Morgunblaðið - 30.06.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.06.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 190« 11 Aðalfundur Hrossaræktar sambands Suðurlands Aðalfundur Hrossaræktarsam- bands Suðurlands var haldinn að Flúðum í Hrunamannahreppi laugardaginn 11. maí síðastlið- inn. Fundurinn var f jölsóttur að venju, M ættu þarna fulltrúar allra deildanna allt austan af Síðu og vestur til Reykjavíkur, auk margra gesta. Starfsemi H. S. var með miklum þrótti síðast- liðið ár, kom það fram í skýrslu formanns, Þorgeirs Sveinssonar, frá Hrafnkelsstöðum. Mikið starf lá í því að sambandið var stór aðili að fjórðungsm. sunnlenzkra hestamanna. Sýndi sambandið þar nokkra stóðhesta félagsins bæði með afkvæmum og sem ein staklinga. Stóðhestar verða í öll um deildum sambandsins, sem eru 16 nema í Ölfusdeild, en þar hafa ekki verið stóðhestar á veg um Hrossaræktarsambandsins, nú um nokkurt árabil. Sá merki atburður gerðist á fundinum, að framkvæmdanefnd fjórðungsmótsins að Hellu síðast liðið sumar gaf Hrossaræktarsam bandinu stóðhestinn Hrafn frá E-Langholti. Hrafn er ungur stóðhestur, sonur hins lands- kunna stóðhests, Hreins frá Þver á. Hrafn var sýndur á Hellu síðastliðið sumar og hlaut þar mjög lofsverðan dóm. Hann hef ur verið í tamningu í vetur hjá formanni H.S. Þorgeiri á Hrafn- kelsstöðum, og kostuðu gefend- ur það, auk fóðurs í vetur. Þor- geir sýndi fundarmönnum hest- inn, og dáðust fundarmenn mjög að hestinum og þótti hann fagur gripur, og frábærlega vel hirt- ur. Núverandi stjórn er þannig skipuð, Þorgeir Sveinsson, Hrafnkelsstöðum formaður, Jón Bjarnason Selfossi, ritari og Steinþór Runólfsson, Hellu, gjaldkeri. Þjóðhátíðar- kveðjur MEÐAL árnaðaróska, sem for- seta íslands bárust á þjóðhátíðar- daginn voru kveðjur frá eftir- greindum þjóðhöfðingjum: Friðrik IX, konungi Danmerk- ur. Olav V, konungi Noregs. Gustav YI Adolf, konungi Sví- þjóðar. Urho Kekkonen, forseta Finn- lands. Juan Carlos Ongania, forseta Argentínu. Franz Jónes, forseta Austur- ríkis. Lyndon B. Johnson, forseta Bandaríkj anna. Arthur da Costa e Silva, for- seta Braziliu. Elizabeth II, drottningu Bret- lands. Georgi Traikov, forseta Búlg- aríu. Charles de Gaulle, forseta Frakklands. Juliana, drottningu (Hollands. Mohammed Reza Phlavi, keis- ara Iran. Zalman Shazar, forseta ísrael. Josip Broz Tito, forseta Júgó- slavíu. Dr. Osvaldo Dorticos Torrado, forseta Kúbu. Makarios erkibiskup, forseta Kýpur. Yakubu Gowon, þjóðhöfðingja Nigeriu. Marian Spychalski, forseta Póllands. Americo Thomaz, forseta PortugaL Nicolae Ceausescu, forseta Rúmeníu. Leopold Sedar Senghor, forseta Senegal. N. Podgorny, forseta Sovétríkj anna. • Francisco Franco, þjóðarleið- toga Spánar. Budvik Svoboda, forseta Tékkó slóvakíu. Cevdet Sunay, forseta Tyrk- lands. Pal Losonczi .forseta Ungverja lands. Heinrich Lúbke, forseta Sam- bandslýðveldisins Þýzkalands. (Frá skrifstofu forseta íslands) Reyðarvatn Um helgar i sumar verða aeld veiðileyfi fyrir landi Þverfel'Is. Veiðileyfi, tjaldstæðd og bátaileitga afgreitt í Seikvik við Reyðarvatn. Veiði verðuir aðeins lejrfð aðra daga eftir samkamulagi. Upplýsingar í símum 41210 og 19181. Því er slegið föstu: Hvergi meira fyrir ferðapeningana. Majorka og London — 17 dagar krónur 8.900,oo Nú komast íslendingar eins og aðrar þjóðir ódýrt til sólskinsparadísarinnar á Majorka, vinsælasta ferðamannastað álfunnar. Majorka er vinsælust allra staða vegna þess að sólskinsparadísin þar bregzt ekki og þar er fjölbreyttasta skemmt- analíf og mestir möguleikar til skoðunar og skemmtiferða ixm eyjuna sjálfa, sem er stærri en Borgarfjarðar- og Mýrasýslur til samans, og einnig er hægt að komast í ódýrar skemmtiferðir til Afríku, Barcelona og Madrid (dagferðir), Monte Carlo og Nizza. Flogið beint til Spánar með íslenzkri flugvél. Tveir heilir sólar- hringar í London á heimleið. Þægilegar ferðir til eftirsóttra staða. Aukaferðir fyrirhugaðar í ágúst og sept. Næstu ferðir: 3. júlí, 17. júlí, 31. júlí, — 14. ágúst (fullbókað), 28. ágúst (fullbókað, 11. sept. Brottfarardagar annan hvern miðvikudag (fullbókað), 25. sept., 9. október og 23. október. LONDON - AMSTERDAM - KAUPMANNAHÖFN 12 daga ferðir — Verð krónur 14.400,oo Stuttar og ódýrar ferðir sem gefa fólki tækifæri til að kynnast þremur vinsælum stórborgum Evrópu, sem þó eru mjög ólíkar. Miljónaborgin London er tilkomu- mikil og sögufræg höfuðborg stórveldis með fjölbreytt menningar- og skemmt- analíf. Amsterdam er heillandi fögur með fijót sín og síki, blómum skrýdd og létt í skapi. Og svo borgin við sundið, Kaupm annahöfn, þar sem íslendingar una sér betur en víðast annars staðar á erlendri grund. Fararsljórar: Klemenz Jónsson, Gunnar Eyjólfsson, Jón Sigurbjörnsson. Brottfarardagar: 7. júlí — 21. júlí — 30. júlí — 4. ágúst — 18. ágúst — 1. sept. 8. sept. — 15. sept. Athugið að SUNNA hefur fjölbreytt úrval annarra hópferða með íslenzkum fararstjórum. Ferðaþjónusta SUNNU fyrir hópa og einstaklinga er viðurkennd af þeim mörgu er reynt hafa. SUNNA Ferðaskrifstofan Bankastræti 7 símar 1 64 00 og 1 20 70.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.