Góður undirbún-
ingur Islendinga
Samkomulagsvilji af hálfu Atl
antshafsríkjanna hefur sennilega
aldrei komið skýrar fram en á
Reykjavíkurfundinum. Ef sú sam
komulags yfirlýsing fær undir-
tektir að austan í sama anda,
kynni svo að fara, að fundur-
inm hér yrði talinn annað og
meira en venjulegur starfsfund-
ur. Um þetta er of snemmt að
segja nú. Hitt er víst, að allir
þátttakendur lýstu mikilli á-
nægju yfir því, hversu íslending
um hefði tekizt vel að undirbúa
fundinn. Við erum óvanir því-
líkum stórfundum um alþjóða-
mál, þar sem leyndar verður
að gæta. Þess vegna var mikið
í húfi. Ýmsir óttuðust, að fund-
arhaldið yrði okkur ofviða, bæði
að því er varðar tækni og kostn-
að. Víst er það, að tæknivand-
inn var leystur svo sem bezt
mátti verða. Þar hefur utanríkis
ráðuneytið unnið frábært starf
undir forustu Emils Jónssonar
og Agnans Kl. Jónssonar, ráðu-
neytisstjóra. Að sjálfsögðu hef-
ur fastaskrifstofa Atlantshafs-
bandalagsins í Brussel veitt sína
aðstoð, en án óhemju vinnu
starfsmanna utanríkisráðuneytis
ins hér, þá hefði ekki tekizt að
leysa öll úrlausnarefni, svo vel
sem varð. Að sjálfsögðu er
býsna mikill kostnaður öllu þessu
samfara. En honum er áreiðan-
lega vel varið, þó að ekki sé
litið til annars en landkynning-
arinnar einnar, því að aldrei hafa
fleiri áhrifamiklir menn í heimi
stjórnmála og fréttamennsku ver
ið hér saman komnir en að þessu
sinni. Áhrifin af hingaðkomu
slíkra manna birtast ekki þegar
í stað, allra sízt í beinhörðum
peningum. En héðan í frá kann-
ast allir þessir menn betur við
ísland en áður, og kunna betur
skil á högum þess en ella. Slík
þekking getur orðið og mun á-
reiðahlega Verða okkur ómetan-
leg áður en yfir lýkur.
Frábær frammi-
staða löffreglu
Eftir það, að alsherjar óeirð-
ir brutust út, eins og raun ber
vitni á þessu vori, þá urðu sum-
ir kvíðnir yfir því að halda
slíkán fund á íslandi. Auðvitað
gérðu allir sér grein fyrir, að
um þessar múndir gæti Atlants-
hafsbandalagið hvergi haldið
fund, svo að einhverjir pöru-
piltar reyndu ekki að koma ó-
eirðum af stað. En menn sögðu,
að allir aðrir væru betur við
því búnir en við að verjast slík-
um óeirðum, vanbúnaður okkar
væri svo mikill, að stórslys
kynni að stafa af. Þessi kvíði
fékk aukinn stuðning, þegar
það vitnaðist fyrir nokkrum vik
um, að ungkommúnistar gerðu
beinar ráðstafanir til þess að
fá óeirðamenn tugum saman ut-
anlands frá í því skyni, að þeir
yrðu til aðstoðar eða frumkvæð-
is að upphlaupi hér. Sumir ung-
kommanna fóru og ekki dult
með, að þeir væru hér ekki ein-
ir að verki. Einn þeirra sagði
berum orðum, að þeir fengju fé
í þessu skyni erlendis frá með
sama hætti og flugumennirnir
ættu að koma þaðan. Hér mátti
því búast við svipuðum aðförum
og efnt hefur verið til í fjölda
höfuðborga síðustu mánuðina.
Það fór og ekki á milli mála,
að tilraun í þessa átt var gerð,
raunar fleiri en ein, en lög-
reglunni tókst að halda svo á,
að ekki varð að tjóni svo nokkru
næmi nema fyrir upphlaupsmenn
ina sjálfa, sem hlotið hafa bæði
skömm og skaða, fordæmingu og
fyrirlitningu vegna athæfis síns.
Lögreglumenn, allir í hóp og
hver einstakur, eiga skilið þakk-
ir alþjóðar fyrir frammistöðu
sína og enginn þó fremur en
lögreglustjórinn í Reykjavík, Sig
urjón Sigurðsson, sem enn einu
sinni hefur sannað sína frábæru
stjórnsemi.
„Linnulaust
hatur“
Af mörgu athyglisverðu, sem
birtist í hinu ágæta fylgiriti
Morgunblaðsins s. 1. sunnudag
sem helgað var Atlantshafsbanda
laginu er e.t.v. athyglisverðust
frásögn Jóhanns Hjálmarssonar
skálds af grein eftir Che Gu-
evara, sem birt var í íslenzkri
þýðingu í nóvemberhefti Tíma-
rits Máls og menningar 1967.
Jóhann segir:
í greininni, sem nefnist „Hvar
sem dauðinn leynist“, ræðir Gu-
evara um ástandið í heiminum
yfirleitt, og bendir á hinar nýju
og vægðarlausu baráttuaðferðir,
sem verði að hefja, og af skiljan
legum ástæðum er honum efst
í huga, það sem að Rómönsku
Ameríku snýr; hann eyðir lengstu
rúmi í að gera grein fyrir að-
stæðum þar um slóðir, og varar
við „sj álfsblekkingum" um að
nokkuð verði gert án blóðsút
hellinga. Á það leggur hann
mikla áherzlu, að „frelsi með
friðsamlegu móti“ sé ekki hugs-
anlegt. Það sem menn eiga fyrst
og síðast að rækta með sér er
„lexía“ ofbeldisins: „Hatur, sem
þátt í baráttunni; linnulaust hat-
ur á óvininum, sem knýr okkur
til að yfirstíga þær takmarkan-
ir sem eru manninum eiginlegar,
og breytir honum í þróttmikið,
ofsafullt og verkhyggið stríðs-
dýr“. Og Guevara heldur áfram
að lýsa því, sem þetta hatur á
að koma til leiðar: „Við verðum
að heyja stríðið, hvar sem óvin-
urinn er, á heimili hams, á
skemmtistöðvum hans, algert
stríð. Það er nauðsynlegt að
aftra honum frá að njóta nokk-
urntíma hvíldar, að eiga frið-
samlega stuind, hvort heldur ut-
an eða innan herbúða sinna, við
verðum að ráðast á hann hvar
sem hann kann að vera staddur,
svo að honum finnist hanin vera
allstaðar umsetinn".
,,Verkhyggið
.46
Jóhamn Hjálmarsson heldur á-
fram:
„Hér er Guevara, eins og fyrr
segir, einkum að skýra sjónar-
mið sín um æskilegar baráttu-
aðferðir Rómönsku Ameríkubúa,
en hann segir á öðrum stað orð,
sem íhugunarverð eru fyrir Ev-
rópumenn, ef þeir hafa ummæli
hans um „óvininn“ í huga: „Frels
isbaráttan er enn ekki hafin í
ýmsum löndum hinnar gömlu Ev-
rópu.“ Hver er þessi frelsisbar
átta? Er hún ekki einmitt sú
sama og á að „bjarga“ Rómönsku
Ameríku? Þrátt fyrir óljósit orða
lag, dreymir Guevara um bylt-
ingu alls staðar í heiminum. Hann
talar um að andstæðunnar í lönd
um Evrópu muni „hlaðast sprengi
efni á komandi árum“. Er þar
ekki kominn hinn kommúniat-
iski óskadraumur um að koma
á ringulreið, m.a. með hjálp ó
ánægðra stúdenta og mennta-
manna, sem í raun og veruvita
ekki hvað þeir vilja — og þar
í liggur hættan — heldur gera
sér grein fyrir því hvað þeir
kæra sig ekki um, eims og leið-
togar þeirra ýmsir hafa vitnað
um. í augum Guevara og skoð-
anabræðra hans er vestrænt lýð-
ræði rót alls ills og þeir telja
Bandaríki Norður-Ameríku „höf
uð óvin mannkynsins“---------
Kommúnistar smjatta á Víetnam
eins og sælgæti án þess að finna
til með því fólki, sem þar verð-
ur að þola hörmungar ófriðar.
Guevara segir: „Hversu fljótt
gætum við vænzt bjartari fram-
tíðar ef Víetnam' risi upp á
tveimur, þremur eða fleiri stöð-
um í heiminum, með sinn hlut
í manintjóni og harmleik, hvers-
dagslegum hetjuskap og árás
gegn imperialismanum, semrnum
neyðast til að dreifa kröftum
sínum andspænis skyndilegum ár
ásum og vaxandi hatri allra þjóða
heims.“
Hvernig
unsáróður
„Blóð“
þessi alþjóðlegi
er maignaður, só
hat-
t m.
a. af síðari forustugrein Alþýðu-
blaðsins hinn 27. júní, er birt-
ist undir ofangreindri fyrirsögn.
Sjálf hljóðar fofustugreinin svo:
„fslendingar eru lýðræðisþjóð,
sem virðir rétt hvers minnihluta
til að halda fram skoðunum sín-
um. Hins vegar mun varla of-
mælt, að þjóðin hafi skömm á
þeim ólátum, sem vanstillt fólk
og aðkomnir útlendingar höfðu
frammi við Háskólann meðan
NATO-fundurinn stóð yfir. Lög-
reglan hafði tilkynnt þessu fólki
hvar það gæti verið með spjöld
sín, hróp og köll. En því var
ekki hlýtt, heldur ruddist hóp-
ur upp á tröppur skólans. Frið-'
samlegum bendingum var ekki
hlýtt og var því ekki annað að
gsra en fjarlægja þetta fólk.
Það kom í ljós við rannsókn,
að einn forsprakki mótmælenda
var með rauðan lit í plastöskju
til að maka framan í sig, svo
að hann virtist alblóðugur, sams
konar litur fannst í fórum eins
Grikkjans, sem hér hefur verið.
Þetta litla atriði sýnir hvers-
konar blekkingum þetta fólk
beitir. Það reynir að gera sjálft
sig að píslarvottum með því að
maka rauðum lit í andlit sér.
íslendingar sjá í gegn um slík-
ar blekkingar. Hreyfingin gegn
varnarliðinu og þátttöku fslands
NATO hefur sett niður við
íessa atburði."
Kosningaúrslitin
í Frakklandi
De Gaulle hefur óneitan-
lega sýnt sig vera
einn slungnasta valdstreitumann
nútímans. Hann átti vafalaust
verulegan þátt í því að bjarga
sjálfsvirðingu Frakka eftir síð-
ari heimsstyrjöldina, en því mið-
ur að verulegu leyti á fölskum
forsendum. Gangur styrjaldarinn
ar hefði í öllu verulegu orðið
himn sami, hvort sem De Gaulle
kom til eða ekki. Það er m.a.s.
harla ólíklegt, að hann hafi
flýtt frelsun sjálfs Frakklands.
um einn dag. Þegar hann fékk
ekki einn ráðið öllu eftir styrj-
aldarlokin dró hann sig í hlé
en komst aftur til valda fyrir
atbeina afturhalds-
samra herforingja, sem vildu við
halda völdum Frakka í Alsír.
Af öllum verkum De Gaulle á
hann hins vegar helzt lof skilið
fyrir það, að hann brást þessum
stuðningsmönnum sínum og beitti
sér fyrir því, að Frakkar veittu
Alsírbúum fullt frelsi. Síðan hef
ur hann í flestum málum mjög
leikið tveim skjöldum, sýnt mesta
eindrægni og stefnufestu í því
að hindra sameiningu Evrópu
og gera sínum fornu banda-
mönnum, Bretum og Bandaríkja-
mönnum, allt sem erfiðast fyrir.
Ininanlamdsstjórn hans var mjög
lofuð af ýmsum þangað til í
vor, þegar upp úr sauð og hann
varð skyndilega að kúvenda í
Stjórn efnahagsmála og ýmsu
öðru. Þá stóð hlu'tur hans svo
illa um sinn, að ýmsir hugðu
valdadögum hans lokið, Öfgar
óróaliðs á meðal stúdenta og
kommúnista urðu honum til bjarg
ar. Er þó sagt, að kommúnistar
hafi fengið vísbendingu um það
frá Moskvu, að þeir skyldu hafa
sig hæga. Engu að síður urðu
uppþot þeirra til að skjóta mikl-
um hluta frönsku þjóðarinnar
svo skelk í bringu, að svo sýn-
ist sem De Gaulle sé nú í þann
veginn að vinna einn sinn mesta
sigur. Athyglisvert er, að aðferð
hans var sú að fljúga fyrst til
Þýzkalands, tryggja sér stuðn-
ing herforingjanma í franska hern
um þar, setja síðan ýmsar höml-
ur á mál - og fundafrelsi og efna
til almennra kosninga. Bakhjall-
inn, sem herinn veitti honum í
öllum þessum átökum, var hins
vegar ekki ókeypis. Verð hans
hefur auðsjáanlega verið það,
að æðstu mönnum þeirra, sem
vildu halda áfram baráttunni í
Alsír eftir að De Gaulle hafði
brugðizt þeim, og hann lét síðan
dæma í þunga refsingu eða hélt
í útlegð, hafa nú verið gefnar
upp sakir. Þessi öfgaöfl hafa kom
ið honum til bjargar á annan
bóginn, jafinframt því, sem hamn
notar ótta við kommúnista sér
til framdráttar á hinn.