Morgunblaðið - 30.06.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.06.1968, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1968 SIGURÐUR ELÍASSONh/f AUÐBREKKA 52-54 KÓPAVOGI SÍMI 41380 OG 41381 INNI- HURÐIR M. Fagias: FLWITA rnmjv leysislega, og lét höfuðið hvíla á báðum höndum og horfði á Rússann skærum, bláum augum sínum. Röddin var slétt og hvöss eins og sverðsblað. Það var rödd freistarans. Allt í einu gerði Nemetz sér ljósa þessa einstæðu velgengni, sem hún hafði notið í starfi sínu. Það var hvorki fegurð hennar né metorðagirnd, sem því olli, heldur var það hug rekki hennar og myndugleiki. Og hann þurfti ekki einusinni að horfa á Stambulov til þess að sjá, að töfrar hennar höfðu hann á valdi sínu. Hann sat þarna með slappar axlir, en feimnis- legt sáttarbros lék um varir hans. - Það var nú ekki ætlun mín að vera ókurteis, sagði hann með mjórri rödd, sem var ekki í neinu hlutfalli við risavaxinn skrokkinn. - Síðustu dagar hafa verið okkur öllum all-þreytandi. Og við erum þó aldrei annað en manneskjur. Fyrirgefðu, að ég hljóp á mig. Ég vil ógjarna, að þú sért mér reið. Hvernig ætti ég að fara að, ef þú værir ekki, í þessum andstyggðar stað, sem heitir Budapest? Hún brosti og klappaði á höndina á honum. - Jæja, vertu þá líka góður drengur og gerðu eins og mamma segir. Svo sneri hún sér að Angelu, og röddin, sem hafði verið svo blíð, varð hvöss. - Þú hagaðir þér illa, Eina afsökunin þín er, að þú ert full. Fáðu þér stóran bolla af kaffi. En biddu hann Grigori fyrst fyrirgefning- ar. Angela stóð á miðju gólfi og vaggaði fram og aftur eins og tré í stormi. - En ef ég viL, það nú ekki? sagði hún, þvermóðsko- lega. - Þá ertu bara samstundis rekin. - Ég get alltaf fengið vinnu í verksmiðju. - Já, það geturðu, sagði Hanna og kinkaði kolli. - Ég hata karlmenn, hvíslaði Angela. - Nei, það gerirðu ekki. Þú kannt einmitt vel við þá, sagði Hanna og hristi höfuðið. Svo brýndi hún raustina. - En hvað um þessa fyrirgefningarbón Angela? Angela breiddi út faðminn og var sýnilega að herða sig upp í eitthvað, sem átti að vera eins- konar hneiging til Stambulovs. - Afsakaðu, sagði hún og bætti svo við: - og ég sker þig ekki á háls, jafnvel þótt þú ákvæðir að sofa hjá mér í nótt. Hún sneri sér að kaffivélinni og fékk sér kaffi í heiljastóran bolla. Hún lyfti bollanum. -Skál! -í áttina til Stambulov og saup svo stóran sopa. Svo setti hún hægt frá sér bollann og sagði, hrædd og hik- andi: - Mér er að verða illt! Hún teygði handleggina fram fyrir sig og fálmaði eins og blindingi eftir dyrunum með flauelsfortjaldinu. - Farðu með henni, sagði Hanna við þá rauð- hærðu. - Gættu þess, að hún svíni ekki út allt baðherbergið. Þegar stúlkurnar voru komn- ar út, sneri hún sér að Stambulov. - Hún klárar þetta vel. Hún er ung. Og auk þess er hún nú verzt þegar hún hefur fengið sér einn lítinn. Og án þess að gera þögn í milli, hélt hún áfram - Hvað um lækninn? Geturðu fengið hann látinn lausan? Stambulov leit á hana hvöss- um, rannsakandi augum: - Er hann ríkur, þessi læknir? — Læknirinn? Nei! Hanna hló. Ég sver, að ég hef ekkert upp úr þessum kaupum. Og fulltrú- inn heldur ekki. - Hversvegna eruð þið þá að þessu? - Fulltrúinn vegna þess, að — Hann er mín hægri hönd hér í fyrirtækinu því ég er örf- hentur! hann er góður maður. Og ég vegna þess, að ég vil gjarna gleðja fulltrúann. - Geturðu ekki glatt hann ein- hvernveginn öðruvísi? ' spurði Stambulov. - Ég er hrædd um ekki, sagði hún, viðkvæmnislega. Nemetz rétti Stambulov blað með nöfnum, tign og númerum á þeim rússneskum hermönnum, sem Halny hafði haft til meðferð- ar. - Kannski hefur hann bjarg- að lífi þeirra. Það segja þeir að minnsta kosti sjálfir. Þér getið yfirheyrt þá ef þér viljið. Stambulov leit á blaðið og stakk því síðan í vasa sinn. - Jæja, sagði hann. - gefið þér mér blað og umslag, og ég skal skrifa skilaboð til Levitou of- ursta. Hann sneri sér að Nemetz. - Hann er yfirmaður herfangels- isins og Buda. Komið þér þangað klukkan níu í fyrramálið, en ekki fyrr, því að hann er fylli- bytta og kærir sig ekki um að láta ónáða sig áður en ónefndur Utankjörstaðaskrifstofa stuðningsmanna GUNNARS TH0R0DDSENS er í Aðalstræti 7, II. hæð (gengið inn að austan- verðu). Skrifstofan er opin frá kl. 9 f.h. til kl. 10 e.h. Símar: 84532- Upplýsingar um kjörskrá. 84536: Almennar upplýsingar. 84539. Upplýsingasími sjómanna. Stuðningsmenn GUNNARS THORODDSENS eru hvattir til þess að láta utankjörstaðaskrifstofuna vita um kjósendur, sem verða fjarri heimilum sín- um á kjördegi, bæði innan lands og utan. 30. JÚNÍ. Hrúturinn 21. marz — 19. apríl. N'i skaltu taka trúmálin alvarlega, og athugaðu, hvar skórinn kreppir. Það er þátttakan sem um er að ræða, ekki fjármunir. Þú mátt treysta á nýja kunningja. Nautið 30. apríl — 20. maí. Þetta á að vera tími gleði og ávinnings fyrir þig, þú skalt gera þér fai um að hafa næg verkefni. Tviburarnir 21. maí — 20. júní. Líklegt er, að gaman verði heima hjá þér. Taktu öllu eins og það kemur fyrir. Reyndu að forðast flýti, og láttu gesti þína vera eins og imima hjá sér. Krabbimi 21. júní — 22. júlí. Vertu með fjölskyldunni í dag. Reynið að fara smáferð, en gætið hófs. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst. Persónuvöld þín virðast aukast eittihvað i dag, margir munu fara eftir þínu fordæmi. Taktu deginum með ró. Meyjan 23. ágúst — 22. sept. Þetta verður skemmtilegur sunnudagur, og þú færð nægan tíma til tómstundaiðkunar með fólki sem þér er kært. Gott kvöld til skemmtunar, í hófi. Sporðdrekinn 23. okt. — 21. nóv. Þetts er ágætur dagur til að hygla að æfistarfinu Leggðu eyrun við því, sem sagt er meðal vina. Bogmaðurinn 22. nóv. — 21. des. Þolinmæðin kann að vera með minnsta móti, en reyndu samt að beita henni. Reyndu að leita hófanna, seinni hluta dagsins í hljómlist. Steingeitin 22. des. — 19. jan. Þessi sunnudagur er ekki ætlaður til þess að áfellast náungann eða vera með afbrýðissemi Reyndu að gera hreint íyrir þínum dyrum, haltu þig meðal vina seinni hluta dagsins, en farðu snemma heim. Vatnsberínn 20. jan. — 18. febr. Dagurinn í dag styrkir það sem þú hefur álitið um mannlegt eðli, og þér gefst kostur á að kanna það ofan í kjöiinn. Fiskarnir 19. febr. — 20. marz. Fólki ber ekki saman í dag, en láttu þig það litlu skipta. Haltu þér utan við allar deilur, ef þér er annt um frið. Tjaldaðu því, sem til er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.